Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 11
DV-HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982. II Hver verður næsti áskorandi Karpovs — Rey kja víkurmótid í f ebrúar Heimsmeistaranum Karpov var tekið með miklum virktum, er hann sneri aftur til Sovétríkjanna, eftir frækilegan sigur gegn Kortsnoj í heimsmeistaraeinviginu. Hann var sæmdur Lenin-orðunni og Moskvu- háskóli hefur þegar útnefnt Karpov sem íþróttamann ársins 1981 og búist er við að fleiri feti í spor háskóla- mannanna. Næst á dagskrá hjá heimsmeistaranum er mót i London i april næstkomandi, og þvínæst stór- mót í Júgóslavíu i maí. Þar munu tefla Spassky, Tal, Kasparov, Timm- an, Larsen, Andersson, Portisch og Hubner, ásamt fleiri stórmeisturum. Á meðan Karpov hvílist eftir átök- in við.Kortsnoj, eru menn farnir að bollaleggja hver muni verða næsti áskorandi hans. Hinn 18 ára gamli Kasparov er oft nefndur og hann á vissulega möguleika á að slá met Tals, en hann varð heimsmeistari 23ja ára gamall. Spassky telur Kasparov líklegasta áskoranda Karpovs, og eru sjálfsagt margir á þeirri skoðun. Næsta víst má telja að Kasparov komist upp í áskorenda- einvígin, hann hefur stílinn til þess, en hvað hann svo gerir þar gegn gömlu einvígisrefunum er önnur saga. Á blaðamannafundi fyrir skömmu var Kasparov spurður hvert væri næsta markmið hans, og ekki Karpov. stóð á svari: „Heimsmeistaratitill- inn.” Enn á ný höldum við íslendingar stórmót í skák, Reykjavíkurskák- mótið í febrúar. Ýmsir heimsfrægir skákmeistarar hafa boðað komu sína, enda er ísland orðið vinsælt skákland. Að þessu sinni verður mótið hálfopið íslenzkum skákmönn- um, nú geta þeir sem hafa 2200 alþjóðleg ELO-stig fengið að spreyta sig gegn útlendingunum, og fremstu skákmönnum þjóðarinnar. Allt útlit er fyrir stórgott mót, með 50—60 keppendum. Stigahæstur væntan- legra keppenda er bandaríski stór- meistarinn Alburt, en hann tefldi á I. borði fyrir Bandaríkin á síðasta Olympíuskákmóti. Alburt er mjög fastheldinn í byrjanavali, leikuralltaf Alechines-vörn gegn 1. e4 og Benkö- gambit, komi hann því við gegn I. d4. Hér gefur að líta vinningsskák meistarans frá síðasta Bandaríkja- móti. Hvítur: Benjamin Svartur: Alburt Alechines vörn. 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 Bg4 5. Be2 e6 6. 0—0 Be7 7. c4 Rb6 8. exd6 cxd6 9. Rb-d2 (Öllu liprara er 9. Rc3, en hvítur hefur ákveðna upp- byggingu í huga.) 9. 0—0 10. b3 Rc6 11. Bb2 Bf5 12. a3 a5 13. Hel (Eðli- legra virðist 13. Bc3 ásamt b4.) 13.. . . Bf6 14. Bfl (Enn var 14. Bc3 og peðaframsókn á drottningarvæng betri kostur.) 14. . . d5 15. c5 Rd7 Skák Jóhann Örn Sigurjónsson 16. Hcl Db8! (Hvítur hefur tvístigið um of í byrjuninni, og svartur undir- býr nú b6 sem væri óþægilegt fyrir hvítan.) 17. Bb5 Hc8 18. b4 axb4 19. axb4 19. axb4 b6 20. De2 (Ekki gekk 20. Bxc6 Hxc6 21. b5 Hxc5 22. dxc5 Bxb2 og svartur vinnur peð.) 20. .. bxc5 21. bxc5 Ha5 22. Bxc6 Hxc6 23. Hal (Með þessu móti telur hvitur sig vera að sleppa út úr mestu ógöng- unum. Næsti leikur svarts bindur enda á slíka bjartsýni. 