Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1982, Blaðsíða 36
Símamenn telja Ragnar hafa svikið:
SJMVIRKJAR HYGGJA
A SKÆRUVERKF0LL
, .Simamenn eru mjög óánægðir og
telja að þeir hafi verið sviknir m.a.
um efndir á þeim loforðum sem
Ragnar Arnalds gaf en hann sagði að
kjör okkar ættu að vera sem líkust
kjörum manna í svipuöum störfum á
hinum almenna vinnumarkaði,”
sagði Valgeir Jónasson hjá Félagi ís-
lenzkra símamanna. Fundur í stjórn
og trúnaðarmannaráði 5. deildar
FÍS, telur úrskurð kjaranefndar í
kjaramálum símvirkjastéttarinnar
alls ófullnægjandi og mótmælir
harðlega að stjórnvöld skyldu ekki
standa við fyrirheit um samræmingu
á kjörum símvirkja við kjör þeirra er
vinna sömu störf á almennum mark-
aði.
„Við teljum aðalkjarasamninginn
varla gildan vegna þessa og hugsum
okkur til hreyfings upp úr miðjum
mánuði með einhvers konar aðgerðir,
hvort sem það verður í formi
uppsagna eða einhvers konar skæru-
verkfalla. Ég er ekki viss um að fólk
geri sér grein fyrir því að símvirkjar
setja ekki bara upp síma heldur hafa
með allt sjálfvirka kerfi landsins að
gera og geta með því að breyta sínum
vinnuháttum valdið því að heilu
landshlutarnir verði sambandslausir.
Þetta er okkur mikið alvörumál því
við þessi kjör getum viö ekki unað,”
sagði Valgeir.
Fyrir nokkru fór fram könnun á
launum iðnaðarmanna sem vinna hjá
ríkinu á ASl og BSRB kjörum. Þessi
könnun var framkvæmd af fulltrúm
BSRB og ríkisins og voru niðurstöður
birtar i ársbyrjun 1982. Kom i ljós að
rafvirkjar á launum Rafiðnaðar-
samb. ísl. taka laun er svara til 20.
lfl. BSRB, rafvirkjar RARIK skv. 18.
lfl. á meðan símvirkjar fá laun sam-
kvæmt 10. lfl. I aðalkjarasamningi
BSRB voru gefin loforð um að leið-
rétta þetta í sérkjarasamningi. Hann
endaði I dómi kjaranefndar er dæmdi
símvirkjum tvo launaflokka, sím-
virkjameisturum einn lfl. og sama til
annarra yfirmannastarfsheita sím-
virkja. -gb.
Lrf og fjör er í laugunum þessa dagana og þaö eru
ekki sizt börnin sem njóta þess áð sprikia i heitu
vatninu. öruggara þykir þó að hafa stuðning mömmu.
DV-mynd Bjarnleifttr
750 MILUONIR
í KÍSILMÁLMINN
—f ramleiðsla á Reyðarf irði hef jist eftir þrjú ár
Kisilmálmfrumvarpið var lagt
fram á Alþingi i gær. Þar er ráðgerð
verksmiðja á Reyðarfirði með 25
þúsund tonna framleiðsluafköst á ári
og bryggja fyrir 20 þúsund tonna
skip. Miðað er við aö framleiðsla
hefjist eftir þrjú ár og við hana vinni
130 manns. Stofnkostnaður er áætl-
aður 750 miiljónir króna og á ríkið aö
eiga minnst 51% hlutafjár, allt aö
225 milljónir.
Auk þeirra skuldbindinga sem
ríkið tekur á sig, ef frumvarpið
verður að lögum, um hlutafjárfram-
lag má nefna 300 milljóna ábyrgðir,
niðurfelling alls konar gjalda á fjár-
festingarvörur og aðföng. Hins vegar
er verksmiðjunni ætlað að greiöa
ígildi aðstöðugjalds svo og venjulega
skatta.
Til samanburðar um stærð verk-
smiðjunnar er að framleiðslugeta ál-
versins í Straumjvlk er 85 þúsund
tonn á ári og þar vinna nú um 700
manns.
-HERB.
Prestskosning
á Óiafsfirði:
Góð kjörsókn
Atkvæði í prestskosningu á
Ólafsfirði síðastliðinn sunnudag
verða ekki talin fyrr en eftir
páska. Samkvæmt lögum má
ekki byrja talningu fyrr en á
morgun en þá er helgidagur.
Frestast því talningin.
Séra Hannes örn Blandon, sem
verið hefur starfandi prestur á
Ólafsfirði í tæpt ár, var einn í
kjöri. Kjörsókn var góð, 530
greiddu atkvæði af 731 á kjör-
skrá. Er það 72,5% kosningaþátt-
taka. Voru þó margir ekki í
bænum, ýmist á sjó eða í ferm-
ingarveizlum annars staðar.
-KMU/Ásgeir, Ólafsfirðl.
