Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 5
Ma^x-Wmúxm SOGUR OG SAGNIR Laugardagur 30. nóvember 1996 - V Viska og lausn Það er þjóðsaga að smali hafi af tilviljun hjá bænum ÞingvöUum fundið stein, Ukastan viskusteininum, því hann hafi fengið hverja ósk sína uppfyllta, en hann hafi haldið að lægju galdrar undir og sökkt steininum á miklu dýpi í ÞingvaUavatni, illu heilU. Lausnarsteina rekur einnig að ströndum vorum, og séu þeir bundnir við lær eða síðu sængurkonu, greiða þeir fyrir burðinum. Aðrir telja ýmislega upp jafnvel enn aðrar tegundir gim- steina og steina, runninna af jörðu eða sjó. En mér finnst nægja að hafa getið þessa, skrifar Gísli biskup Oddsson um náttúru steina. er þeir komu aftur. Af því er dregið auðaundur og kallað svo, það erjárn- eða málmund- ur. En slíkt heimaunnið járn hafa menn kallað rauða til að- greiningar, því það gat aldrei náð þeirri herslu sem innflutt járn frá öðrum löndum hefur, en er annars nógu nothœft í hvaða heimilisverkfœri sem er. Menn halda að hér finnist á líkan hátt eir, tin, silfur ogjafn- vel gull, en enga vitnisburði hef ég um það, nema hvað nokkrir klettar og björg virðast smita út einhverjum legi, sem ef til vill er skyldur að eðli þessum mál- um og er mjög líkur þeim að lit, héldi ég þó fremur að þetta vœri brennisteinssafi eða hreinn brennisteinn, eins og kunnugt er um hér sunnan- lands í Krýsuvíkurbergi, Háleyj- um, Hvammshöfða eða Þyr- ilsklifi. Gulls og steina vel gætt Mikið var af dýrum steinum í jörðu, sem sumir höfðu marg- háttaða náttúru. Auðfundnir voru þeir aldrei, fremur en gullið sem vættir geymdu í berginu á svipaðan hátt og Fáfhir lá á gullinu í hyljum Rín- arfljóts. Gísli skrifar: Víst er að hérfinnast steinar og gimsteinar, þótt það sé enn- þá ekki kunnugt öllum lands- mönnum. En hér finnast af til- viljun kórallar, blóðsteinar, kristallar, arnarsteinar og sömuleiðis eldtinna og mjólkur- steinn (alabastur) og eins og agnir af harðasta stáli og ef til vill fleiri steinar, sem ég kann ekki að nefna eða meta til verðs. ... Sumir halda að álfar og neðanjarðarbúar — hvort sem mœtti kalla anda bergbúa — hafi mœtur á málmum, gim- steinum og þess konar dular- kröftum náttúrunnar, að séu settir verðir þessara eðlis- magna af náttúrunni. Frá þeim hafa nokkrir mennskir menn einhvern tíma fengið nokkrar tegundir gimsteina og sýnir reynslan, að þeir voru gœddir sérstökum eðliskostum, svo að þeir voru taldir að varðveita handhafa hreinlífan, ósýnileg- an, sáttan við óvini og að öðru leyti lánsaman. En allt þetta er nú svo óþekkt, að þeir eru til, sem tœplega er treystandi á, þá eru þeir geymdir á laun eins og gersemar eða leyndir dómar náttúrunnar, og handhbfunum er það einsog heilög skylda að opinbera það engum og sér- staklega eigi þeim, sem þeir halda að leggi stund á náttúru- frœði. Greinilegt er að dýrir málm- ar og steinar eru vel geymdir í iðrum jarðar og gerðir mönnum ósýnilegir. Dæmi eru um að mönnum sem grafa dýra málma úr jörðu hefnist fyrir. Skemmst er að minnast Miðhúsasilfursins, sem grafið var úr jörðu fyrir austan. Á því hvíldu álög og hafa menn skammast og rifist um sjóðinn, málaferli sett í gang, brott- rekstur úr stöðu og á sjálfsagt enn eitthvað eftir að ganga á áður en saga silfursins er öll. En nú kvað vera ábatasamt að grafa eftir gulli í Mosfells- sveit. Samantekt OÓ Gullgröftur á Skeiðarársandi. Þar hefur miklu verið til kostað, en ekkert fundist sem telja má til verðmæta, síst af öllu gull. Syku r og sykurneysla Sykur og kaffi hafa lengi fylgst að í neyslu fólks, en eiga harla ólíkan uppruna. Elstu heimkynni kaffis eru í Eþíópíu í Afrfku, en sykurreyr- inn óx í öndverðu aðeins á ós- hólmum fljótanna Ganges og Bramapútra á Indlandi. Þar greri þessi sterkbyggða jurt frá alda öðh. Sykurreyrinn er há- vaxinn og er algengt að hann nái 3-4 m hæð og verður stund- um aUt að 7 metrum. Stöngull- inn er sterklegur og yfirleitt um 4-5 sm að gildleika. í stofni plöntunnar er mjúkur mergur, sem inniheldur sætan vökva. Það er sá lögur sem sykurinn er unninn úr með þar til gerðum aðferðum. Fyrir um 2000 árum — um það leyti sem Jesús Kristur gekk um með lærisveinum sín- um í Landinu helga og kenndi — gerðist það austur á Indlandi