Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 8
Laugardagur 7. september 1996 - VIII íDaguT-tÍítnráxn Brynja Sigurðardóttir Brynja Sigurðardóttir fæddist 28. september 1919 í Möðrudal á Fjöll- um. Hún lést á lyflækninga- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 28. ágúst s.l. Foreldrar Brynju voru Sig- urður Haraldsson, bóndi og síðar skrifstofumaður á Akur- eyri, f. 26. október 1893, d. 23. ágúst 1968, og kona hans Hróðný Sigríður Stefánsdóttir frá Möðrudal, f. 2. desember 1892, d. 18. ágúst 1966. Sig- urður og Hróðný bjuggu fyrst í Möðrudal, en fluttu þaðan að Rangárlóni og síðar að Stuðla- fossi á Jökuldal. Fjölskyldan fluttist til Akureyrar árið 1930. Brynja átti 4 systkini: Stef- án, f. 29. jan. 1918, verslunar- maður hjá KEA, hann lést í flugslysi 29. maí 1947. Val- borg, f. 1. maí 1922, hún á tvær dætur og er búsett í Reykjavík. Hrefna, f. 13. júlí 1923, bankaritari í Kaup- mannahöfn, ógift, hún lést 29. febrúar s.l. í Kaupm.höfn. Haraldur, f. 21. janúar 1925, giftur Elísabetu Kemp Guð- mundsdóttur, þau eiga 4 börn. Árið 1946 gerðist hún ráðs- kona hjá Stefáni Halldórssyni múrarameistara, f. 21. apríl 1905. Stefán var þá ekkjumað- ur með tvö ung börn. Brynja og Stefán giftust síðar og gekk hún börnum hans í móðurstað. Þau eignuðust saman fjórar dætur og ólu upp dótturdóttur sína. Stefán lést á heimili sínu þann 30. mars s.l. Böm - fósturböm: Magnús, læknir á Akureyri, f. 2. nóvember 1936, fyrri kona Gerður Ólafsdóttir hjúkr- unarfræðingur. Þeirra böra: a) Ólafur, f. 5.11.62, maki Arna Amardóttir, þau eiga 3 syni. b) Bára, f. 3.7.64, maki Peter Enquist. Bára á 2 syni. Þau eru búsett í Svíþjóð. c) Brynja, f. 8.7.71, maki Jón Blomster- berg, þau eiga tvær dætur. d) Magnús, f. 5.10.75, maki Hlíf ísaksdóttir. e) Stefán, f. 5.10.75. Síðari kona Magnúsar er Sigríður Jónsdóttir lækna- ritari. Hennar synir og stjúp- synir Magnúsar: a) Jón Hall- dór, f. 4.11.69, hann á tvö böm. b) Hjörleifur, f. 26.3.72, hann á einn son. Bára, f. 9. maí 1944, skrif- stofustjóri FN á Akureyri, var gift Gunnari Tryggvasyni, þau eiga tvo syni: a) Stefán, f. 10.7.69, b) Tryggvi Már, f. 18.9.73. Dætur Brynju og Stefáns: Ingibjörg, f. 21. maí 1948, símavörður, gift Smára Sig- urðssyni múrarameistara á Akureyri. Þau eiga þijú börn: a) Agnes, f. 7.9.67, maki Þor- valdur Guðmundsson, þau eiga einn son. b) Anna Brynja, f. 20.6.72. c) Magnús Smári, f. 8.1.85. Sigríður Hróðný, f. 5. maí 1953, hjúkrunarfræðingur, gift Tommy Asp vélfræðingi. Þau eru búsett í Svíþjóð. Þau eiga tvær dætur, en Sigríður átti eina dóttur áður, sem alin er upp af Brynju og Stefáni. a) Charlotta. f. 9.6.81, b) Sús- anna, f. 20.12.83. Hrafnhildur, f. 4. október 1955, fóstra og kaupmaður, gift Kára f. Guðmann kaup- manni. Þau eiga 3 syni: a) Ró- bert, f. 17.8.78, b) Brynjar, f. 9.5.83, c) fsak Kári, f. 31.1.92. Halldóra, f. 17. febrúar 1962, skrifstofumaður hjá Strýtu h.f., gift Grími Laxdal verslunarmanni. Þeirra dóttir: a) Guðný Ósk, f. 22.7.93. Gerður Olofsson, dóttir Sig- ríðar, f. 15. febrúar 1972, sjúkraliði, gift Daða Valdi- marssyni iðnrekstrarfræðingi, þau eru búsett í Danmörku. Þeirra dóttir: a) Gunnhildur, f. 3.7.93. Aðalstarf Brynju var hús- móðurstarfíð, en árið 1969 tók hún að sér hreingerningar í Tónlistarskólanum á Akureyri; Stefán