Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982. Spurningin Gerir þú páska- hreíngemingu? Hildur KedUdóttir húsmóðir: Nei. Ég geri einna helzt hreint fyrir jólin. Það er ágætt að gera hreint jöfnum höndum þegar timi gefst til. Anna Olsen saumakona: Já, það geri ég. Það þýðir ekkert annað en að þvo og hreinsa bæði glugga og gardínur. Guflrún L. Blöndal uppeldisfræflinemi: Nei, ég geri hreint þegar ég er upplögð til þess, hlusta oft á góða plötu um leið. Iðunn Reykdal húsmóðir: Nei, ég geri einna helzt hreint fyrir jólin. Mér finnst ieiðinlegt að laga til. Edda Jónsdóttir, fulltrúi útflutnings- deilda SS: Nei, ég geri aðallega jóla- hreingerningu. Mér finnst ekki svo leiðinlegt að taka til, maður hefur sjaldan nægilegan tíma tii þess. Ég vinn úti allan daginn. Nina Hjaltadóttir, i Landss. hjálparsv. skáta: Nei, ég mála um páskana ef þess þarf, geri hreint á vorin og haustin. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Vetur í apríl eða —of saveður ogflóð- bylgjur —heima er kannski bezt Viggó Oddsson skrifar frá Jóhannesar- borg, S-Afriku: Á meðan fólk hefur verið að drepast úr kulda allan veturinn á norðurhveli, er ástandið lítið betra hér suður frá; sumstaðar allt á kaft í vatni eða margra ára þurrkar, uppskerubrestur, og víða um lönd meiriháttar hungursneyð. í Ástralíu var kaldast eina nóttina, ein 32 stig á Celsius, og um 1000 (þúsund) sléttueldar samtímis og telst það varla til tíðinda þar í landi. í S- Afríku hefur veðrið verið eins síðan í október: „skýjað með köflum og heitt með dreifðum þrumuskúrum”. Og skyndilega kemur vetur í apríl eða mai, fé fennir og kartöflur frjósa fram í ágúst, þá byrjar ballið aftur: AUt veður í blómum, hitinn rýkur upp og ekkert rignir, eöa allt fer á flot. Stundum koma ofsaleg þrumuveður með 50 eld- ingum á mínútu. Haglá stmrö viö kaffíbolla Stundum kemur þrumuveður á sumrin, oft á takmörkuðum svæðum. Á hásléttunum í Transvaal, í 1800 metra hæð, yfirhitnar loftið og streym- ir upp í háloftin þar sem eru kannski mínus 50 gráður, þá kólnar loftið og þjappast i dropa og snjóköggla vegna rakans í lægri skýjum. Þegar loftiö get- ur ekki haldið rakanum uppi vegna samþjöppunar hrynur allt niður aftur og hleður utan á sig snjó og ís og getur orðið að hagli á stærð viö hænuegg eða kaffiboila áður en það bráðnar í neðri 1 • B H 1 V 1 1 > I ili hitalögum. Þannig kom ein bollaskúr eða „él” á eitt borgarhverfi í Jóhannesarborg og eyðilögðust 80 asbestþök, haglið fór í gegn og fólk varð að húka undir borðum á meðan óveðriö gekk yfir. Heilir búgarðar, akrar og garðar eyðileggjast árlega í svona veðrum. Viku bö þurrka skyrtu Stundum er lofthitinn um og yfir 30 stig mánuðum saman og getur tekið viku að þurrka heytuggu eða skyrtu. Það þornar ekkért yfir nóttina og kom- „A meðan fóMí hefur verið eð drepast úr kulda allan veturinn é norðurhveli farðar er éstandið lítið betra hór suðurfré; sums staðar allt á kafi i vatni, eða margra ára þurrkar, uppskerubrestur, og víða um lönd meiriháttar hungursneyð," segir í brófi frá Viggó Oddssyni i S-Afriku. r ÆFINGASKOR Miög gott verð Litur: Dökkblátt/hvítt/rautt SftÆDi LAUGAVEGI 74 SÍMI: 17345 Stærðir: 31-35 Kr. 210.- 36-46 Kr. 250.- in rigning áður en maður kemst heim úr vinnu. Flóðir Hfandi Eitt af því hörmulegasta við klaka- regnið er að þetta eru oft egghvöss stór flikki, ekki eins og hrísgrjón eða baun- ir, þetta kemur niður með 100 km hraða og flær villidýr og búpening lifandi. Haglið strýkur skinnið af baki dýranna í lófastórum flyksum eða hreinlega rotar fugla og smærri dýr. Einn nágranninn missti alla málning- una af þakinu, þakið var eins og sand- blásið. Á götum voru brotnar trjá- greinar i ökkla og stór tré ennþá las- burða eftir að fá þessi sleggjuhögg. Ein borg í S-Afríku fékk ofsa þrumuveður . Þar sést varla lækur á 5 ára fresti en eitt kvöldið fór að rigna og allir hlupu nið- ur að læk til að sjá vatniö renna undir brúna. Skyndilega kom 10 metra flóð- bylgja og sópaði öllu í burtu, húsum, bílum, þúsundum af kindum og um 100 manns drukknuðu inni 1 miðri eyði- mörkinni sem heitir Karoo. Eins og í Vestmannaeyjum var ekkert tryggt. En þeir sem komust af lögðu nótt við dag að heimta styrki frá skattborgurum, víðs fjarri, eins og Vestmannaeyingar, svona er mannfólk- ið andvaralaust og andlega vangefið, í miðri eyðimörk í Afríku og á miðri eld- fjallasprungunni í Atlantshafi. Og allir aðrir eru eins, þegar eitthvað bjátar á hjá nágrannanum, safna ótal milljón- um og fá ekkert nema skammir og van- þakklæti fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.