Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 7. APRlL 1982. Afkoma Flugleiða hefur batnað verulega „Rekstrartekjur árið 1981 hækkuðu um 53,3% en rekstrargjöld um 38,7% og er hér um að ræða verulegan bata að þessu leyti,” sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, á aðalfundi félagsins í gær. „Afkoma félagsins hefur batnað vegna þeirra markvissu aðgerða og kostnaðarlækkana sem hófust árið 1979 og sem hafa borið árangur. Einnig hefur þróun eldsneytisverðs verið hagstæð þannig að eldsneytis- verð hefur verið stöðugt. Þá hefur sú starfsemi, sem félagið hefur haldið uppi í fjarlægum löndum, bætt afkomu félagsins þvi verkefnin eru jöfn allt árið um kring og hefur þess- vegna verið betri nýting á tækjum og tækniþjálfuðum starfsmönnum félagsins. Segja má að afkoma félagsins árið 1981 sé þolanleg þegar tekið hefur verið tillit til hins bágborna efnahags- ástands í hinum vestræna heimi i árinu 1981. Afkoma flugfélaga um alian heim var verri á árinu 1981 en um langan aldur,” sagöi Sigurður ennfremur. Hann skýrði frá því að verulegt tap hefði orðið á Atlantshafsfluginu, einnig innanlandsfluginu en afkoma Evrópuflugsins hefði verið góð. f ársreikningum Flugleiða kemur fram að tap félagsins árið 1981 var rúmar tvær milljónir króna á móti sjötíu milljónum króna árið 1980. Sigurður ræddi nokkuð áætlunarflugið og sagði meðal annars: „Það er skoðun félagsins að markaðurinn á fslandi, með tilliti til flugstarfsemi, sé það lítill að einungis sé pláss fyrir eitt áætlunarflugfélag til að fullngæja þeim þörfum sem fyrir hendi eru.” Og slðar: „Engin skyn- semi virðist í því að tvö islenzk flug- félög haldi uppi áætlunarflugi til og frá fslandi árið um kring. Til þess eru vítin aö varast þau og menn ættu að hyggja aö þeirri staðreynd að Flugfélag fslands og Loftleiðir voru að falli komin vegna skefjalausrar samkeppni árið 1973, þegar þau voru sameinuð,” sagði forstjóri Flugleiða. Þeir menn sem ganga áttu úr stjórn og varastjórn Flugleiða voru allir endurkjömir utan Dagfinns Stefáns- sonar flugstjóra en f hans stað í vara- stjórn var kjörinn Jáhannes Markús- Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða og hluti stjórnarinnar á aðalfundinum. DV-mynd: Bjarnleifur. son flugstjóri. Stjórn Flugleiða skipa nú: örn Ó. Johnson formaður, E. Kristinn Ólsen, Halldór H. Jónsson, Grétar Br. Kristjánsson, Óttar Möller, Sigurður Helgason, Kristjána Milla Thorsteinsson, Rúnar B. Jóhannsson og Kári Einarsson. Tveir síðasttöldu eru skipaðiraf ríkinu.f varastjórn eiga sæti: Einar Árnason, Ólafur Ó. Johnson, Jóhannes Markússon og fyrir hönd rikisins þeir Þröstur Ólafsson og Guðmundur Einarsson. -KMU. Flug Arna lögbrot Flugfélagið Ernir á ísafirði kom aðeins til umræðu á aðalfundi Flugleiða. Hóf Halldór Jónsson verkfræðingur máls á þvf og sagði Erni fljúga nokkurskonar „áætlunarleiguflug” á leið sem Flugleiðir hefðu sérleyfi á. Taldi hann Erni taka farþega frá Flugleiðum. Sigurður Helgason tók undir orð Halldórs og sagði flug þetta brjóta í bága við reglur um sérleyfi. Þrátt fyrir það hefðu yfirvöld ekki gripið i taumana. - -KMU. ■ ■ r Orn 0. Johnson, stjómarformaður Flugleiða: Takmarka þarf vakl samgönguráðherra „Mér virðist augljóst að takmarka verði það vald sem samgöngu- ráðherra hefur nú til að móta „flug- málastefnu” og úthluta flugrekstrar- leyfum. Hér þarf augljóslega að dreifa valdinu á fleiri hendur því mikið