Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.09.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.09.1997, Blaðsíða 7
Bandaríkin MEÐ HVERJUM 3Kristjánsbakarí leqgur kru af hverju Heimiiisbrauði til hjálparstarfs. <UCr HHUMRSTOFHUÍ! \^\Tj KIRKJUIINflR IDítgur-'ðRmom *~i--- Fimmtudagur 25. september 1997 - 7 KAUTT LjÓS þý&iA' RAUTT LjÓS ÍUMFERÐAR RÁÐ Clay Shaw, kaupsýslumaður í New Orleans, lýsir x dag- bók sinni þeim “hryllingi" að vera saksóttur án þess að fótur væri fyrir ásökunum þeg- ar Jim Garrison dró hann fyrir dómstóla fyrir að hafa átt þátt í morðinu á John F. Kennedy. Dagbókin var gerð opinber á fimmtudaginn, en hún hefur verið í vörslu opinberrar nefnd- ar sem fer yfir og býr til birt- ingar skjöl sem tengjast morð- inu á Kennedy. Sumir fyrrverandi aðstoðar- menn Garrisons hafa - ásamt fleirum - sakað hann um að hafa skáldað upp samsærisá- kærur á hendur Shaw, og eftir að réttað hafði verið í málinu á hendur Shaw árið 1969 var kviðdómur ekki lengi að komast að þeirri niðurstöðu að hann væri saklaus. Shaw, sem var áberandi persóna í kvikmyndinni „JFK“ eftir Oliver Stone, lést árið 1974, þá orðinn sextugur. Hann var reyndar eini maðurinn sem kom fyrir dóm vegna morðsins á Kennedy. „Ég er enn skelfingu lostinn út af því að vera ákærður fyrir hryllilegasta glæp aldarinnar," skrifaði Shaw í dagbók sína skömmu eftir að hann var handtekinn þann 1. mars 1967. „En ég er algjörlega saklaus, og sú tilfinning að vera ofurliði borinn virðist vera farin núna. Auðvitað finn ég fyrir reiði og hneykslun, ég hugsa „Hvers vegna skyldi þetta koma fyrir mig.“ En samt, þegar ég hugsa út í það, hvers vegna skyldi þetta ekki koma fyrir mig. Eng- inn hefur neina tryggingu fyrir því þegar hann fæðist að hræði- legustu og skelfilegustu hlutir komi ekki fyrir haim.“ Samkvæmt dagbókinni er hann ekki aðeins reiður yfir því að vera ákærður fyrir aðild að morðinu, heldur einnig vegna þess hvers eðlis ásakanirnar voru. Haim víkur m.a. að því að sakbommgsins Leynileg dagbók manns sem sakaður var um aðild að morðinu á Kennedy gerð opinber. hann hafi átt að hafa rætt ar um sekt eða sakleysi þá vita „morðið á forsetanum" við Lee Harvey Oswald og mann sem hét David Ferrie, flugmann sem talinn var hafa tengsl við mafí- una. „Fyrir utan allar spurning- allir sem þekkja mig að ég væri ekki svo vitlaus að leggja á ráð- in með tveimur slíkum fávit- um,“ skrifaði Shaw. - Newsday Aðalfundur Mánakórsins verður haldinn fimmtudaginn 2. október kl. 20.30 í Gierárkirkju í kjallaraherbergi. Á dagskrá eru: Venjuleg aðalfundarstörf, inntaka nýrra félaga, framtíðarstarf kórsins og önnur mál. Stjórnin.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.