Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Síða 11

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Síða 11
JOagur-tEtirtmn MINNINGARGREINAR Laugardagur 30. nóvember 1996 - XI Öskar Öðinn Valdimarsson Fæddur 17. júlí 1959 Dáinn 16. nóvember 1996 Hví ertu frá mér farinn, vinur kœr? Er skœri stjörnu skarinn, vinur kœr, slœr bjarma á brautu þína, hann ber þér kveðju mína. Góða nótt, minn vinur kœr góða nótt. essar ljóðlínur komu upp í hugann, þegar ég settist niður til að setja á blað fátækleg orð í minningu góðs vinar og mágs, Óskars Óðins Valdimarssonar. Við fráfall ungs fólks spyr maður sig hvers vegna, hver er tilgangurinn, en það verður lítið um svör. Þegar kallið kemur hjá manni nær- stöddum, verða spurningarnar í hugskotssjónunum beittari, en svörin fátæklegri og biturðin virðist óyfirstíganleg. En það hlýtur að vera til einhver leið til að auðvelda manni að sætta sig við orðinn hlut, og við trúiun því að nú líði Óda vel og sé nú kominn heill á húfi til fundar við alla vinina, sem þangað voru komnir heim á undan hon- um. En, Guð minn góður, mikil lifandis ósköp er erfitt að sætta sig við það hlutskipti, sem þú ætlar ekkjunni ungu. llún hlýt- ur að eiga erfitt framundan, því þau hjónin voru ákaflega háð hvort öðru. Vonandi tekst henni að „móast í gegnum þetta“, svo notað sé síðasta máltækið sem Ódi tók sér í munn í þessu lífi. Óskar Óðinn var fæddur á Hauganesi hinn 17. júlí 1959. Hann lést á Landspítalanum hinn 16. nóvember síðastliðinn og var því aðeins 37 ára gamall þegar hann lést. Óskar var son- ur hjónanna Kristínar Ragn- heiðar Jakobsdóttur og Valdi- mars Kjartanssonar á Hauga- nesi við Eyjaijörð og var þriðji í röð sex barna þeirra. Elstar eru systurnar Baldvina og Sigfríð og á eftir honum í systkina- hópnum bræðurnir Kjartan, Birnir og Bjarni. Á jóladag fyrir tæpum 15 árum gekk Óskar í hjónaband með eftirlifandi eig- inkonu sinni, Hönnu Bjarneyju Valgarðsdóttur, og áttu þau ijögur börn: Berghndi Ósk, Hólmar Hákon, Jakob Valgarð og Kristínu Ragnheiði. Ódi, eins og hann var alla jafna kallaður í vinahópi, starf- aði allt sitt líf við sjómennsku. Hann byrjaði ungur til sjós hjá föður sínum, aflaði sér síðan skipstjórnarréttinda, eins og tíðkaðist og margir ungir menn á Ströndinni hafa gert. Hann var síðan mestan hluta starfsævi sinnar í skipstjórnar- hlutverkinu, bæði á eigin bátum og hjá öðrum. Snemma gekk Ódi til liðs við ungmennafélagið í hreppnum og var Uðsmaður þess um tíma. Hann var einnig ötull félagi í slysavarnafélaginu og björgun- arsveit þess. Ódi var mikill náttúruunn- andi og hafði ákaflega gaman af að sjá sig um, og ekki spillti ef hestar voru með í för. Já, hann hafði yndi af hestum og naut þess mjög að vera innan um þá. Fáum hef ég verið sam- ferða í lífinu, sem hafa verið jafn eðliskátir og hressir og not- ið þess að vera í faðmi fjöl- skyldu sinnar. Þegar ijölskyldan kom saman, þá var Ódi hrókur alls fagnaðar og náði það há- marki þegar farið var í hinar mörgu íjölskylduferðir á hest- um. Það sýndi sig Uka hversu mjög hann unni þessum sam- verustundum, þegar hann í haust, helsjúkur, setti fram þá bón að fá að komast í réttirnar í Skagafirðinum. Já, vinur, þú náðir því að komast með okkur yfir „skarðið“ í haust, þótt ekki væri það á hesti eins og svo oft áður. Fyrir hönd fjölskyldu minnar fyrir vestan vil ég að leiðarlokum þakka þér af alhug fyrir fórnfúsa hjálp, þegar eitt- hvað stóð til þar, og fyrir ó- gleymanleg kynni. Ödi hafði mikið yndi af góð- um söng og reyndist það hon- um mikil hjálparheUa í sjúk- dómsstríðinu síðustu vikurnar. Hann hlustaði þá mikið á tón- list, sem hann valdi sjálfur, og spilaði sum fallegu lögin sín jafnvel aftur og aftur. Ódi minn, eins og þú manst gafst okkur föður þínum tækifæri að syngja okkar svanasöng fyrir þig og hafðir þú þá orð á því að við myndum syngja þetta yfir þér, þegar þú „færir". Við aftókum það með öUu að við gætum það, því við yrðum efalaust farnir á undan. Það gekk því miður ekki eftir, en