Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Blaðsíða 28
40 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982. Valborg Hajsted var fædd í Stykkishólmi 19. september 1910. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Andrésdóttir og Jón Jónasson sjó- maður. Valborg giftist færeyskum manni, Jóni Hajsted, og eignuðust þau 2 syni. Jón andaðist 1968. Valborg andaðist í sjúkrahúsinu á Þórshöfn 18. marz. Hún var jarðsungin frá Halldórsvik v/Langasand 21. marz að viðstöddu miklu fjölmenni. Pátt Pálsson húsasmiðanteistari ' ‘ Söndum lezt 30. marz. Hann vo’- tæddur aö Bulandsselt t Skaftártungu 19. marz 1909, sonur hjónanna Margrétar Þorleifsdóttur og Páls Páls- sonar. Hann kvæntist Jónínu Eyþórs- dóttur árið 1946 en hún lézt 6 árum síðar. Lengst af vann hann á trésmíða- verkstæði hjá JP innréttingum í Reykjavík. Atli Árnason múrari, Reynigrund 27 Kópavogi, lézt laugardaginn 3. apríl. Elin Thorarensen hárgreiðslukona, Langholtsvegi 151, andaðist í Borgar- spítalanum aðfaranótt 6. apríl. Jósabef Katrin Guðmundsdóttir frá Haga i Holtum, andaðist föstudaginn 2. apríl. Tilkynningar Opiö hús í Dvalarstofnunum fyrir aldraöa á alþjóðaheil- brigðisdaginn 7. aprfl 1982 Eftirtaldar dvalarstofnanir fyrir aldraöa vcröa opnar fyrir almcnning í dag 7. apríl. Mun starfsfólk á stofnunum svara fyrirspurnum, ef einhverjar eru og sýna gestum húsakynni. íbúflir fyrir aldrafla. Opíð hús verður að Norður- brún l kí. 13—17. Er sérstaklega vakin athygli á félagsstarfi eldri horgan spm er þar til húsa. Dvalarheimi aldraflra ()piðhús verður á Hrafnistu- heimilunum, dvalarheiiniium aldraflra sjómanna i Reykjavik og Hafnarfirfli ki. 14—lf». Langlegudeildir aldraðra. 1. Hafnarbuflir. Opið hús verður í Hafnarbúðum kl. 13.30—14.30. 2. öldrunarlækningadeild Landspítalans, Hátúni 10B. Opið hús verður í öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni lOBkl. 14.30—15.30. 3. Sólvangur, Hafnarflrfli. Opið hús veröur aö Sól- vangi, Hafnarfirði kl. 14.30—15.30. Tekið veröur á móti gestum í tveimur hópum kl. 14.30 og 15.00. Gestum verður sýndur spítalinn undir leiðsögn starfsmanna. Ferðafólag íslands Dagsferðir í páskaviku, 8.—12. apríl: 1. 8. april kl. 13: Vífilsfell (656 m). Fararstjóri: Tómas Einarsson. Skíðagönguferð í Bláfjöllum. Fararstjórar: Hjálmar Guðmundsson og Guðrún Þóröardóttir. Verð kr. 50. 2. 9. april kl. 13: Keilisnes—Staðarborg. Verð kr. 60. Fararstjóri: Baldur Sveinsson. Skíðagönguferö í Bláfjöll. Verð kr. 50. Fararstjórar: Hjálmar Guömundsson og Guðrún Þórðardóttir. 3. 10 april kl. 13: Skarðsmýrarfjail (v/lnnstadal). Fararstjóri: Ásgeir Pálsson. Skíðagönguferð á Hengiissvæðinu. Fararstjóri: Tryggvi Halldórsson. Verð kr. 50.-. 4. 11. april kl. 13: Álftanesfjörur — Hrakhólmar. — Verð kr. 30. Fararstjóri Sturla Jónsson. 5. 12. apríl kl. 13: Skíðagönguferö á Mosfellsheiði. Verð kr. 50.- Fararstjóri: Hjálmar Guðmundsson. Farið frá Umferðarmiöstööinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Myndakvöld verður haldiö aö Hótel Heklu miö- vikudaginn 14. apríl kl. 20.30. Félagsmenn í íslenzka Alpaklúbbnum sýna myndir og veita upplýsingar um starfsemi /\lpa- klúbbsins. Bach, Stravinsky og Schubert í Bústaðakirkju Nú stendur yfir á vegum Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar námskeið 1 hljómsveitarleik. Nám- skeiöið hófst í síðustu viku og æfíngar hafa verið þrisvar á dag en námskeiðið mun enda með tónleik- um í Bústaða'r rkju á miðvikudagskvöldið (ath. í kvöld). Stjómandi á tónleikunum verður George Hadjinikos grískur hljómsveitarstjóri og píanóleik- ari sem starfar sem prófessor við Konunglega tón- listarskólann i Manchester. Þetta er í þriðja skiptiö