Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 3
,3Dagur-®mttmt íSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 7. september 1996 - III HAGYRÐINGAR F Ó L K Æ T T U M s Iráði er að halda úti hagyrðingaþætti í Degi-Tímanum með svipuðu sniði og hann var í garnla Tímanum. Par kenndi margra grasa og misjafnlega hagmæltir hagyrðingar létu ljós sitt skína. Nokkrir héldu slíkri tryggð við þáttinn að manni fannst eitthvað vanta ef nöfn þeirra eða skáldanöfn voru ekki undir einhverri vísunni. Vonandi halda sem flestir þeirra áfram að hlýja vísnavinum undir hjartarótum og senda kveðskap. Þá er skorað á nýja lesendur, sem þegið hafa þá guðsgjöf að geta sett saman bögu, að liggja ekki á liði sínu, en leyfa fleirum að njóta þegar þeirn dettur vísa í hug og senda Degi- Tímanum og merki tilskrifið "Hagyrðingaþáttur". Við byrjum í nýju blaði með vi'sum frá gömlum kunningja. Megi sól og blíður blœr brosa við þér kímin. Heillaóskir frómarfœr frá mér Dagur-Tíminn. Sami skrifar: Lesendur nýs blaðs eiga von á gullmola, þar sem íslendingaþættir hefja göngu sína á ný: Erindi við alla menn eigafornir hœttir. Gleðja munu okkur enn íslendingaþœttir. Og enn ein vegna frétta um að heilsugæslulæknar ráði sig til starfa erlendis: Útlitið er ekki gott, allt í stefnir mikinn vanda, er halda munu brátt á brott búkvirkjar til Norðurlanda. Pétur Stefánsson Þátturinn er ekki við eina fjölina felldur í efnisvali og birtir jafnt stökur sem limrur og kvæði, séu þau vel ort: Viðkoma Meðan allt er enn í blóma, ástin vermir hjartablóð, gjarnan hendir fólkið fróma að jjölga sér hjá vorri þjóð. Þó að stundum vanti verju vopni stinnu beita má, enda fœðast öðru hverju út og suður börnin smá. Gjarnan þá í Ijúfu lyndi leikur tíð hins nýja manns, stigin létt með œskuyndi erufyrstu sporin hans. Seinna þegar ellin amar yljar minning þess er var, þar til opnar aldrei framar augun þreyttu kulnað skar. Það er engin þörf að kvíða, þjóðin hraust og frjósöm er. Meðan ár og aldir líða íslendingar jjölga sér. Búi Hver er ég? Emilíana Torrini söngkona. Hvaðan komum við og hvert förum við? Svo hljóðar sígild spurning allra kynslóða. Við komum úr einhverri átt, af einhverri ætt. Henni má líkja við tré, stofn þess og greinar. Greinarnar þroskast misvel, sumar vaxa og eru laufprúðar, öðrum vegnar miður og enn aðrar deyja út og falla. Blóm- legustu ættgreinarnar verða fyrirferðarmiklar í þjóðlífinu og fá kenninöfn af ættfeðrum eða stöðum. Af íjölmenni þeirra kemur það að innan þeirra verða íleiri kunnir og nafntog- aðir en í hinum fámennari greinum. Sumar greinanna bera einhver sérkenni, það köllum við hæfileika eða upp- lag. Þessi sérkenni eru sum augljós, svo sem útlit og holda- far; önnur síður, svo sem lund- erni og langlífi. Það verður þá líka atvikum og aðstæðum háð hver og hvernig ættarfylgjan kemur fram og þroskast. Einnig er það umdeilt hvort þættir persónuleikans kunni að vera áunnir eða arfteknir. En á hverri tíð hefur mönnum verið það hugleikið af hvaða rót þeir séu sprottnir, hverjum þeir líkist og hvers megi af þeim vænta. Vitneskja um þetta getur þannig orðið styrkur og leið- sögn á lífsleiðinni. Ættarvitund á sér langa sögu og hefur þýðingu fyrir flesta. Ættrakning fyrri tíða tengdist oft eignum, erfðum og manna- forráðum. Hið fámenna samfé- lag reyndi á vissum tímum að verjast náinni blóðblöndun