Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 2
Laugardagur 7. september 1996 - II iDagur-íEmrám Húsin í bænum Lindargata 50 • Reykjavík s Arið 1902 var R. Zimsen úthlutuð lóð við Lindar- götu, vestan við lóð Jó- hannesar Sigurðssonar, austur að Frakkastíg. í maí 1903 kaupir Kristján Kristjánsson járnsmiður lóðina af R. Zimsen. Lóðin er talin vera 590 ferálnir. Zimsen selur Kristjáni Kristjánssyni til við- bótar við lóðina ræmu af Eyj- ólfsstaðabletti, sem liggur fyrir sunnan framlengingu Lindar- götu út að Frakkastíg, 25 x 9 álnir. Kristján fær leyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni, 15 x 11 álnir að viðbættum tveim- ur skúrum að stærð 3 1/2x3 1/2 og 3 x 4 álnir. Einnig fær hann leyfi fyrir byggingu úti- húss á lóðinni, 8 x 10 álnir. Sveinn í Völundi annaðist um- sjón með byggingum þessum og lagði til timbrið. Fyrsta brunavirðing var gerð í október 1903. Þar segir að Kristján Kristjánsson járnsmið- ur hafi byggt á lóð sinni einlyft timburhús með risi og kjallara. Húsið er byggt af bindingi, klætt utan með plægðum 5/4" borðum, pappa og járni þar yfir og með járnþaki á 5/4" borða- súð með pappa í milli. Innan á bindingi er pappi. Niðri í húsinu eru fimm íbúð- arherbergi, eldhús og fastur skápur, allt þiljað og herbergin með striga og pappír á veggjum og loftum, allt málað. Þar eru tveir ofnar og ein eldavél. Uppi eru fjögur íbúðarherbergi, eld- hús og þrír fastir skápar, sem allt er þiljað og herbergin með pappír á veggjum, súð og loft- um, allt málað. Þar eru ijórir ofnar og ein eldavél. Kjallari er undir öllu húsinu, ljórar álnir á hæð, með stein- steypugólfi og veggjum úr sama efni. Þar eru tvö geymslurými og járnsmiðja með járnfóðruðu lofti. í báðum bitalögum er milligólf úr óplægðum 5/4" borðum, en í milli er sandur. Sigurður Þorkelsson, bróðir Sigurbjörns kaupmanns í Vísi, steypti kjallarann. Samkvæmt íbúaskrá 1906 búa í húsinu: Kristján Krist- jánsson járnsmiður, fæddur 5. apríl 1860 á Brúnastöðum á Vatnsleysuströnd; Ingunn Knútsdóttir, kona hans, fædd 22. september 1854 að Merkinesi í Höfnum, og Sigríð- ur dóttir þeirra, fædd 1889 í Reykjavík. Á öðru heimili í hús- inu voru: Steinunn Magnúsdótt- ir ekkja, fædd 1850; Þuríður Magnúsdóttir dóttir hennar, fædd 1881, og Bergsteinn Magnússon bakari, fæddur 1875. Á þriðja heimilinu eru Kristín Brynjólfsdóttir ekkja, fædd 1874, og Þórður Marinó Þórðarson, sonur hennar, fædd- ur 1904. Á Qórða heimilinu býr ein kona, Guðbjörg Jónsdóttir lausakona, fædd 1847. Á fimmta heimilinu voru: Vilborg Jónsdóttir húskona, fædd 1865, Jóhann Jónasson vinnumaður, fæddur 1852, Ingibjörg Einars- dóttir móðir hans, fædd 1832, og Margrét Einarsdóttir vinnu- kona, fædd 1890. Á sjötta heim- ilinu voru Guðfinnur Einarsson trésmiður, fæddur 1883, Guð- rún Guðmundsdóttir bústýra, fædd 1877, og Hólmfríður Mar- grét barn þeirra, fædd 1904. Kristján Kristjánsson var í mörg ár með járnsmiðju í kjall- ara hússins og vegna þess var í þeim hluta kjallarans sem smiðjan var í haft járn í lofti til að minnka eldhættu. Þegar bygging hússins hófst voru önn- ur númer á húsum við götuna en er nú og var þetta hús þá númer 28. Þegar Kristján byrjaði á framkvæmdum byggði hann fyrst litla