Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 12
12 DV-HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982. KVENNAPÓLHÍK „Það er handbragð kvenna á þessu plaggi, ” sagði kona á Akureyri um greinargerð um markmið og stefnu kvennafram- boðsins. Greinargerðin var kynnt á opnum fundi á Akureyri fyrirjólin og síðanprentuð íkosningablaðinu „Kjósum konur”. DV rekur hér helztu punkta í þessari stefnuskrá — að sjálf sögðu án ábyrgðar. Helztu punktarístefnu kvennanna á Akureyrí þátttakendur i þjóðfélaginu en öldr- uðum gert kleift að dveljast utan stofn- ana sem lengst. Hvað snertir heilbrigðismál vilja konurnar að uppbyggingu heilsugæslu- stöðvar verði hraðað og iþrótta- og úti- vistarsvæðum fjölgað. Menningarstarfsemi skal efla. Stofn- aðir skulu almennir listadagar bæj- arins, leikfélagið stutt, byggt safnahús og keyptur bókabíll. Vinnuaðstaða listafólks skuli bætt. Til dæmis gætu rithðfundar fengið að notfæra sér skáldahúsin sem nú eru notuð sem söfn. Bæjarskipulag og atvinnumál Varðandi skipulagsmál vilja konurn- ar að bæjarland Akureyrar haldi sér- kennum sínum. Hverfi séu skipulögð þannig að íbúarnir þurfi ekki langt að sækja atvinnu og skóla. Þjónusta al- menningsfarartækja aukin en ekki lögð áherzla á að þjóna einkabílum. Og taka skuli tillit til þeirra sem hafa þörf fyrir að eiga og umgangast skepnur. í húsnæðismálum vilja konurnar að bæjarfélagið byggi húsnæði sem selt verði eða leigt á kostnaðarverði og enn- fremur skuli húsbyggjendur fá hag- kvæm lán. í atvinnumálum að dagvinnulaun verði hækkuð til að sporna móti yfir- vinnu, misrétti kynja aflétt, sveigjan- legum vinnutíma komið á og lögð áherzla á að fyrirbyggja atvinnusjúk- dóma. Akureyri verði mótvægi við höfuðborgarsvæðið Stóriðja við Eyjafjörð er ekki talin heppileg. Æskilegra að styðja almenn- an iðnað sem notar heimafengin að- föng i samvinnu við nágrannabyggðir. Þá skuli stefnt að því að Akureyri verði raunverulegt mótvægi við höfuðborg- arsvæðið sem miðstöð þjónustu og við- skipta. Þangað skuli fluttar ríkisstofn- anir — eða útibú þeirra — og sumar háskóladeildir. Loks er fagnað stofnun samstarfs- nefndar allra hreppa við Eyjafjörð og þriggja kaupstaða. Nefndin skal fjalla um skipulag, atvinnuuppbyggingu o.fl. á Eyjafjarðarsvæðinu. Vilja konurnar efla samstarf sveitarfélaga í Norður- landsfjórðungnum öllum og halda sjálfstæði gagnvart Sambandi íslenzkra sveitarfélaga. Og vinabæjartengslum við erlenda kaupstaði vilja konurnar halda. Þó ekki í núverandi mynd, heldur kemur þar fram, eins og svo víða í þessari stefnuskrá, vilji til þess að auka þátttöku hins almenna borgara í öllu' sem að bæjarmálum lýtur. -IHH. RmgnhMdur Bimgmdóttk mr muOmýni- fmgm njög éhugmsöm og hmtdur béðum höndum þétt um tkmftíð 6 ffMliliiyiWMWiNM. ÞmO þmrf mO métm hátt og tégt hús- næOtO aO Hmfnarstrmtí 88 þar sem kvannaframboöiö é Akureyri mun fljótíoga opna skrifstofu. Aiiar myndirnar é þessari síðu voru teknar þar eitt kvöidið i vikunni. ÞaO er Eiín Antonsdóttír sem þarna sóst „Eins og flokkarnir eru uppbyggðir í dag höfða þeir ekki til kvenna,” segir í inngangi. „Þeir eru uppbyggðir af körlum og fyrir karla og þau viðfangs- efni sem verið hafa kvenna gegnum aldir hafa hvergi komið þar nærri. Konur hafa þar nánast verið skraut- fjaðrir og þeim skömmtuð áhrif.” Það kemur fram að konurnar telja kvennaframboð ekki endanlega lausn heldur sé markmið þess að knýja fram breytingar í átt til jafnréttis og virkja fleiri konur til þátttöku í bæjarmálum. Eins og er sé reynsla og þekking kvenna einskis metin og konur eigi engan þátt í að móta atvinnulif — og þjóðfélag. Stefnuskráin miðast við ,,að hugað sé að velferð fjölskyldnanna, mögu- leikum þeirra til samveru og innihalds- ríks lífs og jafnari skiptingu ábyrgðar á heimilishaldi og uppeldi.” Valdinu sé dreift Svo þarf aö skrifa hjá sór góðar hugmyndir sem allt i einu lýstur niður. En skrifboröin eru enn ókom- in svo að Lára Eiiingsen notar bara vegginn. Ekki ýta unglingum og öldruðum afsíðis Um félagsmál segir áð ekki megi stía fólki sundur eftir aldri, kynferði, heilsufari eða efnahag, heldur verði mannlífið fjölbreyttara þegar blandað sé saman ólíku fólki. í sömu átt miðar tillaga um að unglingar verði virkari Konurnar vilja að stofnuð verði jafn- réttisnefnd á Akureyri. í öðru lagi að konur fái helming sæta í öllum stjórn- um, nefndum og ráðum Akureyrarbæj- ar. Til þess að svo megi