Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Blaðsíða 32
44
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIDVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Hafnfirðingar fíka búnir
að fá billiardstofu
Hafnfirðingar eignuðust sina
fyrstu knattborðsstofu um árabil um
síðustu helgi. Þá opnuðu tveir góð-
kunnir kappar úr , .brandaraborg-
inni” nýjan biliiard að Hjallahrauni
15 og ber staðurinn nafnið Snóker.
Það eru þeir Pétur Eliasson og
Guðbjartur Jónsson sem að þessu
framtaki standa. Hafa þeir keypt
fjögur borð frá E.J. Riley en það
fyrirtæki hefur framleitt bilUardborð
í um 150 ár og þykja ekki ðnnur'
betri.
Þeir félagar hafa í hyggju að fá
einn af fremstu billiardspilurum
landsins til að kenna galdurinn á
staðnum einhvern tímann á næstunni
og verður það því sérstaklega auglýst.
Fyrst um sinn verður Snóker opinn á
virkum dögum frá kl. 16.00 til 23.30
en um helgar frá 10.00 til 23.30.
-klp-
laugur Guðmundsson endurskoðandi.
Quadro opnar nýja verzlun
Tizkuverzlunin Quadro tvðfald-
aðist nú um helgina þegar opnuð var
ný verzlun að Laugavegi 33. Að sögn
eigenda verzlunarinnar, önnu Björg-
vinsdóttur og Finns Gislasonar, selur
Quadro itölsku vörumar Swinger og
amerísku vörurnar joujou. Í Quadro
Laugavegi 54 ríkir sportleg lina en i
nýju búðinni ér fatnaður nokkuö
sparUegrí og „chic". Finnur Gíslason
hannaði og smfðaöi innréttingar og er
þetta þríðja tizkuverzlunin sem hann
innréttar en fyrir utan Quadro-búö-
irnar hefur hann innréttað tizku-
verzlunina Blondie, Laugavegi 54.
Fyrir utan eigendur starfa nú fimm
stúlkur I Quadro.
Fmnur GMrnson og Anna Björg-
vinsdóttir, eigendur Quadro,
klingdu gtösum irið gesti sína a
laugardaginn. Á myndinni má
einnig sjá Gunnar Breiðfjörð, söiu-
mann hjá Fatagerðinni Bót, og
Guðjón Pótursson.
Charlene Titton: Framleiðendur Dallas fíýttu sór að iáta Lúcý
fíka verða ólétta.
Lúcý á von á bami
Þegar hún Charlene Tilton (Lúcý í
Dallas) gekk í það heilaga hér á dögun-
um með þjóðlagasöngvaranum Johnny
Lee tUkynnti hún blaöamönnum að
hún óskaði þess heitt og innilega að
eignast barn.
Henni láðist þó að geta þess að barn-
ið var þegar komiö undir. Hún hafði
ekki einu sinni trúað móður sinni fyrir
því að hún væri vanfær.
En nú er ástæðan fyrir þessarí miklu
leynd komin í ljós: Charlene var að
hugsa um að iáta eyða fóstrinu. Hún
óttaðist að missa þær góðu tekjur sem
hún hefur haft af hlutverki sinu f Dallas
ef hún eignaðist barniö. En eiginmað-
urinn sló hnefanum í borðið og taldi
konu sina á að eignast barniö hvað sem
í veði væri.
Og nú er líka búið að bjarga hlut-
verkinu því að framleiðendur Dallas-
þáttanna hafa fallizt á að breyta hand-
riti næstu þátta þannig að hlutverkið
passi við stækkandi maga Charlene:
Sem sagt með því að láta Lúcý lfka
verða ólétta. Charlene geislar af
hamingju og segist ætla að gleyma þvi
sem allra fyrst að henni skyldi nokkurn
tima hafa dottið i hug að láta eyða
fóstrinu.
Dýrkeypt
ástarævintýri
Þegar Erika HUbner frá NeumUnster
i Þýzkálandi eignaðist bam með Paul
McCartney fyrir 19 árum, grunaði
hana ekki að hann ætti eftir að græða
milljónir á tónUst sinni. Hún hélt fað-
erninu leyndu og sagöi dóttur sinni,
Bettinu, ekki frá því fyrr en telpan var
orðin 9 ára. Paul hefur aldrei viður-
kennt faöernið opinberlega en hins veg-
ar lagt 66.000 v-þýzk mörk af mörkum
til uppeldis hennar.
Og nú vill Bettina fá meira frá hinum
auðuga föður sinum. Hún býr 1 Berlín
og undirbýr þar málaferU á hendur
Paul. Hún krefst þess að hann greiði
sér 7 miUjónir marka sem réttmætan
erföahlut sinn og lögfræðingar hennar
segjast alveg klárir á þvi að hún vinni
málið.