sálmurinn mun verða sunginn fyrir þig að leiðarlok- um, því máttu treysta. Jæja, Ódi minn, það er lífsins gangur að heilsast og kveðjast. Við heUsuðumst fyrir rúmum tuttugu og fimm árum, þegar ég kom inn í þessa fjölskyldu. Nú er komið að kveðjustund, vinur, sem okkur óraði ekki fyr- ir að væri í nánd. Ég kynntist þér fyrst sem hógværum, glað- legum strák og hef síðan átt með þér ótal ómetanlegar gleðistundir. Það væri eigingirni að vanmeta góðu stundirnar, þær lifa í sjóði minninganna, en kveðjustundin virðist ætla að verða ansi beiskur kaleikur á að dreypa. Svona er víst h'fið, fuUt af gleði og sorgum. Við trúum því að brottnám þitt úr þessum heimi hafi ein- hvern tilgang, en þau orð úr helgri ritningu að vegir Guðs séu órannsakanlegir koma oft upp í hugann á þe^sum erfiðu stundum núna. Það fær víst enginn breytt vilja almættisins og því trúum við því að tími Óda hafi verið kominn og hann því kallaður burt frá okkur. En heyrðu mig nú, Guð minn, gerðu það nú fyrir okkur að auðvelda okkur með ein- hverjum hætti að skilja vilja þinn. Láttu ekki koma upp efa um að þú sért til, eins og svo líklegt er að einhverjir leiðist út í á þessum síðustu og verstu tímum í hfi þessarar fjölskyldu. Hjálpaðu okkur að trúa því að nú líði Óda vel, hann sé leystur frá þrautum sínum og kominn á vit horfinna ættmenna og vina. Söknuður okkar allra er mik- ill, en engir sakna þó meira en ástkær eiginkona, börn og for- eldrar. Þeim unni Ódi meira en nokkru öðru og leyndist engum er til þekktu hve mjög sterkum ástúðarböndum þau voru bund- in. Já, Ódi minn, það hlýtur að hafa verið erfitt að þurfa að yf- irgefa þinn stóra og ástrxka hóp, og vonandi færð þú þinn frið og ró í öðrum heimkynnum. Við munum reyna að styðja við bakið á Hönnu þinni og börnunum eins og okkur er framast unnt, en við vitum þó að enginn kemur í þinn stað. Og ekki megum við gleyma gömlu hjónunum. Það er erfitt hjá þeim núna og þau þurfa á mikl- um stuðningi okkar að halda og eiga það svo sannarlega inni, eins og þau hafa haldið utan um íjölskylduna á hðnum árum. Fjölskyldan okkar stóra hefur verið einstaklega samhent, þeg- ar eitthvað hefur bjátað á, og vonandi veitir Guð okkur styrk til samheldni nú sem aldrei fyrr. Jæja, þá er komið að lokum þessara fátæklegu orða, en skrýtið er það að upp kemur í hugann eins konar kvíði við að Ijúka þessu. Það eru sjálfsagt eðlileg viðbrögð til að forðast í lengstu lög hið óumflýjanlega, hinstu kveðjustund. Aðeins eitt að lokum, Ódi minn, ég ætla rétt að vona að þú sért búinn að hafa upp á honum Skjóna þínum. Varaðu þig, hann gæti átt það til að snúast þegar þú ferð á bak, eins og hann var vanur, og mundu að gyrða hann vel, svo ekkert hendi þig nú, elsku vinur, í nýjum heimkynn- um. Niðurlagið kemur úr smiðju föður þíns, sem hafði sett á blað eftirfarandi ljóðlínur: Því er svo sárt að sakna, vinur kœr? Nú margar myndir vakna, vinur kœr. Úr minninganna sjóði ég man þig, Ijúfur góði. Góða nótt, minn vinur kœr, góða nótt. Að leiðarlokum Óskars Óðins Valdimarssonar vill íjölskyldan hans koma á framfæri þakklæti til þeirra ijölmörgu, sem veittu henni stuðning á þessum erfið- leikatímum, og við þökkum af alhug auðsýnda samúð. Blessuð sé minning góðs vin- ar og heimvon hans góð í him- ininn. Felix Jósafatsson. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað, en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein, að almœttið vakir oss yfir, því Ijósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga) Nú sest ég niður og langar að hripa niður nokkrar línur til minningar um ástkæran vin minn, Óskar Óðin Valdimars- son, sem lést þann 16. nóvem- ber síðastliðinn. Elsku Óskar Óðinn, eða bara Ódi eins og þú varst alltaf kall- aður, nú ert þú horfinn frá okk- ur, kæri vinur. Á svona stundu finnur maður til máttleysis gegn æðri máttarvöldum. Hetjulegri baráttu þinni við þennan illviðráðanlega sjúkdóm er nú lokið. Af hverju? Af hverju þú? Það eru víst margar spurningar, sem brenna á vör- um manns nú, sem maður