Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982. 3 Innf lutningur á pizzum stöðvaður: Samkeppnin aðeins fólgin í gæðunum —segir Hrafn Bachmann í Kjötmiðstöðinni tslenzkir pizzu-framleiðendur hafa sent landbúnaðarráðuneytinu og framleiðsiuráði landbúnaðarins kvartanir vegna innflutnings á tilbún- um pizzum, á þeim forsendum að um ólöglegan innflutning á landbúnaðar- vörumséað ræða. Pizzur þessar, sem auglýstar eru ameriskar, hafa fengizt í um 15 verzlunum á Reykjavíkursvæðinu. Það eru nokkrir kaupmenn sem tekið hafa sig saman um innflutninginn, Hrafn Bachmann i Kjötmiðstöðinni er einn þeirra: „Þessi vara hefur likað frábærlega og selst óhemju mikið, þrátt fyrir að hún sé mun dýrari en islenzk fram- leiðsla. Eina samkeppnin er því fólg- in í gæðunum. Okkur finnst það óneitanlega skjóta skökku við þegar framleiðendur eru farnir að kæra innflutning sem þennan. Þeir hefðu ekkert að óttast ef vara þeirra stæðist gæðasamanburð, en það er að tala fyrir daufum eyrum að benda þeim á leiðir til úrbóta og aukinnar sölu. is- lenzkir framleiðendur láta allt slíkt sem vind um eyrun þjóta.” Um það hvort pizzurnar brytu í bága við lög um innflutning á land- búnaðarvörum, taldi Hrafn slíkt hæpið. ,,Hér er flutt inn mikið af alls kyns tilbúnum mat í dósum og pökk- um, sem inniheldur bæði kjöt og osta. Hlutfall landbúnaðarfram- leiðsu í þessum varningi er svo lftið, að mér finnst vafasamt að stöðva innflutning á þeim forsendum, ” sagði Hrafn. Ingi Tryggvason hjá framleiðslu- eftirliti landbúnaðarins kvað erindi þessi verða tekin til umsagnar í dag. Bjóst hann fastlega við að menn væru sammála um að hér væri um óþarfa innflutning að ræða, sem stæði í beinni samkeppni við inn- lenda framleiðslu. Almennt væri all- ur innflutningur á kjöti og mjólkur- vörum bannaður, enda þessi vara flutt inn sem brauð á þeim forsend- um að aðeins um 20% af hverri pizzu flokkaðist undir landbúnaðarvöru. -JB ! 1 ! < í ! < Sviptingar í skemmtanabransanum MANHATTAN GEISPAR GOLUNNI Paradístekurviö Nýtt diskótek verður opnað á Stór- Reykjavíkursvæðinu 21. apríl næst- komandi eða síðasta vetrardag. Nefnist diskótekið Paradís og verður í húsa- kynnum Manhattan í Kópavogi. Aðaleigandi og framkvæmdastjóri Paradisar er Baidur Brjánsson og honum til aðstoðar eru valinkunnir menn úr Hollywood, meðal annars Magnús Kristjánsson, sem verið hefur skemmtanastjóri í Hollywood um ára- bil. Þá mun einn plötusnúðurinn þaðan snúa hljómplötunum í Paradis. Paradís tekur um 500 manns og þar standa yfir mikiar breytingar á húsa- kynnum öllum. Staðurinn mun verða rekinn sem diskótek og aldurstakmark verður tuttugu ár. Ætlunin er að hljóm- sveitir spili þar annað slagið og gerður hefur verið hljómsveitarpallur. Mun og fyrirhugað, að sérstök jasskvöld verði þar einu sinni í viku. Þá verða ýmsar nýjungar í mat og drykk, enda er full- komið eldhús í húsnæðinu. -KÞ Ný langbyigju- stöð kostar lOOmilljónir —ending gömlu stöðvarinnar eitt af undrum veraldar Ný langbylgjustöð fyrir Ríkisútvarp- ið kostar 100 milljónir króna. Mennta- málaráðherra mun beita sér fyrir þvi að framkvæmdir við hana hefjist á næsta ári. Ætlar hann að leita fulltings Al- þingis og fjárstuðnings úr ríkissjóði. Gamla langbylgjustöðin á Vatnsenda- hæð er orðin 50 ára gömul og tækni- mönnum þykja það mestu undur, að möstur hennar skuli enn hanga uppi. Þetta kom fram í svari menntamála- ráðherra, Ingvars Gislasonar, á Alþingi í gær, þegar hann svaraði fyrirspurn Þorvaldar Garðars Kristjánssonar um málið. í máli beggja, svo og Eiðs Guðnasonar, bar á miklum ugg vegna hins hrörlega ástands mastranna á Vatnsendahæð. Var vitnað í skýrslur sérfræðinga frá 1978, þar sem talið var furðulegt að möstrin stæðu og því lýst að þau gætu hvenær sem væri fallið í snörpum vindi. Fyrirspyrjandi og Eiður Guðnason lögðu áherzlu á að ef möstur gömlu stöðvarinnar féllu, myndi taka ófyrir- sjáanlegan tima að koma aftur á lang- bylgjusendingum. En það myndi svipta marga landsmenn og sjómenn útvarps- notum á meðan. Ráðherrann kvað það sína skoðun, að enda þótt FM stöðvar þjónuðu æ stærri hluta landsins, dygði það ekki og langbylgjustöð yrði ómissandi til öryggis í útsendingum útvarps, ekki sízt til sjómanna. Þess vegna teldi hann að ríkissjóður ætti aö koma til skjalanna og létta Rikisútvarpinu byggingu nýrr- ar langbylgjustöðvar. Tók Eiður undir það, en Þorvaldur Garðar kvað litlu skipta hvaðan fé kæmi, þaö kæmi að lokum úr vösum skattborgaranna. Aöalatriöið væri að koma nýju stöð- inni upp áður en áföll dyndu yfir. HERB Full búö af sérkenmlegum fermmgargjöfum Látið blómin tala á páskunum. Allar skreytingar unnar af fagmönnum. OPIÐ UM PÁSKANA: skírdag kl. 9—18 föstudaginn langa Lokað laugardag kl. 9—21 páskadag lokað annan páskadag kl. 9—18 Nœg bílastæði um helgar. -BLÖM feftEmR Hafnarstræti 3. Símar 12717 og 23317.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.