Torf usamtökin ræða við Eimskip:
VERÐfJR 0PNAÐ UNGLINGA-
DISK0TEK VIÐ SKÚLAGÖTU?
Teikn eru nú á lofti um að áður en
langt um líður veröi opnað unglinga-
diskótek í miðbænum sem yrði til
húsa I Skúlaskála, vörugeymslu
Eimskipafélags íslands hf. við Skúla-
götu. Eru það aðilar innan Torfu-
samtakanna sem hug hafa á að taka
Skúlaskála á leigu og reka þar slikan
skemmtistað.
,,Það er rétt, við ætlum að leigja
Skúlaskála,” sagði Þórður Magnús-
son, framkvæmdastjóri fjármála-
sviðs Eimskipafélagsins í samtali við
DV. „Margir hafa sýnt húsnæðinu
áhuga og þeirra á meðal eru Torfu-
samtökin.”
Skúlaskáli er 3000 fermetrar að
stærð og sagði Þórður að hvort
tveggja kæmi til greina að leigja skál-
ann I einu lagi eða í einingum.
— Hefði Eimskipafélagið eitthvað
á móti þvi að I skálanum yrði rekið
diskótek?
„Það yrði að ræða það þegar þar
að kæmi.”
— Hefur það komið til tals?
„Um það vil ég ekkert segja.”
— Hvenær verður tekin ákvörðun
um hverjum verður leigt?
„Ja, húsnæðið gæti orðið tilbúið
frá okkar hendi í vor eða sumar,”
sagði Þórður Magnússon. -KÞ.
frfálst, úháð daghlað
MIÐVIKUD. 7. APRIL 1982.
Banaslys á
Akureyri
Sjötíu og átta ára gömul kona lézt á
sjúkrahúsinu á Akureyri í gærkvöld
eftir umferðarslys sem hún lenti í um
kl. 16.30 í gærdag. Konan var á gangi á
Þingvallastræti er fólksbíl var ekið
austur götuna vestan við Mýrargötu og
lenti hann á konunni. Engir sjónarvott-
ar voru að slysi þessu og er lögreglunni
á Akureyri því ekki fullkunnugt um
hvernig það atvikaðist. Konan var
þegar flutt á sjúkrahúsið á Akureyri.
Var hún meðvitundarlaus er þangað
var komið og lézt síðan í gærkvöld eins
og áður er getið. -ELA.
Jóhann efstur
á Skákþinginu
Að loknum fimm umferðum í lands-
liðsflokki á Skákþingi íslands er
Jóhann Hjartarson efstur með fjóra og
hálfan vinning. Jón L. Árnason og
Sævar Bjarnason koma næstir, báðir
með þrjá vinninga og betri stöðu í
biðskák.
Fimmta umferðin var tefld í gær-
kvöldi. Jóhann Hjartarson vann Júlíus
Friðjónsson, Jón L. Árnason vann
Magnús Sólmundarson, Sigurður
Daníelsson vann Sævar Bjarnason og
Björn Þorsteinsson vann Benedikt
Jónasson.
Tvær skákir fóru I bið, skák Róberts
Harðarsonar og Jóns Þorsteinssonar
og skák Elvars Guðmundssonar og
Stefáns Briem.
Biðskákir verða tefldar í kvöld. Um
páskahelgina verður teflt á hverjum
degi og hefjast skákirnar klukkan
fjórtán. Landsliðsflokkurinn er tefldur
I Norræna húsinu. -KMU.
Skíðasambandið
fékk50 þúsund
„Við höfðum um 50 þúsund krónur
út úr þessari sýningu Volvo-skiða-
mannanna,” sagði Hreggviður Jóns-
son, formaður Skíðasambands íslands,
I stuttu spjalli við DV eftir hina vel
heppnuðu skemmtun í Bláfjöllunum
um síöustu helgi.
„Það komu um 9000 manns inn á
svæðið en aðgöngumiðagjaldið var
mjög lágt eða aðeins 20 krónur fyrir
fullorðna og 10 krónur fyrir börn.
Þegar allur kostnaður hafði verið
greiddur er okkar hlutur um 50 þúsund
krónur og við erum mjög ánægð með
það og hvað þessi sýning tókst vel og
vakti mikla athygli,” sagði Hregg-
viður. -klp-
w
Næsta blað kemur út þriðjudaginn
13. april. Smáauglýsingadeild blaðsins
er opin til klukkan 18 í dag. Allar
deildir blaðsins eru lokaðar fram á
mánudaginn 12. apríl en þá er smáaug-
lýsingadeildin opin kl. 18—22 til mót-
töku á smáauglýsingum sem eiga að
birtast daginn eftir.
LOKI
Andstæðingum Blöndu-
virkjunar cr nú hótað því að
Ikarusvagnar vcrði kcyptir ti!
að annast akstur skólabarna
fyrir norðan.