fær aldrei svar við. Þegar stórt er spurt, verður víst fátt um svör. Það er skrítið til þess að hugsa að eiga aldrei eftir að hlæja með þér og eiga yndisleg- ar stundir, en minningin um hið liðna og þær stundir sem þú gafst okkur eiga eftir að styrkja okkur í sorginni. En gott er til þess að vita að við eigum eftir að hittast aftur, þótt síðar verði. Alltaf varst þú brosandi og gamansamur og það er ekki laust við að það hafi leynst h'till prakkari í þér. Þú áttir oft bágt með að halda aftur af þér, þeg- ar stríðnin var á annað borð. Það var sjaldan lognmolla í kringum þig. Þú hafðir gaman af því að segja frá og hafðir svo smitandi hlátur. Þú varst þeim eiginleikum gæddur að geta glatt alla í kringum þig. Það geislaði af þér. En það er nú svo að vegir Guðs eru órannsakanlegir og þú varst numinn á brott í blóma h'fsins. Maður skilur þetta ekki, en þér hefur verið ætlað æðra hlutverk á æðri stað. Aldrei datt mér það í hug, þegar ég og ijöl- skylda mín fluttumst til Þýska- lands síðastliðið haust, að það yrði síðasta skiptið sem við átt- um eftir að sjá þig við fulla heilsu. Þegar við komum aftur heim, áttir þú orðið í mikilli baráttu. En ekki kvartaðir þú, nei, það var víst ekki til í þinni orðabók. Ég mun aldrei gleyma því sem þú sagðir við mig nú undir lokin, þegar ég kom í heimsókn til þín: „Þú ert alltaf jafn ógeðs- legur“ og áttir þá við að ég væri órakaður og með sítt og illa til- haft liár. Þetta lýsir alveg húmornum þínum, sem þú glat- aðir aldrei og aðrir fá víst að njóta nú. Þú vissir hka alveg hvað þú varst að gera með þessu. Þú hjálpaðir bæði sjálf- um þér og öðrum í kringum þig- Ekki er nú hægt að minnast þín án þess að tala um hesta og réttir. Þetta tvennt var það sem gaf lífi þínu gildi, ásamt íjöl- skyldu þinni. Því miður gast þú ekkert stundað hestamennsk- una í sumar, en alltaf man maður samband þitt og hans Fálka þíns. Ég man hka alltaf eftir þér í bláu reiðkápunni þinni, mér fannst hún alltaf vera partur af þér og Fálka. Nú ert þú vonandi kominn á hest- bak á honum gamla Fálka þín- um. Réttir! Þar varst þú hrókur alls fagnaðar og fannst ekki slæmt að dreypa á „berjasaft- inu“ blessaða. Þetta var stund sem þú beiðst alltaf óþreyjufull- ur eftir og þú magnaðist allur upp eftir því sem nær dró rétta- helginni. Það er skrítið til þess að hugsa að réttirnar í haust skyldu verða þínar síðustu. Þrátt fyrir veikindi þín sá mað- ur hvað þær voru þér mikils virði, það hreinlega glampaði úr augum þínum. Það var og verður alltaf þannig, að þegar maður hugsar um réttir þá hugsar maður til þín. Kæri vinur, það verður allt tómlegra án þín. Fjölskylduboð- in, verslunarmannahelgin og fótboltinn sem við spiluðum alltaf þá. Þar sem þú fórst alltaf hamförum á vellinum. Það var alltaf svo mikill kraftur í þér. Hjálpsemi þína muna allir. Þú varst alltaf til staðar, þegar taka þurfti til hendinni. f þínu stutta hfi gekkst þú að eiga Hönnu Bjarneyju og eignaðist fjögur dásamleg börn. Þú gast ekki orðið heppnari með maka þinn. Ég sé ykkur fyrir mér í „- Klappó“ við eldhúsborðið þar sem þú heldur utan um hana Hönnu þína. Þið voruð eitt. Elsku Hanna, Bebba, Hólm- ar, Jakob og Kristín. Megi Guð vaka yfir ykkur og veita ykkur styrk í sorginni. Einnig vil ég votta öllum vinum og aðstand- endum innilega samúð og vona að minningin um góðan dreng hjálpi öllum yfir erfiðasta hjall- ann. Við Jlöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvœmu strengi, er blunda í hjarta’ og í brjósti hvers manns. Nú birtir og friður er yjir, því Ijósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga) Hvíl í friði, kæri vinur. Þórir Áskelsson. Minningargreinar Minningargreinar birtast aðeins í laugardags- blöðum Dags-Tímans. Þær þurfa að berast á tölvudiskum eða vélritað- ar. Myndir af þeim sem skrifað er um þurfa að ber- ast með greinunum. Sendist merkt Dagur-Tíminn Stranagötu 31, 600 Akureyri Garðarsbraut 7, 640 Húsavík Þverholti 14, 105 Reykjavík

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.