Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Side 7

Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Side 7
IDagur-'ðlmmm mmumam E R L E N D A R F R E T T I R Þriðjudagur 22. október 1996 - 7 Bandaríkin Repúblikanar dug- legri í íjáröflun Bob Dole getur huggað sig við það að kosningasjóður Repúblikanaflokks- ins er mun digrari en sjóður andstæð- ingsins. Þrátt fyrir að Bob Dole sé langt á eftir Clinton for- seta í öllum skoðanakönn- unum þá getur Repúblikana- flokkurinn þó státað af því að hafa haft betur en Demókratar í Qáröflim í kosningabaráttunni. Á síðastliðnum þremur mánuð- um hefur flokkurinn halað inn rúmlega 90 milljónum dollara, sem er um helmingi meira fé en Demókrötum hefur tekist að safna á sama tíma. Frá því kosningabaráttan hófst fyrir alvöru í desember 1995 hafa safnast 239 milljónir dollara í kosningasjóði Repú- blikanaflokksins, og mest eru það framlög frá einstaklingum og fyrirtækjum. Demókratar hafa halað inn 177 milljónum dollara frá því í ársbyrjun 1995 og það er raunar met út af fyrir sig því aldrei fyrr hefur þeim tekist jafn vel upp í Qáröflun- inni. Kosningaframlög hafa komið nokkuð við sögu í kosningabar- áttunni sjálfri, og bæði Dole og Clinton hafa lagt áherslu á að breyta þurfi því fyrirkomulagi sem tíðkast við ijármögnun kosningabaráttunnar. Hafa ásakanir gengið á víxl um að frambjóðendur séu með óhreint mjöl í pokahorninu hvað þessi mál snertir. -gb Spánn Undir sorpfjalli „Nýjung“ Upptrekt útvarpstæki lausnin fyrir marga Nútímatækni er víða ónothæf, og þá þarf að taka skref afturábak til að tæknin geti komið að notum. Upptrekt útvarpstæki er ekki beinlínis sú tækninýj- ung sem ofaldir neytend- ur á Vesturlöndum hafa verið að bíða eftir. En slrkt tæki gæti engu að síður komið að góðum notrnn á þeim svæðum á jörð- inni þar sem ekkert rafmagn er að fá eða þar sem rafhlöður eru of dýrar. Umrætt tæki gengur í u.þ.b. hálftíma í einfu, en þá þarf að trekkja það upp að nýju, og tekur það um 25 sekúndur. Uppfinningamaðurinn Trevor Baylis á heiðurinn af þessari „nýjung", og hlaut hann sérstök hönnunarverðlaun frá BBC nú í sumar fyrir vikið. Sjálfiu- segist hann hafa fengið hugmyndina að tækinu eftir að hafa horft á sjónvarpsþátt um alnæmi í Áfríku þar sem bent var á að fólk fengi ekki þær upplýsingar rnn alnæmi sem þörf væri á - að hluta til vegna þess að erfitt er að komast yfir rafhlöður þar á slóðum og þær eru þá oftast mjög dýrar. Vonast er til þess að nýja tæk- ið geti víða komið sér vel, ekki síst þegar neyðarástand kemur upp. Tækið gæti gegnt mikil- vægu hlutverki þegar koma þarf í skyndi boðum til fólks um nátt- úruhamfarir, eða róa fólk niður þar sem átök hafa blossað upp. í Suður-Afríku eru nú fram- leidd 20 þúsund tæki á mánuði, og verið er að gera tilraunir með notkun þess víða í Afriku, og einnig í Afghanistan og Bosníu- Hersegóvínu. Á næsta ári ætla samtökin War Child að dreifa 5.000 útvarpstækjum í Angóla, og þá verður jafnframt útvarpað fræðsluþáttum sem fjalla um sjúkdóma, getnaðarvarnir, nær- ingu og fleira. -gb Sorpskriða olli miklu tjóni í smábæ á Spáni í síðasta mánuði. Hvenær sem er má búast við nýrri skriðu úr „sorpfjallinu“ sem stendur ofan við bæinn. Ibúar í hafnarbænum Port- ino á norðurströnd Spánar eru ekki öfundsverðir. Ofan við bæinn stendur um það bil 60 metra hátt „flall" sem er gert úr sorpi og úrgangi sem safnað hefur verið þar saman um 20 ára skeið. Þann 10. sept- ember síðastliðinn gerðist síðan það að úr þessu sorpfjalli rann skriða. Um 100 þúsund tonn af matarleifum, ónýtum heimilis- tækjum, dagblöðum, húsgögn- mn og öðru slíku runnu niður yfir bæinn og alla leið út í sjó. 52 ára maður, Joaquin Serr- antes, lét lífið í hamförunum. Hann grófst undir skriðunni, sem einnig olli stórtjónf á mannvirkjum og öðrum verð- mætum í bænum. Hrein heppni réði því að ekki létu fleiri lífið. Björgimarmenn