Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Side 12

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Side 12
Laugardagur 30. nóvember 1996 - XII MINNIGARGREINAR 3D<tgur-®mtmrt Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Mosvöllum Mig langar til að skilja eftir fáein orð í minn- ingu Guggu frá Mosvöll- um. Guðbjörg hét hún og var fædd á Mosvöllum í Önundar- firði 5. október 1921. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Hjálmarsson og Solveig Sigurðardóttir, kona hans. Guðbjörg ólst upp hjá afa sínum og ömmu sem bjuggu á Mosvöllum, Hjálmari Guð- mundssyni og Guðbjörgu Björnsdóttur. Hjálmar afi henn- ar andaðist 1931, en Björn son- ur hans tók þá við búinu. Guðbjörg vandist algengri vinnu utan húss og innan á unglingsárunum. Þegar hún var um tvítugt veiktist hún alvarlega. Hún lá mánuðum saman á sjúkrahúsi á ísafirði vegna brjósthimnu- bólgu. Seinna lá hún í gifsi á sjúkrahúsi í Reykjavík vegna berklaskemmda í baki og um- búðirnar var hún látin bera lengi eftir að hún komst á fæt- ur. Þetta var erfitt hlutskipti ungri stúlku, en Guðbjörg var jafnan hress í máh og æðru- laus, létt og glöð svo að okkur fannst stundum sem hún byði staðreyndumnn byrginn. Guðbjörg reis upp af sjúkra- beði sínum og komst á vinnu- markaðinn. Hún vann við mötu- neyti sjómanna í Sandgerði á vetrarvertíð 1953. Þá var það enn algengt að menn kæmu að vestan og norðan til að vera í Sandgerði á vertíðinni. Þar kynntist Guðbjörg ungum ver- manni að norðan. Hermann Að- alsteinsson hét hann, þingeysk- ur maður. Með honum fór hún norður og þau giftust vorið 1953. Þau voru á Húsavík fyrst í stað, en vorið 1954 fóru þau að búa á Hóli á Tjörnesi. Þar bjuggu þau farsælu búi meira en 30 ár. Þau eignuðust ekki barn, en ólu upp frá frumbernsku syst- urdóttur Guðbjargar, Guðnýju Ólöfu Jónsdóttur. Og eftir að hún var uppkomin og gift kona á Húsavík komu barnabörn til dvalar hjá afa og ömmu á Hóli. Þar var ánægð fjöiskylda sem leið vel. Hermann andaðist sumarið 1987. Eftir það flutti Guðbjörg til Húsavíkur þar sem hún undi síðustu árin. Hún dó 27. sept- ember s.l. Ég átti leið um Tjörnes og gisti þá á Hóli. Þá urðu mér rík í huga orðin sem Jónas Hall- grímsson leggur smalanum í munn um Eggert Ólafsson, sem hefði kveðið mest ... um bóndabœ er blessun ejlir sí og œ, af því að hjónin eru þar öðrum og sér til glaðvœrðar. Ég held að Guðbjörg, og raunar þau Hermann bæði, hafi notið lífsreynslunnar svo, að þau hafi óvenju vel kunnað „að eygja hverja stund sem af æv- inni líður sem auðlegð og fagn- aðarbót", svo enn sé vitnað í skáldskap. Þeir sem í sveitum búa um- gangast færri en borgarbúar, en þekkja granna sína almennt því betur. Árgangar kunningjanna eru fámennari, en þó má vera að vinahópurinn verði engu minni. Sú er reynsla mín að leiksystkin og æskufélagar sem fluttust í önnur héruð hafi verið bundin æskusveitinni alla tíð. Grundvöllur vinfengis, sem lagður var í bernsku og æsku, reyndist traustur og óbilgjarn. Og þá er eðlilegt að tryggða- böndin fornu séu virt og metin eftir því sem þau sýna gildi sitt lengur og betur. Síðustu kveðjuorð mín að þessu sinni skulu vera þau að Guðbjörgu mat ég því meir sem ég þekkti hana lengur og betur og að sama skapi þótti mér vænna um hana. Því er hún kvödd með sökn- uði og hjartanlegri þökk. H.Kr. Þórður Jónas Gimnarsson Eg finn mig knúinn til að kveðja vin minn og frí- múrarabróður, Þórð Jónas Gunnarsson, með nokkrum orðum. Kær vinur og félagi er fluttur yfir móðuna miklu til Austurs- ins Eilífa. Það dimmdi óneitan- lega í huga mér morguninn 21. nóvember síðastliðinn, þegar Guðrún hringdi og sagði mér að Þórður hefði látist á sjúkrahúsi þá um morguninn. Þó fagna beri lausn frá erfiðum veikind- um, fer ekki hjá því að það myndast tómarúm í hugum manna við slíkar fréttir. Öllum er okkur ljós sú stað- reynd, að ekkert líf sé án dauða og enginn dauði án h'fs. Samt sem áður er það jafnan svo, ef þessi vitneskja snertir mann sjálfan, að hún er sár og fram- kallar smæð okkar gagnvart al- mættinu. Á móti kemur sú huggun í harmi, að okkur hefur verið gefið fyrirheit um endur- fundi, því mannssálin lifir að ei- h'fu. Kynni okkar Þórðar hófust að marki, er ég gekk í Frímúr- araregluna snemma árs 1958. Þar áttum við gott, og mér ó- gleymanlegt, samstarf. Það leiddi til vináttu, sem ég fæ aldrei fullþakkað. Hann valdist til forustu í reglustarfi vegna hæfileika sinna, dugnaðar, atorku, mikill- ar þekkingar og færni. Hann var snjall ræðumaður, hvort heldur var á góðum stundum eða í alvarlegum erindum um sögu, listir eða regluna okkar. Mér er ofarlega í huga ræða, sem Þórður flutti í Akureyrar- kirkju á kirkjuviku fyrir nokkrum árum. Þegar byggingarframkvæmd- ir reglunnar