8 7 6 5 4 3 2 1 23. . . Haxc5! 24. dxc5 Bxb2 25. Ha6 Hxa6 26. Dxa6 Rxc5 (Með tvö peð fyrir skiptamuninn og biskupa- parið í jafn opinni stöðu og þessari, eru yfirburðir svarts ótvíræðir.) 27. Da5 Rd3 28. Hdl h6 29. Rfl Rf4 30. Re3 Be4 31. Rd2 Bc3! 32. Da2 (Biskupinn var auðvitað friðhelgur vegna 32. . . Re2 + ) 32. . . Bxg2! 33. Rbl (Ef 33. Rxg2 Rh3 + 34. Kfl Dxh2 35. Rbl Dgl+. 36. Ke2 Dxf2 + og vinnur.) 33. . . Bf3 34. Rxc3 Rh3 + 35. Kfl Dxh2 36. Kel Dgl + 37. Rfl Rf4 38. Da7 Rg2+ 39. Kd2 Bxdl og hvítur gafst upp. 4 liiii »H 1M....■ H ±1 £ m„ m ■ it Sit IR^ÉI A £ £ gfe' a g: abcdefgh Leikur íslands við olympíumeistara Frakka á EM í Birmingham 1981 Með sömu menn í sömu sætum gengu sagnir á þessa leið í opna saln- Meðan millibilsástand er í spila- mennsku bridgefélaganna i Reykjavík skulum við bregða okkur til Birming- ham 1981 og skoða leik íslands við Olympíumeistara Frakka á Evrópu- mótinu. Fyrirliði fslands, Ásmundur Pálsson, stillti upp Birni og Þorgeiri i opna salinn gegn Mari og Perron, en Guðlaugi og Erni gegn Soulet og Svarc. Þessi hálfleikur tapaðist stórt, eða 23— 55 og fengu Olympíumeistararnir helm- inginn af forskotinu í einu spili með því að fá gamesveiflu á bæði borð. í seinni hálfleik héldu Olympíumeist- ararnir óbreyttu liði, en Guðmundur og Sævar komu inn fyrir Guðlaug og Örn. Allt virtist nú á réttri leið, því fsland græddi 20 impa í fjórum fyrstu spilun- um. Munaði mest um eftirfarandi spil, þegar Frakkarnir reyndu vonlausa slemmu. Suður gefur / allir á hættu: NoRnUR AG73 V A86543 O D + 842 Vestuh * A108 DG107 0 A9 + AKD9 Austur *K65 ^K2 OK75432 *G7 SuiUJK + D942 t?9 0 G1086 + 10653 í opna salnum sátu n-s Björn og Þor geir, en a-v Soulet og Svarc: Suður í lokaða salnum sátu n-s Mari og Perron, en a-v Guðmundur og Sævar: Suður Vestur Norður Austur — 1 L 1 H 2 T — 2H — 3 T — 3G — — Ellefu slagir og 13 impa gróði. En stuttu síðar voru bjartsýni Guð- mundar engin takmörk sett og vonlaus slemma hlaut makleg málagjöld. Austur gefur /allir á hættu. Norouk + 53 V KG93 0 — Vestur Norður Austur ’ VtSTl K + G1086543 . Austuk 2 G — 3 L + 7 * D1092 3 H — 4 T V AD82 V ,0765 4 S — 4 G 0 A9532 0 KD76 5 L vri’i t K+ct :n rvrv holrlii 6 T r elromm. * K72 ^UUUK Jf, . * AKG864 arlegt fyrir Olympíumeistarana. Tveir niður og f sland fékk 200. t? 4 ó G1084 + D9 Bridge Sfefán Guðjohnsen Austur 1 T 4 H Suður Vestur 1 S dobl 2 S 3 S 5 T Austur Suður Vestur Norður 1 T 1 S 3 T 3 S 3 G — ■ — 4 L — 4 S — — 6 T! dobl — — Norður 2 L Dálítið einkennilegar sagnir hjá Frökkunum, en hins vegar er loka- samningurinn ákaflega eðlilegur. Spilið lá hins vegar mjög illa og Soulet varð tvo niður. f lokaða salnum fór eitthvað úr- skeiðis: Legan hafði lítið batnað á leiðinni úr opna salnum og það skipti ef til vill ekki öllu máli að Guðmundur fékk ekki nema átta slagi. Það voru hins vegar 1100 til Frakklands, sem