Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Qupperneq 10

Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Qupperneq 10
Laugardagur 7. september 1996 - X JOagur-'ÍHmimi MINNINGAGREINAR Hólmfríður ísfeldsdóttir var fædd 16. júlí 1907 á Kálfaströnd í Mývatns- sveit, dáin 22. ágúst 1996 á Sjúkrahúsi Húsavíkur. Hún gift- ist 20. júlí 1929 Jónasi Sigur- geirssyni frá Helluvaði í Mý- vatnssveit, fæddum 4. desember 1901. Þar hófu þau búskap og þar hefur heimili þeirra verið alla tíð. Börn þeirra eru: 1) Þórhildur Arnfríður, fædd 1. júní 1930. Maður hennar: Guðmundur Kristinn Gunnarsson, fæddur 30. ágúst 1930, og eru þau bú- sett á Akureyri. Dætur þeirra: Kristín Hólmfríður, fædd 21. september 1954, og Elín Gunn- hildur, fædd 21. nóvember 1959. 2) Elín Inga, fædd 29. október 1934. Maður hennar Jón Aðal- steinn Jónsson, fæddur 9. janú- ar 1925, og er heimili þeirra að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Synir þeirra: Hinrik Már, fæddur 29. nóvember 1967, og Friðrik Þór, fæddur 4. nóvember 1972. Dóttir EJínar Ingu með Reyni Jónassyni: Bryndís Arna, fædd 19. september 1961. 3) Sólveig Guðrún, fædd 2. júní 1938. Mað- ur hennar: Þorkell Pétursson, fæddur 17. maí 1936, dáinn 20. maí 1996. Ileimili þeirra hefur verið á Ilúsavík í rúma tvo ára- tugi. Börn þeirra: Hólmfríður, fædd 1. júk 1958, Regína, fædd 16. september 1959, og Jónas, fæddur 28. október 1961. 4) Sig- urgeir, fæddur 22. október 1946, heima á Heliuvaði. 5) Ingólfur ísfeld, fæddur 3. apríl 1948. Eig- inkona hans Anna Dóra Snæ- björnsdóttir, fædd 3. október 1952, og búa þau á Hekuvaði. Börn þeirra: Brynja, fædd 3. maí 1970, Snæbjörn Ingi, fæddur 7. apríl 1974, Halldór, fæddur 17. júk 1978, Sólveig, fædd 28. jan- úar 1985, og Jónas Þór, fæddur 9. júní 1987. Útför Hólmfríðar var gerð frá Skútustaðakirkju laugardaginn 31. ágúst s.l. Vorið 1895 íluttust hjónin Ein- ar Friðriksson og Guðrún Jóns- dóttir frá Svartárkoti í Bárðardal að Reykjahlíð í Mývatnssveit ásamt 9 börnum sínum. Einar hafði fest kaup á Reykjahlíð þá um veturinn með það fyrir aug- um að skapa stórfjölskyldu sinni meira svigrúm til búrekstrar og athafna en á heiðarbýlinu Svart- árkoti. Fjögur systkinanna stofn- uðu heimili sín í Reykjahh'ð, þrjú á öðrum stöðum í Mývatnssveit og tvær systur staðfestust utan sveitarinnar, en þó í Suður-Þing- eyjarsýslu. Fjórði í aldursröð systkinanna var bróðirinn, Ingólfur ísfeld, sem ætíð var nefndur síðara nafni sínu, fæddur 1879, dáinn 1957. Hann kvæntist 1904 Eh'nu Helgu Halldórsdóttur, bóndadótt- ur frá Kálfaströnd í Mývatnssveit, og bjuggu þau þar alian sinn bú- skap. Elín Helga lést 1936, en ís- feld bjó þar áfram með þremur börnum sínum: Halldóri, fæddum 1910, og Einari, fæddum 1918, sem báðir eru látnir, og Auði, fæddri 1915, sem enn er búsett á Kálfaströnd. Hólmfríður, sem ætlunin er að minnast í nokkrum orðum hér á eftir, var elst systkinanna á Kálfaströnd. Hennar beið þó ekki það hlutskipti að taka þar við búsforráðum, heldur stofnuðu þau hún og Jónas, eiginmaður hennar, heimili sitt á óðali