sem George Hadjinikos kemur til íslands á vegum Tónskólans, en auk þess að kenna ferðast hann mikið, leiðbeinir á námskeið- um, stjórnar hljómsveitum og kemur fram sem ein- leikari. Þátttakendur á námskeiðinu eru auk nemenda tónskólans frá flestum tónlistarskólum i Reykjavik og nágrenni. Hljómsveitina skipa um 60 hljóöfæra- leikarar. Á efnisskrá eru þrjú verk S i nfónía í þrem þáttum eftir Igor Stravinsky, Sinfónía í C'-dúr (stóra sinfón- ían) eftir Franz Schubert og svíta í h-moll fyrir flautu og strengjasveit eftir J.S. Bach. Einleikari á flautu er Gunnar Gunnarsson. Tónleikarnir veröa eins og áður sagði í Bústaða- kirkju í kvöld miðvikudagskvöld 7. aprii og hefjast kl. 20.30. Sígaunabaróninn eftir Jóhann Strauss veröur á fjölunum i Gamla biói á annan páskadag kl. 20. Nú hafa verið alls 37 sýningar á Sigaunabarón- inum og er ekkert lát á aösókn. Með helztu hlutverk fara Ólöf Kolbrún Harðar- dó tir, Garðar Cortes, Anna Júlíana Sveinsdóttir og Halidór Vilhelmsson. Hljómsveitarstjóri sýningarinnar er Páll P. Páls- son. Aðgöngumiðasala er i Gamla bíói frá kl. 16 dag- lega. Leiklist Svalirnar hætta Aðeins tvær sýningar eru eftir á Svölunum eftir Jean Genet, sem Nemendaleikhúsiö hefur sýnt að undan- förnu i Lindarbæ við mjög góða aösókn og verða þær sýningar á þriðjudags- og fimmtudagskvöld eftir páska klukkan 20.30. Miöasala er opin á 2. i páskum frá 17—19 og sýningardag frá kl. 17, sími 21971. Nemendaleikhúsið er nú aö hefja æfíngar á síöasta verkefni sinu i vetur, og ber þaö vinnuheitiö: Þórdís þjófamóðir, börn, tengdabörn og barnabörn, er það nýtt leikrit eftir Böövar Guðmundsson, leik- stjóri Hallmar Sigurðsson. Frumsýning er áætluö um miðjan mai. Litli leikklúbburinn Annan dag páska, þann 12. apríl nk., mun Litli leik- klúbburinn, Ísafírði, frumsýna i Félagsheimilinu Hnífsdal nýtt íslenzkt leikrit: Or aldaannál eftir Böövar Guðmundsson, leikstjóri Kári Halldór. Verk þetta skrifaði Böðvar Guðmundsson nú í vetur fyrir Litla leikklúbbinn, leiksviösmynd er eftir Ieikstjórann og er hún mjög óvenjuleg og i anda verksins. Eins og heiti verksins bendir til sækir Böövar efnið í annála. Það byggir á gamalli sögu sem gerðist í Múlaþingi upp úr móöuharðindunum 1784 til 1786, þegar allsleysi og hungur var vel þekkt fyrir- bæri. Lýst er þversneið af mannfélaginu og þeim aöstæöum sem fólk bjó viö. Þarna er á feröinni glæpamál og er gefín innsýn i hvernig þaö kemur við líf fólks, ekki aðeins þeirra sem þátt áttu I brotinu. Þarna er einnig fjallaö um það sem gerist þegar fólk hefur ekkert að borða, hversu lágt mannskepnan getur lagzt og hvaö lagt er í sölurnar fyrir magafylli eða jafnvel fyrir roð eða tóbak. Þarna fjallað um heitar tilfinningar vinnukonu og umrennings, prests og sýslumannsfrúar, svo og kvensaman sýslumann. í verki þessu eru mjög spennandi kvenhlutverk og þau gefa mjög breiöa mynd af lífi konunnar þó ekki sé farið aftur til móðuharðinda. Böövar Guðmundsson hefur meö þessu verki skrifað margbrotið leikrit sem gerir öllum persónum sinum góð skil. Sú samvinna leikstjóra og höfundar sem komst á, meðan verkið -'ar í smíöum hefur gert báðum gott og gerir þessa uppsetningu að ógleyman- legum listviðburði, ekki aðeins í sögu Litla leik- klúbbsins heldur brýtur blað í sögu áhugaleikfélaga. .lónas Tómasson tónskáld hefur samið tónlist við verkiö. Leikmyndin, sem er mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast, er ekki aöeins á sviði því áhorfendasalur verður færöur í leikmynd og leikið frammi í sal. Hlutverk i leiknum eru 10 sem 9 leik- arar fara með. Alls vinna um 30 meölimir Litla leikklúbbsins aö þessari uppsetningu því aö mörgu er aö hyggja. Leikhópurinn