Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982. 25 helgina Hvaö er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Keflavikurkirkja Guösþjónusta kl. 11.00 á sunnudag. Kór Keflavíkur- kirkju syngur. Organisti Siguróli Geirsson. Sóknar- prestur. Ferðalög Frá Ferflafólagi fslands Dagsferöir 1. mai (laugardag) kl. 13 — Vífilfell (656 m). Fararstjóri: Siguröur Kristinsson. Verö kr. 50.- Dagsferðir 2. mai (sunnudag): 1. ki. 11 Tindstaöafjall (786 m), norðvestan í Esju. Fararstjóri: Guömundur Pétursson. Verö kr. 80.-. 2 kl. 13. Kerlingargil/steinaleit. Sveinn Jakobsson bergfræðingur veröur meö í ferðinni og segir frá bergtegundum. Fararstjóri: Baldur Sveinsson. Verö kr. 80.-. Fariö frá Umferöarmiöstöðinni, austanmegin. Farmiöar við bíl. Útivistarferflir Laugardagur 1. mai kl. 13.00. Lambafeli—Hrútagjá. Fararstjóri Jón I. Bjamason. Verö 80 kr. Þetta er fjóröa ferð sem Útivist fer til aö kynna Reykjanesfólkvang á þcssu ári. Sunnudagur 2. mai kl. 13.00. Garöskagi — Sandgerði — Hvalsnes. Fugla- skoðunarferð með Árna Waage. Verð 130 kr. Báðar þessar ferðir eru léttar og því tilvaldar fyrir alla fjölskylduna. Farið frá BSÍ að vestanveröu. Frítt fyrir börn í fylgd fulloröinna. Sjáumst. Útivist, sími 14606. íþróttir Föstudagur 30. april Melavöllur — Rm. mfl. — Þróttur:Fylkir kl. 19.00 Ármannsvöllur — Rm. 1. fl. — Ármann:Léttir kl. 19.00 Valsvöllur — Rm. 2. fl. A — Valur:Vikingur kl. 18.00 Valsvöliur — Rm. 2. fl. B — Valur:Víkingur kl. 19.30 Breiöholtsvöllur — Rm. 2. fl. A — ÍR:Fram kl. 19.15 Breiðholtsvöllur — Rm. 4. fl. A — ÍR:Leiknir kl. 18.00 Árbæjarvöllur — Rm. 4. fl. A — Fylkir:KR kl. 19.00 Þróttarvöllur — Rm. 4. fl. A — Þróttur :Valur kl. 18.00 Þróttarvöllur — Rm. 4. fl. A — Þróttur:Valur kl. 19.15 Framvöllur — Rm. 4. fl. A — Fram:Víkingur kl. 18.00 Framvöllur — Rm. 4. fl. B — Fram:Víkingur kl. 19.15 Víkingsvöllur — Rm. 3. fl. A — Víkingur:Fram kl. 18.00 Víkingsvöllur — Rm. 3. fl. B — Víkingur:Fram kl. 19.30. Laugardagur 1. mai Melavöllur — Rm. mfl. kv. — Víkingur:Fylkir kl. 13.45 Melavöllur — Rm. mfl. — Víkingur:Fram kl. 15.00 Opið mót hjá Keili Laugardaginn 8. maí og sunnudaginn 9. maí fer fram opið golfmót hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfiröi. Er þaö Finlux golfmótiö, en aö því stendur Sjónvarpsbúðin í Reykjavík. Verðlaun verða óvenju glæsileg eri þau eru þessi: 1. verðlaun: Finlux myndsegulbandstæki. 2. verölaun: Nec stereo útvarps/kassettu ferðatæki, 3. verðlaun: Samsung stereo útvarps/kassettu ferðatæki. Leiknar veröa 36 holur, 18 á laugardag og 18 á sunnudag, punktakeppni með 7/8 forgjöf og fram- vísa ber félagsskirteini ásamt staðfestri forgjöf, en þátttökugjald er kr. 200.-. Þar sem þátttaka er bundin viö 120 manns er ráölagt aö hafa fyrirvara á skráningu, en henni lýkur kl. 21 á fimmtudagskvöld. Þátttökutilkynningu er veitt móttaka i skála félags- ins, siminn er 53360 og svaraö er eftir kl. 16 á virkum dögum. Rástimi verður síðan veittur á föstudag. Tónlist Kór öldutúnsskóla heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 2. maí kl. 16. Á efnisskránni eru lög eftir innlenda og erlenda höfunda allt frá 16. öld til okkar daga, þar af eru þrjú þeirra frumflutt. Á tón- leikunum koma fram um 100 nemendur, en kórinn starfar í þremur deildum. Eftir tónleikana veröur kaffisala í Góðtemplarahúsinu. Um miðjan maí heldur kórinn i tónleikaferö til Finnlands þar sem hann syngur á ýmsum stöðum og tekur m.a. þátt i alþjóðlegu kóramóti i Lahti, auk þess að koma fram i útvarpi og sjónvarpi. Stjórnandi kórs öldutúnsskóla er Egill Friðleifsson. Tónleikar f Dómkirkjunni Sunnudaginn 2. maí kl. 17 heldur Dómkórinn tón- leika í Dómkirkjunni. Á efnisskrá er mótettan ,,Jesu, meine Freude” eftir Bach, nýtt orgelverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og tónlist eftir Hessen- berg og Strawinsky. Stjórnandi Dómkórsins er Marteinn H. Friðrikson. Tónleikarí Austurbæjarbfói Laugardaginn 1. maí kl. 2 e.h. mun Tónmenntaskóli Reykjavíkur halda tónleika í Austurbæjarbíói. Á þessum tónleikum koma einkum fram yngri ncmendur skólans með einleik og samspilsatriði á ýmis hljóðfæri. Auk þess verður hópatriði úr for- skóladeild. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Norræna húsið á morgun: 6, hve létt er þitt skóhljóð flutt í síðasta skipti Nemendur þriðja bekkjar Leiklist- arskóla íslands munu í síðasta sinn flytja dagskrána Ó, hve létt er þitt skóhljóð — úr ljóðum Halldórs Laxness á morgun kl. 17.00. Þórhallur Sigurðsson tók saman dag- skrána sem hefur vakið töluverða athygli. Dagskráin er að mestu byggð á Kvæðakveri Halldórs en brotum úr blaðagreinum og öðrum verkum skáldsins er skotið milli ljóðanna og sungin eru lög eftir Jón Ásgeirsson, Jón Þórarinsson, Jón Nordal, Áskel Másson og Eyþór Árnason en hann er úr hópi nemenda. Flytjendur auk Eyþórs eru Edda Heiðrún Bachmann, Helgi Björnsson, Kristján Franklín Magnús, María Sigurðardóttir, Sigurjóna Sverrisdóttir og Vilborg Halldórsdóttir. Undirleik annast Páll Eyjólfsson, gítarleikari. Aðgangur að dagskránni er kr. 50 og eru miðar seldir í skrifstofu Nor- ræna hússins og kaffistofu. -ELA. MÍR-salurinn: Sovézka myndin Mexíkaninn eftir Jack London sýnd Kvikmyndasýning verður í MÍR- salnum, Lindargötu 48, nk. sunnudag, 2. maí, kl. 16. Sýnd verður sovézka kvikmyndin „Mexíkaninn”, sem gerð var 1956 eftir samnefndri skáldsögu Jacks London. Sagan er látin gerast upp úr síðustu aldamótum, þegar Mexíkó komst undir einræðisvald Diasar. Margir andstæðingar hans og þjóðernissinnar flúðu þá land og segir sagan frá flóttamönnum, sem leituðu skjóls í úthverfum Los Angeles borgar og þó einkum einum þeirra, sem gekk undir nafninu Felipe Rivera. Leikstjóri er V. Kaplunovskí, en með aðalhlutverkið fer O. Striz- henov. Meðal annarra leikenda er Tatjana Samoilova, sem síðar varð heimsfræg fyrir leik sinn í „Trönurnar fljúga”. Þetta varfyrsta kvikmyndahlutverk hennar. Rússneskt tal er í myndinni og engir skýringartextar, en ágrip sögunnar verður kynnt fyrir sýningu. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Enska knattspyrnan í sjónvarpi: Baráttuleikur á The Dell Unnendur ensku knattspyrnunnar fá að sjá miklar sviptingar á leikvöll- um í Englandi á laugardaginn f sjón- varpinu. — Ég mun byrja íþrótta- þáttinn á laugardaginn (Um kl. 16.20) með þvi að sýna vaida kafla úr leik Manchester City og Ipswich en hann var mjög sögulegur. Þá mun ég einnig segja frá úrslitum dagsins i Englandi, sagði Bjarni Felixson, íþróttafréttamaður sjónvarpsins, þegar við spurðum hann hvaða leiki hann myndi bjóða upp á úr ensku knattspyrnunni — á laugardaginn. Bjarni sagði að aðalleikurinn i ensku knattspyrnunni kl. 16.55 væri viðureign Southampton og Liverpool á The Dell, sem hafi verið geysilega spennandi og hafi haft allt upp á að bjóða sem enska knattspyrnan getur boðið upp á. — Áður en farið verður á The Dell þá mun ég bregða á leik og sýna valda kafla úr leik liðanna á Anfield Road fyrr í vetur, sagði Bjarni. Leikurinn á The Dell var mjög góður og sýndu markverðirnir Grobbelaar hjá Liverpool og Kata- linic hjá Southampton mjög góðan leik. Kevin Keegan var í sviðsljósinu og einnig Ronnie Whelan hjá Liver- pool. Liðin, sem léku á The Dell, voru skipuð þessum leikmönnum: Southampton: 1. Ivan Katalinic 2. Ivan Golac 3. NickHolmes 4. Graham Baker 5. ChrisNicholl 6. MarkWhitlock 7. Kevin Keegan 8.. Mike Channon 9. Keith Cassells 10. Dave Armstrong 11. AlanBall Liverpool: 1. Bruce Grobbelaar 2. PhilNeal 3. Marl Lawrenson 4. Alan Kennedy 5. RonnieWhelan 6. PhilThompson 7. Kenny Dalglish 8. SammyLee 9. IanRush 10. Craig Johnston 11. AlanHansen. Southampton keypti Keith Cassells frá Oxford á dögunum. Ronnie Whelan Knattspyma um helgina: Víkingur og Fram Úrslitaleikur Reykjavikurmótsins i Islandsmeistarar Víkings og knattspyrnu fer fram á Melavellinum Framarar. á laugardaginn kl. 14, en þá mætast Þá má búast við fjörugum og skemmtilegum leik, því að leikmenn beggja liða eru ákveðnir að tryggja sér Reykjavikurmeistaratitilinn. FÖSTUDAGSKVÖLD í JISHÚSINU11 JliHÚSINU 0PIÐ DEILDUM TIL KL.10 I KVÖLD NÝJAR VÖRUR í ÖLLUM DEILDUM MATVÖRUR FATNAÐUR HÚSGÖGN BYGGINGAVÖRUR TEPPI RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar á flestum vöruflokkum. Allt niður í 20% út- borgun og lánstími allt að 9 múnuðum. JIS /A A A A A A Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 -MJlJ'IUj □ UUtJQj □juum.ril^j UHIÍTBIHHMUUI' Mlllin Simi 10600 L0KAÐ Á LAUGARDÖGUM FRÁ1. MAÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.