Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 6
Laugardagur 7. september 1996 - VI iDagur-CÍItmtmt ÍSLENDINGAÞÆTTIR Eins og fram kemur í frásögn Árna voru svonefndir “bombadörer” notaðir við að herja á virki Tyrkjans. Þetta voru smáskip sem báru hlaupstuttar fallbyssur sem köstuðu kúlunni í boga, og má sjá slíkt tól næst hér á myndinni. Þarna voru á ferð undanfarar sprenguvörpunnar, sem m.a. var notuð í báðum heimsstyrjöidunum á okkar öld. Þannig er fátt með öllu nýtt í sögu hernaðar — (takið eftir bréfdúfunum sem kalla má undanfara ritsímans!) — þótt sígildust af öllu sé grimmdin og hörmungarnar. eld í þessum tveimur or- logsskipum, er byggð stóðu á landi og galeiðunni, og þá var ennþá stór blossi í þeim húsum, sem galeiðunrar og þessara tveggja orlogsskipa “takkelas” inni voru, sem voru segl og kaðlar, ásamt tjörutunnum og öðrum efnum, er kostuðu mörg þúsund rfldsdali. Um morgun- inn kl. 8 kom ég í land. Var all- ur staðurinn uppbrenndur utan tvö hús, er voru yst út við virk- isvegginn. Konur voru að bera börn sín á hryggnum upp í kastalann, en Rússar voru að gjöra grafir undir öll hornin á honum og vildu uppfylla þær með púðri og láta so kastalann springa upp í loftið með öllu því fólki sem þar inni var. Eg sá og so elfur er runnu frá kastillinu eður þeim pakkhúsum er þar voru um kring. í þessum elfum blönduðust saman bæði brenni- vín, sápa og vín er saman rann þegar þessi pakkhús voru að brenna, so það var hörmulegt að sjá.” Sigurskothríð og haldin messa með mikilli viðhöfn “í þessu kom kommandants- ins kona um borð á admirals- skipið og greiddi honum allan umkostnaðinn er hann hafði, eg meina admiralen, til að upp- brenna staðinn. Var strax dreg- ið upp flagg að allir þeir sem í landi voru skyldu koma án dvalar, hver upp á sitt skip, og ei ræna meir í landi. En því sem fengið höfðu skyldu þeir halda. Komu svo vorir soldater um borð, fullir og drukknir, en voru allir saman reiðir að ei máttu láta kastalann í loft upp springa og sögðust vilja skrifa Majestæten af Rússlandi til um þeirra athæfi. Fengu því nokkr- ir af þeim straff. Nú um mið- daginn komu allir kapteinar um borð upp á admiralsskipið og héldu samtal um þennan bruna ásamt víðara, sem almúgafólk ei fékk að vita. Þar eftir var skotin victoria (skotið af fall- byssum til að fagna unnum sigri) og héldu þeir messu með mikilli viðhöfn. Að þessu búnu héldum vér þaðan til Michel(?) og lágum þar lengi. Þar fengum vér orður að fara tii Síon (Sidon) með þremur orlogsskipum og svelta þá sidonisku út og fyrirbjóða öllum þar inn að koma og öng- um leyfa frá staðnum út að fara til aðdráttar. Að síðustu heyrð- um vér að eitt brauð sem vegur 7 lóð kostaði 24 skildinga. Eitt kvöld sáum vér að einn sker- bekker (smábátur) fékk marga menn með sér og læddist fram með landinu út í eyjarnar, hvar hans kornvara var. Þetta for- töldu oss þeir grísku, er voru ætíð hjá okkar skipi, ef eitthvað kynni að koma upp á annað- hvort að fara í kringum eyjarn- ar, hvar þeir Tyrkjar bjuggu, ef ske kynni að þeir sjálfir, eftir að svo kunnugir voru alls staðar um kring, einhvers staðar naut, sauði, geitur eða kornvöru fyndu, sem og skeði oft að þeir til okkar komu með þess hátt- ar.” Tvö sverð, sitt í hvorri hendi, og slóst með báðum “Nú vorum vér á vakt eftir þessu tyrkneska skipi þegar til baka kæmi. Þegar klukkan var þrjú um nóttina, sáiun vér hvar þeir komu þétt með landinu og héldu upp að staðnum. Fórum vér í vorn stóra bát, er þeir kölluðu barkasse, með sving- basser, það eru litlar kanónur eða fallstykki, allir soldater með hlaðnar byssur og slípaða korða. Nú fóru þeir grísku með. Þegar þeir Tyrkjar sáu þetta, sendu þeir boð eftir höfuðvakt- inni til styrktar þeim, þegar í orustuna kæmu, svo það var svo fullt af fólki að það var maður við mann á þilfarinu. Vér skutum nú á báðar síður, þeir grísku á eina síðu en vór á aðra. Að síðustu komum vér þeim svo nær