Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Page 6

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Page 6
Laugardagur 30. nóvember 1996 - VI ISLENDINGAÞÆTTIR I0agur-'3Ixmmn Auðunn Bragi Sveinsson: á Akureyri kennari og skólastjóri á Akureyri, en lagði stund á skáldskap í hjá- verkum, mest þó á yngri árum. Hann sendi frá sér tvær ljóðabæk- ur, „Mansöngvar til miðalda“ og „Nökkvar og ný skip“. Kvæði hans eru kliðmjúk, og þarf ekki annað en að nefna ljóð hans „Tón-Ernir“ til að sannfærast um það. Jóhann samdi einnig leikrit, og er „Fróðá“ þeirra kunnast. Jóhann var einn af skáldum Akureyrar; á því leikur enginn vafi. Heiðrekur Guðmundsson var Davíð Stefánsson. kennslu um skeið, en lagði stund á ljóðagerðina í tómstundum sínum. Kristján var listrænt skáld og auðgaði bókmenntirnar með Ijóð- um sínum, sem voru heit af tilfinn- ingum og gerðu mannlífinu skil á mörgum sviðum. Kristján var einn listrænasti höfundur hinna svo- nefndu dægurljóða, og munu mörg þeirra lifa lengi. Hann vann merkilegt starf með þessari ljóða- gerð og verður seint fullþakkað þetta framlag hans til menningar okkar. Smávegis kynntist ég Krist- jáni, og fann að hann var viðkvæm sál viðfelldin. „Sá dó ei sem heimi gaf h'fvænt ljóð,“ segir Einar Ben. Það á við Kristján frá Djúpalæk. Þá er síðasta skáldið þeirra Akureyringa horfið af sjón- arsviðinu. Er ég kannski að fara með rangt mál? En ég fæ ekki í fljótu bragði fundið neitt áber- andi skáld í höfuðborg Norður- lands við Eyjaíjörð lengur. Dauð- inn hefur séð fyrir því. Hann hefur síðasta orðið, þegar um h'f okkar mannanna er að tefla. Lengi var Akureyri áberandi skáldabær. Þar bjó Davíð Stefáns- son alla sína ævi að kalla og starf- aði. Hann lést 1. mars 1964, og var þá einu ári fátt í sjötugt. Hann setti lengi svip á bæinn. En þó að hann hyrfi af sjónarsviðinu, voru allmörg skáld eftir, sem auðguðu bæjarlífið. Á síðastliðnum áratug hefur hvert skáldið af öðru í þessum við- kunnanlega bæ fallið fyrir sigð dauðans. Hið síðasta dó 6. júlí sl.: Einar Kristjánsson frá Hermund- arfelli í Þistilfirði. Nokkuð var hann kominn til ára, líkt og flest hðnu skáldin frá Akureyri, fæddur 1911. Einar fór fremur seint af stað sem skáld. Hann var meistari smásögunnar, oft gamansamur og markvís í gagnrýni sinni. Þannig tókst honum að segja býsna mikið og ýta við samtíð sinni. Einar var og vinsæll útvarpsmaður fyrir þætti þá, sem hann sá um hjá Rík- isútvarpinu og nefndust „Mér eru fornu minnin kær“. Ekki er það ætlan mín að gera neina úttekt á ritverkum Einars, enda er ég ekki neinn bókmenntafræðingur. Annað mál er, að mér fannst Einar oft hnyttinn í sögum sínum. Nefni að- eins smásöguna „Pipar og salt“, sem segir frá piparsveini einum, er bjó til í huga sér ástarævintýri. Bráðskemmtilegt. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að kynnast Einari nokkuð. Heimsótti hann og Guðrúnu Krist- jánsdóttur, konu hans, síðast fyrir Qórum árum, er ég átti leið til Ak- ureyrar. Jafnan var mér vel tekið á þeim bæ. Óvíða hef ég augum litið fegurra og heildstæðara bókasafn. Komst að raun um, að fagurt og vel við haldið bókasafn veitir lífs- fyllingu og er augnayndi eiganda síns. Bragi Sigurjónsson lést í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 29. október 1995, tæplega hálf níræð- ur. Bragi var ljóðskáld og sendi frá sér allmörg ljóðasöfn. Einnig kom frá hans hendi safn smásagna og þýðingar. Hann tók saman hið mikla ritsafn „Göngur og róttir“, sem lengi mun halda gildi sínu. Þá ritstýrði Bragi tímaritinu „Stíg- anda“ um árabil. Hann var þannig mikilvirkur og íjölhæfur rithöfund- ur. En ekki aðeins það. Bragi gegndi lengstaf viðamiklum opin- berum störfum. Þannig var hann lengi bankaútibússtjóri á Akureyri, alþingismaður um árabil, og loks ráðherra. Ævi hans nýttist vel. Bragi var smekkvíst og Ijóðrænt ljóðskáld. Ég er illa svikinn, ef ljóð Braga verða ekki einhverjum ljóðaunnenda enn um stund upp- spretta fegurðar. Ekki kynntist ég Braga, en hefði gjarnan viljað það. Leiðir okkar lágu aldrei saman. Kristján Einarsson frá Djúpa- lœk fæddist 16. júlí 1916 að Djúpalæk í Skeggjastaðahreppi í N.