Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 8
Laugardagur 30. nóvember 1996 - VIII MINNINGARGREINAR ,l)agur-'3Iímimt Eva Vilhjálmsdóttir Eva Vilhjálmsdóttir fæddist að Meiri-Tungu í Holtum 23. mars 1920. Hún and- aðist á hjúkrunarheimilinu Eir 24. nóvember síðasthðinn. Eva var dóttir hjónanna Vigdísar Gísladóttur frá Kotvogi í Höfn- um og Vilhjálms Þorsteinssonar frá Berustöðum í Ásahreppi. Hún var yngst af ellefu systkinum er komust til fullorð- insára, en fjögur létust í bernsku. Tvær systra hennar eru enn á lífi: Fanney, f. 28. apr. 1914, og Ásta, f. 8. okt. 1918. Eva giftist þann 28. aprfl 1946 HaUgrími Jónassyni, f. 28. aprfl 1918, frá Stuðlum í Reyð- arfirði. Börn þeirra eru: 1) Val- gerður, f. 30. nóv. 1944, giftist A. Robin West f. 8. sept. 1936; skilin. Barn þeirra: Eva Mar- grét f. 7. jún. 1972. Sambýlis- maður hennar er Richard Marwood, f. 20. jún. 1970. 2) Vigdís, f. 13. des. 1949. Giftist Gunnari Inga Gunnarssyni, f. 14. apr. 1948. Börn þeirra: Inga Hrund, f. 18. mars 1975, og Ketill, f. 28. feb. 1980. 3) Jónas, f. 3. júní 1952. Kvæntist Krist- ínu ísleifsdóttur, f. 25. nóv. 1952. Börn þeirra: Lára, f. 3. feb. 1981, og Hugrún, f. 9.jan 1990, d. 9. jan. 1990. 4) Lára Birna, f. 8. jan. 1955. Giftist Heimi Geirssyni, f. 2. jún. 1954. Börn þeirra: Dagný, f. 8. mars 1990, og AtU Mar, f. 8. des. 1992. 5) Guðrún Bóel, f. 8. jan. 1955. Giftist Björgvini Karls- syni, f. 21. mars 1957. Börn þeirra: HaUgrímur, f. 31. des. 1975, Kristinn, f. 26. maí 1980, og Loftur Árni, f. 1. maí 1983. 6) Ketfll, f. 19. apr. 1960. Kvæntist Þóreyju Friðbjörns- dóttur, f. 17. jan. 1960; skilin. Börn þeirra: Friðbjörn Orri, f. 13. okt. 1983, og Laufey Rún, f. 18. júní 1987. Útför Evu fór fram frá Ás- kirkju föstudaginn 29. nóvem- ber. Með nokkrum orðum vil ég kveðja tengdamóður mína, hana Evu Vilhjálmsdóttur. Kynni mín af Evu hófust 1970, er við Vigdís dóttir hennar kynntumst. Við fyrstu kynni virkaði Eva ströng og ákveðin, en fljótt fann maður hve gott hjartalag bjó þar að baki. Eva hafði ákveðnar skoð- anir á hlutunum og stóð með þeim sem minna máttu sín. Okkur kom ávallt vel saman og í gegnum árin komum við Vigdís reglulega í heimsókn til Reyðarfjarðar. Mörg kvöldin var þá verið í eldhúsinu og spilað og spjallað. Oft var mannmargt á heimilinu, þegar börnin voru í heimsókn með fjölskyldum sín- um, og þá var stundum glatt á hólnum. Eva hafði yndi af vísum og kvæðum og kunni ógrynni af þeim. Tvær ferðir eru mér minnis- stæðar með Evu ásamt fleirum. Önnur var ökuferð í Stranda- sýslu og hin gönguferð um Lónsöræfi. Á slíkum ferðalögum kynntist maður Evu best, því þá var tími fyrir sögur og sagnir. Margar sögur sagði Eva frá upp- vaxtarárum sínum í Meiri- Tungu. Þar var mannmargt í heimili og ýmislegt sem gekk á. Um margt hefur lífið verið öðru- vísi þá en nú. Eva greindist með Parkin- sonsveikina haustið 1990, þó hún hafi kennt sjúkdómsins ein- um þremur árum fyrr. Fyrst um sinn var hún áfram fyrir austan, en