að við köstuðum vorum Iitla dreka á skip þeirra og höluðum það til okkar. En þegar þeir tyrknesku soldátar sáu þetta, hlupu þeir allir í sjó- inn og syntu sem selir. Vér drápum þá flesta er ná kunnum með vorum árum, en þegar upp komum á skipið sáum vér þar dauða kroppa og blóð á þilfar- inu. Voru þá ei til baka nema tveir menn, sem var faðir og sonur, er voru skipseigendur. Faðirinn var so stór og sterkur sem risi. Hans handleggir voru svo þykkir sem fullorðins manns læri og eftir því var heili kroppurinn. Hann hafði tvö sverð, sitt x hvorri hendi, og slóst méð báðum. En einn Grikki, er var af þeim Albönum sem eru hið grimmasta fólk, hann kom á bak þessum tyrk- neska, stóra manni og lagði hann á milli herðanna, og kom oddurinn út fyrir neðan bringspalirnar. Og þegar sá stóri, gamli maður fékk sitt banasár, kastaði hann báðum sverðunum upp í loftið, svo það söng í þeim, og féll á hrygginn meðan blóðið rann út af kroppnum. Þannig deyði hann með hreysti og hugprýði.” ... en aðgætti ei að hungrið er hart sverð “Sonurinn var frammi á skipinu. Og þegar sonurinn sá að faðirinn var nú dauður, varð hann sorgfullur og varði sig ekkert, heldur gekk viljugur til síns dauða, og Rússar hjuggu hans höfuð af, en færðu hann fyrst úr klæðunum. Nú fórum vér að gjöra þilfarið hreint með sjóvatni og út köstuðum þeim dauðu kroppxim, sem dauðir lágu á þilfarinu, utan þá tvo feðga. Þá færðum vér til vors orlogsskips, en höfðum það tyrkneska skip með oss, er var hlaðið kornvöru. Þetta var und- ir dag. Vor kommandör, Bas- balle, var uppi er vér sögðum tíðindin. Voru allar lúgur á því tyrkneska skipi aftur læstar, því vor kommandör þenkti að pen- ingar væru í skipinu, eftir því svo margar manneskjur hefðu látið sitt líf, en aðgætti ei að hungrið er hart sverð, því þar var stórt hungur í staðinn inn komið. Um morguninn snemma var nú skipið vísiterað sem ekk- ert hafði innan utan hveiti, mig minnir 300 tunnur. Þeim feðg- um var í sjó varpað og voru tal- in á þeim gamla manrn 18 fár- leg sár og það nítjánda er af deyði. Þegar þeir komu í vatnið var höfuð og fætur í sjónum, en mittið hkamans flaut so lengi sem sáum, en vor doktor sagði þeir ómögulega sökkva kynnu, því allt blóð væri af þeim. Nú tókum vér kornvöruna og allt er var á skipinu er hafa vildum, en skrokkinn brenndum vér upp. Og er so út talað um þetta efni.” En þá óléttu skáru þeir á kvið ... “Nú vorum vér enn á Síons- bugt utan hvað vort skipsfólk flakkaði með þeim grísku hing- að og þangað um eyjarnar, hvar Týrkjar sig héldu, sem þeir grísku létu oss vita um, ef ske kynni að vér þar fá kynnum naut eður sauði oss til viður- væris. Einn dag var gott veður. Skyldum vér nú fá eitthvert gott lífsviðurværi. Komum vér upp á ey nokkra er Tyrkir bjuggu í. Þegar þeir sáu oss hlupu þeir allir út í skóginn, utan tvær konur voru heima. Sú eina var ólétt en önnur ei. Henni lágu þeir hjá. En þá óléttu skáru þeir á kviðinn og tóku fóstrið út af hennar lífi — og það gegnum stungið. Hrærðust bæði lærin og handleggirnir á því, er þeim þótti gaman á að horfa. Þegar fengið höfðum eitthvað með oss til baka, sem var naut og sauðir mjög margir, fórum vér til baka og sögðum Basballe sem séð höfðum um Rússanna aðferð með þessar tvær konur. En hann sór það að þessa skyldi hefnt verða. Soleiðis hefðu þeir sig að borið fyrr, en nú skyldi þess hefnt verða. Skrifaði til þess rússiska admirals um sök- ina og fékk skipun um að þeir skyldu kattast (hýðast með hnútasvipu) í þrjá daga, 50 slög hvern dag. En þeim var þó lítið eitt vægt, so þeir fengu ei full- komið straff. Annars voru þeir lengi að ná sinxú heilbrigði, sem von var.” Þeir dönsku hund- ar vildu fara heim til þeirra kvenna ... “Að þessu búnu fengum vér skipun um að vér skyldum nú strax koma til Paro og fá nýjar orður, sem voru þessar, að þeir dönsku timburmenn og skip- herrar skyldu nú fá sitt heim- fararleyfi, en ef matrósar vildu vera