Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1982, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 19. APRÍL 1982. WM Allt um íþróttir helgarinnar Verður Janus að leggja skónaá hilluna? - Það þýðír ekkert að leggja árar í bát, þó að móti blási, segir Janus Guðlaugsson Janus Guðlaugsson, lands- liðsmaðurinn snjalli í knatt- spyrnu, sem leikur með For- tuna Köln í V-Þýzkalandi, á við slæm meiðsli í baki að stríða og getur farið svo að hann þurfi að taka sér frí frá knattspyrnu um tíma eða jafnvel að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Janus hefur átt í þessum meiðslum meira og minna i all- an vetur og síðustu þrjár vikurnar hefur hann tekið sér algjörlega frí frá æfingum hjá Fortuna Köln. — Það er ekki bjart frarnundan en það þýðir þó ekki að leggja árar i bát og gefast upp. Það mun koma i ljós fljótlega hvort ég þarf að fara i upp- skurð eða ekki, sagði Janus i viðtaii við DV i gœr. Janus sagði allt benda til að klemma sé á taug í baki þannig að hún sé marin. Þetta gerir það að verkum að ég fæ verki þegar ég hreyfi mig. — Það leiðir verki frá baki niður fæturna, sagði Janus. Óskabyrjun Þróttar dugði ekki í Prag — Ólafur Benediktsson varði eins og berserkur, þegar Þróttarar komust yfir 7:3 en þeir máttu síðan þola tap —19:23 Þróttarar náðu ekld að fylgja góðri óskabyrjun sinni eftir, þegar þeir léku • Ólafur Bcnediktsson. Haurum til Dankersen Við fáum mjög góðan liðsstyrk fyrir næsta keppnistimabil, þar sem nú er búið að ganga frá samningum við danska landsliðsmanninn Kasten Haurum, sem leikur með Holte i Dan- mörku og v-þýzka landsliðsmanninn Fido Gast, sem leikur með Bayern Leverkusen, sagði Axel Axelsson. Axel sagði aö Júgóslavinn Arsen- ejevic, sem þjálfaði Dankersen þegar liðið varð V-Þýzkalandsmeistari, yrði þjálfari liösins næsta keppnistimabil. — Þetta er mikill styrkur fyrir okkur, sagði Axel. -sos. siðari leik sinn gegn Dukla Prag i Evrópukeppni bikarmeistara i Prag i gær. Þróttarar, sem töpuðu 19—23, byrjuðu leikinn á fullum krafti og varði Ólafur Benediktsson þá eins og ber- serkur. Þeir komust yfir 7—3 — og léku leikmenn Þróttar þá við hvem sinn flngur. Þegar staðan var 7—3 — fór að draga af Þrótturum. Þeir fengu víta- kast, sem Sigurður Sveinsson mis- notaði, og síðan brást Gunnari Gunnarssyni bogalistin þegar Þróttarar náðu hraðupphlaupi. Ef þeir hefðu nýtt bæði þessi marktækifæri, þá hefðu þeir komizt í 9—3. Tékkarnir áttu ekkert svar við stór- leik Ólafs Benediktssonar i markinu í byrjun — hann varði hvað eftir annað stórglæsilega. Eins og fyrri daginn réðu Þróttarar ekkert við hratt spil Tékkanna og er staðan var 7—3, eins og fyrr segir, voru þrír leikmenn Þróttar reknir út af í röð þegar þeir brutu á leikmönnum Dukla Prag. Tékkarnir náðu aö jafna metin 7—7 og þeir höfðu svo yfir 13—9 1 leikhléi. Þróttarar náðu síðan að haida í við leikmenn Dukla Prag í seinni hálfleik og urðu lokatölur leiks- ins 23—19 fyrir Tékkana. Leikmenn Dukla Prag hafa tryggt sér rétt til að leika til úrslita um Evrópu- meistaratitil bikarhafa. Ólafur Benediktsson var bezti leik- maður Þróttar. Leikmenn liðsins byrj- uöu vel en þeir höfðu ekki úthald til að hamla á móti hröðu spili leikmanna Dukla Prag. Mörk Þróttar í leiknum skoruðu: Sigurður 6, Jens Jensson 5, Páll Ólafs- son 