smátt og smátt dró úr þreki og mætti. Um vorið 1995 kom Eva inn á Eir og naut þar góðrar umönnunar starfsfólks. Ég verð einnig að minnast á þátt Hallgríms tengdaföður míns, sem dvaldi hjá Evu nánast á hverjum degi og reyndi að létta henni stundirnar. Þá kom tölvuþekking Hallgríms að góðu gagni, því að síðustu mánuðina fóru næstum óll tjáskipti við Evu fram með hjálp tölvunnar. Börn Evu, sem búsett eru hér á landi, skiptust einnig reglulega á að heimsækja móður sína og voru síðan öll hjá henni, ásamt föður sínum, þegar hinsta stundin rann upp. Blessuð sé minning hennar. Gunnar Ingi Gunnarsson. Þegar Eva Vilhjálmsdóttir kveður þennan heim, viljum við hjónin minnast hennar með ör- fáum orðum. Við kynntumst Evu fyrst þegar við vorum öll komin fram yfir miðjan aldur, en það bar til með þeim hætti að sonur okkar tengdist fjölskyldunni. Við höfðum auðvitað þekkt Evu og Hallgrím af orðspori löngu áður, því að heimili þeirra og störf, bæði á Eskifirði og Reyðarfirði, voru þekkt um allt Austurland fyrir myndarskap og athafnasemi. En ég kynntist Evu fyrst að ráði í þriggja daga gönguferð með fjölskyldu hennar um Lónsöræfi. Eftir að kynni okkar hófust fyrir um það bil aldarfjórðungi höfum við hjónin oft og mörgum sinnum notið gestrisni Evu og Hallgríms, en í þessari Lónsör- æfaferð urðu viðræður okkar Evu persónulegri og opnari. Þá birtist mér þessi gáfaða kona í nýju ljösi. Hún var margfróð og greinilega stálminnug. Hún kunni ógrynni af ljóðum. Ég byrjaði barnakennslu um það leyti sem Eva er að byrja í barnaskóla upp úr 1930. Þá var það nánast tíska að greind börn og unglingar lærðu Gunnars- hólma, FjaUið Skjaldbreiður o.fl. kjarnakvæði úr skólaljóðunum. Og það stóð ekki í Evu að þylja þau án þess að reka í vörðurnar, en þegar hún þuldi yfir mér vígsluljóð Markarfljótsbrúar frá árinu 1934 þá varð ég undrandi. Hún var 14 ára gömul þegar hún var viðstódd brúarvígsluna, sem auðvitað var stórkostleg há- tíð í öllu Rangárþingi og ungu stúlkunni ógleymanlegur atburð- ur. En gönguferðin um Lónsöræfi var okkur Evu annað og meira en ljóðaflutningur. Við ræddum um menn og málefni og það fór ekki leynt að við vorum ósam- mála um margt, en eitt urðum við sammála um að samhjálp og samvlnna væri undirstaða heil- brigðs mannh'fs. Hvað ber að þakka, þegar samfylgd er lokið? Það er svo margt að það nálgast fjarstæðu að fara í upptalningu. En þær stundir sem við hjónin áttum með Evu og Hallgrími eru okkur endurminningar sem stytta elU- kvöldin og það er mikils virði. Eva hafði um alllangt skeið þjáðst af Parkinsonsveiki, sem tók frá henni mátt og mál. Það var ólýsanleg þraut, en aðdáun- arverð umhyggja Hallgríms og þolinmæði hafa vonandi létt hin- ar andlegu þjáningar. Saknaðarkveðja er okkar síð- asta orð. Ingibjörg og Gunnar. Við erum öll hetjur í ævintýrinu um okkur sjálf. Njótum ævintýr- isins, berjumst gegn erfiðleikun- Finnur Eydal Finnur Eydal var fæddur á Akureyri 25. mars 1940. Hann lést á Landspítalan- um 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Finns voru PáUna Indriðadóttir og Hörður Ólafur Eydal. Systkini Finns voru 1) Ingimar Eydal, f. 20. okt. 1936, d. 10. jan. 1992, 2) Gunnar Ey- dal, f. 1. nóv. 1943, 3) Krist- björn H. Eydal, hálfbróðir, f. 4. ágúst 1929. Eiginkona Finns er Helena Eyjólfsdóttir, f. 23. jan. 1942. Börn þeirra: 1) Hörður Eydal, f. 6. júní 1963. 