húsið (í brunavirðing- um kallað skúr) Frakkastígs- megin og lét flytja allt timbur í það sem fara átti í húsið. Þar var timbrið síðan skoðað og ef í því var of mikið af þverkvistum Teikning af húsinu Lindargötu 50. eða gráma, mátti Kristján skila því aftur til Sveins í Völundi. Á þessu má sjá hvað mikið hefur verið vandað til byggingarinnar. Kristján Kristjánsson lést 25. maí 1939. Kona hans, Ingunn Knútsdóttir, lést 8. september 1935. Áður höfðu þau hjónin misst einkabarn sitt, dótturina Sigríði, sem lést á Franska spít- alanum aðeins 17 ára gömul. Hún þótti afar efnileg og hafði þá nýlega lokið námi við Kvennaskólann í Reykjavík. f skólanum er til mynd sem Sig- ríður Kristjánsdóttir saumaði á meðan hún var þar við nám. Halldór Björgvin Frederiksen vélsmíðameistari kaupir húsið árið 1939, en hann hafði verið með sjálfstæðan atvinnurekstur í kjallara hússins frá því í sept- ember 1937. Fljótlega eftir að hann kaupir eignina ræðst hann í miklar framkvæmdir og byrjar á að gera upp íbúðar- húsið. Hann lét gera nýtt eldhús og veggfóðra stofur og önnur íbúðarherbergi hússins. Til verksins fékk hann Guðlaug Þorbergsson, vegg- og dúka- lagningameistara, nágranna sinn og vin sem bjó á Frakka- stíg 5 (grein um Frakkastíg 5 birtist í þessu blaði 12. júlí). Árið 1941 byggði Halldór Björg- vin tvílyft iðnaðarhús úr stein- steypu á baklóðinni. Á báðum hæðum í því húsi rak hann vél- smiðju. Hann stækkaði og byggði hæð ofan á litla húsið sem Kristján byggði og timbrið í húsið var geymt í. Þar gerði hann skrifstofur og teiknistofur fyrir vélsmiðjuna. Á neðri hæð- inni var pakkhús og frystiklefi sem geymd var í matvara fyrir heimilið. í gegnum tíðina hefur litla húsið þjónað mörgum hlutverk- um. Eftir að íbúðarhúsið var fullbyggt var það notað undir skepnur. Kristján átti hest sem hann hafði þar og heygeymslu á loftinu. Árið 1946 endurnýjaði Björgvin og breytti gluggum hússins. í brunavirðingu frá árinu 1950 segir að Björgvin Frederiksen hafi látið gera miklar endurbætur á eign sinni að Lindargötu 50. Þar segir að íbúðarhúsið sé klætt utan með plægðum borðum, pappa, list- um og járni, þar utan á vírnet og síðan allt múrhúðað. Á þaki eru asbestskífur. Inni á bindingi er pappi og milligólf í báðum bitalögum. Á aðalhæðinni eru þrjár stofur, eldhús, baðherbergi og gangur. Allt panel- þiljað, lagt striga og pappír og málað, nema baðherbergið sem er múrhúðað innan og málað og einnig gangurinn upp í rishæð. Gólf- flötur hálfrar hæðar- innar er steinsteypt- ur ofan á timburgólf og lagt eikarparketi. Á þakhæð eru fimm íbúðarherbergi, snyrtiherbergi og gangur, allt tex- eða korkklætt, múrhúðað og málað. í kjallara er efnisgeymsla, af- greiðsla, þurrkher- bergi og þvottahús. Inngönguskúr er við austurgafl, byggður eins og húsið og gengið inn Lindargötu- megin. Þar er baðherbergi. Inn- gönguskúr við suðurlilið er byggður eins og húsið, þar er gengið portmegin í eldhús og rishæð. Þá er getið um skrifstofuhús sem áður hefur verið lýst og að neðri hæðin sé notuð undir kaffistofu, fataherbergi, kæli- klefa, gang og klósett. Á efri hæð voru skrifstofur og gangur sem gengt var úr í vélsmiðju og einnig inngangur frá Frakka- stíg. Eftir að Björgvin ílutti af