Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 5
DV-HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982. 5 Brunaverðir harðorðir í garð slökkviliðsstjóra: „Orðnir bngþreyttír á misvitrum ákvörðunum Rúnars Bjamasonar'’ „Starfsaðferðir Rúnars Bjarna- sonar í máli þessu koma okkur brunavörðum ekki mjög á óvart og e.t.v. ekki heldur íbúum borgarinnar. Það er ekki aðeins við mannaráðn- ingar og stöðuveitingar, sem hann hefur í gegnum árin beitt geðþótta- ákvörðunum, heldur einnig í öðrum störfum sínum. Brunaverðir eru orðnir langþreyttir á misvitrum á- kvörðunum Rúnars Bjarnasonar.” Svo segir í niðurlagi athugasemdar Brunavarðafélags "Reykjavíkur vegna ráðningar í stöðu varaslökkviliðs- stjóra í Reykjavík. Brunaverðir á Slökkvistöðinni í Reykjavík mótmæla harðlega og lýsa furðu sinni á skipan borgarráðs í stöðu varaslökkviliðsstjóra í Reykja- vík. Þeir segja að berlega hafi verið gengið fram hjá þeim starfsmönnum stöðvarinnar sem mesta þekkingu og reynslu hafa til að gegna starfi þessu. Þess í stað hafi verið skipaður maður sem sáralitla reynslu hefur haft af störfum slökkviliðsins en hann er tæknimenntaður og hefur sem slíkur starfað á Slökkvistöðinni i eitt og hálft ár, aðallega við skrif- stofustörf. „Það mun vera að undirlagi Rúnars Bjarnasonar, slökkviliðs- stjóra, að staðið var að ráðningunni með þessum hætti,” segir í athuga- semdinni.',,Eftir að umsóknir bárust borgarráði, var honum falið að segja sitt álit á umsækjendum og mun hann eindregið hafa mælt með þeim, sem skipaður var, og lagt á það mikla áherzlu, enda mun Rúnar hafa lofað viðkomanda þvi, þegar sá kom til starfa á Slökkvistöðinni, fyrir einu og hálfu ári.” Þá segir og í athugasemdinni, að „þrátt fyrir að menntunarskilyrði fyrir ráðningu slökkvi- og vara- slökkviliðsstjóra séu löngu niður fallin . . . þ.e. 1978, muni Rúnar hafa visað i gömlu reglurnar í umsögn sinni til borgarráðs og látið svo líta út sem þær væru í fullu gildi og verkfræði- eða húsameistara- menntun enn áskilin. Það virðist ætla að verða erfitt að að koma Rúnari Bjarnasyni í skilning um að skilyrði þessi séu niður fallin eða hann á erfitt með að sætta sig við að svo sé. Hann hefur allt til þessa dags í mörgum málum vísað i þessar löngu niður- felldu reglur og m.a. tókst honum að hrekja mann úr starfi brunavarðar fyrir rúmu ári, þar sem viðkomandi uppfyllti ekki lengur búsetuskilyrði skv. gömlu reglunum. Ákvæðið var þá úr gildi fallið og ekki talin ástæða til að halda því inni i gildandi reglum frá 1978. Undir athugasemdina skrifar Jóhannes Sævar Jóhannesson fyrir hönd Brunavarðafélags Reykjavíkur. -JH. Hafnarfjörður: MAÐUR FÓRST í ELDSVOÐA Fimmtíu og fimm ára gamall maður lét lifið er eldur kom upp i íbúðarhúsi hans að Mjósundi 1 í Hafnarfirði um kl. 17.40 á fimmtudag. Talið er að eldurinn hafi komið upp í herbergi mannsins en breiðzt síðan um húsið. Mikill eldur og reykur var í húsinu er slökkviliðið kom á staðinn. Reykkafarar fóru þegar inn í húsið SOmpiagerð Félagsprentsmlðlunnap hf. Spítalastig 10 — Simi 11640 með háþrýstislöngur þar sem grunur lék á að maðurinn væri í ibúðinni. Fannst hann þar sem hann lá á gólfinu í herbergi. Maðurinn var þegar fluttur á Borgarsjúkrahúsið en var látinn er þangað var komið. Húsið skemmdist mjög mikið og vinnur rannsóknarlögregla rikisins nú að rannsókn á eldsupptökum. Slökkvistarfi var lokið um kl. 20. Maðurinn bjó einn í húsinu. -ELA. Þorsteinn í 5.-9. sæti Þorsteinn Þorsteinsson skákmaður tók skömmu fyrir áramót þátt í alþjóðlegu skákmóti í Karlstad í Sviþjóð. Hafnaði hann í 5.-9. sæti af 176 þátttakendum. Meðal þátttakenda voru þrír alþjóðlegir meistarar, Svíarnir Harry Schússler sem hafnaði í fyrsta sæti, Erik Lundin og Daninn Ole Jakobsen. Sjö umferðir eftir Monrad-kerfi voru tefldar á mótinu. Harry Schússler hlaut sex og hálfan vinning en Þor- steinn fimm og hálfan. -KMU. Smáhúsgögn í úrvali frá ‘(01 b (njimn’ M.a. mjög skemmtilegir hljómtœkja- og sjónvarps- skápar. Opið laugardaga kl. 9—12. Go« verð og 9<1«, grol«.lu- Trésmiöjan skilmálar.____________________________________Simi 39700 Lærið bridge Námskeiðin hefjast 18. og 19. janúar kl. 20.30. Byrjendur kl. 10 mánudagskvöld, lengra komnir kl. 10 þriðjudags- kvöld. Spilaklúbbur vikulega. Brídgeskólinn, sími 19847. SihZn5lSlSTSl5l52S2SlSin5UUlSlSTSLn5Zn5ZnSiriSTSirLSTSLSlS!SUlSZ!r!S25lSTSlSZ ER ALLT ÓFÆRT Á NÝJU ÁRI? Hringdu þá í síma 1 □ Bókhald □ Launamiðar □ Skattframtöl □ Tollskýrslur □ Vcrðútrcikningar □ Launaútrcikningar 86 10 H. GESTSS0N viðskiptaþjónusta — Hafnarstræti 15,101 Rvík. Sími 1 86 10. zsznnsznníznszszjzszíZíznnjzíznnízrznímjznszsitszjrzíiszsiLSZStizrzsmns SUÐUVÉLALEIGAN AUÐBREKKU 63 - SÍMI 45535 - KL. 16-19 Leiga á MIG suðuvé/um ásamt vír og kút Kolsýra og b/andgas. fLEIÐRÉTTING Á AUGLÝSINGU scm birtist þann 15. janúar 1982, varðandi dciliskipulag á Laugarási. Fallið hafði út úr auglýsingunni að uppdráttur o.fl. liggi frammi almenningi til sýnis á Borgarskipulagi Reykjavíkur, Þverholti 15, frá og með 22. janúar nk. til og með 5. mars nk. Frestur til að skila athugasemdum rennur út kl. 16.15, föstudaginn 19. mars nk. Reykjavik, 15.janúar 1982. Borgarstjórinn í Rcykjavík. Skemmtið ykkurí MANHATTAN um fi/ilivnta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.