Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 7
jDagur-Œímtmt Laugardagur 7. september 1996 - VII MINNINGAGREINAR Svemr Halldór Sigurðsson Fæddur 6. september 1936 - Dáinn 25. júlí 1996 Hörður Sævar Bjarnason Fœddur 21. febrúar 1948 — Dáinn 25. júlí 1996 S dag, laugardag, kl. 14.00, er haldin í ísafjarðarkirkju minningarathöfn um sjó- mennina tvo sem fórust með skelfiskbátnum Æsu ÍS-87 frá Flateyri, þann 25. júlí s.l. Pessi fagri en örlagaríki fimmtudagur í sögu byggðarinnar á Flateyri er annað stóra áfallið á stuttum tíma sem yfir dynur í þessari vestfirsku byggð. Þeir voru búnir að gera klárt, sjómennirnir sex sem um borð voru. Það er hádegisbil og bátur- inn á heimleið til Flateyrar eftir að hafa tekið skammtinn af kúskel úr Fífustaðabugt í Arnar- firði. Skipstjórinn í brúnni, stýri- maður kominn niður í káetu og aðrir skipverjar undirbúa hvíld á heimleið. Eitthvað gefur sig. Bátnum hvolfir. Örlagarík bar- átta skipverja í nokkrar mínútur er sem heil eib'fð. Fjórir ungir skipverjar bjargast á kjöl og ná að blása upp gúmbát, tveir sjó- menn fara niður þegar báturinn sekkur. Ó, hver er náð þín, Drottinn? Mitt fley er lítið en lögurinn stór og leynir þúsundum skerja, en aldrei mun granda brim né sjór því skipi er Drottinn má verja. (Höf. ókunnur) Fréttin af slysinu berst heim til vina og aðstandenda. Næstu klukkustundir líða í nagandi bið eftir að mennirnir finnist. Víða kvikna kertaljós og hljóð bæn bærist af vörum manna. Vonin dvínar eftir því sem á líður og spurningar koma fram sem eng- inn getur svarað nema Hinn Ilæsti Höfuðsmiður himins og jarðar. í dag minnumst við móður- bróður síns, Sverris Halldórs Sigurðssonar stýrimanns, og tengdasonar hans, Harðar Sæv- ars Bjarnasonar skipstjóra. Báð- ir þessir menn höfðu sjómanns- starfið að ævistarfi. Sverrir Halldór var fæddur í Reykjavík 6. sept. 1936 og hefði orðið sextugur í gær, hefði hann lifað. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Ingimunda T.G. Bjarnadóttir og Sigurður Jósefs Guðmundsson, fædd og uppalin á Snæfjallaströnd í N.-ísaijarðar- sýslu. Þeim hjónum varð fjög- urra barna auðið og var Sverrir Halldór þeirra yngstur. Þrjú barna þeirra hafa nú kvatt þennan heim: Bjarni Þórir, sem lést um aldur fram 24. des. 1964, Ragnhildur, sem lést 20. nóv. 1993, og nú Sverrir Halldór, dáinn 25. júlí 1996. Eftir lifir móðir mín, Kristjana, sem býr í Reykjavík. Líf frænda var oft á tíðum harðneskjulegt. Ungur að árum hóf hann störf sem sjómaður líkt og faðir hans gerði og stundaði störf við öflun og vinnslu sjávar- fangs allt sitt lífshlaup. Hann þótti eftirsóttur í skipspláss sök- um dugnaðar og ósérhlífni. Um tvx'tugt, þann 9. febr. 1957, kvæntist hann Sigrúnu frá fsa- firði og eignaðist með með henni sex mannvænleg börn, auk þess sem hann gekk í föðurstað tveim börnum Sigrúnar sem hún átti fyrir. Hófu þau búskap sinn á ísafirði og bjuggu þar ætíð síðan þar til þau shtu samvistum fyrir rúmum tíu árum. Frændi var oft á tíðum ijarri heimili sínu vegna starfs síns og þurfti því oft að leggja hart að sér við framfærslu stórrar fjölskyldu. Það tókst