Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982. 23 Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Textílsýning helgarinnar—Kjarvalsstöðum: Textflverk sem öll eru unnin í Skotlandi Um þessar mundir stendur yfir á Kjarvalsstöðum sýning á textílverk- um Huldu Sigurðardóttur. Alls eru 46 verk á sýningunni en þau eru flest V, f. unnin í Skotlandi, þar sem Hulda hefur búið undanfarin átta ár. Hulda Sigurðardóttir hóf nám í Greenfaulds High School í Cumbernauld í Skotlandi árið 1974 í listadeild, sem er sú stærsta þar í landi. Þaðan útskrifaðist hún árið 1974. Það sama ár hóf hún nám í Duncan of Jordanstone College of Art. Eftir eitt ár þar í almennu listnámi kaus hún „Printed Textile” sem aðalgrein og listprjón sem aukagrein. Hulda Sigurðardóttir útskrifaðist úr Bachelor of Art Honours Degree í júni 1981. Að eigin sögn hefur hún lítið feng- ist við textíl og teiknun frá því hún kom heim en hyggur á frekari vinnslu nú eftir að sýningunni á Kjarvals- stöðum lýkur. Fyrri sýningar Huldu hafa allar verið í Skotlandi en hún mun þegar hafa ákveðið fleiri einkasýningar hér heima. Sýningunni lýkur á sunnudag. -ELA Hulda Sigurðardóttir heldur sfna fyrstu einkasýningu um þessar mundir hér á landi. DV-myndS. Tilkynningar Svölukaffi í Súlnasalnum 1. maí Eins og undanfarin ár efna Svölurnar, félag fyrrver- andi og núverandi flugfreyja, til kaffisölu í Súlnasal Hótel Sögu 1. mai. Er þetta gert til aö efla fjárhag félagsins en einn megintilgangur þess er að vinna að hvers konar mannúðarmálum. Á þessu starfsári veittu Svölurnar 6 styrki til framhaldsnáms í ýmsum sérgreinum i Bandaríkjunum og á Norðurlöndum, samtals aö upphæð kr. 40 þúsund og gáfu tæki á þrjú sjúkrahús i Reykjavik. Auk kaffisölunnar i Súlnasalnum, fer fram tizku- sýning á fatnaöi frá verzlununum Urði, Silfurskini og Pelsinum. Að vanda verður skyndihappadrætti, vinningar eru hinir glæsilegustu m.a. nokkrir ferða- vinningar. Súlnasalurinn verður opnaður kl. 14.00. Tízku- sýningar fara fram kl. 2.30 og 3.30. Svölurnar vonast til að sem flestir komi og njóti þeirra kræsinga sem á borðum verða þ.e.a.s. heima- bakaöar kökur og smurt brauð, um leið og þeir styrkja gott málefni. „Reagan gœs" Hljómsveitirnar ,,Jói á hakanum” og „ólafur ósýnilegi” munu halda tónleika n k. laugardag, 1. mai. i Djúpinu. Kaffisala — hlutavelta Kvennadeild Skagfirðingafélagsins i Reykjavík verður meö sitt árlega veizlukaffi og hlutaveltu í Lindarbæ laugardaginn 1. maí nk. kl. 14. Þar verður margt gómsætt á veizluborðjnu og eigulegir munir á hlutaveltunni. Engin núll. Ágóðinn rennur til liknarmála, annað hvort hér á höfuðborgarsvæðinu eða heima i héraði, eftir þvi sem getan leyfir. Félagskonur vænta þess aö allir velunnarar deild- arinnar og aðrir, sem áhuga hafa á málefninu, leggi leiö sina i Lindarbæ 1. mai. Söngskemmtun f Mosfellssveit Karlakórinn Stefnir í Mosfellssveit heldur söng- skemmtun næstkomandi laugardag 1. mai kl. 17 í Samkomuhúsinu i Vestmannaeyjum. Einsöngvarar með kórnum eru: ólafur Magnús- son frá Mosfelli og Sveinbjörn Einarsson á Heiðar- - bæ. Undirleikari er Bjarni Snæbjörn Jónsson sveitarstjóri. Söngstjóri er Lárus Sveinsson trompet- lcikari. Söngskráin er fjölbreytt og meðal annars eru flutt lög og ljóð eftir kunna Vestmanneyinga. Siðar sama kvöld heldur kórinn skemmtun i sam- komuhúsinu og hefst hún kl. 22. Leiklist Alþýðuleikhúsiö: Siðustu sýningar á Don Kikóti Nú eru aö verða siðustu forvöð að sjá sýningu Alþýöuleikhúsins á Don Kikóti, næsta sýning verður á laugardaginn kl. 20.30. leikarar cru: Arnar Jónsson, Bjami Ingvarsson Borgar Garöarsson, Eggert Þorleifsson, Guömundur ólafsson, Helga Jónsdóttir og Sif Ragnhildardóttir. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Þjóöleikhúsiö um helgina Mcyjaskemman var frumsýnd um síðustu helgi og hefur verið uppselt á sýningar til þessa. Einnig er uppselt í kvöld og næsta sýning á söngleiknum verður á sunnudagskvöldið. Gosi verður tvisvar á feröinni nú um helgina og er sýningum aö Ijúka. Sýning er í dag kl. 14 og á sunnu- daginn kl. 14. Sýningin á sunnudag er næstsiöasta sýningin á verkinu, en rúmlega sextán þúsund áhorf- endur hafa séð Gosa til þessa. Amadeus eftir Peter Shaffer verður á fjölunum á laugardagskvöld og er fólki be>.t á að sýningum á þessu leikriti fer nú fækkandi. Uppgjörið eftir Gunnar Gunnarsson verður sýnt í allra síðasta skipti nú á sunnudagskvöld. Búið er að sýna verkið 70 sinnum á vinnustöðum og i skólum og nokkrum sinnum á Litla sviðinu. Sýningar geta ekki orðiö fleiri vegna þess að Guömundur Magnússon er á förum til útianda, en sem kunnugt er leika þau Edda Þórarinsdóttir og Guðmundur hlutverkin i sýningunni. Sýningin hefst á Litla sviðinu kl. 20.30. Síðustu sýningar áGosa Nú er hver að verða síðastur að sjá Gosa í Þjóðleik- húsinu, en einungis þrjár sýningar eru eftir á því vin- sæla barnaleikriti. Næsta sýning verður i kvöld 30. apríl, kl. 14, og næstsíðasta sýningin verður sunnu- daginn 2. mai kl. 14 og siðasta sýningin verður sunnudaginn 9. maí, einnig kl. 14. Leikritið um Gosa samdi Brynja Benediktsdóttir upp úr gömlu itölsku sögunni eftir Collodi og var það frumsýnt milll jóla og nýárs. Rúmlega sextán þúsund áhorfendur hafa nú séð sýninguna. Brynja er einnig leikstjóri, leikmynd og búninga gerði Birgir Engilberts, lýsinguna annast Ásmundur Karlsson, tónlistin er eftir Sigurð Rúnar Jónsson, söngtextar eftir Þórarin Eldjárn en dansar eftir Ingibjörgu Biörnsdóttur. Svo sem kunnugt er leikur Arni Tryggvason Láka leikfangasmiö, föður Gosa, Ámi Blandon leikur Gosa sjálfan og Siguröur Sigurjónsson lcikur Flökkujóa, samvizku Gosa. Ennfremur eru í stórum hlutverkum þau Margrét Ákadóttir, Anna Kristtn Arngrímsdóttir, Hákon Waage og Flosi ólafsson. Sýningum 6 KISULEIK að Ijúka í Þjóðleikhúsinu Ungverska leikritið Kisuleikur hefur verið sýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins síðan í byrjun janúar við afbragðs undirtektir, en nú er sýningum á verkinu að ljúka. Síðasta sýningin, sem jafnframt er 30. sýning leiksins, verður þriðjudaginn 4. mai nk. Kisuleikur er eitt af frægustu verkum István Kvennadeild Borg- firöingafólagsins með kaffisölu Á laugardaginn 1. maí nk. verður verður Kvenna- deild Borgfirðingafélagsins með sina árlegu kaffi- sölu og skyndihappdrætti í Domus Medica. Húsið verður opnað klukkan 2.30. Kvennadeildin hefur starfað i 18 ár og reynt eftir beztu getu aö vinna að liknar- og menningarmálum. Á síðasta ári