4, Gunnar Gunnarsson 2, Einar Sveinsson 1 og Gísli Óskarsson 1. -sos ogtakasér hvíldfrá knattspyrnu um tíma — Maflur verður að berjast til að ná sér góðum og ég ætla að vona að ég nái mér góðum án þess að fara i uppskurð. Það er allt of fljótt að fara að afskrifa knattspyrnuna. Ef ég verð ekki orðinn góður nú á næstu vikum mun ég taka mér hvild um tima, sagði Janus. -SOS Schobel tekur við af Stenzel Rúmeninn Simon Schobel tekur við þjálfun v-þýzka landsliðsins i hand- knattleik af Viado Stenzel. Schobel skrifaði undir fjögurra ára samnlng i gær. Schobel, sem er landflótta Rúmeni, var hér á árum áður einn af beztu hand- knattleiksmönnum Rúmeníu. Hann var leikmaður hjá Hofweier, áður en hann tók við þjálfun liðsins. -Vlggó / -SOS. Janus Guólaugsson — knattspyrnumaðurinn fjölhæfi. Veróur hann aö taka sér hvíld frá knattspyrnu? ffl tt ÍY ÍOlu inum f íl nde ö >n... — þar sem Dankersen er sakað um að hafa tapað viljandi gegn Lemo/' segir Axel Axelsson, sem verður áfram hjá Dankersen — Það er mikið um að vera hér i Minden eftir að við töpuðum 15—16 fyrir nágrannaliðinu Lemo á föstudags- kvöldið en Lemo er i fallhættu. Fyrir leikinn höfðu forráðamenn annarra liða, sem eru i fallhættu, samband við forráðamenn Dankersen og spurðu hvort það væri virkilega rétt að félagið væri búið að „selja” leikinn gegn Lemo þannig að Dankersen ætti að tapa, sagði Axel Axelsson, landsliðs- maður hjá Dankersen. — Það er mjög heitt í mönnum og er sagt að hér hafi verið svindl á ferð. Að við höfum verið búnir að ákveða að tapa leiknum. Fjórir fyrrverandi leik- menn Dankersen leika með Lemo og þá er það ljóst að þjálfari okkar (Brede- meier) og línumaöurinn Jurgen Franke, fari til Lemo eftir þetta keppnistímabil. Franke þessi misnotaði fjögur dauða- færi á línunni í leiknum og er sagt að hann hafi gert það viljandi, sagði Axel. — Hvað segir þú. Var búið að ákveða að tapa leiknum? — Nei, það er tóm þvæla. Áhuginn Atli áf ram hjá Hameln Atli Hilmarsson, handknattleiks- maður úr Fram, sem leikur með 3. deildarllðinu Hameln i V-Þýzkalandi, hefur ákveðið að vera áfram hjá Hameln sem er i öðru sæti i 3. deild. -SOS. var ekki mikill hjá okkur þar sem við erum búnir að tryggja okkur rétt til að leika í 1. deild næsta ár. Þá mættu leik- menn Lemo eins og grenjandi ljón í leikinn. Þá hafði það sitt að segja að við nýttum ekki dauðafæri okkar. — Gerði Franke það viljandi? — Ég get ekkert sagt um það. Axel sagði að 2 þús. áhorfendur hafi séð leikinn og hafi á meðal áhorfenda verið þjálfarar annarra liða sem eru í fallbaráttu ásamt Lemo. — Það er svo heitt í mönnum hér í Minden að margir stuðningsmenn Dankersen, sem voru búnir að fá kort á alla heimaleiki Dankersen á keppnis- tímabilinu, hafa sent kortin inn og tveir fjársterkir aðilar, sem hafa stutt Dankersen með auglýsingum, hafa til- kynnt að þeir séu hættir að veita Dankersen stuðning, sagði Axel. Axel sagðist fastlega reikna með því að leika með Dankersen næsta keppnis- timabil. Hann skoraði 7 mörk um gegn Lemo. Axel beztur hjá Dankersen Axel Axelsson hefur verið útnefndur Handknattleiksmaður ársins 1982 hjá Dankersen. Fyrir leik Dankersen og Lemo var honum afhent forkunnarfögur stytta að gjöf — vegna útncfningarinnar. -SOS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.