hon- um vel, eins og mannvænleg börn hans bera með sér. Eftir skilnaðinn bjó frændi okkar á ýmsum stöðum vegna atvinnu sinnar, nú síðast að Grundar- braut 24 í Ólafsvík. Þrátt fyrir erfiða h'fsbaráttu oft á tíðum var stutt í kátínuna og ærslafull tilsvör frænda. Á góðum stundum þegar við hitt- umst var oft gert að gamni sínu og hlegið að grámyglu hvers- dagsleikans. Þegar sá gállinn var á honum greip hann tii harmon- ikkunnar og spilaði af hjartans innlifun við söng nærstaddra. Þetta sannaðist þegar stórfjöl- skyldan hittist að Búðum fyrstu helgina í júh' s.l., í tilefni 100 ára afmælis móður hans. Á slíkum stundum í hópi vina og ættingja leið honum vel. En oft er skammt stórra högga á milli. Engan hefði órað fyrir, þessa björtu daga júlímán- aðar, að þetta yrði síðasta stund- in sem ættingjar og vinir ættu samvistir við Sverri. Það sýndi sig best að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Sjálfur hafði Sverr- ir sagst hafa áhuga á að starfa meir í landi en úti á sjó. Hann fyndi það að hann væri orðinn lélegri að stíga ölduna. Síðasta vetur starfaði Sverrir í landi,' en ótíð og rýr eftirtekja við Breiða- ijörðinn gerði það að verkum að hann þáði nýtt starf þegar hon- um bauðst stýrimannsstaða um borð í Æsu ÍS-87, kannski fyrst og fremst sökum þess að veiðar fóru fram í fjörðum og rétt við land, en ekki úti á úfnu hafi. Hann var bjartsýnn á framtíðina þegar hann kvaddi systur sína og börn hennar um miðbik júlí s.l., er hann hélt vestur til starfa á Flateyri. Þá ég hníg í djúpið dimma, Drottinn, ráð þú hvernig fer. Þótt mér hverfi heimsins gœði, - hverfi allt, sem kœrst mér er: Æðri heimur, himnafaðir, hinu megin fagnar mér. (M. Joch.) Elsku Kolbrún og aðrir aðstand- endur. Harmur ykkar er mikill. Uppspretta spekinnar og sannr- ar hamingju er í Guðs orði, veg- urinn sem hann vísar okkur er vegur kærleikans. Megi Hinn Hæsti Höfuðsmiður himins og jarðar halda styrkri hönd sinni yfir ykkur og gefa ykkur innri styrk og þann þrótt að minningin um góðan dreng lifir og lífið heldur áfram í kærleika. Við hjónin og börn okkar kveðjum þig, kæri frændi, með hjartans þökk fyrir allt. Börnum þúunn, systur þinni, frændfólki og vin- um sendum við innilegar samúð- arkveðjur og biðjum ykkur Guðs blessunar. Arnar Gr. Pálsson Brynhildur Steinþórsdóttir Brynhildur Steinþórsdóttir var fædd á Þingeyri við Dýrafjörð 9. desember 1913. Hún andaðist í Kaup- mannahöfn 9. júlí síðastliðinn. Hún var frá frumbernsku köll- uð Stella og er það nafn notað í minningarorðum um liana. Foreldrar hennar voru Ríkey Sigurðardóttir, f. 21. janúar 1885, d. 2. ágúst 1948, og Steinþór Benjamínsson, f. 30. júlí 1886, d. 12. mars 1971. Systkini hennar voru Elísabet Dýrleif, f. 25. júní 1915, d. 27. júní 1969, Anna Bryndís, f. 7. ágúst 1920, d. 14. desember 1966, og Birgir, f. 6. júlí 1923. Hann býr í Reykjavík. Útför Brynhildar fór fram frá Fossvogskapellu 7. ágúst. Stella fæddist á Þingeyri og þar undi hún sér vel við leik og störf æsku- og unglingsáranna. Störfin á sumrin voru tengd saltfiskverkun, en fljótlega upp úr fermingu lá leið hennar til