Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. MÁNUDAGUR21. DESEMBER 1981. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Jóhann Ingi Gunnarsson næsti landsliðsþjálfari Dana? - segir Jóhann Ingi, sem fékk bréf f rá Gunnari Knudsen, formanni DHF á laugardag Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari KR-liðsins og fyrrum landsliðsþjáifari i handknattleik, fékk bréf frá Gunnari Knudsen, formanni danska handknatt- leikssambandsins DHF, á laugardag- inn, þar sem Gunnar sendi Jóhanni Inga 20 spurningar sem DHF vildi fá svar við en eins og hefur komið fram í DV þá hafa Danir boðið Jóhanni Inga að koma til Danmerkur og taka við landsliði Dana af Leif Mikkelsen eftir HM-keppnina i V-Þýzkalandi. — Það má segja, að með þessu bréfi séu viðræðurnar hafnar fyrir alvöru, sagði Jóhann Ingi Gunnarsson í sam- tali við DV í gær. — Ég mun liggja yfir þessum spurningum yfir hátíðirnar og hugleiða þær, en það þarf margt að at- huga áður en ég gef svör við þeim, sagði Jóhann Ingi. Jóhann Ingi sagði, að ef samningar næðust á milli hans og DHF, þá myndi hann skrifa undir tveggja ára samning við DHF. — Ég á að ræða við einn mann af fararstjórn Dana; þegar þeir Jóhann Ingi Gunnarsson . . landsliðsþjálfari Danmerkur? næsti koma hingað til íslands á milli jóla og nýárs. — Yrðirðu eingöngu með A-landslið Dana, ef þú færir til Danmerkur? —Það er ein spurning um það hvort ég réði mig í fullt starf hjá DHF sem þjálfari A-landsliðsins, landsliðsins skipuðu, leikmönnum 21 árs og yngri og unglingalandsliðsins. Eða hvort ég myndi vera eingöngu með A-landsliðið og væri í námi með. Jóhann Ingi sagði, að hann þyrfti ýmislegt að kanna t.d. með Iandsleikja- fjölda, sem væri fyrirhugaður og eins breytingar á dönsku 1. deildarkeppn- inni — þannig að leikjum í deildinni yrði fjölgað. j — Það er margt sem ég þarf að jkanna og hugleiða, áður en ég sendi [svörin við spurningunum til baka. Ég jer ekki orðinn landsliðsþjálfari Dana, þó að viðræður séu hafnar fyrir alvöru, sagði Jóhann Ingi. -sos Jón Pétursson. Jón aftur íherbúðir Fram Jón Pétursson, fyrrum landsliðs maður i knattspyrnu, sem lék með Þrótti sl. keppnistimabil, hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við félaga sína i Fram. — Ég er tilbúinn að leggja hart að mér og vera með í baráttunni um íslandsmeistaratitil- inn, sagði Jón Pétursson i stuttu spjalli við DV. Jón er þekktur fyrir geysilegt keppnisskap og dugnað og það er ekki að efa að hann er styrkur fyrir Fram. -SOS. STAÐAN Staðan er nú þessi í I.deildarkeppn- inni í handknattleik eftir leiki helgar- innar: 24—17 24—19 19—18 7 6 0 1 181—159 12 7 5 0 2 153—126 10 Valur-Fram FH-Þróttur KR-Víkingur FH Vikingur Hér fyrir ofan sést fyrirsögn úr dönsku blaði. í greininni segir svo að þegar Mikkelsen hættir — opnast leiðin fyrir annan ungan þjálfara, 29 ára gamlan íslending, Jóhann Inga Gunnarsson. KR-ingar fara til Vestur-Þýzkalands KR-liðið í handknattleik er byrjað að undirbúa sig fyrir keppnisferðalag til V-Þýzkalands, þar sem KR-ingar munu taka þátt i fjögurra liða hand- knattleiksmóti — ásamt Nettelstedt, KR ',Þróttur Valur KA Fram HK NÆSTU LEIKIR: janúar og Þróttur-Valur 5. janúar. Markahæstu leikmenn eru nú: Kristján Arason, FH, 48/28 Þorb. Aðalsteinsson, Víking 42/7 Sig. Sveinsson, Þrótti 38/7 keppa þar ffjögurra liða móti Dankersen og Tata Banya frá Ung- verjalandi. KR-ingar fara til V-Þýzkalands 5. febrúar og byrja þá keppnisferð sína með því að leika gegn Dankersen og síðan taka þeir þátt í fjögurra liða mótinu. KR-ingar leika síðan einn leik gegn Hannover 96, áður en þeir halda heim, þannig að þeir leika 5 leiki á fimm dögum í V-Þýzkalandi. — Við fengum þetta boð, þegar við vorum á æfingaferð um V-Þýzkaland sl. sumar, sagði Jóhann Ingi Gunnars- son, þjálfari KR-liðsins. — Þetta er jtilvalinn undirbúningur — fyrir loka- slaginn í 1. deildarkeppninni, sagði jjóhann Ingi. -SOS.