hans, Helluvaði. Þar átti hún svo vett- vang starfa sinna sem húsmóðir í sem næst sex áratugi. Um sama leyti og þau hjón hófu búskap sinn var ráðist í þær framkvæmd- ir að reisa þar steinsteypt íbúðar- hús og heimilisrafstöð. Aðstæður til heimilishalds voru því að sumu leyti betri en sveitakonur áttu að venjast á þeim tíma. Engu að síður biðu hinnar ungu hús- freyju ýmis verkefni auk hefð- bundinna starfa við húshald og uppeldi barna. Land Helluvaðs liggur á Mývatnsheiði og meðan túnrækt var af skornum skammti urðu þau hjón að sækja engja- heyskap á slægjubletti vítt um heiðina. Sigurgeir Jónsson á Helluvaði, tengdafaðir Hólmfríð- ar, var Iandsþekktur sauðíjár- ræktarmaður og því merki hélt Jónas, sonur hans, áfram á lofti. Sauðburður var því einskonar uppskerutími þar sem fylgst var grannt með því að helst ekkert færi úrskeiðis. Vakað var um nætur í fjárhúsum og ef ær áttu í erfiðleikum við burð var Hólm- fríður kölluð til hjálpar jafnt á nótt sem degi. Hólmfríður ísfeldsdóttir Á fimmta áratugnum var Sparisjóður Mývetninga stofnað- ur. Jónas veitti honum forstöðu í um það bil þrjá áratugi. Á fyrstu áratugum útvarpsnotkunar með- an rafmagn var óvíða á heimilum voru svonefndir sýrurafgeymar orkugjafar útvarpstækjanna. Þá þurfti að hlaða með vissu millibili og kom rafstöðin á Helluvaði í góðar þarfir í því efni fyrir stóran hluta Mývatnssveitar. Fram undir 1970 var vegurinn um Mývatns- heiði eina bílfæra tenging sveit- arinnar við aðra hluta sýslunnar. Vegna legu sinnar varð Helluvað einskonar endastöð við heiðina og athvarf fólks sem lenti í vand- kvæðum eða hrakningum vegna illviðra eða snjólaga á heiðinni. Öll þessi þrjú atriði beindu veru- legri gestanauð að heimili þeirra hjónanna og sjálfsagður hlutur var að veita hverjum gesti góð- gerðir og aðstoð ef þurfti. Þrátt fyrir margvíslega dag- lega önn lögðu þau hjón sinn skerf af mörkum til hins blóm- lega félagslífs sem löngum hefur einkennt Mývatnssveit. Á því sviði er að minnast þátttöku Hólmfríðar í kvenfélagi sveitar- innar og kirkjukór Skútustaða- kirkju. í báðum félögunum starf- aði hún um áratugaskeið. í kirkjukórnum fylgdust þau að bæði hjónin meðan heilsa og þrek entist. Jónas átti þó enn lengri feril, eða um 70 ár, og voru þau heiðruð sérstaklega af hálfu kórsins um það bil er starfi þeirra lauk. Kynni mín af Hólmfríði og heimili hennar á Helluvaði hófust fyrir rúmum ijórum áratugum þegar við rugluðum saman reit- um okkar, ég og elsta dóttir hennar, Þórhildur. Mér fannst mér nánast umsvifalaust vera tekið sem heimilismanni og ein- um af fjölskyldunni. Var það ekki lítils virði fyrir mig, ungan mann sem nýlega var langt að kominn í hérað þar sem ég þekkti engan fyrir. Ný og óvænt lífsreynsla var einnig að tengjast ijölskyldu sem að stóðu svo íjölmennir ættstofn- ar að nálega mátti segja að frændfólk hennar væri fyrir á hverju heimili í tveimur sveitum, Reykjadal og Mývatnssveit. Sama er að segja um þá sterku sam- heldni og flölskyldubönd sem tengdu saman þau hjón, Hólm- fríði og Jónas, og afkomendur þeirra. Má sem