Reykjavíkur á vetrum í vist hjá hjónunum Carli og Jóhönnu Proppé. Var hún marga vetur hjá þeim hjónum. Arið 1935 fékk Fríða Proppé, dóttir þeirra hjóna, veitingu fyr- ir lyfsöluleyfi á Akranesi og stofnaði hún þá Akranessapó- tek. Var Stella fyrsta afgreiðslu- stúlkan í apótekinu og vann hún þar í nokkur ár. Var náin vinátta með Stellu og Fríðu meðan báð- ar hfðu. Frá Akranesi lá leið Stellu aftur til Reykjavíkur þar sem hún vann í Ingólfsapóteki og við afgreiðslustörf í verslun- um uns hún fluttist til Danmerk- ur. Stella kom inn í líf mitt þegar móðir mín giftist Birgi bróður hennar. Þá eignaðist ég stjúpföð- ur og aht í einu þrjár fullorðnar frænkur, 9 ára gömul. Þessar nýju frænkur mínar, systurnar Anna Bryndís, Didda og Stella, voru í mínum huga afskaplega góðar og skemmt.ilegar mann- eskjur. Þær voru hver annarri ljúfari og gamansamari á sinn prúða hátt. Þær tóku mér strax eins og ég væri þeirra eigin bróðurdóttir og heíði alla mína tíð verið í fjölskyldunni. Hafði ég sérstaka ánægju af því að hlusta á þær segja frá lífi sínu og starfi, öllum ferðalögunum sem þær fóru í og fólkinu sem þær um- gengust. Anna Bryndís bjó í Bandaríkjunum, Didda vestur á Þingeyri og í Reykjavík og Stella í Kaupmannahöfn, svo það voru hinar Ijölbreytilegustu frásagnir sem maður fékk að heyra. Nú eru þær allar látnar, en skildu eftir sig hlýjar og góðar minn- ingar. Stella frænka settist að í Kaupmannahöfn er hún var að nálgast fertugt. Undi hún hag sínum hið besta þar og kaus frekar að heimsækja ættjörðina eins oft og hún kom því við fremur en að flytjast til íslands aftur. Skömmu eftir komuna til Kaupmannahafhar fékk hún leigða litla tveggja herbergja íbúð í húsi foreldra Edith vin- konu sinnar. Þær höfðu kynnst er Edith var á ferðalagi á fslandi fáum árum áður og áttu sameig- inlega vini hér heima og einnig í Kaupmannahöfn. Vináttuband þeirra styrktist með hverju ár- inu sem leið og sýndi það sig í gegnum árin að vinátta þeirra var hvorri um sig afar mikils virði. Mat Stella fjölskyldu Edith mikils og reyndi að vera eldra fólkinu í húsinu innan handar sem hægt var. Þær ferðuðust mikið um Evr- ópu saman og flest árin var ein- hver utanlandsferð í undirbún- ingi. Það kom fyrir að íslenskir ættingjar fóru með í þessar ferð- ir. Á milli ferðalaga á sumrin dvaldi Stella oft og tíðum í sum- arhúsi Edith á Sjálandi og tók til hendi í garðinum, rakaði og gróðursetti og gerði ýmislegt fleira er til féll. Þegar Stella kom heim til ís- lands ferðaðist hún um landið sitt með fjölskyldu sinni og dáð- ist alltaf að því hvað landið væri fallegt og loftslagið gott. Iðulega kom Edith með henni og meiri Islandsvin er vart hægt að hugsa sér en hana. Samband Stellu við fjölskyld- una var alla tíð mjög sterkt. Kært var á milli þeirra systkina, Birgis og hennar. Fjölmörg bréf bárust frá henni og var hún fljót að svara þeim bréfum sem hún fékk að heiman. Hún hafði ákaf- lega fallega rithönd og það sem var meira um vert: henni skeik- aði hvergi í íslenskunni og var engan veginn hægt að heyra á mæli hennar að danska væri hennar daglega mál. Fylgdist hún vel