Dagur - Tíminn - 08.10.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 08.10.1996, Blaðsíða 5
|Dagur-®mrátn Þriðjudagur 8. október 1996 -17 Kennsla hefst í Lýðskólanum um miðjan mánuðinn en til skamms tíma leit helst út fyrir að starfsemi skólans myndi lognast út af vegna fjárskorts. Skólastjóri Lýðskólans er Oddur Albertsson, hann segir að með þeim íjár- stuðningi sem fékkst frá Reykjavíkurborg og Norræna húsinu hafi annað skrefið verið stigið. Fyrsta skrefið var stofn- un skólans í febrúar síðastlið- inn og það þriðja verði tekið þegar og ef tekst að fá regluleg fjárframlög frá ríki og borg. - Er þörf fyrir skóla sem þennan? „Já, sérstaklega fyrir ungt fólk sem er hvorki í skóla né hefur atvinnu. Ungmenni sem hafa kannski misst allan metn- að og hafa h'tið sjálfstraust." - Hvað er þessi hópur stór? „Tölurnar yfir þá sem eru ekki í framhaldskólanámi eru á reiki en þær eru háar. Um þriðjungur þeirra sem byrjar í framhaldsskóla dettur út, fær aldrei húfuna sína. Ég spurðist fyrir um þennan hóp upp í menntamálaráðuneyti og fékk þau svör að í ráðuneytinu væru menn ekki með neitt leitarstarf. Ég held að íjöldi þeirra ung- menna sem er hvorki í skóla né framhaldsnámi sé mikill. Þau þurfa á aðstoð að halda, upp- örvun og samastað til að spegla stöðu sína, reyna að flytja sig úr stétt, upp á við í lyftunni." - Eru fleiri strákar í þessum hópi en stelpur? „Það kemur í ljós hjá okkur að það eru fleiri strákar sem eru í þessar stöðu en stelpur. Ég kann ekki að skýra það út Lýðskólinn lifir stendur lýður fyrir eitthvað nei- kvætt, er ekki hætt við að slík- um hugrenningatengslum? „Jú en á móti koma tengslin við orðið lýðræði sem er einmitt einkennandi fyrir skólastarfið í lýðskólum. Nemendurnir ráða mestu um það hvað er tekið fyrir og hvernig, atkvæði þeirra birtist í skólastarfinu. En hug- myndin á bak sjálft lýðræðið er akkurat sú að allir séu það fær- ir um tjá sig og segja sína mein- ingu að sjálft atkvæði þeirra í raun birtist einhvers staðar.“ -gos en félagskerfið hjá stelpunum virðist vera sterkara, þær eru sterkari sem hópur.“ - Hvernig hefur þeim krökk- um reitt af sem hafa verið í Lýðskólanum? „Þorrinn af þeim hópi sem útskrifaðist síðastliðið vor er nú kominn í einhvers konar íjöl- brautarnám. Lýðskólinn er eins og bensínsstöð fyrir utan þjóð- veginn, Þar sem þau fá áfyll- ingu til að halda áfram út á þjóðveginn, í frekara nám eða út í sjálft atvinnulífið." - Út á hvað gengur skóla- starfið? „Kennslumarkmiðið felst ekki í því að reyna troða sem mestmn fróðleik og vitneskju í nemendur heldur að hjálpa þeim að uppgötva heiminn á þeirra eigin forsendum.“ - Hvaða aðferðir eru notaðar við það? „Við notum mikið þemaað- ferðina og allskyns sköpun. í hverri viku er tekið fyrir ákveð- ið þema, t.d. Qölmiðlun. Við reynum að nálgast þetta Ijórða vald samfélagsins og afhjúpa það. Þá gefum við út blaðið Oz- on í samvinnu við grænlenska og færeyska nemendur. Það er prentað í 25 þúsund eintökum og því er dreift ókeypis til allra nemenda í síðasta bekk grunn- skóla og fyrstu tvo bekki fram- haldsskóla. Það er mikill skóh fyrir krakkana sem felst í ferl- inum við að gefa út blað. Inn- takið hverju sinni sýnir aftur á móti hvað þau eru að hugsa. Það kemur ákveðin munur í ljós, t.d. er það einkennandi hvað færeysku krakkarnir bera mikið saman fortíð og nútíð meðan þau íslensku virðast vera sátt við að vera þátttak- endur í mjög hröðu ferh „amer- ískrar teymandi" menningar.“ - Þemavinnan hentar sem sagt þeim krökkum vel sem eiga erfitt með hefðbundið bók- nám? „Já, þau hafa mörg hver upplifað neikvæðar tilfinningar í hinu hefðbundna skólaum- hverfi, s.s. höfnun. Þau eru því oft fyrirfram í uppreisn gegn menntakerfinu og þjóðfélaginu. í þemavinnunni fá þau að nálg- ast viðfangið með sínum eigin hætti og að þróast sem einstakl- ingar án þess að reynt sé að steypa þeim í ákveðið mót. Þemavinnan hefur mjög heim- spekilega grunnlínu, þ.e. að láta krakkana sjálfa svara því í hvað þau vilja eyða tímanum í stað þess að mata þau ofan frá á því hvað sé þess virði að skoða.