dæmi þar um nefna þann sið sem hélst fyrstu tvo áratugina af sambúð okkar Þórhildar að öll börn þeirra, hvort sem þau höfðu stofnað heimili eða ekki, héldu jól og nýár á Helluvaði með þeim hjón- um. Sá siður rofnaði er við hjónin fluttum búferlum úr Þingeyjar- sýslu til Akureyrar og um sama leyti lióf eldri dóttir okkar heimil- ishald á eigin spýtur. Frá þessum fyrstu árum kynna minna af heimilinu á Helluvaði minnist ég þess sér- staklega að mér fannst Hólmfríð- ur lengst af önnum kafin við heimilisstörfin. Oft var fjölmennt við matborðið, einkum að sumar- lagi, því að auk stórrar fjölskyldu komu þar oftlega að gestir úr hópi frændliðs, vina og vensla- fólks. Nutu þá allir góðs af þeim hæfileika hennar að hún var frá- bær matreiðslukona. Allur matur sem hún bjó til, hvort heldur var liversdagsmáltíð eða hátíðaréttir, bar því vitni; var lystugur og ljúf- fengur svo að manni fannst ekki betur verða gert. Sjálf gaf hún sér oft á tíðum vart tíma til að neyta matarins; settist ekki við matborðið, heldur borðaði sinn skerf í flýti við eldhúsbekkinn. Annað sem mér verður ofarlega í huga er að á stundum kom fram þekking hennar og áhugi á góð- um bókmenntum. í því efni hefur hún vafalítið búið að námi sínu í Laugaskóla árin 1926-1928 undir skólastjórn Arnórs Sigurjónsson- ar. Hún virtist hafa lesið bækur bestu höfunda á seinni áratug- um. Ég velti því fyrir mér hvernig hún hefði haft tíma til þess frá daglegum önnum sínum, en lík- lega hefur hún í því efni nýtt sér vokustundir á síðkvöldum og nóttum. Síðasta áratuginn hnignaði heilsu Hólmfríðar mjög. Hún varð að gangast undir nokkrar læknis- aðgerðir bæði vegna brjóskeyð- ingar í liðum og á augum. Síðar- nefndu aðgerðirnar báru ekki þann árangur sem skyldi og bjó hún við mjög skerta sjón síðustu æviárin. Þrátt fyrir það dvöldu þau hjónin á heimili sínu allt fram á þetta ár með aðstoð son- arins, Sigurgeirs. En sjóndepran gerði henni ókleift að lesa og það var þungt áfall, sem efalaust hef- ur miklu ráðið um að lífsvilji hennar og lífslöngun virtist að mestu þrotin undir hið síðasta. Við sem áttum samleið með henni kveðjum hana með djúpri virðingu og þökk fyrir allt það sem við nutum frá hennar hendi. Jafnframt berum við fram þá ósk að bjart megi verða yfir ævikvöldi Jónasar, eiginmanns hennar, sem nú dvelur háaldraður á Sjúkra- húsinu á Húsavík, þrotinn mjög að líkamlegum kröftum en heill og óbugaður andlega. Guðmundur Gunnarsson Stefán Haraldsson Stefán Haraldsson fæddist á Akureyri 9. mars 1922. Hann andaðist á heimili sínu 18. ágúst síðastliðinn. Stefán var sonur hjónanna Haraldar Björnssonar leikara, f. 1891, d. 1967, og Júlíönu Friðriksdóttur hjúkrunarkonu, f. 1891, d. 1983. Systkini Stef- áns voru: Dóra, f. 11.9. 1924, og Jón, arkitekt, f. 17.10. 1930, d. 28.5. 1989. Stefán kvæntist 25. júní 1949 Svein- rúnu Árnadóttur, f. 7.9. 1925. Foreldrar hennar voru Árni Pálsson, f. 1893, d. 1958, og Ingibjörg Sveinsdóttir, f. 1902, d. 1988. Stefán og Sveinrún eignuðust eina dóttur, Sig- rúnu, f. 19.1. 1965, gift Hirti Sigvaldasyni, f. 19.3. 