naut raddþjálfunar hjá Hilde Helgason, sem hélt námskeið fyrir hópinn i upphafi æfínga. Eins og áður er fram komið verður frumsýnt annan dag páska ki. 20.30 og verður salnum lokað þegar sýningar hefjast, því upphaf leiksins er í salnum. Litli leikklúbburinn hvetur nágranna sina sem aðra landsmenn til að koma til ísafjarðar á sýningar því ekki veröa tök á aö fara meö verkið um næsta nágrenni, það sjá þeir sem mæta. Gert hefur verið plaggat fyrir verkið og er það unniö af Jenny Guðmundsdóttur Grafíker. Fyrir þá sem hefðu hug á að koma til ísafjaröar má geta þess að hótelþjónusta á ísafírði er aö blómstra meö tilkomu tveggja nýrra hótela, Hótels Isafjarðar og Hótels Hamrabæjar, með veitingar og gistiþjónustu. Myndlist Graffkaýning á (safirði. Laugardaginn, 4. apríl, opnaði Jenný Guðmunds- dóttir sýningu i bókasafninu á ísafiröi á vegum menningarráðs ísafjarðar. Jenný stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og Myndlista- skólann í Rvk, framhaldsnám viö listaháskólann í Stokkhólmi hún hefur tekið þátt í sýningum á Norðurlöndunum, Þýzkalandi, Póllandi og Banda- rikjunum. Þetta er fyrsta einkasýning Jennýjar og stendur hún yfir frá 4.—18. apríl. Sýningin er opin á timum bókasafnsins og frá 2—6 yfir hátíðirnar, lokað föstudaginn langa. Flestar myndirnar eru til sölu. Valgarflur sýnir oHumálvark í Nýlistasafninu Valgarður Gunnarsson opnar sýningu i Nýlistasafn- inu Vatnsstig 3b, föstudaginn 9. april kl. 16. Sýning- in veröur opin kl. 16—22 virka daga og kl. 14—22 um helgar. Sýningunni lýkur sunnudaginn 18. april. Valgarður Gunnarsson útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands áriö 1979. Stundaði framhaldsnám viö State University of New York og * Empire State College árin 1979—1981. Þetta er fyrsta einkasýning Valgarðs, en hann hefur áður tekiö þátt i tveimur samsýningum. Sýnd eru olíumálverk, unnin á striga. Tónleikar TónMkar Tónleikar verða haldnir i Bústaðakirkju i kvöld kl. 20.30. Þetta eru sinfóniskir tónleikar og á efnisskrá verk eftir Bach, Schubert og Stravinski. Stjórnandi tónleikanna er Georg Hadjinikos. Hann hefur hald- ið námskeiö undanfarið hjá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og eru tónleikarnir afrakstur þess námskeiðs. Á milli fímmtiu og sextíu manns koma fram á tónleikunum. Myndin var tekin á æfingu nú i vikunni. Árnað heilla Tónleikar f Ffladelfíu Antonio Corveiras heldur orgeltónleika í Flladelfíu- kirkjunni 1 Reykjavik laugardaginn 3. april kl. 17. á efnisskrá eru ýmis þekkt verk. Þá heldur Corveiras ennfremur tónleika laugardaginn 10. april og laugar- H«|inn |7_ »|>rU TónMkar afl HMgarfli Freyr Sigurjónsson og Anna Guðný Guðmunds- dóttir halda tónleika að Hlégarði á vegum Tónlistar- skólans í Mosfellssveit laugardaginn 10. apríl kl. 14.30. Freyr lauk cinleikaraprófi í flautuleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1978 og hefur síöan stundað nám í Manchester. Anna Guðný starf- ar í London sem undirleikari viö Guildhall School of Music and Drama en hún hefur stundaö nám við þennan skóla undanfarin ár. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir frönsku tónskáldin Couper- in, Pixis, Widor og Jolivet. Tónlistarfólkið mun einnig leika á Akranesi 17. apríl og í Norræna hús- inu sumardaginn fyrsta. Nýlega voru gefin sanian í hjónahand af séra Sigurpáli Óskarssyni í Hofs- kirkju, Ciuðrún María IJnberg Runolfsdollir og Sleinþór Virtar Sigur- björnsson. Heimili þeirra er að Kára- stíg 5, Hofsósi. Fundir Kvennadeild Slysavarnafélagsins heldur afmælis- fund 15. apríl klukkan 20 stundvíslega I húsi SVFÍ á Grandagarði. Góð skemmtiatriði og matur. Konur eru beðnar að hringja sem fyrst og tilkynna