verða þarf að breyta fundartímum svo konur geti tekið þátt í þeim án þess að „vanrækja heimili og fjölskyldulíf, eins og karlar hafa gert hingað til”. í framhaldi af þessu er óskað eftir að almenningi verði gert mögulegt að hafa áhrif á ákvarðanatekt í bæjarmálum, m.a. með opnum fundum, fréttabréfum og almennri atkvæðagreiðslu um mikil- væg mál. Auk þess fái starfsfólk bæj- arstofnana hlutdeild í stjórnun vinnu- staða sinna. Virðast þessar tillögur miða að því að valdinu í bæjarstjórnarmálefnum verði dreift og lýðræði aukið. Að sjé/fsögðu þarf að heMa upp é könnuna, en aðstaðan í eldhúsinu gmtí veriö betri. Fremst er Guðrún Haiigrimsdóttir, en bak við hana Lára Ellingsen og EKn Antonsdóttir. Börn og unglingar Þá kemur kafli um dagvistar-, upp- eldis- og skólamál. Er þar óskað eftir að „dagheimilum verði fjölgað í samræmi við eftirspurn, þannig að foreldrar sem þurfa eða vilja vinna utan heimilis fái. aðstöðu til þess”. Jafnframt er bent á nauðsyn þess að ungbörn geti verið sem lengst hjá for- eldrum sínum. Er stungið upp á leng- ingu fæðingarorlofs í sex mánuði og foreldrar geti skipt því milli sín. Ennfremur sé hugsanlegt að bærinn greiði heimaforeldrum, einkum ein- stæðum þá upphæð sem annars rynni til dagvistunar barna þeirra. Um skóla er sagt að umræðu þurfi um markmið, námsefni og skipulag. Konurnar vilja að námsefnið sé í betri tengslum við umhverfið og jafnframt sniðið meira eftir þörfum nemenda. Skólarnir eiga að vera fleiri og smærri og sama er að segja um bekkina. Þá er talin mikil nauðsyn á samfelldum' skólatima og mötuneytum sem væru ef til vill rekin með aðstoð foreldra. Loks er á það bent að sveigjanleika vantar í skólakerfið. Meira tillit þurfi að taka til hvers einstaklings — enn- fremur auka fullorðinsfræðslu þar sem þátttaka i atvinnulífinu yrði „metin til jafns við prófgráður’. „Vorum að taka á leigu húsnæði og erum að manna framboðslista” — segir Sigf ríður Þorsteinsdóttir, Akureyri „ Við vorum að taka á leigu húsnæði þar sem við munum hafa bækistöð fram yfir bæjarstjórnarkosningar og jafnvel lengur,” sagði Sigfríður Þor- steinsdóttir, ein úr áhugahópnum um kvennaframboðá Akureyri. Konurnar hafa leigt efstu hæð í gömlu, en fyrrum veglegu timburhúsi við Hafnarstræti nr. 86. Þar var um árabil rekin verzlunin Eyjafjörður. Þessa viku hafa konurnar unnið að því að hreinsa og mála húsnæðið. Nokkur vandkvæði voru að fá síma, því aukanúmer eru engin til á Akureyri. En Sigfríður lánaði þá heimanúmerið sitt — 24507. „Næst er að manna framboðslist- ann,” sagði Sigfríður. Lokað prófkjör fer fram nú um helg- ina. Þær 70—80 konur, sem skráðar eru stuðningsmenn kvennaframboðs, fá send bréf með prófkjörsseðlum. Þær eiga að skrifa nöfn 1 1 þeirra kvenna sem þær helzt vilja fá á lista. Það má skrifa færri en ekki fleiri og ekki karl- mannsnöfn,” sagði Sigríður. Kvíða kosningabaráttunni meira en þátttöku í bæjar- stjórn Ekki skiptir máli í hvaða röð konurn- ar eru skrifaðar, vægi atkvæða er jafnt. Prófkjörið er ekki bindandi, en vafa- litið verður leitað til þeirra kvenna sem flest atkvæði fá um að taka sæti á lista. „Við höfum mestar áhyggjur af því nú að vinsælustu konurnar treysti sér ekki í kosningaslaginn. Þær þora vel að sitja í bæjarstjórn. En kosningabarátt- an er gífurleg vinna, jafnvel mannorðs- meiðandi, og fengjum við lítið fylgi mundu efstu konurnar kenna sér um,” sagði Sigfríður. Loks spurðum við hana með hvaða flokkum þær ætluðu sér að vinna ef þær fengju eina eða fleiri konur af lista sínum kjörnar. „Við ætlum að reyna að reka okkar eigin kvennapólitík. Láta málefnin ráða og setja hagsmuni bæjarbúa ofar hagsmunum flokka. Tilgangurinn með framboði okkar er einmitt sá að koma í framkvæmd málum sem setið hafa á hakanum,” sagði Sigfríður. Sem kunnugt er starfa að fram- boðinu konur sem eru í nánum ættar- tengslum við kunna stjórnmálamenn á Akureyri, eins og sjálfstæðismanninn Jón Sólnes og fyrrverandi ráðherra Alþýðuflokksins, Braga Sigurjónsson. En Sigfríður fullyrtú að konunum gengi ágætlega að vinna saman, án þess að áhrif frá hinum ýmsu stjórnmála- flokkum vektu með þeim sundrung eða tortryggni. -IHH. „IHO mtíum að reyna að reka okkar eigin kvennapóittik. Léta mélefnin réða og setja hagsmuni bmjarbúa ofar hagsmunum fiokka," segir SigfriOur Þor- stainsMttir sigurviss. Hún iætur ekki sitt eftir iiggja við málninguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.