er í húfi að rétt sé að málum staðið,” sagði örn Ó. Johnson, stjórnarformaður Flugleiða, meðal annars í ræðu sinni á aðalfundi félagsins í gær. „Þótt tilefni orða minna séu að sjálfsögðu þau skref, sem núverandi flugmálaráðherra hefur stigið í veit- ingu flugrekstrarleyfa og boðun hans. á nýrri flugmálastefnu, fela þessi orð mín ekki í sér beina árás á hann persónulega þó ég sé auðvitað alger- lega andvígur þessari stefnubreytingu hans. Ég á fyrst og fremst við það að þótt núverandi samgönguráðherra móti nýja stefnu í flugmálum þá virðist ekkert því til fyrirstöðu að eftirmaður hans geti söðlað um og aftur breytt þeirri stefnu til sam- ræmis við sínar skoðanir. Einnig virðist ljóst að sú stefna, sem mörk- uð var af samgönguráðherra árið 1973, var ekki til neinnar frambúðar og kannski bara tilviljun að henni var ekki breytt þegar næsti ráðherra tók við af honum. Það hljóta allir að sjá að enginn flugrekstraraðili, sem lagt hefur í miklar fjárfestingar í tækjum og starfsliði, getur búið við slíkt öryggisleysi sem hann, og þá kannski þjóðarbúið einnig, geta orðið fyrir miklu tjóni af. Þessu er óhjákvæmi- legt að breyta hvernig sem að verður farið,” sagði örn. Hann hafði áður rifjað upp sameiningu Flugfélags íslands og Loftleiða árið 1973 og sagt: „Ég efa ekki að þeir tveir ráðherrar, sem hvað mestan þátt áttu í sameiningu flug- félaganna á sínum tíma, séu ekki síður en við Flugleiðamenn undrandi og vonsviknir yfir síðustu atburðum í þessum málum. Ég hygg að þeim hafi ekki frekar en okkur dottið í hug að þau loforð, sem þá voru skriflega gefin af æðstu stjórnvöldum lands- ins, yrðu nú, aðeins niu árum síðar, að tilefnislausu svikin,” sagði örn. Undir lok ræðu sinnar sagði örn: „Svo sem ársreikningurinn ber með sér hefur orðið verulegur bati á rekstrarafkomu félagsins og er það gleðiefni. Eiga bæði forstjóri og starfsfólk félagsins sinn drjúga þátt í því og er það þakkarvert. Rétt er þó að vekja athygli á að enn er félagið rekið með tapi, 2 millj. króna, þrátt fyrir fjárhagsstuðning stjórnvalda hér á landi og í Lúxemborg, sem nam 40,6 millj. króna. Við virðumst því enn eiga langa og stranga baráttu fyrir höndum, sem engan veginn sér fyrir endann á með þeirri óvissu, sem enn ríkir á Norður-Atlantshafsflug- leiðinni, með vaxandi samkeppni við innlend og erlend flugfélög á Evrópu- leiðum og með snöru um hálsinn í verðlagningu innanlandsflugsins.” -KMU. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði _______‘ - - . _____________________________________________________________________ - Reykjavík í viðjum ofstjórnar Þau eru mörg mannréttindamilin i landinu. Nú hefur lengi stafllð yfir þref út af réttinum til afl tala f sima, en þeim málum hefur verið þannig fyrirkomið, að þeir, sem telja sig bera hag gamals fólks fyrir brjósti finnst að frá því hafi verið tekin nokkur lifsingæja með því að breyta skrefa- gjaldi til verðjöfnunar þannig afl vifl hér á þéttbýlissvæðinu borgum eitt- hvað fyrir kjaftakerlingar i öflrum landshlutum, og fer það sem er vani, að Reykjavfk og nágrenni þarf að borga fyrír hrafninn. Þetta simamál sýnlr aðeins, að Reykvikingar eru ekki taldir eins réttháir og aðrir þegnar þegar til margvislegrar skattheimtu kemur. Vel má vera að hér i borginni séu ein- hverjir rikir aðilar, sem græða á þvi að Reykjavik er helsta höfn landsins, hér situr Alþingi og hér er mikil umferð utan af landi og