leituðu í rústunum í fimm daga, en þá varð þeim ljóst að hættan væri ekki enn úr sögunni. Enn má búast við því að allt að hálfri milljón tonna af úrgangi ryðjist niður hh'ðina hvenær sem er. Nýjar sprungur eru þegar farn- ar að myndast í sorpfjallinu, sem stendur efst í hlíðinni fyrir ofan bæinn. Atvikið varð þó til þess að nú loks eru yfirvöld farin að átta sig á því að þetta fyrirkomulag er ekíd nógu sniðugt. Skurð- gröfur eru teknar til við að moka úr haugnum til þess að minnka hann svolítið. Á rúmri viku náðu menn að grafa meira en 50 þúsund tonn í jörðu, en „það er helmingurinn af því sem bætist við á einu ári,“ sagði bæjarstjórinn, Francisco Vazqu- ez. -gb Rússland Kærður fyrir landráð Alexander Nikitin, fyrrver- andi yfirmaður í rúss- neska norðurflotanum, var handtekinn í febrúar á þessu ári og upphaflega kærður fyrir njósnir vegna þess að hann átti þátt í að semja skýrslu á vegum norsku um- hverfisverndarsamtakanna Bellona um kjarnorkumengun sem á rætur að rekja til kjarn- orkukafbáta í norðurflotanum. Norðurflotinn hefur aðsetur í borginni Murmansk, en í skýrslunni er birt yfirlit yfir öll Umhverfið Um 1.100 dýrategundir í útrýmingarhættu þau slys sem orðið hafa á kjarnorkuknúnum kafbátum í rússneska norðurflotanum. Þar er skýrt frá því að frá 1961 fram til dagsins í dag hafi a.m.k. 507 manns látið lífið í slysum sem orðið hafa í kjarn- orkukafbátum. Alvarlegustu slysin urðu þar sem eldur kviknaði um borð í kafbátum, en þrír rússneskir kjarnorku- kafbátar hafa sokkið af þeim sökum. Nikitin og Bellona-samtökin halda því fram að upplýsing- arnar í skýrslunni séu allar fengnar úr opinbennn heimild- um, en Nikitin var einn þriggja starfsmanna samtakanna sem unnu að því að taka þær sam- an. Rússneska leyniþjónustan hefur haldið því fram að Nikitin hafi selt upplýsingar til Bellona, en samtökin segja þann mál- flutning fáránlegan: Hann var Alexander Nikltin í fylgd rúss- neskra lögregluþjóna. starfsmaður samtakanna og fékk greidd sín laun samkvæmt því. Rannsókn á máli hans lauk þann 30. september sl. og hefur hann nú verið kærður fyrir landráð vegna njósna og fyrir að brjóta lög um uppljóstrun ríkisleyndarmála, ásamt að hafa notað nafnskírteini sitt frá hernum með ólöglegum hætti til þess að fá aðgang að upplýsing- um. -gb Asama tíma og mannkynið vex næstum stjórnlaust eru hátt í 1.100 dýrateg- undir í heiminum í útrýmingar- hættu. Þar af eru meira en 900 í alvarlegri hættu að deyja út innan fremur fárra ára, sam- kvæmt nýrri alþjóðaskýrslu. Af þeim dýrum sem hvað mest er ógnað má nefna Síberíutígur, sem er stærstur allra tígrisdýra, sjaldgæfur páfagaukur í Brasil- íu og marsvín í Mexíkóflóa. Rannsóknir um heim allan hafa leitt í ljós að um fjórðung- ur allra spendýra er í misjafn- lega mikilli útrýmingarhættu og um 11% állra fugla. Enn meiri hætta vofir þó yfir ferskvatns- fiskum, skriðdýrum og pöddum. Það eru mengun, eyðfiegging á heimkynnum dýranna, full- komnari veiðitæki og síðast en ekki síst veiðiþjófnaður sem ógnar tilveru dýrategundanna. Þannig eru veiðþjófar, sem freistað er með háum verðtil- boðum fyrir nashyrningshorn, nú komnir vel á veg með að út- rýma asíska nashyrningnum. Stofninn hefur minnkað um 20% á aðeins fimm árum og áætlað er að aðeins um 2 þús- und dýr séu nú eftir í heiminum af þessari tegund. Plöntur jarðarinnar eru líka í ámóta hættu. Kringum 13% allra þekktra plöntutegunda eru nú áhtnar í útrýmingar- hættu. Útrýming dýra og plantna er samt síður en svo nýtilkomin. Talið er að heimurinn sé nú 1.265 dýra- og jurtategundum fátækari heldur en fyrir 400 ár- um. Gróin hverfisverslun til sölu Gott tækifæri fyrir duglegt fólk. Nánari upplýsingar aSeins á skrifstofunni. FASTEIGNA & f) SKIPASALA ZxKZ NORÐURLANDSIf Sími 461 1500 - Fax 461 2844 Pétur Jósefsson, sölustjóri Benedikt Olafsson hdl.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.