Alþýðublaðið - 08.06.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.06.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBL AÐIÐ * £\|ASK1 RAFjgr k ÍSLANDS A\ E s. Sterling fer liéðan á þriðjudag 14. júní austur og norður um land. Vörur afhendist þsmnig: Á morgun (fimtudsg) til Ísaíjarðar, Hólmavíkur, Blöaduóss, Sauðárkróks, Siglufjarðar, Akur eyrar, Húsavíkur og Seyðisfjarðar. Á fóstudag til Norð- íjarðar, Eskiljarðar, Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Stöðv- arfjarðar, Breiðdalsvíkur, Djúpavogs og Vestmannaeyja. AUar vörur verða að vera greinilega merktar. Frá Landssimanu í dag, 7. júní, er opnuð landssíanastöð (loítskeytastöð) á Hesttyri við ísafjarðardjúp. Þar til loftskeytastöðin á ísafirði verður opnuð, fara öll viðskifti við Hesteyri fram með símskeytum iim loftskeytastöðina f Reykjavfk og er gjaldið venjulegt sfmskeytagjald innanlands Þjón- ustutimi stöðvarinnar verður íyrst um sinn kl. 10—12 og 16—19. er blað Jafnaðarmanna, gefinn út á. Akureyri. Kemur út vikulega ( nokkru staerra broti en .Visir“. RitstjóH er Halldór Frlðjónsson Verkam aðurinit er bezt ritaður allra norðlenzkra blaða, og er ágætt fréttablað. AlSir Norðlendingar, víðsvegar um landið, kaupa hann, Verkamnn kampið ykkar blöði Gerist áskrifendur frá nýjári á jffircilsh jjHþýlnbl. K aupið AlþýðublaðiÖ! Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: Ölafur Friðriksson. Prenísmiðjan Gntenberir- Jés-ck London: Æflntýrl. heyra sömu röddina segja orðið: „gott!" Og hún varð vör við sömu gleði-tilfinninguna þegar hún heyrði það. Aftur gutlaði í, sökkunni, og kallað var upp: „ellefu faðmar." Varpið akkeri!" hún heyrði aftur sömu rödd- ina. Henni fanst hávaðinn í seglunum, þegar þeim var hlaðið, eins og hljómleikar; og jafnframt tók hún eftir því að „klýfirinn* sat fastur, og hún gat ímyndað sér óþolinmæði sjómannanna að losa hann. Hún skeytti engu mönnunum við hlið sér, fyr en auðséð var á rauðu og grænu hliðarljósunum, að skipið var lagst. Sheldon hugsaði um hvaða skip þetta gæti verið, en Tudor hélt altaf að það gæti vel verið Martha. „Það er Mínerva,“ sagði Jóhanna. „Af hverju ræðurðu það?“ spurði Sheldon og treysti illa fullvissu hennar. „Eg gæti allstaðar þekt hljóðið í rennihjólunum á stórsiglu Mínervu, þvl þau eru of stór fyrir fallreipið." Einhver svört þústa kom yfir garðinn, neðan frá sjónum; það hlaut að vera einhver sem verið hafði að gæta að skipinu. „Ert það þú, Utami?" kallaði Jóhanna. „Nei; eg er Matapuu," var svarað. „Hvaða skip er þetta?" „Eg held það sé Minerva." Jóhanna leit sigri hrósandi á Sheldon, sem hneigði sig- „Fyrst Matapuu segir það, hlýtur það að vera rétt," muldraði hann. „En þegar Jóhanná Lackland segir það, ertu f vafa,“ hrópaði hún, „alveg eins og þú efast um að hún sé fær um að stjórna skipi. Gerir ekkert, einhverntfma mun þig iðra þessa. Nú er verið að skjóta út bátunum og eftir örstutta stund getum við heilsað upp á Krist- ján Young.“ Lalaperu kom með glös og vindlinga, að ógleymdu hinu eilífa wisky og sódavatni, og áður en fimm mín- útur voru liðnar marraði í hliðinu og Kristján, með blíðu röddina, hæglátu framkomuna og meinleysislega svipinn, kom upp tröppurnar gulmórauður af sólbruná, og slóst f félag við þau. XVI. KAFLI. Eins og fyrri flutti Kristján fregnir — fregnir um drykkjuskapinn á Guvutu, þar sem menn hældu sér af því, að drekka daginn út og dagínn inn; fregnir um riflana, sem notaðir voru á Isabeleyju, um síðustu morðin á Malaita, um veikindi Tom Butlers á Santa Anna; og loks, það sem þýðingarmest var, fregnir af því, að Matambo hefði rekist á sker við Skammeyjar og þurfti að fara til viðgerðar. „Með öðrum orðum, að það llða fimm vikur, áður en þú kemst til Sidney,“ sagði Sheldon við Jóhönnu. „Og að við eyðum dýrmætum tíma," bætti hún við, döpur í bragði. „Ef þú vilt komast til Sidney, þá fer Upola frá Tulagi síðdegis á morgun," mælti Kristján. „Eg hélt, að Upola flytti verkamenn fyrir Þjóðverjana á Samoa,“ skaut hún inn í. „Eg gæti að minsta kosti stigið á skipsfjöl á Samoa og skift um skip á Apia. Það er langur krókur, en samt sparaði það tíma.“ „Að þessu sinni fer Upola beint til Sidney,“ mælti Kristján. „Hún á að fara f þurkví, skal eg segja þér, og þú getur komist af stað strax klukkan fimm á morgun — þáð sagði fyrsti stýrimaður mér, að minsta kosti.“ „En fyíst verð eg að fara til Guvutu." Jóhanna leit kankvís til karlmannanna. „Eg þarf að kaupa mér eitt og annað. Eg get ekki farið til Sidney f þessum glugga- /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.