Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Síða 3

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Síða 3
jDagur-tEhttirat Laugardagur 30. nóvember 1996 - III ÍSLENDINGAÞÆTTIR HAGYRÐINGAR I FÓLK í ÆTTUM Mansöngur Ég vil grœða jafnt og þétt, ég er kona mittisnett, brjóstafögur, þjóaþétt, þjóna Óðals-bœnda stétt. Ég get búk og bossa hrist; buxum frá mér varpafyrst og hverri pjötlu, innst sem yst, uppi á sviði — þetta er list! Ég er vel af guði gjörv, geng að verki hress og djörf. En íslands mjög er mikil þörf að mennta fólk í svona störf! Heiðursdrottning Okkur kœr er drottning Dana, dóttir konungs Jótalands. Héðan fóru að finna hana forsetinn og kona hans. Fáum víða veitist lotning. Virðing lýða frúnni ber. Hún er fríðust heiðursdrottning, heimsins prýði, þykir mér. Búi. Sjónvarpsgagnrýni Fáir geta horft á hann og hlýtt á skrýtlur illa búnar. í líkingu við Lettermann, leiðist mörgum Gísli Rúnar. Halldór vill lækka lífeyrissjóðsgreiðslur Framsóknar á fornum sið finnst mér mikill Ijóður, ef spara meira verðum við, svo vaxi auðvaldssjóður. Vetrarkuldi Ósköp lítið yndi finn, oftast hlýt ég trega, þegar bítur kalt í kinn kuldinn ítarlega. Davíð! Kann á öllu skýrust skil, af skörpu viti sprottinn. Hann er svona hér um bil held ég eins og Drottinn. Lofvísa Ei skal tala undir rós né yrkja bull og gjálfur. Davíð er mitt leiðarljós líkt og Drottinn sjálfur. Gjaldþrot Þó skórinn kreppi að mér enn, ei ég spring af harmi. Það hafa fleiri frœgir menn fallið af gjaldþrotsbarmi. Pétur Stefánsson Sterkir stofnar II Það var áreiðanlega töluverð hreyfutg á íslend- ingum fyrri tíða, þeir sátu ekki alltaf kyrrir á sömu þúfunni. Þrátt fyrir lélegan skófatnað, erf- iða vegi og nær algjöran skort á samgöngumiðlun fóru þeir víða og til dæmis um það má nefna að í fyrra var prentuð bók sem greinir frá íslendingum, sem vit- að er um í Hamborg á 16. öld! Hér innanlands má rekja mannaferðir og selflutninga úr Norðurlandi vestur að Djúpi og þaðan voru líklega fjölfarnar leiðir um Glámu og Lambadalsskarð vestur á firði. Á öldinni sem leið var það ekki svo fátítt að menn yrðu úti á þessum vegum, eða að börn á vesturfjörðum væru feðruð undir menn úr fjarlægum sveitum. Þegar hugað er nánar að börnunum í Reykjarfirði við Djúp kringum 1720, sést að M- els, sonur Jóns Hannessonar, hefur borist á einhverjum tím- ans straumi burt af sinni feðraslóð og er að finna á Hrauni í Keldu- dal í Dýraíirði árið 1762; er þá bóndi þar, átti Ingigerði Þor- steinsdóttur og börn. Af þeim er Baldvin Halldórsson leikari. Ólöf dóttir hans þekkt. Hún er fædd á Hrauni um 1750, bjó þar, átti Jón Jónsson og bjuggu á Hrauni, en þar var jafnan fleirbýli. Á útnesjunum vestra gat aðeins lifað kjarnafólk, það er orð sem hæfir vel þeim Ólafar niðjum og Jóns. Jón var elstur af þeirra börnum og bjó á Hrauni. Af börnum hans er helst að nefna Jóhönnu, sem víða var vinnukona í Arnarfirði. Af hennar börnum lifði eitt, það var Jón Guðmundur Ilelgason, átti Guðnýju Ilalldórsdóttur frá Horni í Mos- dal. Jón þessi varð ekki fimm- tugur, drukknaði undir Svalvoga- hb'ð og þeir fimm saman. Þeir höfðu verið að sækja hval inn í Dýrafjörð, reru uppá stein í bakaleiðinni og liggja