var þá við húsumsjón í skólanum. Við Tónlistarskól- ann unnu þau í tæpa tvo ára- tugi. Útför Brynju fór fram frá Akureyrarkirkju þann 3. sept- ember s.l. Elsku amma. Ekki hvarflaði það að mér, þegar ég flutti til þín um s.l. mánaðamót, að sambúð okkar yrði svona stutt. Ég hélt að þú yrðir aðeins nokkra daga á spít- alanum, en eftir fyrsta áfallið sem þú fékkst gerði ég mér grein fyrir að ekkert yrði eins og áður. Samt vonaði ég að þú myndir komast heim og við ætt- um eftir að eiga góðan vetur framundan, eins og við höfðum spjallað svo mikið um. En veikindi þín voru meiri en við gerðum okkur grein fyrir og nú ertu komin til afa eftir að- eins fimm mánaða aðskilnað. Þetta er bara alltof stuttur tími að missa ykkur bæði, ykk- ur sem hafið alltaf verið fastur punktur í lífi okkar allra. Það eru ekki ófáar næturnar og dagarnir sem ég hef verið hjá ykkur. Sérstaklega þegar við Gerður vorum yngri og nú seinni ár eftir að Gerður fluttist að heiman var það oft sem við vinkonurnar hittumst í Eyrar- veginum hjá ykkur. Eyrarvegurinn verður aldrei sá sami án ykkar, en ég mun hugsa vel um hann eins lengi og ég get. Elsku amma, ég veit að nú líður þér vel hjá afa, söknuður þinn til hans var svo mikill. Magnús Smári saknar ykkar svo mikið, en ég mun hjálpa honum við að geyma allar þær góðu minningar sem við eigum um ykkur. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku amma mín. Þx'n Anna Brynja Síðastliðna mánuði hafa skin og skúrir skipst á í stórfjöl- skyldunni, heldur meira en venjulega. Fyrir aðeins 5 mán- uðum lést afi minn eftir stutta sjúkdómslegu. Það var okkur mikið áfall, því þrátt fyrir háan aldur var hann saimkallaður ættarhöfðingi, sem vakti yfir velferð barna sinna og ekki síst barnabarna sinna og barna þeirra. Amma og afi fylgdust ætíð vel með þjóðmálunum. En uppáhaldsumræðuefni afa voru þó æskuárin hans. Og voru frá- sagnir hans svo lifandi að stundum gleymdi maður sér al- veg og fannst maður hafa upp- lifað þetta með honum, þótt at- burðirnir hefðu gerst löngu áður en maður fæddist. Ömmu fannst hinsvegar mun skemmti- legra að ræða stjórnmálaá- standið og hafði hún mjög ákveðnar skoðanir á stjórn- málamönnunum. Sumir voru í nokkru uppáhaldi hjá henni og var þá nokk sama þótt gjörðir þeirra mættu mikilli gagnrýni á stundum, hún stóð með sínum mönnum. Aðra lagði hún algera fæð á og áttu þeir ekki viðreisn- ar von hjá henni. Svona var hún amma mín. Eftir fráfall afa í vor tók við viðburðaríkt sumar þar sem ný barnabarnabörn bættust í hóp- inn, giftingar, útskrift, skírn og stórafmæli. Og amma mætti í hverja veisluna á fætur annarri og fann maður þá oft hversu sárt hún saknaði afa, þrátt fyrir að hún hefði ekki mörg orð um það. Þegar allt þetta var afstað- ið og veturinn framundan var sem þróttur ömmu dvínaði. í sínum stóra hópi var hún búin að koma sér upp læknum og hjúkrunarliði, sem vakti yfir velferð hennar og þeirra þegar þau bæði lifðu. Og þar kom að hún lagðist inn á Fjórðungs- sjúkrahúsið. Gekk það nú ekki fortölulaust, því henni fannst það hinn mesti óþarfi, þrátt fyr- ir að hún væri mikið veik. En ekki ímyndaði maður sér að hxín myndi ekki koma aftur í Eyrarveginn. Minningin um síð- ustu stundir okkar í Eyrarveg- inum eru mér mjög dýrmætar. Við vorum bara tvær, allt var svo friðsælt. Yfir