2) Laufey Ey- dal, f. 19. sept. 1965, maki Skapti ÞórhaUsson, f. 6. feb. 1965. Börn: Linda Sif Garðars- dóttir, f. 28. nóv. 1983, Lena Mist Skaptadóttir, f. 24. júní 1987. 3) Helena Eydal, f. 13. okt. 1972. Maki Sigurður Jörg- ensson, f. 10. maí 1971. Barn: Aron Eydal Sigurðsson, f. 12. okt. 1994. Finnur hóf ungur tónUstar- nám, lauk einleikaraprófi á klarinett frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík 1956 og prófi í prentiðn frá Iðnskólanum á Akureyri 1974. Hann lék í áraraðir í ýmsum hljómsveit- um: bróður síns, Ingimars Ey- dal; Svavars Gests, Atlantic Kvartetts, auk sinnar eigin hljómsveitar í mörg ár. Hann starfaði í Prentsmiðju Björns Jónssonar, síðar Skjaldborg, var feldskeri hjá mokkadeUd SÍS og var kennari við Tónlist- arskólann á Akureyri frá 1981 tU dánardags. Útför Finns var gerð frá Ak- ureyrarkirkju 25. nóvember s.l. Baritónsaxinn í Tónlistarskól- anum á Akureyri er þagnaður. Ein röddin í kór tónlistarmanna á Akureyri hefur lokið sínum söng. Það er mikils virði að hafa fengið að kynnast Finni Eydal, tónlistarmanni og kennara. Tónlistarmaður, sem verið hef- ur eins áberandi og hann, hefur markað sín skref í tónlistarmót- un eftirkomenda sinna á svo á- berandi hátt að tilvist þess þátt- ar í menningu samtímans þykir okkur nánast sjálfsögð. Svo sjálfsögð að sá, sem notið hefur, á erfitt með að ímynda sér hvernig verið hefði að vera án þessa þáttar. Þannig hefur Finhur verið fyrirmynd ungra blásara um langa hríð og lagt með lifandi leik sínum drjúgt af mörkum til þess grunns sem hröð uppbygging tónlistarstarfs síðustu áratuga hefur byggst á. Finnur hóf kennslu við Tón- listarskólann á Akureyri árið 1981. Þar, ekki síður en í tón- listarflutningi hans, hafa hinir sérstöku mannkostir Finns not- ið sín og haft áhrif á alla sem honum kynntust. Jákvæð og vinsamleg afstaða Finns og sú sérstaka elskusemi, sem ein- kenndi framkomu hans, ávann honum væntumþykju og virð- ingu nemenda hans svo að sér- stakt var. Með þessum einkenn- um persónu sinnar og þeirri hlýju sem hann tók á móti nem- endum sínum með, er ég viss um að hann hefur fært þeim lærdóma og vegarnesti sem nær langt út fyrir mörk tónlistariðk- unarinnar. Vonandi eigum við eftir að njóta krafta sporgöngumanna Finns í framtíðinni, þeirra sem hafa notið ávaxtanna af starfi hans sem tónlistarmanns og kennara. Sá er gangur lífsins sinfóníu. Einn þáttur tekur við af öðrum. En þó á það ekki við nema um hina ytri þætti. Það sem er sérstakt við hvern og einn, það sem einkennir hverja persónu, það verður ekki bætt, en lifir áfram í minningu þeirra sem fengu að njóta. Og þar