allir í kirkjugarðinum á Álftamýri. Margt fólk er af honum komið, hann er t.d. afi Baldvins Hall- dórssonar leikara og Elísar Kjarans Friðfinnssonar, ýtustjóra og hagyrðings, en langafi Veturliða Guðna- sonar þýðanda. Guðrún (1785-1846) hét dóttir Ólafar Níelsdóttur og Jóns. Hún varð fyrri kona Indriða Péturssonar, dóttursonar Egils á Baulhúsum, og er ekki fjölmenni frá þeim komið. Guðný, dóttir Indriða, var húsfreyja á Fífustöðum og víðar í Ketildalahreppi, amma Aðal- steins Lúters Indriðasonar, vélstjóra í Reykjavík, og þeirra systkina. En Indriði og Margrét, seinni kona hans, eiga marga afkom- endiu og meðal þeirra var Jón Indriðason, skó- smiður á Pat- reksfirði, faðir Hafliða, lengi garðyrkjustjóra í Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri. Reykjavík, Jóns skálds Vör. Sigurður enn, sonur lafar, átti konur og og úr var Ó- tvær börn Benedikt Gröndal, fyrrverandi ráðherra. með báðum; en ekki dugði það, engin ætt spratt frá lendum hans. Það var þá annað með Níels bróður hans (1791- 1850), af hon- um varð mikill ættbálkur vestra, sem nú hefur auðvitað dreifst víða. Hann fór að heiman til að leita sér Ijár og frama og var kominn að Suð- ureyri í Súg- andafirði 1817. Á leiðinni hafði hann eignast barn með vinnukonu á Dröngum í Dýrafirði, en það dó. Ní- els var vinnumaður á Suðureyri, en svo vildi það til að bóndinn á Norðureyri lagðist veikur og dó, en Níels varð seinni maður ekkju hans, Kristínar Þorkelsdótt- ur, og bjuggu þau mörg ár á Norðureyri. Þau voru komin að Gelti 1832, en fjórum árum síðar hljóp snjó- flóð á Norðureyrarbæinn og drap sex heimilismenn, þar á meðal Elís Kjaran Friðfinnsson, ýtustjóri og hagyrðingur. báða bænd- urna. Sonur þeirra Níelsar og Kristínar var Níels, bóndi á Breiðabóli og Meiribakka í Skálavík ytri, og það eru einkum börn hans sem hafa aukist og margfaldast. Guðrún dóttir hans átti Hálf- dán Örnólfsson, formann í Jón Hákon Magnússon fram- Meirihlíð. Ilann kvæmdastjóri. þótti veður- glöggur, farsæll formaður og græddist fé. Um hann segir í formannavísum: Heitir lýði hrausta á Hálfdán prýði jjáður; mastra hýðir mar á sjá Meirihlíðarráður: Af Guðrún og Hálfdáni er margt kunnra manna, svo sem Skúli Jensson, lögfræðingur og þýðandi, Benedikt Grön- dal, fyrrverandi ráðherra, Jón Hákon Magnús- son fram- kvæmdastjóri, og Hálfdán Ingólfs- son, flugmaður á ísafirði. Af afkomendum Péturs Níelsson- ar, bróður Guð- rúnar, má nefna Sœmund Guð- mundsson, mál- arameistara á fsafirði. Yngsta barn Ó- lafar á Hrauni Jón úrVör skáld. var Þuríður (1772-1825), húsfreyja í Tröð í Önundar- firði, átti Gísla Jónsson. Þeirra börn urðu sum skammlíf, en það sem lifði var sterkt. Þekktust mun dótturdóttir hennar, Guðrún Ólafsdóttir, sem átti Guð- mund Ásgrímsson á Gelti og er greint frá afkvæmum þeirra í Arnardalsætt. Þetta er kjarnafólk og hélt lengi tryggð við Vestfirði, þótt nú sé dreift. Til dæmis um þennan hóp má nefna Hafstein Ing- ólfsson, kafara á ísafirði. Auk þess sem frá er sagt í Arnardalsætt, kemur framanritað fólk víða við sögu í ættfræðiritum, svo sem Vigurætt, Hallbjarnarætt og ættum Kristjáns A. Kristjánssonar. (Framhald)

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.