“ - Er ekki oftast talað um lýð- háskóla frekar en lýðskóla? „Jú menn hafa verið að þýða skandínavíska orðið „folkehöj- skole“ sem lýðháskóla en há- skóU er „universitet" á skand- inavísku ekki „höjskole". Hug- takið lýðskóU er þess vegna gagnsærra orð og samsvarar hinu skandinavíska betur en lýðháskóli. Ennfremur má benda á það að skólarnir á Núpi og Hvítarbakka sem stofn- aðir voru snemma á öldinni í anda „folkeoplysning" hreyfing- arinnar hétu lýðskólar." - En í málvitund flestra Berglind Steinsdóttir skrifar egar ég er spurð um áhugamál mín, oftast á at- vinnuumsóknareyðublöð- um, vefst mér ævinlega penni um lófa. Ég get nefnilega ekki svarað að bragði: laxveiði, golf, getraunir, flokkspólitík eða út- saumur. Æ nei, mín áhugamál eru fólk og ijölbreytni. Hver tek- ur mark á svoleiðis áhugamál- um? Hver skilur þau yfirleitt? Að vera í skóla eða fara í sund, kynnast nýju fólki eða sitja á skrafstólum við það - má það kallast áhugamál? Ný vinna, mörg störf í einu? Að ástunda saklaust daður? Nei sko, áhugamál hólfar maður niður í litlar einingar sem mað- ur getur sinnt afmarkað, t.d. á þriðjudags- og fimmtudags- kvöldum, eða þá fyrstu vikuna í júní. Ahugamál rækir maður á ákveðnum stöðum með ákveðnu fólki. Áhugamál kosta eitthvað, helst helling. Áhugamál komast fyrir í skúffum. Nú þegar ég hef loksins ákveðið að hætta að bera í bæti- fláka fyrir áhugamálin mín fer ég fyrir alvöru í vörn. Ég er nefnilega búin að átta mig á að áhugamálin mín eru ekki áhugamál heldur lífsstefna. Sú áttun átti sér stað nýlega, kannski af því að ég var á blað- síðu 56 í Vetrareldi eftir Friðrik Erlingsson klukkan hálfellefu á sunnudagskvöldi, kannski af því að viku áður hafði ég lesið grein í Nýjum menntamálum, kannski af því að kunningi minn var á föstudeginum að furða sig á að óg væri aftur komin í skóla. Ekki veit ég hvaðan þessi hug- renning kom svona óforvarand- is. Kannski er ég bara svona sein og átti að vera fyrir löngu búin að eiga í þessari orðræðu við sjálfa mig. Ékki veit ég. Hitt veit ég að það að kynnast stöð- ugt nýju fólki, skemmtilegu og skapandi fólki, öðruvísi fólki, fólki með aðrar skoðanir en ég, með sömu skoðanir og ég - sömu áhugamál eða önnur, það er munaður. Sami munaður og að vera í nýjum og nýjum skóla, nýrri og nýrri vinnu, kynnast nýjum viðhorfum og hugmynd- um, læra ný tungumál, fá ný tækifæri til að stelast inn í hug- arheim annarra... Af því að ég sé örla á væmni (sem mér finnst reyndar vera vensluð hreinskilninni) finnst mér rétt að gera aðeins út á hana. Ég er alveg óstjórnlega heppin. Kannski óvenjulega lánsöm. Ekki veit ég það. Mitt lán er að fá að velja. Ég hef mikið val og mitt verk er bara að koma auga á það. Eins og það að ég á ekki bíl. Ég vel að eiga ekki bíl - og það er ekki erfitt. Ég þarf ekki á bfl að halda og finnst ótækt að eiga slíkan grip upp á að nota hann einu sinni í viku. Ég hef ekki nægan áhuga. Hins vegar á óg hjól sem flytur mig um Reykja- víkurborg. Hjólið er samgöngu- tækið mitt, ég hef áhuga á að nota það - og ég sætti mig alveg við að kunningjar mínir haldi að ég sé útlendingur þegar þeir mæta mér á hjólinu mínu á Laugaveginum. Mér finnst auð- vitað heldur verra hvernig búið er að mér í gatnakerfinu, að enn skuli ekki tekið mið af vax- andi hjólreiðamenningu í höf- uðborginni, að ég skuli enn vera raunverulega óvelkomin, bæði á götunni og gangstéttinni, að bflar skuli enn skvetta yfir mig úr drullupollunum þegar leið þeirra hggur framhjá mér... En þetta er mitt val, og ég stend og fell með því. Þrátt fyrir að ég velji lífið finnst mér það ekki með öllu gallalaust eða hvernig það sinnir mér. Ef ég gæti að öllu leyti valið, veldi ég að komast klakklaust leiðar minnar á því farartæki sem ég hef kosið. Ég hef verulegan áhuga á því. En hmm, ég get bara ekki ætlast til að neinn hlusti á mig nema ég tali. Kannski þurfti ég að skrifa þennan pistil til að minna mig á að hringja aftur í gatnamála- stjóra.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.