að einhverjir menn byrjuðu að hagnýta þennan stórvaxna reyr með því að pressa úr honum sætindi. Bar þetta svo góðan ár- angur að brátt var farið að rækta jurtina og kynbæta á sér- stökum akurlöndum. Á næstu öldum breiddist þessi ræktun út um Indland og þaðan til Persíu og fleiri landa í Asíu. Meðal annars byrjuðu Kínverjar að rækta sykurreyr á 8. öld á eyj- unni Taívan og víðar. En á þess- um fyrstu öldum var reyrsykur þó harla fágætur og aðallega notaður sem lækningalyf líkt og hunang. Frá elstu tímum höfðu menn notað hunang til að gera sér sætt í munni og þá Evrópubúar eins og aðrir. Svo gerðist það á krossferðatímunum á 12. og 13. öld að stríðsmenn frá Vestur- löndum kynntust reyrsykri í löndunum austan Miðjarðar- hafs og féll hann óðar vel, svo að þeir vildu helst ekki án syk- urs vera. En svo misstu kross- farar síðustu fótfestu sína aust- an Miðjarðarhafs árið 1291 og leit þá helst út fyrir að sykur- viðskipti féllu niður. En kross- Jón R. Hjálmarsson. farar höfðu á- fram ítök á eyjunni Kýpur og þangað hafði sykur- reyr verið fluttur tíl ræktunar. Hófst þar brátt talsverð syk- urframleiðsla. Valdamiklir kaupmenn í Fen- eyjum náðu yfirráðum yfir alhi verslun með sykur á þessum sldðum og högnuðust vel, því að litið var á hann sem munaðar- vöru og verðlagið var afar hátt. Það voru því einkum auðmenn og yfirstéttarfólk sem á fyrri tíð hafði ráð á að nota sykur. En kaupmennirnir í Feneyj- um sátu ekki lengi einir að þessari verslun, því að Portú- galar fluttu sykurreyr tíl Madeira og fleiri staða á 15. öld og urðu brátt skæðir keppinaut- ar í þessum viðskiptum. Með siðaskiptunum á fyrri hluta 16. aldar og tilkomu mót- mælendatrúar hrapaði markað- ur fyrir kerti niður úr öUu valdi, en kerti voru þá gerð úr bý- flugnavaxi. Afleiðingin af þessu var sú að mjög dró úr býflugna- rækt og þá jafnframt úr hun- angsframleiðslu. Á þessum tíma hafði Kólumbus fundið Amerfku fyrir nokkru og landnám Evr- ópumanna í Nýja heiminum var komið á fulla ferð. Þegar um 1550 höfðu Portúgalar byrjað að rækta sykurreyr í Brasilíu og þaðan barst hann brátt til Vest- ur-Indía. Leið þá ekki á löngu þar til eyjarnar í Karíbahafinu urðu helstu framleiðslulönd sykurreyrs og þá einkum og sér í lagi Kúba, sem enn í dag ber ægishjálm yfir öll önnur sykur- ræktarlönd. Ræktun sykurreyrs á víð- lendum plantekrurh, eins og fór að tíðkast í Vestur-Indíum, krafðist afar mikils vinnuafls, sem ekki var fyrir hendi. Var það þá tekið til bragðs að flytja svertingja nauðungarflutning- um frá Afrfku til Ameríku og halda þeim þar sem þrælum. Hófust þar með hinir Ulræmdu þrælaflutningar og þrælahald breiddist mjög út vestanhafs. Voru þrælar þá ekki aðeins not- aðir tU að rækta sykur, heldur Uka mikið á tóbaks- og baðmullarekrum sem og við önnur störf. Á þessum tímum hófust hin svonefndu þríhyrn- ingsviðskipti, sem voru í því fólgin að menn sigldu með romm eða viskí tU Afríku og seldu það fyrir þræla. Þrælarnir voru síðan fluttir tU Vestur-Ind- ía og seldir fyrir sykur, sem svo siglt var með til Evrópu á mark- að og síðan koll af kolU. Með tímanum eignaðist syk- urreyrinn keppinaut í sykurróf- unni, sem tekið var að rækta á meginlandi Evrópu til sykur- framleiðslu snemma á 19. öld. Við það jókst sykurframleiðsla til muna og verðið fór mjög lækkandi. Sykurneysla fór þar með að vaxa verulega og má segja að aukin sykurnotkun sigldi í kjölfarið á aukinni kaffi- og tedrykkju um þær mundir. Varð sykurinn þannig brátt ein hin algengasta neysluvara í mataræði fólks víða um lönd. Hér á landi breiddist sykur- neysla út á 19. öld og því meir sem lengur leið. Þá var það svo- nefndur toppasykur sem var hvað algengastur, en hann var hvítur sykur sem steyptur hafði verið í keilulöguð stykki, sem skafið var utan úr eftir hend- inni. Einnig var notaður kandís, sem er stórkristallaður og brúnleitur steinsykur og margir kannast enn við. En brátt breiddist hvíti sykurinn út sem er hvað algengastur nú á dög- um, ýmist sem strá- eða mola- sykur. Sykurneysla íslendinga er mikil og standa þeir í því efni eins og mörgum öðrum og hvort sem það er til góðs eða ills í fremstu röð meðal þjóða heims. Jón R. Hjálmarsson.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.