Dagur - Tíminn - 08.10.1996, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn - 08.10.1996, Blaðsíða 9
ÍDagur-ÍILmmm Þriðjudagur 8. október 1996 - 21 F Ó L IC ■.'.vj/.; Gleym mér ei Hér má sjá Guðbjörgu Vilhjálmsson næla barmmerkið Gleym mér ei í herra Ólaf Ragnar Grímsson og Margréti Eggertsdóttur afhenda frú Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur merkið. Konurnar í Kvenfélaga- sambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu vilja nýjan barnaspítala. Um helgina seldu þær fagurt merki sitt til ágóða fyrir spítalann, meðal þeirra sem fyrst fengu merki voru for- setahjónin. Katrfn Gunnarsdótt- ir er ein þeirra sem stendur að söfnuninni og segir hún að beð- ið sé eftir að ríkisstjórnin taki ákvörðun um spítala - „við vilj- um fá þetta á hreint“ segir hún, en barnaspítali hefur ekki enn komist á íjárlög. Þær konurnar eru enn að selja merldð og hægt að nálgast það símleiðis hjá Sólveigu, sími 421 6600, hjá Gunnhildi, sími 426 7890 og hjá Katrínu í síma 565 3782 og 552 7420. MerWð er táknræn áminning til fólks að horfast í augu við þann vanda sem kon- urnar telja að húsnæðisskortur barnaspítala sé: blómið Gleym mér ei. Nú haustið er liðið.-.fyrsti vetrarhvellurinn kom um helgina og nú eru fagrar minningar frá haustinu til þess fallnar að ylja okkur meðan úti geysa vetrar stormar stríðir. Ungi smalinn á myndinni er úr Árnessýslu, nú eflaust sestur á skólabekk, en ilmur af fé af fjalli í vitum og jarmið sára í huga... Vonandi semur hann Ijóð um þennan dag. iDagur-(Etmtmt Strandgötu 31 • Akureyri GarSarsbraut 7 • Húsavík Sími 800 70 80 Brautarholti 1 • Reykjavík

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.