1964, og eiga þau tvo syni, Stefán og Andra. Stefán ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófí frá MR 1942 og varð cand.med. frá Háskóla íslands 1949. Á árunum 1953-1971 stundaði hann sérnám og starfaði við bæklunarlækningar í Svíþjóð. Hann varði doktorsritgerð við Iláskólann í Lundi 1959 og varð dósent í bæklunarskurð- lækningum við sama háskóla 1962. Hann fékk sérfræðivið- urkenningu í bæklunarlækn- ingum í Svíþjóð 1969 og varð yfirlæknir við bæklunarskurð- deild í Hárnösand sama ár. Einnig sinnti hann þar ýmsum ráðgjafar- og stjórnunarstörf- um. Þessum störfum gegndi hann þar til hann fluttist aftur til íslands 1971. Stefán fékk sérfræðiviðurkenningu í bækl- unarskurðlækningum á íslandi 1971 og tók þá við stöðu yfír- læknis á bæklunardeild Land- spítalans, sem var stofnuð sama ár. Árið 1975 varð hann dósent í bæklunarlækningum við læknadeild Háskóla ís- lands. Þessum störfum gegndi hann til 1992, er hann hætti störfum vegna aldurs. Á árun- um 1972-1986 var hann for- maður Félags íslenskra bækl- unarlækna. Hann sat í stjórn og gegndi formennsku nor- rænna samtaka bæklunar- lækna, var fulltrúi í alþjóða- samtökum bæklunarlækna, var í ritstjórn fagtímarita um bæklunarlækningar og sat í stjórn vísindasjóðs Háskólans. Á sjötta áratugnum, þegar ég var við nám í náttúrufræðum í Lundi á Skáni, kynntist ég ýms- um íslenskum læknum, sem þar voru við sérnám, og íjölskyldum þeirra. Nánust og lengst urðu kynni mín við Stefán Haralds- son og konu hans Sveinrúnu Árnadóttur. Framan af hokraði ég einn og var þá tíður gestur á heimili þeirra hjóna. Eftir að ijölskylda mín fluttist til mín hélst áfram greiður samgangur á milli heimilanna. Margt bar á góma og fátt var okkur óviðkomandi. Stefán, sem var eldri og reyndari, miðl- aði mér mun meiru en ég gat endurgoldið, og bæði reyndust þau hjón mér og fjölskyldu minni góðir og einlægir vinir. Þegar ég fletti gömlum íjöl- skyldualbúmum rekst ég á margar ljósmyndir frá ferðum okkar um sunnanverða Svíþjóð og um Danmörku, sem flestar voru farnar í bifreið þeirra Stef- áns. Þessara stunda er gott að minnast. Meðan Stefán vann að dokt- orsritgerð sinni fylgdist ég grannt með og hlýddi oft á út- listanir hans. Einum þætti starfsins kom ég nærri, gerð sýnis af því hvernig æðar lágu inn í bein, þar sem skærlitum plastvökva, er síðan harðnaði, var dælt inn í æðarnar og bakt- eríur látnar tæra mjúkt hold frá beini og plasti. Aðferðin var prófuð á kanínubeinum og ég fylgdist með rotnuninni í illa þefjandi dalli á sýklafræðistofn- un háskólans meðan Stefán sinnti læknisstörfum norðar í landinu. Árangurinn birtist á litljósmynd í doktorsritinu. Hana tókum við félagar með búnaði sem í dag þætti hlálega frumstæður. Eftir að við komum heim frá námi tóku við annasöm störf hjá báðum og tengslin rofnuðu að mestu. Nú, þegar leiðir skil- ur, sakna ég þess að þau urðu ekki meiri. Fjölskyldu Stefáns Haralds- sonar votta ég einlægar sam- úðaróskir. Blessuð só minning hans. Örnólfur Thorlacius

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.