Dagur - Tíminn - 08.10.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 08.10.1996, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. október 1996 -15 IDcigur-©nttnn LÍFIÐ í LANDINU „Afkomutölurnar verða mjög heitar“ Á Akureyri hefur í sumar verið unnið að gagnagrunni sem auðvelda á úttekt á gistiþjónustu á landshyggðinni. Verkefnið er unnið fyrir Byggðastofnun íslands og er œtlunin að safna upplýsingum um hina nýju atvinnugrein ferðaþjónustuna. Það eru starfsmenn Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri sem hafa hannað gagnagrunn- inn og sem œtla nú á haustmánuðum að senda ferðaþjónustuaðilum spurnigalista og/eða sœkja þá heim. Er þetta gert í því skyni að afla upplýsinga um allt gistirými á landshyggðinni til aðfólk megi átta sig á hvar hagkvœmast er að hyggja og síðast en ekki síst hvort greinin er að skila einhverju af sér. Dagur-Tíminn spurði þá Einar Áskelsson, Jón Skjöld Karlsson og Frosta Jónsson, starfsmenn Rann- sóknastofnunar, nánar um út- tektina og þá fyrst um tilgang- inn? „Það eru nánast engar upp- lýsingar til um ferðaþjónustu á íslandi eða þær eru afþreying er í boði. Fyrst og fremst erum við þó að athuga afkomuna, hvort þessi eða hinn staðurinn beri sig og þá ástæð- urnar fyrir því. Nýtingin á svona upplýsingum gefur óend- anlega möguleika og á þeim hlýtur markviss stefna í grein- inni að byggjast.“ Frosti Jónsson, Einar Áskelsson og Jón Skjöldur Karlsson, starfsmenn Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akur- eyri, hafa séð um að vinna gagnagrunninn sem auðvelda mun mönnum að átta sig á möguleikum gistirýmis í landinu. Myna: JHF í.þ.m. mjög bágbornar. Byggða- stofnun vill betri upplýsingar inn aflkomuna og greinina í heild sinni þannig að hægt verði að ákvarða hvernig hagkvæm- ast er að fjárfesta í ferðaþjón- ustunni og þá gistirýminu. Við komum til með að safna upplýs- ingum um ferðaþjónustuaðil- ann, aðstöðuna sem hann hefur og afþreyinguna sérstaklega og þá hvort það skiptir máli hvaða „Nýtingin á svona upplýsingum gefur óendanlega möguleika og á þeim hlýtur markviss stefna í greininni að byggjast. “ Er allt landið undir? „Þetta er úttekt á gistiþjón- ustu á landsbyggðinni. Upphaf- lega stóð til að taka svokölluð jaðarsvæði og sleppa þéttbýlis- stöðum en það breyttist og því verður landið í heild skoðað en fyrst er það Norður- og Austur- land. Við vonumst til þess að fljótlega verði Suður- og Vestur- land kannað enda úttektin sjálf mun auðveldari eftir að gagna- grunnurinn er tilbúinn en hann er á lokastigum núna.“ Hvernig er flokkunin á gisti- rýminu sem þið eruð að skoða? „Flokkunin er dálítið erfið en við miðum við að ferðaþjón- ustuaðilarnir séu ekki í Sam- tökum veitinga- og gistihúsaeig- enda en erum þess utan með alla sem bjóða upp á meira en svefnpokapláss. Við verðum að fara vel í gegnum þær upplýs- ingar sem eru til því Hagstofan er t.d. með flokkunarkerfí sem rekst á við flokkun Ferðaþjón- ustu bænda.“ Hvernig fer framkvœmdin fram? „Við munum senda út spurn- ingalista og eins fara um landið og heimsækja þá sem vilja taka þátt. Það verður að gera þetta í eins mikilli samvinnu við ferða- þjónustuaðilana og hægt er. Þetta eru trúnaðarupplýsingar sem við fáum og um leið samn- ingur við viðkomandi aðila og mönnum verður boðið að taka þátt í þessu. Kosturinn fyrir ferðþjónustuaðilann er sá að hver og einn fær sérstaka skýrslu um sjálfan sig og síðan verða heildarniðurstöður birtar og þannig getur hann borið sína stöðu við aðra í greininni.“ Búist þið við að allir verði samvinnuþýðir? „Við höfum verið að forprófa Kannað er hvort ferðaþjónustuaðilum finnist náttúruperlan í grenndinni skipta máli og þá hvernig hún hefur áhrif á nýtingu gistirýmisins. „Fjölgun ferðamanna segir ekki alla söguna, hvað eru þeir að gera og hversu miklu eyða þeir?“ þetta og höfum fengið jákvæð viðbrögð en þetta er erfið og tímafrek framkvæmd enda er- um við að kanna mjög ólíkan rekstur þar sem um ræðir heimagistingu annars vegar og hótelgistingu hins vegar. Margir standa í fleiri en einum rekstri og þá er spurning um hversu nákvæmt bókhaldið er o.s.frv." Hverjar eru vœntingarnar með svona könnun? „Afkomutölurnar verða mjög heitar, ef við náum þeim. Byggðastofnun leggur líka ríka áherslu á afþreyingarmöguleik- ana. Sem dæmi má nefna hátíð eins og Halló Akureyri. Hefur slík hátíð margföldunaráhrif á nýtingu gistirýmis og þá hversu mikil? Við erum líka að sækjast eftir því að vita hvað þeim sem standa í þessum rekstri finnst skipta máli. Er náttúruperlan í austri eða vestri áhrifavaldur eða kannski eitthvað annað? Svona huglægt mat skiptir máli. Fjölgun ferðamanna segir ekki alla söguna, hvað eru þeir að gera og hversu miklu eyða þeir?“ Að lokum sögðust þeir Einar, Jón Skjöldur og Frosti vonast til þess að svona könnun gæti orð- ið til þess að breyta áherslum til hins betra. „Það verður að byggja ferðaþjónustuna mark- visst upp og markmiðið er auð- vitað að gera úttektina oftar en einu sinni þannig að í framtíð- inni verði hægt að kanna stöð- una aftur og aftur." mgh

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.