> 127—121 131—129 124—121 116—138 126—155 109—130 KA-KR Kunna ekki nauð- synlegustu undir- stöðuatriði Danski landsliðseinvaldurinn íhandknattleik, Leif Mikkelsen, harðorður í garð leikmanna sinna eftir tap fyrir Svíum „Leikmenn mínir eru ómögulegir — kunna ekki einu sinni nauðsynlegustu undirstöðuatriði,” sagði danski lands- liðsþjálfarinn i handknattieik, Leif Mikkeisen, eftir að Sviar sigruðu Dani 19-15 á móti í Rocstock í síðustu viku. Það er harður dómur yfir leikmönnum sem eiga að taka þátt í heimsmeistara- keppninni fyrir Danmörku eftir aðeins tæpa tvo mánuði. „Þeir tala ekki saman í vörninni, hreyfa sig ekki í sókninni og ná ekki hraðaupphlaupum. Það versta er þó að mínir ieikreyndustu menn voru mestu syndaselirnir,” sagði Mikkelsen enn- fremur. Fjórir nýliðar voru í danska iandslið- inu og það var skipað að mestu þeim ieikmönnum, sem munu leika hér á landi milli jóia og nýárs. Tvo leiki í Laugardalshöll á sunnudag og mánu- dag. Á Akranesi á þriðjudag. Carsten Havrum var markhæstur í leiknum við Svía með 5 mörk. Bjarne Jeppesen 3/2, Kim Rasmunssen 2, Morten Stig Christensen 2, Peter Skaarup 2 og Bjarne Simonsen 1. Tveir þeir markhæstu og Christensen munu leika hér á landi. í sænska liðinu var Thorbjörn Tingvall markhæstur með 9/2 mörk. Hin tíu mörkin dreifðust á sex leikmenn. -hsim. Carsten Havrum — markhæstur i Ros- tock. Haraldur Ragnarsson . . . átti mjög góðan leik i F Þessi sigu komáré sagði Geir Hallsteinsson, þjálf ari FH — Þetta var sætur sigur, sem vannst fyrst og fremst á mjög góðri vörn og markvörzlu i Haralds Ragnarssonar, sem varði oft snilld- | arlega. Þá var sóknarleikurinn hjá okkur t mjög virkur, sérstaklega i seinni hálf- c leiknum, sagði Geir Hallsteinsson, þjálfari t FH-liðsins, sem lagði Þrótt að velli 24—19 í I Hafnarfirði á laugardaginn. j —ágóðum — Ég er mjög ánægður með leikinn, við :rum búnir að vera að leggja grunninn að rannig spilamennsku í þrjá mánuði. Nú ökum við hvern leik fyrir sig — og ætlum tkkur að vera með í baráttunni um íslands- neistaratitilinn. Við eigum eftir að leika ‘lesta leiki okkar hér í Hafnarfirði, eins og >egn Víkingi og Val, sagði Geir Hallsteins- „Meiðsli Páls komui niður áleikokkar” — sagði Ólafur H. Jóns — Við getum sjálfum okkar um kennt að 1 hafa tapaö fyrir FH-ingum, við nýttum ekki | fjölmörg góð tækifæri oj> þá var vörnin hjá i okkur mjög slök, sagði Olafur H. Jónsson, : þjálfari Þróttar, eftir leikinn gegn FH í I Hafnarfirði. Ólafur sagði að það hefði munað mikið ' um, að Páll Ólafsson væri meiddur á hendi, 'i hann gat lítið skorað og átti erfitt með að 1 grípa knöttinn. Þegar Sigurður Sveinsson var i tekinn úr umferð, kom það niður á sóknar- j ieikokkar, að Páll var meiddur. ii — Ég var ekki ánægður með dómarana < »son, þjátfari Þróttar (Rögnvald Erlingsson og Árna Tómasson), par sem þeir leyfðu FH-ingum að komast ,ipp með að brjóta hvað eftir annað gróflega1 á Sigurði — þeir voru hangandi aftan á tionum í tíma og ótíma, sagði Ólafur. Ólafur sagði að hið langa hlé, sem hefuri verið á 1. deildarkeppninni, hafi komið leik- mönnum sínum úr spilaæfingú. Framkvæmdin á 1. deildarkeppninni er í molum. Við leikum næst einn leik í byrjún janúar og síðan kemur aftur mánaðarfrí hjá tkkur sem öðrum 1. deiidarliðum, sagði Ólafur. -SOS. „VIÐRÆÐUR HAFNAR FYRIR ALVÖRU”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.