þátttöku I sima 73472 (Jóhanna), 85476 (Þórdís) og 31241 (Eygló) eftir klukkan 17 eða í sima SVFÍ á skrif- stofutíma. Stjórnin. Einstaklingar Kynningarfundur veröur haldinn í Félagi einstakl- inga að Hótel Esju, 2. hæð, miðvikudaginn 7. april klukkan 20. Venjuleg fundarstörf. Glens og gaman. Allir velkomnir. Stjórn E-klúbbsins. Hjálpræðisherinn Föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.30. Golgata samkoma. Brigader óskar Jónsson talar. Laugar- dagskvöld, kl. 23.00, miðnætursamkoma, páskadag 11. april kl. 8.00 f.h. upprisufögnuður, páskadag kl. 20.30 lofgjörðarsamkoma, Ríkharður. Ingibjörg Jónsdóttir talar. AHir velkomnir. Kvenfólag Kópavogs heldur fund, fímmtudaginn 15. apríl klukkan 20.30, að Kastalageröi 7. Eiríka Sigurhannesdóttir spjallar um iöjuþjálfun. Mætiö vel og stundvislega. Stjórnin. Hátíðarfundur AA samtakanna Afmælisfundur A.A samtakanna verður haldinn að venju föstudaginn langa, 9. apríl í Háskólabió, kl. 21.00 — Þar koma fram ýmsir A.A félagar og einnig koma fram gestir frá Al-Anon og Al-Ateen samtök- unum. Kaffiveitingar verða eftir fundinn. íslensku A.A samtökin voru stofnuð á föstudag- inn langa 1954, eða fyrir 28 árum. Síðan er þessi dagur hátíðis- og afmælisdagur samtakanna, alveg sama hvaöa mánaðardag hann ber uppá. A.A. samtökin segja þetta um sig sjálf: AA-samtökin (Alcoholics Anonymous) eru félags- skapur karla og kvenna, sem samhæfa reynslu sina, styrk og vonir, svo að þau megi leysa sameiginlega vandamál sin og séu fær um að hjálpa öðrum til að losna frá áfengisbölinu. Til þess að gerast AA-félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að drekka. Inntöku- eða félagsgjöld eru engin, en með inn- byrðis samskotum sjáum við okkur efnalega far- borða. AA-samtökin eru sjálfstæð heild og óháð hvers- kyns félagsskap öðrum. Þau halda sig utan viö þras og þrætur og taka ekki afstöðu til opinberra mála. Höfuðtilgangur okkar er að vera ódrukkin og að styöja aöra alkóhóiista til hins sama. Enginn getur hætt drykkjuskap nema hann vilji það sjálfur. í dag eru á annað hundrað A.A. deildir hér á landi sem hver um sig heldur að minnsta kosti einn fund á viku, sumar oftar, og þessa fundi sækja alltfrá 10— 15 manns upp i 150 manns, vanalegur fjöldi er 30— 40 manns á fundi. — Hér í Reykjavík eru margir fundir á dag og byrja fyrstu fundirnir á morgnana og þeir síðustu um miðnætti. Upplýsingar um fundi og fundarstaði er hægt að fá á skrifstofu A.A. sam- takanna í Reykjavik, Tjarnargötu 5b, sími 12010. Opin 1—5 e.h. alla virka daga. Afmæli 70 ini cr i dag Hafrtelnn Guðmunds- son. Hann fæddist í Vestmannaeyjum á páskadag, sonur hjónana Guðrúnar Kristjánsdóttur og Guðmundar Helga- sonar Árið 1932 lauk Hafsteinn námi í prentiðn, hann réðst sem prentsmiðju- stjóri hjá Prentsmiðjunni Hólum árið 1942. Árið 1954 stofnaði Hafsteinn ásamt nokkrum félögum bókaútgáfuna Þjóðsögu. Hann hefur verið einkaeig- andi fyrirtækissins frá 1961. Hann kenndi fagteikningu prentara við Iðn- skólann 1 um 20 ára skeið. 70 ira er i dag, 7. aprfl Haaaes J. Jóaasoa matreWslamaðar frá Lútrum i Aðalvík, nú til heimilis að Stóragerði 10 hér i Rvik Kona hans er Pálmey Kristjánsdóttir frá Látrum. Hannes er að heiman. 75 ira er i dag Öskar Ólafsson trésmiður, til heimilis að Iðjumörk 1, Hveragerði. Hann er kvæntur Kristínu Þórðardóttur. Óskar er að heiman í dag. 75 ira er i dag Kristinn Guðjónsson, forstjióri, Viöimel 55. Hann er einn af frumkvöðlum nútimaiðnaðar, var fyrstur manna í allri Evrópu til að hefja framleiðslu fiúrlampa. Það var árið 1940. Kristinn hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir iðnaðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.