Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.09.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.09.1997, Blaðsíða 9
^Hagur-CÍRmtrat Fimmtudagur 25. september 1997 - 9 PJÓÐMÁL Fréttastjóri sjónvarps Hef engar áhyggjur af þessu upphlaupi Sigurdór Sigurdórsson skrifar Helgi H. Jónsson seg- ist ekki kvíða því að pólitísk umræða um fréttastofu sjónvarps- ins hafi skaðað hana. Áreiðanleika frétta- stofu sjónvarpsins verði haldið hér eftir sem hingað til. Við hefðum svo sem alveg getað verið án þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað að undanförnu um út- varpsráð og frétta- stjórastarf sjónvarps- ins. Aðal atriðið er hins vegar það að þessu er lokið og ég er auðvitað ánægður með minn hlut. Ég vU líka taka það fram að ég lít á málalokin sem við- urkenningu yfirmanna stofnunarinnar, út- varpsráðs og útvarps- stjóra, á því að starfs- reynsla hér innanhúss sé, þrátt fyrir aUt, metin. Það finnst mér veigamikill punktur. Ég kýs að sldlja þetta sem skilaboð til starfsmanna hér í þá veru,“ Helgi H. Jónsson, fréttastjóri Sjón- varps. sagði Helgi H. Jónsson, sem í gær var ráðinn fréttastjóri Rík- issjónvarpsins í eitt og hálft ár. - Heldur þú að sú umrœða sem átt hefur sér stað um þessa stöðuveitingu að undanfórnu hafi skaðað fréttastofu sjón- varpsins? „Fréttastofa sjónvarpsins, ásamt fréttastofu ríkisútvarps- ins, nýtur, eins og allir vita, mikUs trausts meðal almenn- ings fyrir vandaðar og ábyggi- legar fréttir. Þær standa að mínum dómi feti framar öðrum fréttastofinn og ritstjórnum hvað þetta varðar. Þetta traust er að sjálfsögðu það dýr- mætasta sem þessar fréttastof- ur eiga. Ég mun halda áfram að vinna í þeim anda að þessu trausti verði haldið. Það þýðir ekki að ekki megi létta yfir fréttastofunni. Það hefur stund- um verið sagt að það væri þungt yfir henni og ég hef ákveðnar hugmyndir um breyt- ingar í þeim efnum. Eins finnst mér hlutur fréttastofunnar í dagskrá sjónvarpsins allt of rýr og með öllu óviðunandi. Ég mun beita mér fyrir breyt- ingum í þeim efnum. Mér eru að vísu skorð- ur settar í bili vegna þess að rammi vetrar- dagskrárinnar næstu mánuði er niður negldur og því gerist þetta ekld alveg strax. Vegna þess hve hlutur okkar í dagskránni er rýr hafa heilu málaflokkarnir orðið út- undan og við sinnum, að mín- um dómi, ekki til fulls þeim skyldum sem á okkur hvfla.“ ; W u ÆJsti r 17 w i 1 í \ mjmí Frá fréttastofu sjónvarps. Helgi H. Jónsson, nýráðinn fréttastjóri, segist ekki óttast að pólitísk umræða um fréttastofuna hafi skaðað hana. Mynd: Hilmar - Óttastu ekki eftir alla þessa pólitísku umræðu í kringum þessa stöðuveitingu að litið verði á þig sem fulltrúa vinstri flokkanna sem veittu þér at- kvœði sín í útvarpsráði, og Framsóknarflokksins þá sér- staklega? „Ég er ekki fulltrúi eins eða neins stjórnmálaflokks, lít ekki á mig sem slíkan og hef aldrei gert. Ef einhver er að ímynda sér að ég sé flokksbundinn þá er það rangt. Ég er líka viss um það að allir hinir umsækjend- urnir um starfið og þar með tal- in Elín Hirst, h'ta á sig sem at- vinnumanneskjur í íjölmiðlun og ekkert annað. Við það miða ég mitt starf og ég er þess full- viss að Elín og hinir umsækj- endurnir hefðu gert það líka, hefðu þeir verið