halda jákvæðir þættir áfram að bera ávöxt í hugum þeirra sem muna. í Tónlistarskólanum á Akureyri lifir minningin um Finn Eydal með þeim góðu straumum sem umléku hann. Tónlistarskólinn sendir að- standendum Finns innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Óli Gunnarsson. um og elskum lífið. Þegar ég minnist tengdamóður minnar, minnist ég konu sem var mjög annt um Iffið sjálft. Hún lifði mjög reglulegu og agasömu lffi, reykti ekki, drakk ekkert sterkara en vatn og vildi helst ekki neyta annarrar fæðu en þeirrar sem ísland gat gefið henni. Hún stóð vörð um menn- ingu liðinna tíma og þó svo hún léti kyrrt liggja að börnin og barnabörnin lifðu á allskonar er- lendu fæði, þá skyldu þau hlusta á lestur hennar á íslenskum bókmenntum og helst að kunna góða kafla og setningar utan- bókar. Eitt sinn nennti eitt af barnabörnum hennar ekki að læra Gunnarshólma utanbókar, eins og Eva hafði óskað eftir, og þá voru góð ráð dýr. Eva reyndi að bjóða barninu laun fyrir að læra kvæðið og það dágóð, því svo mikflvægt þótti henni að festa íslenskan kveðskap í hug- um barnabarna sinna. Eva gat ekki flaggað fínum prófskírteinum eða menntagráð- um frekar en margir aðrir fædd- ir fyrr á öldinni, en andagift hennar var mikil og reyndi hún að auðga tilveru sína og ann- arra, sem í kringum hana voru, með henni. Ég minnist þess sér- staklega, þegar við gengum sam- an mUU fjarða fyrir austan á páskum, að þá þuldi Eva Passíu- sálmana frá upphafi til enda. Hún tók aðeins hlé á þeirri þulu tU þess að upplýsa samferða- menn um nöfh á fjöUum, víkum eða bæjum, sem bar fyrir augu okkar, og síðan tók hún þráðinn upp við Passíusálmana rétt eins og hún væri að lesa þá upp úr bók, þvíhkt var minni hennar. HaUgrímur og Eva eignuðust sex börn og fóru þau öll frekar ung að heiman til náms. Á tíma- bih bjuggu þrjú af börnum þeirra sitt í hverri heimsálfunni, þ.e. í Asíu, Afríku og Ameríku. Þegar þau komu í heimsókn á Reyðarfjörð, var fyrst hlustað á hvað á daga þeirra hafði drifið, en fljótlega fór Eva að tengja þau við íslenska tUveru og gera þeim grein fyrir þeim forréttind- um að hafa fæðst sem íslending- ar. Þegar ég minnist tengdamóð- ur minnar, finnst mér sem horf- inn sé hlekkur sem tengir okkar kynslóð við þá sem Ufði svo ein- angruð og næg sjálfri sér. Ég vona að þau fræ ættjarðarástar, sem Eva og hennar hkar sáðu í hjörtu barna og barnabarna sinna, megi bera ávöxt um ó- komna tíð. Ævintýrið um Evu var ævin- týri um konu, sem bar mikla vhðingu fyrir landinu og náttúru þess, móðurmálinu og tUbrigð- um þess. Ég vil enda þessar stuttu hugleiðingar mínar um góða tengdamóður og vinkonu á eftirfarandi línum úr Gunnars- hólma Jónasar Hallgrímssonar, sem henni voru ætíð mjög kær- ar: Sá ég eifyrr svo fagran jarðar gróða, fénaður dreifir sér um grœnan haga, við bleikan akur rósin blikar rjóða. Hér vil ég una ævi minnar daga alla, sem guð mér sendir. Farðu vel Kristín ísleifsdóttir.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.