með banni við tilteknum giftingum skyldmenna og nokkur vit- neskja um ætt sína var mönn- um nauðsynleg af þessum sökum. Nú hefur losnað um bönd fortíðar, jafnvel telja sumir rótleysi og los ein- kenna samtímann. í vaxandi þéttbýli eru tengslin styttri en fyrr og ókunn skyldmenni geta verið á næsta leiti í borginni. Ættleið- ing, fólksflutning- ar, tæknifrjóvgun, ásamt hinni sígildu spurningu: Hver er ég?, allt styrkir þetta nauðsyn á vitneskju um ætt og uppruna. Ætt- fræðin styður líka rannsóknir í lækn- isfræði, erfðafræði, líffræði og mann- fræði og er grund- völlur fyrir athug- anir í félagsfræði, atvinnuháttum og búsetu. í dagblaði hlýtur að verða fjallað um flestar hliðar mannlífs, shkt blað á ekki að láta sér neitt mannlegt óvið- komandi. Þess vegna á þáttur um ættfræði heima í dagblaði. Þar verður þá oft íjallað um "fólk í fréttunum", þá sem getið hafa sér orð á einhverju sviði. Sem dæmi má taka söngkonuna Emilíönu Torrini, sem fædd er 16. maí 1977 í Reykjavík. For- eldrar hennar eru Davíð Eiríks- son, f. 9. júní 1946 á Ítalíu (Sal- vatore Torrini), og k.h. Anna Stella Snorradóttir, f. 23. ágúst 1958 í Reykjavík. Foreldrar Önnu Stellu eru Snorri Gíslason, f. 4. jan. 1934, og k.h. Emilía Lorange, f. 10. apríl 1938. Hér kemur strax snert- ing við þekktar ætt- ir. Snorri er sonur Gísla Viggós Guð- laugssonar verk- stjóra í Reykjavík, sem fæddur var á Stokkseyri af svo- kallaðri Hörgs- holtsætt; það eru Sunnlendingar, mest úr Hreppum. Móðir Snorra var Kristjana Jónsdótt- ir, fædd á ísafirði. Um ættfólk Krist- jönu má lesa í Ormsætt, en hag- leikur og smíðar þykja ein- kenna marga þá ættmenn og er Ormsætt komin úr Dalasýslu. Emilía Lorange er dóttir Aage Lorange, sem lengi var þekktur hljómlistarmaður og hljóm- sveitarstjóri í Reykjavík; hann er sonur lyfsalahjóna í Stykkis- hólmi og fæddur þar. Þótt hann bæri danskt nafn var hann samt vel íslenskur, kominn af Páli Jónssyni spítalahaldara á Elliðavatni. Það kallast Pálsætt. Af Páli þeim var líka kona Aage hljómsveitarstjóra, Álfheiður, dóttir Tómasar Jónssonar kaupmanns í Reykjavík og k.h. Sigríðar Sighvatsdóttur alþing- ismanns Árnasonar. Það var kona Sighvats, Anna Þorvarðar- dóttir, sem komin var af Páli Jónssyni. Það er því sannarlega arfur kynslóðanna sem hin unga söngkona Emilíana birtir sam- tíð sinni. Hvað hefði orðið úr henni á öldinni sem leið? Eng- inn veit svar við því. Á sýning- artjaldi fortíðarinnar birtast margar spurningar en fá svör. á.s. Aage Lorange hljómlistarmaður. Matthías Pétursson skrifstofustjóri sjötugur / Skjaldbjarnarvík er skráð að hann séfœddur, en skráð er hvergi að kostum hann er gœddur. Maður er nefndur: Matthías. Frá Ströndum koma aldrei aulamenni, en ýmsa bókaorma þaðan kenni, með glatt og frjálslegt fas. Selur, hákarl, hrognkelsi er fœða og heilsugóðir verða þeir, sem snœða afurð hafsins ár og síð. í nyrstu byggð menn háðu harða vetur, í hausinn tróðu visku þeim mun betur uns birti af betri tíð. Á Hellissandi heimili sittfesti, frá Hornströndum hann fékk í veganesti að meta og mœla rétt. Hann seldi fólki sykur, kafji og hveiti, við kaupskapinn eiféll að neinu leyti og stefnan suður sett. Að Hvolsvelli hann kom og vill hér vera. Víða börnin kosti að heiman bera og Kristín er oss kœr. Enn mun bóndinn leika á létta strengi.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.