Dagur - Tíminn - 08.10.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 08.10.1996, Blaðsíða 2
14 - Þriðjudagur 8. október 1996 LÍFIÐ í ^Oagur-ÍEtmtrm: LANDINU HHj Hasshundur frá guði Guð er með mér í þessu, ég kæmist annars aldrei yfir allt það sem ég hef verið að gera,“ segir Svavar Sigurðsson, sem ætlar að kaupa hass- hund handa ríkistollstjóra. Undanfarin tvö ár hefur Svavar helgað líf sitt barátt- unni gegn fíkniefnum. Stofnaði í því skyni samtökin Þjóðarátak gegn fíkni- efnum. Hann hætti blómlegri heildsölu, seldi húsið sitt og Benzinn og eyddi and- virðinu og öðrum íjármunum í forvarna- starf, t.d. útgáfu og dreifingu á bækl- ingnum Barnið þitt og fíkniefni. „Ég var tekinn út úr viðskiptalífinu og settur inn í þetta hlutverk. Það hefur verið erfitt en það er allt að breytast. Ég finn dagamun á þessu, ég er að ganga inn í eitthvað rosalega stórt sem er mjög gott ef ég get komið þjóð minni að gagni.“ Margir aðilar, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hafa styrkt þjóðarátakið sem Svavar hefur nú lifibrauð sitt af. Fjár- söfnunina ætlar hann að fela öðrum og einbeita sér alfarið að forvarnastarfinu og öðrum þjóðfélagsmálum. „Ég hef köllun til allra þjóðfélagsmála, heilagur andi er með mér í þessu annars gengi þetta ekki svona vel.“ Hann langar t.d. að færa kirkjuna og trúna nær börnun- um og hefur átt í viðræðum við biskup um þessi mál að undanförnu. -gos Svavar Sigurðsson hjá Þjóðar- átaki gegn fíkniefnum hefur lof- að ríkistollstjóra hasshundi. Kostaboð í íslandsferðum Samvinnuferðir-Landsýn, í samvinnu við orlofsnefnd launþegahreyfingarinnar, hófu sl. laugardag sölu á ódýr- um ferðalögum um landið. Þessi tilboð gilda í allan vetur - eða fram til loka maí á næsta ári -, en ferðirnar og fargjöldin eru eingöngu seld á laugardög- um. Helgi Pétursson er markaðs- stjóri Samvinnuferða-Landsýn. í samtali við Dag-Tímann sagði hann að gengið hefði verið frá samningum við Flugleiðir inn- anlands, íjölda hótela um allt lands, sérleyfishafa og Bílaleigu Akureyrar um hagstætt verð á þeirri þjónustu sem þessir aðil- ar bjóða. Tilgangurinn með þessum kostaboðum segir Helgi að sé tvíþættur; annars vegar að hvetja til ferðalaga innan- lands yfir vetrartímann og hins vegar sjái ferðasalar sér hag í að bjóða þessi kjör á tímum sem yfirleitt eru rólegir í ferða- þjónustunni. Stórt atriði þessara samn- inga eru ódýrar ferðir til allra áfangastaða Flugleiða hér inn- anlands, en þær kosta 5.830 kr. - og til Vestmannaeyja 4.830 kr - og þá er miðað við báðar leið- ir. Þessi fargjöld eru seld á sölustöðum Flugleiða um allt land, en á höfuðborgarsvæðinu aðeins á afgreiðslu Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli. Hægt er að bóka ferðir í allar brottfarir, nema frá hádegi til miðnættis á föstudögum. Þá býður Bílaleiga Akureyrar kostakjör í leigu á bílum. Fyrsta flokks bíll með tryggingu, skött- um og 700 km akstri er leigður Á laugardögum í vet- ur verða seldar ódýr- ar ferðir um landið, gisting er á góðu verði sem og bíla- leigubílar skv. samn- ingum milli Sam- vinnuferða, verka- lýðshreyfingarinnar og ferðasala. út fyrir kr. 20.300. Þá bjóða sérleyfishafar innan BSÍ 50% afslátt af fargjöldum á flestum áætlunarleiðum sínum. Alls hefur 21 hótel gert landsmönnum kostaboð um ódýra gistinu, það er tveggja manna herbergi á verði eins. Allt sem þarf til að njóta þess er að framvísa félagsskírteini verkalýðsfélags síns og þá á allt að ganga eftir. Sérstakur af- sláttur er í boði fyrir einstakl- inga, misjafn eftir hótelum. Bókunarfyrirvari eru tveir sól- arhringar. Þau hótel sem þetta bjóða eru í Reykjavík; Grand Hótel, Lind, Hótel Reykjavík, Leifur Eiríksson, City Hótel og Vík. Ennfremur Hótel Keflavík, Hótel Borgarnes, Hótel Stykkis- hólmur, Hótel ísafjörður, Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum, Hótel Bláfell á Breiðdalsvík, Hótel Höfn í Hornafirði, Hótel Edda á Kirkjubæjarklaustri og Flúðum, Ilótel Selfoss, Hótel Bræðraborg í Vestmannaeyjum, Hótel Nes- búð á Nesjavöllum, Hótel Örk í Hveragerði og Hótel Norður- land á Akureyri. Þeir aðilar sem taka þátt í þessu samstarfi eru ASÍ, BHM, BSRB, Far- manna- og fiski- mannasamband ís- lands, Samband ísl. bankamanna, Fé- lag ísl. hjúkrunar- fræðinga, Blaða- mannafélag fs- lands, Kennara- samband íslands, Verkstjórafélag ís- lands, Stéttarfélag tæknifræðinga, Stéttarfélag verk- fræðinga, Félag bókagerðarmanna, Landssamband aldraðra, Verk- stjórasamband ís- lands, Prestafélag fsland, Félag ísl. lyíjafræðinga. Þau þrjú síðast- nefndu koma ný inn í þetta samstarf nú - en hin voru með síðasta vetur - en það er hinn fyrsti sem það var í gildi. -sbs.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.