græddi 14 impa. Hefði Guðmundur hins vegar valið að dobla, sem kemur að mínu áliti sterklega til greina, þá hefði hann jafn- að leikinn. En þrátt fyrir þetta áfall vann ísland seinni hálfleikinn 41—36, en vinnings- stigin skiptust 5—15. Engan veginn slæmt gegn Olympíu- meisturum. Varnarspilari spilaði út litlu laufi frá öfugri hendi og sagnhafi valdi þann kost að krefjast útspils í sama lit frá réttri hendi. Hvernig á að dæma, þegar í ljós kemur að rétta höndin á ekki lauf til? Það stendur í lögunum Lagagrein 59 í bridgelögunum segir: „Spilari má spila hvaða löglegu spili sem er, ef hann er ófær um að spila út eða í eins og þarf til að fullnægja viðurlögum, annað hvort vegna þess að Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Nú er lokið 7 umferðum af 11 í Board a match keppni félagsins. Röð efstu sveita er þessi: Stig Sævar Þorbjörnsson 76 Þórarínn Sigþórsson 68 Gestur Jónsson 61 Örn Arnþórsson 61 Jón Þorvaröarson 55 Sigmundur Stefánsson 55 Fjórar síðustu umferðirnar verða spilaðar nk. miðvikudag í Domus Medica. Hefst spilamennska kl. 19.30 stundvíslega. Tekin hefur verið saman skrá yfir út- gefin meistarastig hjá félaginu I sept. til des. sl. Alls hafa 100 spilarar fengið bronsstig hjá félaginu á þessum tíma, þaraf24 yfir lOOstig. Þessir hafa fengið flest stig: s(ig Sævar Þorbjörnsson 267 Þorlákur Jónsson 267 Jón Baldursson 204 ValurSigurðsson 204 Jakob R. Möllcr 180 Frá Bridgesam- bandi íslands Fyrirhugað er að fyrsta spilaæfingin fyrir spilara 25 ára og yngri verði laug- hann á ekkert spil í tilgreindum lit eða vegna þess að hann á aðeins spil í lit sem honum er bannað að spila út, eða vegna skyldunnar til að fylgja lit.” Það stendur í lögunum. ardaginn 16. janúar. Spilað verður i Slysavarnahúsinu, Hjallabraut 7, Hafnarfirði, og áætlað er að spila- mennskan byrji kl. 14.00. öllum er vel- komið að mæta. íslandsmót fyrir yngri spilara verður haldið helgina 27.—28. febrúar næst- komandi. Aldurstakmark er 25 ár, þ.e. þeir sem eru fæddir eftir 1. janúar 1957. Fyrirhugað er að mótið verði um leið framhaldsskólamót. Þátttökutil- kynningar þurfa að berast til Bridge- sambandsins (sími 18350) eða Guð- mundar Sv. Hermannssonar (sími 24371) fyrir 13. febrúar. Framhalds- skólasveitir þurfa að taka það fram við skráningu. Einnig geta laus pör látið skrá sig og verður reynt að mynda sveitir ef þess er óskað. Bridgedeild Breiðfirðinga Úrslit í sveitakeppni: 20 sveitir tóku þátt í keppninni. Spilaðir voru 2 leikir á kvöldi. í fyrsta sæti var sveit Hans Nielsen með 309 stig. Með honum í sveit eru Hannes Jónsson, Ágúst Helgason, Birgir Sigurðsson, Hilmar Guðmundsson og Jakob Bjarnason. Stig 2. Sveit Krístjáns Ólafssonar 289 3. Sveit Ingibjargar Halldórsdóttur 265 4. Sveit Magnúsar Halldórssonar 243 5. Sveit Krístínar Þórðardóttur 240 6. Sveit Elísar Helgasonar 224 7. Sveit ólafs Ingimundarsonar 220 8. Sveit Marínós Krístinssonar 219 9. Sveit Erlu Eyjólfsdóttur 202 10. Sveit Þóraríns Alexanderssonar 192 Næsta keppni félagsins er tvímenn- ingur, „barómeterkeppni”. Fullbókað er í þá keppni. Bridgedeild Skagfirðinga Staðan í sveitakeppni eftir sjö um- ferðir: stl* 1. Sveit Lárusar Hermannssonar 221 (og 1 leik ólokið) 2. sveit Jóns Stefánssonar 220 3. sveit Guörúnar Hinríksdóttur 217 4. sveit Eriendar Björgvinssonar 181 5. sveit Sigmars Jónssonar 170 6. —7. sveit Hjálmars Páissonar 148 6.