Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1982, Blaðsíða 3
DAGBLAÐID& VÍSIR. MÁNUDAGUR 19. APRÍL 1982. 23 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Johannes stendur sig vel Jóhannes Eðvaldsson hefur staðið sig vel með Hannover 96 að undan- förnu og á félagið möguleika á að tryggja sér sœti i 1. deildarkeppninni í V-Þýzkalandi. Staðan er nú þessi hjá efstu félögun- um í 2. deild: Offenbach Schalke 04 Hertha 1960Munchen Hannover 32 19 5 32 15 11 30 16 6 32 16 6 32 16 6 8 63:52 43 6 55:31 41 8 66:39 38 10 69:45 38 10 63:45 38 Fortuna Köln er í níunda sæti með 35 stig. Tvö efstu liðin fara beint upp í 1. deild en þriðja liðið þarf að leika við þriöja neðsta liðið í 1. deild um sæti í deildinni. ViggóZ-SOS Bræðurnirskoruðu fyrirFram Framarar tryggðu sér aukastig i Reykjavikurmótinu i knattspyrnu þegar þeir unnu öruggan sigur (3:0) yfir Fylki. Það voru bræðurnir Bryngeir og Guðmundur Torfasyn- ir sem skoruðu mörk Fram. Bryn- geir skoraði eitt og Guðmundur tvö. Guðmundur Baldursson, landsliðsmarkvörður lék ekki með Fram, en stöðu hans tók 17 ára ný- liði, Friðrik Fríðriksson. -SOS STAÐAN Staðan er þessi í Reykjavfkur- mótinu i knattspyrnu eftir leiki helgarinnar: Fram—Fylkir 3:0 Vikingur—Þróttur 3:0 Víkingur 2 2 0 0 4:0 5 Fram 2 1 1 0 4:1 4 KR 2 1 0 1 4:1 3 Fylkir 3 1 1 1 2:4 3 Valur 2 0 1 1 1:2 1 Ármann 2 0 1 1 1:4 1 Þróttur 1 0 0 1 0:3 0 Markhæstu menn: Óskar Ingimundarson, KR 3 Bryngeir Torfason, Fram 2 Guðmundur Torfason, Fram 2 Heimir Karlsson, Vikingi 2 FH-ingarunnu HaukalétL... FH-ingar unnu öríiggan sigur (3—0) yfir Haukum í Litlu-bikar- keppninni i knattspyrnu, þegar þeir mættust a Kaplakríkavellinum. FH-ingar höfðu mikla yfirburði og skoruðu þeir Pálmi Jónsson, Guðmundur Hilmarsson og Viðar Halldórsson mörk FH. Breiðablik og Akranes gerðu jafntefli 1—1 í Kópavogi. Svein- björn Hákonarson skoraði mark Skagamanna, en Trausti Ómarsson jafnaði fyrir Blikana. -SOS. Víðismenn í banastuði... Leikmenn Víðis íra Garði — undir stjórn Hauks Hafsteinssonar, eru i bannstuði i Suðurnesjamótinu. Þeir unnu Reyni frá Sandgerði 3—1 i Garði um helgina. Arí Haukur Arason byrjaði á þvi að skora fyrír Reyni, en þeir Björgvin Björgvlns- son, Guðmundur Knútsson og Ólafur Róbertsson skoruðu fyrir Víöi. Njarðvík vann Gríndavík 1—Oog skoraði Ómar Hafsteinsson mark- ið. Njarðvíkingar hafa fengið tvo nýja miðvallarspilara — þá Hilm- ar Hjáimarsson frá Keflavík og Benedikt Hreinsson i'rív Breiðablik. Staðan er nú þessi í Suðurnesja- mótinu: Víðir G. 4 3 10 6—2 7 Njarðvik 4 2 0 2 4—5 4 ReynirS. 4 112 7—6 3 Grindavík 4 0 2 2 1—5 2 Markhæstu menn: Ari H. Arason, Reyni S 4 Guðmundur Knútsson, Víði 3 Stuttgart vill kaupa Asgeir Sigurvinsson • Asgeir Slgurvlnsson — fer hann tll Stuttgart? —til að taka stöðu landsliðsmannsins Hansa Miiller Frá Viggó Sigurðssyni — frétta- manni DV i V-Þýzkalandi. — Blöð hér i V-Þýzkalandi segja frá þvi i morgun að Stuttgart, eitt af beztu félagsliðum V-Þjóðverja, vilji kaupa Ásgeir Sigur- vinsson frá Bayern Miinchen. Ekki eru nefndar neinar peningaupphæðir í því sambandi þar sem viðræður félaganna eru greinilega a byrjunarstigi. Blöðin hér segja að ef Ásgeir fari til Stuttgart muni hann taka stöðu lands- liðsmannsins Hansa Muller & miðjuhni. MÚUer, sem hefur verið meiddur að undanförnu, hefur mikinn hug á að gerast leikmaður á ítalíu og heí'iu hann fengið tilboð frá félögum þar. Þá bendir allt til að Frakkinn Didier Six farí einnig frá Stuttgart. Það er vitað að Ásgeir hefur mikinn hug á að fara frá Bayern að öllu óbreyttu þar sem Pal Csernai, þjálfari Bayern, hefur haldið honum úti i kuld- anum af óskiijanlegum ástæðum og að hann hefur veriðámótiÁsgeiri. Það þarf ekki að efa að Ásgeir mun sóma sér vel hjá Stuttgart, sem hefur verið eitt af toppliðum V-Þýzkalands undanfarin ár. Með liðinu leika lands- liðstvíburarnir sterku, þeir Karl-Heinz Förster og Bernd Förster, sem hafa nýlega skrifað undir nýjan samning við félagið, og í sókninni leikur landsliðs- maðurinn Dieter Mtiller, sem er einn marksæknasti leikmaður V-Þýzka- lands. Það er Ijóst að miklar breytingar eru i vændum hjá Stuttgart, þvi að þjálfar- inn Jurgen Sundermann verður látinn hætta. MALLORKÆ Atlantik býður upp á úrval gististaða, þar á meðal er íbúðahótelið vinsæla, Royal Playa de Palma. Á Mallorka er nær allt sem hugurinn girnist, og ýmislegt um að vera. Pantið tímanlega, svo þér missið ekki af óskaferðinni. Brottfarardagar: 11.maí 29. maí 15. júm' 6.júlí 27.JÚIÍ 17. ágúst 7. september 28. september FERÐASKRIFSTOFA, EDNAÐARHÚSBSU HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.