til landsins. Það breytir þó ekki þeirri staflreynd, að á Stór-Reykjavikursvæðinu er þorri fólks liklega ver staddur mefl tekjur en þorri fólks útl á lands- byggðinnt. Reykjavik er þrátt fyrir allt láglaunasvæði, og það er nánast stjórnunarleg heimska, að ætla henni að standa undir kostnaði, t.d. við simtöl annarra. Það nýjasta f málinu er, afl nú eiga stjómmálaflokkar afl fá 85% afslitt af simagjöldum vegna kosningamála, og hefur ekki verið leikið meira við þá fyrr i langri friðindasögu. Möndl með gjöld af þessu tagi er mismunun, sem almenningur gleymir seint og er raunar alveg óþörf. Hún hefur keirn af þeirri ofstjórn, sem tiðkast i öðrum löndum, þar sem fólki er skipafl f bása þangafl tll það brýtur af sér hlekkina mefl einlngarsamtökum efla einhverju öðru imóta, ekld f von um sigur, heldur til að sýna valdhöfunum, að ekki geta þeir öllu ráðið. Þá eru skrifaðar langar greinar og efnt til funda um Iff í borginni, einkum lif i miðbænum, en i þvf efnl vilja menn hafa sömu umferfl i kvöldin og að deginum. Sannleikur- inn er sá að um helgar verður mifl- bærinn að einu allsherjar hlandporti með tilheyrandi öskrum og óhljóðum, en kaupmenn og húseigendur fara f miðnæturgöngu til að telja brotnar rúður. Á þennan „dauða” miflbæ eru lögð hærri fastelgnagjöld en þekkjast annars staflar. Ruglað fólk heldur siflan dauðahaldi i hvern hundakofa, sem er afl falli kominn, og bannar afl þar sé hreyfö spýta til lagfærlngar. Þafl er annað dæmi ofstjórnar. Grjóta- þorpifl, þessi gritmúr kommúnista, er hin helga jörð, þótt þar sé afleins um að ræða samsafn nýlendubygg- inga úr bárujirni. Þi er ljóst afl Torfan svonefnda fær að standa áfram i hróplegu ósamræmi við allt annað vifl Lækjargötu. Jafnvel úti- taflifl er of nýtfskuleg fyrírtekt til að eiga heima nilægt Torfunni. Fasteignaskattar í Reykjavík byggja á þeirri trú sveltamanna, að i borginni sé hátt lifað og þar drjúpi smjör af hverju strii. Staðreyndin er að miflbærínn verður næsta verðlítill i næstu irum, vegna þess að marg- vislegar þungamifljur byggðar færast annafl. Það eru þegar komnir upp einskonar miðbæjarkjarnar vifl götur, þar sem öflugur rekstur er til húsa, en vifl Austurstræti eu ekki umtalsverð umsvif nema bankar. Til viflbótar heiraskulegum fast- eignagjöldum og simagjöldum vegna utanbæjarmanna koma svo skattar, sem Reykvfkingar verfla að bera bróðurpartinn af samkvæmt reglunni afl allt sé rikast og mest i Reykjavfk. Afl vfsu eiga skattar að ná til allra landsmanna jafnt, en menn mega sanna, að ekkl þarf mikiö að breytast til að ekki komi upp krafa um það, að hærri tekjuskatt verði að leggja i Reykvikinga en aðra vegna búsetu- munar. Vegna kjördæmaskipunar hefur alltaf þótt hentugt að gera út i Reykjavlk. Allt sem borgin hefur teklð sér fyrir hendur og margsinnis hefur verifl greitt af borgarbúum einum er nú tekið i hlna sameiginlegu hit til afl jafna einhverja reikninga, sem Reykjavikurborg hefur aldrei stofnað til. Siflasta stórvirkið i þeim efnum var „gjöf” Reykjavfkurborg- ar i fjórum gömlum orkuverum, svo hægt værí afl verðjafna rafmagni og lita Reykvlkinga þannig greifla fyrir landsbyggflarlinur, sem koma henni ekki við. Eða mundi ekki verða andlit i fjölbýlisstöðum útl i landi, ef þeir þyrftu afl fara að verðjafna við Reykjavfk eftir afl búið værí að þurrausa borgina af öllu fémætu 7 Svarthöffli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.