-7. sveit Siguríuagar Sigurðard. 148 Næst verður spilað þriðjudaginn 19. jan. i Drangey, Síðumúla 35. Bridgefélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 11. janúar hófst aðal- sveitakeppni BH. með þátttöku 12. sveita. Spilaðir eru tveir 16 spila leikir á kvöldi. Staðan eftir tvær umferðir: stig; 1. Aðalsteinn Jörgensen 36 2. Krístófer Magnússon 34 3. Sigurður Lárusson 3] 4. Ólafur Torfason 28 5. Sævar Magnússon 28 Næstkomandi mánudag verður spilamennsku fram haldið. Byrjað verður stundvíslega klukkan hálf átta. Spilað er í íþróttahúsinu á Strandgötu. Stjórnin Bridgefélag Breiðholts Síðastliðin þriðjudag var spilaður eins kvölda tvímenningur og var spilað í einum sextán para riðli. Úrslit urðu þessi: 1. Sigfús Skulason — Hreiðar Hansson 255 2. Guðmundur Baldvinss.—Jóhann Stefánss. 247 3. Friðjón Margeirss.—Kjartan Krístóferss. 244 4. Friðjón Þórhallsson — Anton (>unnarsson 239 5. Hclgi Skúlason — Axel Lárusson 221 Meðalskor 210 Næstkomandi þriðjudag hefst aðal- sveitakeppni félagsins og er fyrirhugað að spila tvo leiki á kvöldi svo að hún taki sem fæst kvöld, og eru gamlir og nýir félagar beðnir að mæta vel og stundvíslega til skráningar. Stökum pörum verður raðað saman í sveitir. Spilað er uppi í húsi Kjöts og fisks, Seljabraut 54, kl. hálf átta. Frá Bridgefélagi Siglufjarðar Mánudaginn 14. des. var til lykta leidd þriggja kvölda hraðsveitakeppni, sem í tóku þátt 7 sveitir. Sveit Ara Más Þorkelssonar tók forustu eftir fyrstu umferð af þremur og hélt henni aílt til loka þrátt fyrir góðan vilja sveitar Boga Sigurbjörnssonar. Auk Ara eru í sveit- inni þeir Ásgrímur Sigurbjörnsson, Jón Sigurbjörnsson og Þorsteinn Jóhanns- son. Röð sveita varð annars þessi: 1. Arí Már Þorkelsson stig 1414 2. Bogi Sigurbjörnsson 1400 3. Niels Fríðbjamarson 1320 4. Björn Þórðarson 1311 5. Valtýr Jónasson 1233 Félagsstarfið á nýja árinu hófst svo með aðalsveitakeppninni og byrjaði hún mánudaginn 4. jan. ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilbodum í eftirfarandi: ÚtbodRARIK —82005 Smíöi á festihlutum úr stáli fyrir 11—19 kV háspennulínur. Opnunardagur 10. febrúar 1982 kl. 14. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, fyrir opnunartima, þar sem þau verða opnuð að við- stöddum þeim bjóðcndum er þess óska. Útboðsgögn verða scld á skrifstofu Rafmagnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, frá og með mánudeginum 18. janúar 1982 og kosta kr. 100,00 hvert cintak. Roykjavík, 14. janúar 1982 Rafmagnsvcitur rikisins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.