-Múlasýslu. Hann andaðist 15. apríl 1994 á Akureyri, en þar dvaldi hann lengi. Kristján sendi frá sér allmargar ljóðabækur og fleiri rit. Hann stundaði barna- Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli. sonur skáldsins frá Sandi, fæddur þar þegar liðin voru næstum tíu ár af tuttugustu öldinni, en hann lést 29. nóv. 1988. Fluttist ungur til Akureyrar og stundaði þar ýmsa algenga vinnu. Varð róttækur í skoðunum, enda heitir fyrsta ljóðabók hans „Arfur öreigans". Hann er ekki eina dæmið um sveitapiltinn, sem varð baráttu- maður verkalýðs í borgarsamfé- lagi. Heiðrekur tranaði sér lítt fram á ritvellinum, en sagði þó það sem segja þarf. Minnisstætt er ljóðið úr síðustu ljóðabók hans, þar sem hann minnist aldraðrar Jóhann Frímann. Rósberg G. Snædal. konu, er sagði sögur og ævintýri. En þegar hún var öll, lét eigandi hússins sjónvarpstæki í stofuhorn- ið, þar sem hún sat jafnan. Heið- rekur var einn af betri skáldunum eins og þau gerðust fyrir formbylt- inguna. Og það er trú mín, að ljóð hans verði ekki rökkuð niður af þeim, sem andvígir eru formfestu í ljóðagerð. Það sterk eru þau og innihaldsrík. Heiðrek sá ég nokkrum sinnum á götum Akur- eyrar, en talaði aldrei neitt við hann. Mér sýndist hann hógvær og hljóðlátur maður. Þá skal nefna síðasta skáldið í þessari samantekt, fíósberg Guðnason Snœdal. Hann fæddist í hann að stunda hvaða erfiðisvinnu sem gafst. Vinna við uppskipun úr togurum var þá hvað drýgst á metum. Rósberg lagði einnig stund á smíði amboða um skeið, því að hann var mjög lagtækur. Á miðjum aldri fékk Rósberg stöðu sem verðgæslumaður á Norðurlandi, en sú staða var ekki lengi trygg. Ný ríkisstjórn kom til, og þá var öllu verðlagskerfinu um- bylt. Rósberg tók að stunda barna- kennslu, þótt ófaglærður væri, fyrst á Akureyri, en síðar í Húna- vatnssýslu og loks á Hólum í Hjaltadal. „Hann er lektor á Hól- um,“ sagði Einar frá Hermundar- felli við undirritaðan. Þar lauk hinum jarðneska ferli Rósbergs, eða svo gott sem. Hann var fluttur fárveikur af hjartakveisu til Sauð- árkróks og gaf þar upp andann, aðeins 63 ára að aldri, hinn 9. jan- úar 1983. Fæddur var hann 8.8. 1919. Rósberg lagði stund á ljóðagerð og smásagnagerð, skrifaði sagna- þætti, ferðasögur og gamansögur. Minnisstæðastar verða flestum stökur hans, sem flestar voru ort- ar undir hringhendum hætti. Hann var meistari hringhendunnar. Hann sagði, að Sveinn skáld frá Elivogum hefði orðið sér aðalhvati til ljóðagerðar á æskuárum, og var reyndar ekki einn um það. Höfundur er kennari. Heiðrekur Guðmundsson. Guðmundur Frímann Frí- mannsson kvaddi jarðlífið sumarið 1989, 86 ára að aldri. Hann var fjölhæfur rithöfundur. Orti ljóð og sendi frá sér allmörg ljóðasöfn, hið fyrsta er hann var aðeins 19 ára að aldri. Guðmundur skrifaði smá- sögur og þýddi ljóð, sum snilldar- lega. Hann var mikill söngvasvan- ur. Hann var fæddur og uppalinn í Langadal í Húnavatnssýslu, bróðir Jóhanns Frímanns. Ekki get ég fundið fleiri þekkt skáld úr þeim á- gæta dal. Guðmundur var bundinn átthagaböndum við Langadalinn sinn, en mörg kvæða hans eiga uppruna sinn þar. Áin Blanda var honum kær. Guðmundur var mikill Bragi Sigurjonsson. Guðmundur Frímann. hagleiksmaður, smiður og bók- bindari ágætur. Bókasafn átti hann mikið og vandað, mest allt bundið í skinn af honum sjálfum. Það sá ég, er ég heimsótti hann, þá ný- lega áttræðan og orðinn ekkju- mann. Kom þá út úrval úr ljóðum hans: „Undir lyngfiðluhlíðum“. Við fráfall Guðmundar átti Akureyri og þjóðin öll á bak að sjá einu list- fengasta ljóðskáldi sínu. Jóhann Frímann Frímannsson var fæddur í Hvammi í Langadal, eins og Guðmundur bróðir hans. Hann lóst 28. febrúar 1990, á 84. aldursári. Jóhann var lengst af Kristján frá Djúpalæk. Kárahh'ð á Laxárdal, litlu koti við efra mynni Strjúgsskarðs í Laxár- dal í A.-Hún., sem áður var fjöl- menn þjóðleið milli Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu. Rósberg naut lítillar skólagöngu á æskuárum, var um tvítugsaldur aðeins hálfan annan vetur á Reykholtsskóla. Fluttist að því loknu til Akureyrar og tók að leggja stund á blaða- mennsku og ritstörf. En erfitt var að hfa á slíku, og þess vegna þurfti Skáldin

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.