ráðnir. Ég hef litlar áhyggjur af þessu upp- hlaupi sem hefur verið út í frá. Allir hafa rétt á að hafa einka skoðanir á málum, það liggur í hlutarins eðli. Mór kemur það ekkert við meðan þess gætir ekki í störfum manna. Það starf sem hér er unnið birtist á sjón- varpskjám almennings á hverju einasta kvöldi og því komast menn ekki upp með neinn moð- reyk í þeim efnum þótt einhver vildi en það vill enginn." - Áttu von á því að fólk fylgist nánar með störfum fréttamanna sjónvarpsins og skoði hvert skref sem stigið verður? „Það má vel vera og ég vona það sannarlega. Ég vona að sem allra flestir fylgist með fréttatíma sjónvarpsins. Ég kvíði engu um úrskurð almenn- ings eftir þá skoðun. Því fleiri sem fylgjast með fréttum sjón- varpsins, því betra," sagði Helgi H. Jónsson, nýráðinn frétta- stjóri ríkissjónvarpsins. Dálítið vonsvikin Elín Hirst telur að fyrst fulltrúi Kvenna- listans í útvarpsráði treysti sér ekki til að styðja eina af þeim þremur konum sem sóttu um fréttastjóra- stöðuna, sé ekki allt með felldu í málinu. s Eg verð að játa að ég er dáh'tið vonsvikin," sagði Elín Hirst, fyrrum frétta- stjóri Stöðvar 2, um niðurstöðu útvarpsráðs og útvarpsstjóra við ráðningu fréttastjóra ríkis- sjónvarpsins í eitt og hálft ár. En hvað finnst henni um þá pólitísku umræðu og átök sem átt hafa sér stað vegna þessar- ar mannaráðningar? „Mér þykir það með ólíkind- um að þessi ráðning, sem er ekki einu sinni til langframa heldur bara tímabundin, skyldi færast upp á hápólitískt plan eins og raun varð á. Maður hef- ur heyrt um það í gegnum tíð- ina að menn geri oft að póht- ísku bitbeini stöður sem eru uppistöður í þjóðfélaginu, og heyra undir ríkið. Hér er hins vegar um að ræða miðlungs- stöðu í stjórnkerfinu og furðu- legt að hún skyldi verða að svo miklu pólitísku bitbeini, sem raun varð á.“ - Heldur þú að fréttastofa sjónvarpsins hafi skaðast á þeirri pólitísku umrœðu sem átt hefur sér stað? „Ég ætla nú ekki að spá fyrir um það en vona að svo sé ekki. Ég held að fréttastofa sjón- varpsins sé svo traust í sessi hjá þjóðinni og njóti það mikillar virðingar að umræðan valdi henni ekki varanlegum skaða.“ - Hefur eitthvað í umrœðunni komið þér á óvart? „Ég var svo bláeyg í málinu að ég hélt, alveg fram á síðustu stundu, að það snérist um fag- legt mat á umsækjendum og með því er ég ekki að gera lítið út hæfileikum Helga H. Jóns- sonar. Ég held að hann sé góð- ur fagmaður. Hvernig þetta fag- lega mat vék algerlega fyrir pólitískri umræðu kom mér verulega á óvart. Eins kom mér á óvart afstaða Kvennalistans í útvarpsráði. Hann starfar sam- kvæmt sérstakri hugmynda- fræði kvenna. Samt sem áður treysti fulltrúi hans sér ekki til að styðja eina af þeim þremur konum sem sóttu um stöðuna. Þetta þykir mér sýna að í þessu máli öllu sé ekki allt með felldu." - Veistu hvað þú tekur þér fyrir hendur til frambúðar? »Ég er nú bara að skoða minn gang. Ég hef verið laus- ráðin í ánægjulegu starfi á DV um nokkurra mánaða skeið. Ég á eftir að ræða við mína yfir- menn um hvort framhald verð- ur á því,“ sagði Elín Hirst. -S.dór Hún fékk öll atkvæði sjálfstæðismanna í útvarpsráði en það dugði ekki. Elín Hirst er vonsvikin.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.