fór verulegur hluti af ágóða kaffi- sölunnar til sundlaugarsjóös sjúkrahúss Akraness. Dansleikur til styrktar Alþýðuleikhúsinu Laugardaginn 1. maí verður dansleikur til styrktar Alþýðuleikhúsinu haldinn i Félagsstofnun stúdenta Grý’.umar leika fyrir dansi frá kl. 22. skemmtiatriði, peysufatakór kvennaframboðsins syngur og fieira. Aldurstakmark er 18 ár. Húnvetningafólagið í Reykjavik Föstudaginn 30. april heldur Húnvetningafélagið í Reykjavík sinn árlega sumarfagnað i Domus Medica kl. 20.30. Aðalfundur Laugarnessóknar verður haldinn i Laugarneskirkju sunnudaginn 2. mai kl. 15.00aðlokinniguðsþjónustu. Plata vikunnar—Almannarómur: Verkalýðssamtökin gefa út hljómplötu Menningar- og fræðslusamband alþýðu hefur ráðizt i að gefa út hljómplötu með söngflokknum Hálft í hvoru, en hópinn skipa Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Bergþóra Árna- dóttir, Gísli Helgason, Eyjólfur Kristjánsson, Ingi Gunnar Jóhanns- son og örvar Aðalsteinsson. Nefnist platan Almannarómur og inniheldur 13 lög, bæði innlend og erlend. Meðal erlendra höfunda eru Victor Jara, Barbara Helsingius og Joe Hill. íslenzkir höfundar laga og ljóða eru auk þeirra sem eru í söngflokknum Ásgeir Ingvarsson, Einar Bragi, Jón úr Vör, Ólöf Sverrisdóttir, Steinn Steinarr ög Óli í Nýborg. Þetta er í fyrsta sinn sem verka- lýðssamtökin ráðast I útgáfu á hljóm- plötu en þess er að vænta að fram- hald verði á sliku, ekki sízt ef mót- tökur verða góðar. Dreifingu annast Fálkinn hf. Söngflokkurinn Hálft í hvoru hefur á liðnum vetri og siðastliðið sumar komið fram á fjölmörgum vinnustöðum víða um land á vegum MFA og verkalýðsfélaganna á hverjum stað. Slíkar heimsóknir hafa þótt takast vel og nú gefst þeim sem sóknum tækifæri til að heyra í söng- þekkja hópinn frá slíkum heim- flokknum á hljómplötu. -HK. Söngflokkurlnn Hilft i hvoru. Tónleikar helgarinnar—Siglufirði, Sauðárkróki og í Borgarnesi: Mezzoforte og Jóhann Helgasoní heimsókn Hljómsveitin Mezzoforte, sem getið hefur sér gott orð að undan- förnu, heldur í tónleikaför um helg- ina ásamt söngvaranum Jóhanni Helgasyni. Ferðinni er heitið um Norður og Vesturlandi og eru þetta fyrstu tónleikar Mezzoforte utan Stór-Reykjavíkursvæðisins á þessu ári. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld í samkomuhúsinu á Siglufirði. Annað kvöld verða þeir í samkomuhúsinu Bifröst á Sauðárkróki en á sunnudag verða síðustu tónleikarnir í Borgar- nesi. Verða tónleikarnir þar kl. 17.00 í samkomuhúsinu. Væntanlega verður beðið með eftirvæntingu eftir þessum köppum um helgina og má geta þess að á næstunni verður farið í enn fleiri byggðarlög. Eins og kunnugt er var Jóhann Helgason maöur Stjörnumessu DV sem fram fór í marz, fékk verðlaun sem bezti söngvari, lagahöfundur og átti beztu hljómplötuna. Hljómsveit-1 in Mezzoforte var kjörin hljómsveit ársins auk þess sem hún var Stjörnu- band Messunnar í annað skipti. Þótti hún standa sig með afbrigðum vel, enda hljómsveitin vel æfð eftir ferða- lög erlendis undanfarna mánuöi. -ELA H Jóhann Helgason og Mezzoforte hcimsækja landsbyggðina um helgina. Þessi mynd var tekin af hljómsveitinni og Jóhanni á Stjornumes.su DV ’82. DV-mynd Ragnar Th.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.