áfram var þeim það eftir- látið, hvar um Basballe sig heyra skyldi. En þar var enginn af oss sem vildi eftir verða, einna helst þar Basballe lét okkur á sér heyra að ei mund- um þar lengi verða, þar stríðið væri nú brátt á enda — “þar Tyrkinn biður um frið, sem honum mun ei neitað um verða.” Þetta hefði hann heyrt af þeim sem fyrir skömmu höfðu verið uppi á því rússiska admiraliteti. Eg iðrast að ei varð hjá þeim rússisku. Þeir dönsku hundar vildu fara heim til þeirra kvenna, er margar af þeim höfðu látið gera sig ólétt- ar. Nokkrar höfðu átt börn, en voru nú aftur ávaxtarsamar. Þá var úti um forlíkun (sættir) þeirra á milli sem vonlegt var.” Mest hræddur að mínir kammeratar kynnu að kasta mér í sjóinn “Eg lét mig yfirtala að fara með þessum þrælum í þetta þrælapláss, en hafði þó nokkra ólukku til baka, sem eg ber ennþá í dag, sem er það að vér skyldum skjóta kveðjuskotum fyrir þeim rússiska general-ad- miral Orlov, en minn varakon- stabel hafði drifið so hart niður járxúð undir byssunni, að hún ei kunni ganga um kring. Þegar eg skaut með fallstykkinu kastaði það mér niður í skipið og nam eg staðar á einu járn- bandsfati, so mín þrjú rifbein brotnuðu og lærið gekk af mjöðminni. En vor doktor var ei á skipinu. En þau hljóð sem ég hafði af þeirri pínu er ég hafði af sinunum, fyrr en í sitt rétta stand koma kunnu, er mjög fár- legt að fortelja og enn meira að líða. En hitt tók yfir að eg var mest hræddur um að mínir kammeratar myndu kasta mér í sjóinn, þar sem ég var einmana og enginn af þeim dönsku þræl- um vildu mér aðstoð eður hjálp veita. En so lengi eg var á því rússneska skipi hafði eg ei nauð. Þeir voru mér góðir. En nú áttum vér að fara með eng- elskum skipherra til Kaupin- hafnar, og eg var so á mig kom- inn sem sagt hefi. Annars fór einn danskur lautinant með oss er eftir skyldi sjá að vér fengj- um vor réttindi. Hann skaffaði mér þann er mér skyldi þjóna í mínum sjúkdómi. En það gjörði hann eftir því sem hans mann- dyggð var, sem var sú að éta frá mér matinn er hafa skyldi, en sveikst um að sjá til mín eður hjálpa mér í núnni nauð, so eg lá sem útkastað hræ, sem eng- inn vildi til sjá. Eg óskaði mér að dauður væri og sjórinn orðið mín gröf.” So gekk þessi reisa ... “So gekk þessi reisa og ei bar neitt til tíðinda á heimleið- inni utan það að tveir matrósar af voru fólki urðu straffaðir fyr- ir þjófnað, og einn matrós af voru fólki var í járnum er sinn kammerat skorið hafði og skrif- ast skyldi til Majestetið af Rúss- landi. En þegar komum til Kaup- mannahafnar var þar hungur og dýrtíð. Ég átti brauð sem eg dró af mér á reisunni. Það hafði ég með mér í land. Nú skyldi ég betala þeim matrósum er báru mig í þetta líðilega þjófasam- kvæmi, er eg nú átti að gista í, sem var innan um matrósafólk út í Nybur (Nyboder). Nú var allt þetta pakk soltið og hungr- að og sjálfur sergentinn með. Ei kunni ég fá boð til neinna er ég kenndi fyrr en seint, þegar pen- ingarnir voru úti....” Hér látum við staðar numið að glugga í ferðasögu Árna Magnússonar frá Geitastekk, sem lesendur munu sjá af ofan- greindu að verið hefur harla viðburðarfk — og er þá ekki sterkt til orða tekið. AM Um hvern er spurt? 1. Hún fæddist á öldinni sem leið á Þingeyri við DýraQörð. Hún giftist aldrei og á ekki af- komendur, en markaði sín spor í íslandssög- una. 2. Bróðir hennar var um- deildur embættismað- ur og pólitíkus. Sjálf var hún námfús og afl- aði sér menntunar heima og erlendis. 3. Hún starfaði lengi sem kennari og forstöðu- maður eins virtasta skóla landsins. Hún tók virkan þátt í stj ór nmálab ar áttu •jQjjjcsj e uin -|?uJB|n>js je buujs Bjdjijsjc bu69a qjba jn -6œjjspuB| uias ‘jnpcujs!6u!cj|c uoseujcfg H snjBT jba je6jefq;6u| jjqojq 0€6t-326f urnunjB b unq ;es jccj ua ‘;6ujcjiv c jba uj -SO>| UI0S UBUO>| B)SJÁJ 60 SUB|9>JSBUU0A>J bjá)sb|o>js ‘uoseujeíg h Bjofqj6u| :jbas

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.