með hvað var að gerast hjá íjölskyldunni og hafði mik- inn áhuga á velferð hennar. Hún hafði einnig áhuga á hvað var að gerast í íslensku þjóðlífi og þótti miður að heyra og sjá allt það neikvæða sem var að þró- ast, en gladdist jafnframt yfir framförum og jákvæðum at- burðum sem áttu sér stað. En fyrir um það bil fimm árum hættu bréfin frá henni að berast. Hafði henni þá daprast svo sjón að hún átti erfitt með að greina smærri hluti. Lögðust þar með bréfaskriftir af. Það var fleira sem hún varð að leggja á hilluna. Hún gat ekki lengur les- ið blöðin sín á hverjum degi, ís- lensk eða dönsk, né heldur lesið þær bækur sem hana langaði til. Hún átti mikið af góðum bókum og las alla jafna mikið. Hún komst ekki lengur aUra sinna ferða fylgdarlaust eða gat sinnt öllum þeim daglegu verkum sem hún innti af hendi fyrir sjálfa sig og aðra. Utanlandsferðir aðrar en heim til íslands voru ekki lengur á dagskrá. Þá var í hennar huga ekkert annað hægt að gera en að laga sig að breytingunum. Hún hélt áfram að fara þær daglegu ferð- ir sem hún var vön og þekkti, og vonin var að strætisvagninn breytti ekki um stoppistaði eða að miklar götuframkvæmdir ættu sér stað á leið hennar. Hún sinnti öllum þeim verkum sem hún réð við og kunni. Hún hóf í meira mæli að hlusta á sjónvarp og útvarp. f stað bréfaskrifta tók hún upp reglulegt símasamband við fjölskylduna heima á íslandi. Nokkru áður en sjónin fór að gefa sig kenndi hún innvortis verkja. Þrátt fyrir margar og ít- arlegar rannsóknir var sjúk- dómurinn ekki greindur fyrr en nokkrum dögum áður en hún lést. Olli þetta henni miklum áhyggjum og hafði hún grun- semdir um að um illkynja sjúk- dóm væri að ræða, sem og var. Lagði hann hana að velli. I febrúar sl. kom hún í sína síðustu ferð til íslands. Hún var sjálfri sér lík þá sem endranær. Það var ekki hægt að sjá á henni að hún ætti við erfið veikindi að stríða. Hún kvartaði aldrei né lét vita um kvalirnar sem hún fann fyrir og hún kom þannig fram að ekki var hægt að sjá annað en hún hefði fulla sjón. Sem fyrr var sami áhuginn hjá henni fyrir fjölskyldumeðlimun- um, eldri sem yngri. Var hún natin við yngsta fólkið og var hún þeim afar kær frænka. Síðustu árin kom í Ijós hve dýrmætt það var fyrir Stellu að eiga vináttu góðrar og vandaðr- ar manneskju. Edith vinkona hennar studdi hana og aðstoð- aði við hvaðeina sem hún var hjálparþurfi með. Þegar Stella lagðist inn á spítala í sumar, þaðan sem hún átti ekki aftur- kvæmt, var Edith vakin og sofin yfir líðan hennar og hjálpaði henni á allan hátt. Hún var í stöðugu sambandi við Birgi bróður hennar hér heima og upplýsti hann um framvindu mála. Nokkrum dögum fyrir andlát hennar fór hann til Kaupmannahafnar og var hjá systur sinni á sjúkrahúsinu þar til yfir lauk. Nú heyrast skemmtilegu frá- sagnirnar hennar Stellu ekki lengur og glettnislegi hláturinn er hljóðnaður. Myndir og minn- ingar um hana sem skjótast upp í hugann ylja og verða sífellt dýrmætari. Hafi hún þökk fyrir góð kynni. Blessuð sé minning Stellu frænku. Ragnheiður Magnúsdóttir

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.