kaffi og klein- um ræddum við um vandann að vera nútímakona, sem vill eiga sinn starfsframa auk þess að geta verið listakokkur, frábær bakari, klæðskeri og ekki síst góð mamma. Var hún mér sam- mála að þetta gengi kannski ekki alveg upp og maður þyrfti aðeins að slaka á sumum kröf- unum til sjálfs sín. Svona var hún amma mín. Hún var ekki aðeins Amma, sem var alltaf hægt að koma til í kaffi, alltaf tilbúin að spjalla, hún var líka vinkona mín. Elsku amma og afi, ég sakna ykkar sárt. Allt er svo tómlegt án ykkar í Eyrarveginum. Litla fjölskyldan mín, Þorvaldur og Guðmundur Smári, sakna þess einnig að fá ekki að njóta fleiri samverustxmda með ykkur. En við munum vera dugleg að segja Guðmundi Smára litla frá ykkur og vona ég að við getum gert minninguna um ykkur eins ljóslifandi fyrir honum eins og afi gat gert af æsku sinni. Verið þið sæl. Ykkar Agnes Elsku amma mín. Mér finnst erfitt, aðeins þriggja ára, að skilja það að þú sért farin til Guðs, aðeins tæp- um 5 mánuðum á eftir afa. Það er skrýtið að koma með mömmu í Eyrarveginn og þú sitjir ekki á stólnum þínum. Það var alltaf svo gott að koma til þín og fá kex eða nammi í skápnum. Og ég sem yngsta barnabarnið fékk kannski ýmis- legt að gera, sem hin höfðu ekki fengið, t.d. að vera í búð- arleik í suðurstofunni og skoða skartgripaskrínið þitt. Það á eftir að verða skrýtið hjá okkur mömmu að skreppa ekki Iengur í morgunkaffi til þín og hitta ísak Kára og frænkur mínar. Það var líka gaman þegar mamma þurfti að skreppa eitt- hvað og ég fékk að vera ein í heimsókn. En mamma og pabbi segja mér að afi hafi tekið vel á móti þér og ykkur líði vel núna. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku amma mín. Þín Guðný Ósk Elsku amma, að þú sért dáin er erfitt fyrir okkur að skilja, því þú varst svo fastur punktur í tilveru okkar. Það var svo gott að koma í eldhúsið til þín í Eyr- arveginum og fá hjá þér mjólk og snúða. Þú hafðir líka alltaf tíma til að tala við okkur og alltaf gátum við fengið að vera, hvort heldur var að gista að gamni eina og eina nótt eða að vera í passi meðan mamma og pabbi voru að vinna. Þú fylgdist svo vel með okkur og hvattir okkur ef þér fannst ástæða til, en lést okkur líka vita ef þú varst ekki sátt við það sem við vorum að gera. Dýrmætar eru minningarnar um jóladag hjá þér og afa þar sem öll fjölskyldan hittist og þú passaðir að allir fengju nú ör- ugglega nóg að borða. Og í há- deginu á laugardögum var nú gaman að koma og fá graut hjá þér. Þið afi voruð bxiin að eiga heima í Eyrarveginum í nær 50 ár, þegar afi dó í vor. Við viss- um að þú saknaðir hans svo mikið, en nú vitum við að þið eruð saman á ný. Elsku amma, minningin um þig mun ávallt verða okkur kær og bestu þakk- ir fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við biðjum algóðan guð að geyma ykkur afa. Róbert, Brynjar og ísak Kári Það haustar. Við finnum hægar breytingar á öllu í kring- um okkur. Gróðxxriim er að breyta um lit, norðanáttin er heldur naprari og jafnvel rign- ingin virðist lemja malbikið að- eins fastar. Fólkið aðlagast þessum breytingum með venju- bundnu jafnaðargeði og smám saman finnur maður kátínuna sem fylgir sumrinu fjara út. Mitt í þessum hægu mynd- vörpum haustsins kemur högg- ið. Amma er dáin. Það á víst að vera eðlilegasti