stóðu yfir hér var forusta hans, ásamt fleirum, mikils verð. Þórður var oft bú- inn að teikna ýmislegt sem um var rætt, gripi og búnað. Þar leyndu sér ekki listrænir hæfi- leikar hans. Mun hann nú síð- ustu ár hafa rækt þessa hæfi- leika sér til ánægju. Þórður var víðförull. Það kom sér vel þegar frímúrara- bræður og -systur héðan fóru í tvígang til útlanda í skemmti- og menningarferðir. Hann hafði víða komið og vissi margt, gat mörgu miðlað okkur, var frum- kvöðull ferðanna. Ógleymanleg er okkur ganga okkar um Via Dolorosa, pýramíta o.fl., og síð- ar að skoða Péturskirkjuna í Róm. Með orðum Þórðar sagt: „Það, sem hreif mig mest í því stórbrotna musteri, var látlaus myndastytta Michelangelos, Pi- eta. Og er hún af Maríu með lík sonarins, Jesú Krists, í fanginu. Mér fannst sem allt skraut, öll byggingarlist, fölnaði fyrir þeirri birtu, sem geislaði og streymdi frá þessari steinmynd, líkt og þegar stjörnur fölna fyrir ljósi sólar.“ Þarna er mælt af djúpri hugsun, og listamaður- inn á öllum sviðum er með í för. Margar ferðir vorum við einnig búnir að fara innan- lands, ásamt mörgum, í sam- bandi við fundi. Frá þeim verma margar og góðar endur- minningar. Unfanfarin ár, eftir að Þórð- ur og Guðrún fluttu suður, voru samverustundir ekki eins marg- ar, en þá notuðum við símann. Hann vildi fylgjast með starfi og félögum hér, það var ánægjuleg tilfinning fólgin í áhuga hans. Síðasta óskin þín, kæri vinur, varð ekki uppfyllt, en það kem- ur ekki að sök. Nú hefurðu góða yfirsýn og þarft ekki myndir. Við frímúrarabræður sökn- um góðs félaga, en Alfaðir ræð- ur. Hafðu kæra þökk fyrir sam- fylgdina, kæri vinur, megi ljós kærleikans fylgja þér. Ég bið hinn Hæsta Höf- uðsmið Himins og Jarðar að halda sinni almáttugu verndar- hendi yfir þér og ástvinum þín- um. Guðrúnu, börnum ykkar og ástvinum öllum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Magnús Jónsson. ANDLÁT Ásta Júlía Andrésdóttir, Kleppsvegi 42, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 15. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Benedikt Kristjánsson frá Álfsnesi, Kjalarnesi, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 22. nóvember. Guðmundur Magnússon frá Traðarbakka, Akranesi, lést í Borgarspítalanum mið- vikudaginn 20. nóvember. Guðrún Jóhannsdóttir, Bræðraborgarstíg 24, andað- ist á heimili sínu 19. nóvem- ber. Guðrún Kristinsdóttir, fyrrv. einkaritari, Klappar- stíg la, Reykjavík, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 24. nóvember. Hannes Ágústsson, Laugarnesvegi 104, Reykja- vík, andaðist á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 15. nóvember s.l. Haraldur Magnússon, dvalarheimilinu Lundi, Hellu, lést hinn 17. nóvem- ber s.l. Helgi Eiríksson, Laugarásvegi 57, lést að kvöldi 24. nóvember. Herdís Matthildur Marteinsdóttir, Austurbrún 6, Reykjavík, lést að heimili sínu miðvikudag- inn 13. nóvember. Höskuldur Ágústsson, fyrrverandi yfirvélstjóri, Hlaðhömrum, Mosfellsbæ, lést á Reykjalundi 24. nóv- ember. Ivar Hannesson, Granaskjóli 11, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 19. nóvember. Jónína Kristín Gunnarsdóttir, Eskihlíð 8, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 18. nóvember. Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir, Bjarkarbraut 15, Dalvík, lést í Dalbæ, heimili aldraðra, 21. nóvember. Kristín H. Sigfúsdóttir frá Seyðisfirði, Bólstaðarhlíð 68, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 26. nóvember. Leó Steinar Leósson, Bjarnastöðum, Grímsnesi, lést föstudaginn 22. nóvem- ber. María Jakobsdóttir, Jörfabakka 12, Reykjavík, lést aðfaranótt laugardagsins 23. nóvember. Ólafur Andrésson, Ástúni 2, Kópavogi, lést í Landspítalanum 24. nóvem- ber. Petra Þóra Jónsdóttir lést í St. Jósefsspítala 21. nóvember. Soffía Eleie Jónsdóttir Wagner, Gebr. Grimmsweg 34, Buxtehude, áður í Hafnar- firði, lést í sjúkrahúsi í Þýskalandi 9. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í Buxtehude. Stefán Jóhannsson, Heiðargerði 5, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir, fimmtudaginn 21. nóvember. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, fyrrverandi prófastur í Hruna, er látinn. Valdimar Runólfur Halldórsson, Vflcurbakka 40, lést fimmtu- daginn 21. nóvember. Vilhjálmur Friðriksson, Skúlagötu 74, Reykjavík, lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 24. nóvember. Þórdís Halldórsdóttir frá Sauðholti, síðast til heim- ihs á Norðurbrún 1, andaðist í Landspítalanum föstudag- inn 22. nóvember. Þórður Einarsson, Sigtúni 35, andaðist á gjör- gæsludeild Landspítalans sunnudaginn 24. nóvember. Þórður Gunnarsson, Efstaleiti 10, lést 21. nóv.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.