Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 7
JDagur-'QItmtmT ISLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 30. nóvember 1996 - VII GAMLA MYNDIN Lostœti með loðnar tœr Núna er skotleyfi á rjúpuna og er mikill vopnaburður upp um heiðar og fjöll til að granda þessum bragðgóða fugli. Fæð- ingardegi frelsarans er fagnað með rjúpnaáti og leggja menn á sig mikið erfiði og jafnvel lífshættulegt við að ná til rjúp- unnar. Rjúpan er eini íslenski fuglinn sem er með loðna fætur, enda lýsti listaskáldið góða henni svo:.....hvít með loðnar tær", og var h'tið hrifinn af fólki sem lagði sér svo ljúfan fugl til munns. Saga er til af því hvers vegna rjúpan er ekki með bera fætur eins og aðrir fuglar. Rjúpan vildi ekki ganga í gegnum hreinsunareld Maríu eins og hinir fuglarnir, því rjúpan hefur loðna fætur. Þar að auki lagði María það á hana, að hún skyldi aldrei mega óhrædd vera um líf sitt nema rétt um hámessutímann á hvítasunnu. Á þessi sögn greinilega ætt sína að rekja til pápísku. Systurníðingur Núna er setið um líf rjúpunnar af hálfu manna miklu skemur en sem nemur einum messutíma. Samkvæmt fuglafriðunar- lögum má aðeiris skjóta hana í nokkrar vikur á ári. Rjúpan á sér fleiri óvini en skotglaða byssumenn, því fleirum þykir hún lostæti en mannfólkinu. Pað er haft fyrir satt og er í fleiri þjóðsagnasöfnum, að valurinn og rjúpan séu systkini, en rán- fuglinn er gráðugur að éta hana eigi að síður. En valurinn er með þeim ósköpum gerður að hann man ekki skyldleikann, en ofsækir rjúpuna, drepur og étur. Það er fyrst þeg- ar hann er búinn að rífa sig inn að hjartanu að hann man eftir að hann var að granda og éta systur sína. Pá setur að honum harm mikinn og hann vælir og barmar sér ákaflega. Núna er rjúpan til sölu fyrir 750 krónur stykkið, óhamflett. Guðrun Arnasdóttir ásamt langömmubarni sínu Jóhönnu Halidórsdóttur. (Jóhanna er höfundur greinarinnar). Leiðrétting Þau leiðu mistök áttu sér stað í síðasta laugardags- blaði að rangur texti var birtur með mynd er fylgdi grein um Guðrúnu Árnadóttur frá Lundi. Textinn og myndirnar tvær sem víxluðust birtast því hér aftur. Mjög fáar myndir eru til af Guðrúnu ungri en hér er hún um tvftugt ásamt vinkonu sinni Bjarnveigu frá Hnffsdal. Guðrún er sú sem stendur á myndinni. M3-1444 Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/Minjasafnið á Akureyri Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags-Tímans þekkja einhvern á þessari mynd, eru þeir vinsamlegast beðnir að snúa sér til Minja- safnsins á Akureyri, annað hvort með því að senda bréf í pósthólf 341, 602 Akureyri, eða hringja í síma 462 4162 eða 461 2562 (símsvari). Prestsdæturnar í Grímsey Iíslendingaþáttum var spurt um stúlkurnar í Grímsey sem mynd var birt af. Nú hefur verið upp- lýst að þrjár af stúlkunum fjórum eru dætur séra Matthísar Eggertssonar, sem þjónaði presta- kallinu í yfir 40 ár, eða á árunum 1895 til 1937, er hann flutti til Reykjavíkur. Stúlkan, sem er önnur frá vinstri, er Anna og síðan Agnes og Rannveig. Heimildarmaður kann- ast ekki við stúlkuna lengst til vinstri, en hún er greinilega vinkona systranna. Séra Matthías var mjög kynsæll maður og átti fjölda barna. Líkur eru á að hann hafi sjálfur tekið þessa ágætu mynd, sem telja verður að hafi ekki verið síðar en 1937, en sennilega þó nokkrum árum fyrr.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.