Lindargötu 50 með vélsmiðjuna og vélasöluna var Æskulýðsráð þar til húsa um tíma og einnig Fasteignamat rikisins. Björgvin Frederiksen sem hefur átt húsið frá 1939 er son- ur Aage Martin Christian Frederiksen vélstjóra og Mar- grétar Halldórsdóttur Guð- mundssonar, bónda á Botna- stöðum í Svartárdal. Björgvin lauk námi úr Iðnskólanum samhliða námi í vélvirkjun, en hann lauk sveinsprófi í þeirri grein 1935. Lauk námi í vél- fræði í Danmörku og kynnti sér smíði og uppsetningu frystivéla hjá Th. Sabroe & Co., Áarhus, og fékk réttindi til að setja upp vélar frá þeim. Tók meistara- réttindi ívélvirkjun 1938. Lærði einnig hraðfrystitækni hjá York Ice Machinery Corporation í Bandaríkjunum. Var um tíma á dieselverksmiðju Bukhs í Kalundborg. Hann hafði eftirlit með frystivélum og leiðbeindi um meðferð þeirra, bæði fyrir Samband íslenskra samvinnu- félaga og Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna. Hann útskrifaði átján nemendur í vélsmíði. Kona Halldórs Björgvins var Hallfríður Björnsdóttir, dóttir Björns Friðrikssonar tollvarðar í Reykjavík og konu hans Ólafar Maríu Sigurvaldadóttur. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn. Ilallfríður Björnsdóttir lést 22. september 1994. Það hefur alltaf verið búið myndarlega á Lindargötu 50, bæði á heimili Kristjáns og Ing- unnar og Björgvins og Hallfríð- ar. í gegnum tíðina hefur þar ávallt verið gestrisni mikil. Mikið var um erlenda gesti á heimili þeirra Björgvins og Hallfríðar og dvöldu þeir þar í lengri eða skemmri tíma. Margt kvöldið gekk húsmóðirin seint til náða. Hún hafði þann sið að ganga þannig frá að kvöldi að ekkert var óuppþvegið að morgni og allt í röð og reglu. Björgvin gegndi óvenjulega mörgum trúnaðarstörfum og verður fátt eitt af þeim talið hér upp. Aðeins 38 ára var hann kjörinn forseti Landssambands iðnaðarmanna eftir að hafa verið formaður Meistarafélags járniðnaðarmanna. Þá sat hann í skólanefnd Iðnskólans í meira en tuttugu ár og í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1954 til 1962. Heiðursfélagi Landssambands iðnaðarmanna og hlaut heiðursmerki iðnaðar- manna úr gulli 1968, gullmerki Félags málmiðnaðarfyrirtækja 1987 og heiðursmerki Iðnskól- ans í Reykjavík á rnutíu ára af- mæli skólans 1994. Á efri árum hefur Björgvin snúið sér að smíði listaverka og ber heimili hans þess fagurt vitni. Að tilhlutan vina hans var sett upp sýning á listaverkum hans í Geysishúsinu í desember 1993, undir heitinu "Leika í höndum harðir málmar". Byggingarnar á Lindargötu 50 eru myndarlegar og vel við haldið. Þar hafa margir þjóð- kunnir menn átt heima og má þar nefna Harald Blöndal ljós- myndara, afa Halldórs Blöndals ráðherra, Pál Eggert Ólason, þýðanda og fræðimann, Sigur- jón póst sem var faðir Símonar í Nausti, og Ólaf Oddsson, afa Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra. Núna á Björgvin íbúðarhúsið en Sigurður tengdasonur hans á atvinnuhúsnæðið á lóðinni og er með tannlæknastofu í hluta þess. Úr gluggum hússins blasír við Kollaíjörður með eyjar sínar og handan hans Esjan, Skarðs- heiði og Akraíjail. Á sjávar- kambinum handan Sæbrautar- innar situr Sólfarið, skúlptúrinn fagri.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.