hlutur í heimi að gamalt fólk fái friðirm, en það er eins og þess háttar vísindi verði lítilsverð, þegar maður stendur í eldhús- dyrxmum í Eyrarveginum og horfir á stólinn í horninu henn- ar ömmu, jafn utangátta og slegixm og maður sjálfur. Aðeins fimm mánuðum eftir fráfall afa er hún farin á eftir honum, svo þau geti aftur setið hvort andspænis öðru, með kaffið sitt, og jagast yfir út- varpsfréttunum. Það er kannski til vitnis um samheldni þeirra í íimmtíu ára sambúð, hversu stuttur tími var á milli þeirra. Samheldni og festa í lífinu er nefnilega það sem þau kenndu okkur kannski best. Alltaf vissu þau um ferðir allra í hinni stóru fjölskyldu og oft var hjörðin öll samankomin í Eyrarveginum á laugardögum, af engri ástæðu annarri en að hittast og vera saman. Það er því einhvern veginn eins og einu horninu hafi verið kippt af heiminum og eina leið- in til að detta ekki út er að halda nógu fast hvert um ann- að. Elsku amma. Það er erfitt að hugsa sér heiminn án þess að geta komið við hjá þér og þiggja kaffi og ylaða snúða. Nú er sumri lokið og komið haust. Ég veit að við þökkum bæði fyrir að dvöhn á sjúkrahúsinu varð ekki lengri og að hvíldin er kærkomin. Hvað er hægt að segja við fólk sem hefur gefið manni allt sem það á? Takk? Takk, amma mín. Stebbi Gunn Mig langar að minnast Brynju Sigurðardóttur, eða Innu eins og hún var kölluð á mínu heimili, sem lést 28. ágúst s.l. tæplega 77 ára. Fyrir tæpum fimm mánuðum fylgdum við manni hennar til grafar, honum Stebba frænda. Það er táknrænt að þau, sem búin voru að ganga saman lífsbrautina í nærri 50 ár, skuli hverfa á braut svo til samtímis. Það eru margar minningar sem líða um huga minn á þessum tímamót- um, ég veit varla hvar ég á að bera niður. Frá því ég var 15 ára hef ég þekkt Innu og aldrei hefur bor- ið skugga á vináttu okkar. Það voru ófáar ferðirnar í Eyrarveg- inn fyrstu árin. Bolludagarnir voru góðir. í mörg ár var það venja að koma þar við eftir vinnu eða skóla og fá sér bollu- kaffi. Þá má ekki gleyma sunnudagsbíltúrunum, sem farnir voru í þá daga. Árin liðu, ferðir í Eyrarveg- inn urðu kannski færri, lengra varð á milli okkar, en alltaf kom timi til að hittast. Þau Stefán eignuðust fjórar dætur, auk þess gekk Inna tveimur börnum Stefáns í móð- urstað. Þó aldursmunur á okkur Innu væri nokkur ár, þá fann ég aldrei fyrir því. Við gátum setið yfir kaffibolla og kökum í eld- húsinu hennar og spjallað um allt milli himins og jarðar. Ég er afar þakklát fyrir þær stundir. Auðvitað hefðu þær mátt vera miklu fleiri, það sé ég nú. Elsku Inna mín. Þessar fá- tæklegu línur frá mér eru þakk- læti fyrir vináttu þína, frá því þú tókst á móti mér í eldhúsinu í Hafnarstræti 97, þar sem ég átti að hjálpa til, vera barn- fóstra og snúningastelpa. Það sumar lærði ég margt af þér. Þú varst einstaklega dugleg, allt var svo hreint og fínt hjá þér. Þakka þér allar samveru- stundirnar gegnum árin og gæði þín við börnin mín. Alltaf var hægt að koma með þau í heimsókn, þó stundum væri þröngt á þingi. "Þar sem hjartarúm er, þar er húsrúm." Við Ari og börnin okkar kveðjum þig með hjartans þökk fyrir allt. Fjölskyldu þinni, systkinum þínum, frændfólki og vinum sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. Sigga Dóra

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.