Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Blaðsíða 33
45 , DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982. — Sviðsljósið Sviðsljósið 0 Sviðsljósið Raza Cyms: Tahir að nýr eiginmaður móður Pmna gmtl rmynit hontMtt hmttm- legur keppinautur um hisætið. Farah Diba hyggur á nýtt hjónaband Llfið hefur ekki verið neinn dans á rósum fyrir Farah Diba, fyrrverandi keisaraynju af fran, siðan maður henn- ar lézt fyrir 1 1/2 ári. Á þessu tímabili komst hún þó að því að hún átti vissu- lega vin að i raunum sínum þar sem var Hamid Serwan, ofursti (48 ára). Serwan ofursti var einn af þeim sem fylgdu keisaranum og fjölskyldu hans út á flugvöllinn i Teheran 1979 er flótti var orðinn eina undankomuleiðin. Skömmu seinna varð oiúrstinn sjálfur að flýja land og skildi hann þá við eiginkonu sína. Þau Farah og ofurstinn hafa verið óaðskiljanleg undanfarna mánuði. Farah býr nú ásamt börnum sínum i Egyptalandi og nýlega fullyrti blað eitt í Kairó að hún og ofurstinn hygðu á hjónaband. Farah fékkst ekki til að tjá sig um málið en hins vegar varfl elzti sonur hennar, Reza Cyrus (21 árs) óður og uppvægur. Hann tilkynnti samstundis að móðir hans mundi aldrei giftast aft- ur. Og hann hefur vissulega sinar ástæður fyrir þvi að banna móður sinni að giftast. Hann telur sig réttmætan arftaka að hásætinu i fran en óttast aö nýr eiginmaður móður hans ætti greið- ari aðgang aö huga og hjarta irönsku Farah Diba (42 áraj: ástfangin af írönskum ofursta. þjóðarinnar en hann sjálfur. Iranir höt- uðu keisarann ákaft, en hins vegar naut Farah ætfð mikilla vinsælda. Sérstak- lega töldu iranskar konur sig eiga henni að þakka það aukna frelsi er þær fengu á siðustu valdaárum keisarans. Frelsi, sem Khomeini hefur aftur rænt þær, en þær gætu vel hugsað sér að endur- heimtaáný. Karólína pantar brúðarkjólinn Eiginlega var það talið vist að trúlof- un þeirra Karolínu prinsessu af Mónakó (25) og Robertinos Rosselini (32 ára) yröi ekki tilkynnt fyrr en á hinu árlega Rauðakrossballi i Mónakó i ágúst. En nú virðist prinsessunni liggja mun meira á að komast í það heilaga því að nýlega pantaði hún sér brúðar- kjól hjá tizkuhúsinu Dior í París. Robertino hefur notað tfmann til að sækja um ríkisborgararétt í Mónakó og þykir lítill vafi á því að hann fái hann þar sem Rainer fursti hafði áður boðið honum að sækja um hann. Karólina hefur lika látið breyta hús- inu sínu i Monte Carlo i hólf og gólf. Enda telja kunnugir að hún sé ákveðin i þvi að flytja sem fyrst úr höll foreldranna í eigið húsnæði. Og nú bendir allt til þess að hún ætii að drifa sig i það heilaga til að geta deilt þvi með Robertinó. Karólina og Robertino fyrir framan höU GrimaMi-œttarinnar i Monte Cario. Boðað til grímudansleiks Það fór ekki hjá þvi að vegfarendur stöldruðu við er þessi káti hópur ungmenna fór um götur Kaupmannahafn- ar. Hann skemmti fólki lika með söng, dansi og spili og afhenti dreifibróf. Tilgangurinn með þessari uppákomu var að ná sarnan fólki á ákveðnum stöðum næstu dagana til að undirbúa grímudansleik mikinn sem halda skal á götum borgarinnar innan nokkurra vikna. (DV-myndRR) Maríon Michaol sem frumskógastúlkan Liane 1956. Hin fertuga Maríon segist hafa fundið takmark og tiigang með Hfi sínu í Aust- ur-Beríín. Hún f lúði til Austur- Berlínar Henni skaut upp á stjörnuhimininn 15 ára að aldri í hlutverki hinnar fögru og kynæsandi frumskógar- stúlku Liane. 17 ára gömul hafði hún efni á að kaupa sér rándýrt einbýlis- hús og ári síðar átti hún álitlegt safn sportbíla. En nú er Marion Michael orðin fer- tug og hefur snúið baki við fyrra lífi sínu. Hún hefur flutt sig um set aust- ur fyrir járntjaldið og vinnur sem að- stoðarleikstjóri í Austur-Berlín. — Hér liður mér vel. Lífið vestan megin tjaldsins var orðið mér óbæri- legt, segir Marion. Og vinir hennar segja, að hún hafi lengi verið trúaður kommúnisti, til- búin til að fórna öllu fyrir flokkinn. Marion hvarf skyndilega austur fyrir tjald. Síðustu tveir áratugirnir höfðu verið henni erfiðir. Á sjöunda áratugnum sá hún slúðurblöðunum svo sannarlega fyrir nægu efni: Brúð- kaup, skilnaður, barn utan hjóna- bands og ótal ástarævintýri með þekktum leikurum. Hins vegar gekk henni illa á leikbrautinni og á áttunda áratugnum ákvað hún að snúa sér að öðru. Hún reyndi fyrir sér sem að- stoðarstúlka læknis, fóstra og um sjónarmaður barnatima í þýzka sjón- varpinu. En hún var sifellt tauga- veiklaðri og hætti svo alveg að vinna. Loks varð hún að draga fram lífið á atvinnuleysisstyrk. Hún gerði misheppnaða sjálfs- morðstilraun en fékk eftir það vinnu á umboðsskrifstofu fyrir leikara. Þar útvegaði hún fyrrverandi kollegum hlutverk sem hana hafði sjálfa áður dreymt um að leika. — Mér hafði lengi boðið við því lífi sem ég lifði, segir Marion. Jafnvel þegar bezt gekk á leikferli mínum var ég aldrei annað en nakti kroppurinn Liane. Ég varð að finna mér takmark og tilgang annars stað ar. Og það telur Marion sig sem sagt hafa fundið með því að „flýja” til Austur-Berlínar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.