Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 4
,4 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR15. MAl 1982. Vaxandi straumur bandaríshra ferðamanna til landsins: Dýrustu og lengstu ferðimar vinsælastar - segir Sigfús Erlingsson svæðisstjóri Flugleiða vestanhafs Þótt hinn fjölmiölaglaöi Freddy Laker hafi aö lokum falliö á eigin bragöi og faríö á hausinn meö braki og brestum hefur litið sem ekkert dregiö úr grimmilegri samkeppni á flugleiöinni yfir Noröur- Atlantshafiö. Sætaframboð er mun meira en nemur eftirspum og flug- félög hafa uppi alls kyns gylliboö í þeim tilgangi aö laöa til sín farþega. Hver er staöa Flugleiöa á þessari leiö og hvernig er útlitið? „Frá áramótum og fram til 4. apríl höfum viö fengið 165 þús. símtöl til skrifstofunnar hér i New York. Þaö er 40% aukning frá árínu áður og nú hringja hingaö um þrjú' þúsund manns á dag meö fyrirspurnir,” sagöi Sigfús Erlingsson, svæöisstjóri Flugleiða í Vesturheimi, er ferða- síöan hitti hann aö máli ekki alls fyr- ir löngu. Sigfús hefur starfaö í New York í fimm ár og eins og gefur aö skilja fyigzt grannt meö þeim miklu hræringum sem hafa átt sér stað í flugmálum og þá ekki sízt fargjalda- málum síöustu árin. En hvaö þýöir þessi mikla aukning á fyrirspurnum umsíma? „Sú mikla aukning, ásamt ýmsu ööru, bendir til þess aö við séum á réttri leið. Eg get nefnt, að tekju- aukning fyrstu tvo mánuði ársins nemur 50% miðaö viö áriö áður,” segir Sigfús. Og hann heldur áfram: „Þetta hefur gengiö nokkuö vel eft- ir að viö komumst úr þessarí vondu sveiflu sem varö árið 1980. Eftir fyrsta ársf jóröung ársins 1981 hefur þetta verið upp á við. Gjörbreyting varö á uppbyggingu reksturs Flug- leiöa hér í Bandarikjunum í árslok 1980. Það ár var starfsfólki fækkaö um helming, en engu aö síöur uröu tekjurnar í fyrra svipaöar og áriö þar á undan. Bókanir nú eru mun betri en undanfarin ár. Fjármagns- streymi inn bendir einnig til góðs út- lits og því engin ástæöa til svart- sýni.” Gottorðspor og góð þjónusta En hvaö skyldi valda því aö Bandaríkjamenn kjósa aö feröast meö Flugleiðum í þetta ríkum mæli heldur en einhverju ööru flugfélagi sem flýgur á meginland Evrópu? tJr nógu er að velja. Sigfús nefnir nokkrar ástæöur sem vega þungt: „Icelandair er vel þekkt merki í flugheiminum og viö njótum þess talsvert. Gott orðspor er mikils viröi. Bandarísk félög til dæmis breyta oft áætlun meö stuttum fyrir- vara og fella niöur flug ef hleöslunýt- ing er slæm. Viö höfum haldiö okkar áætlun mun betur en önnur flugfélög í svipaöri aöstöðu, það er aö segja minni einkafélög á þessari áætlunar- leiö. Þá er þjónusta okkar yfirleitt góö og til dæmis mjög góð um borð í vélunum. Ef til erfiðleika kemur, setjum svo að slæmt veöur setji strik í reikninginn og brengli áætlun, þá sinnum viö okkar farþegum betur en þeir sem bjóöa lægri fargjöld eða svipuð. Þá er þaö okkur styrkur aö viö höfum gert samkomulag viö Luxair í Luxemborg um flug áfram meö okkar farþega, svo sem til Parísar, Frankfurt og Aþenu á sann- gjömuverði.” — En hvernig standa Flugleiðir aö vígi í f argj aldamálum miöaö viö önn- urfélög? „Viö erum svona nálægt miðju. Okkar fargjöld eru svipuð og í flest- um tilfellum aöeins hærri en lægri endinn hjá samkeppnisaðilum, en hins vegar erum viö lægri en þeir sem eru í hærri endanum. Apex far- gjald okkar til Luxemborgar er hærra en óbundið fargjald Capitol til Brussel. Þaö félag er meö verulegt sætamagn. Capitol og Metro International, sem er dótturfélag Flying Tiger, nota DC-10 og Boeing 747 breiðþotu og þessi félög ásamt Sabena bjóöa um 10 þúsund sæti á viku til Brussel. Þau eiga auövitað í gífurlegri samkeppni.” Þarfaðhalda áætlun betur Ekki veröur frekar fariö út í sam- keppni erlendra aöila sín á milli í þessu viötali. Þess í staö er reynt aö finna snöggan blett og Sigfús spurö- ur hvort ekki sé ástæöa til að halda fastar utan um auglýstan brottfarar- og komutíma New York véla Flug- leiöa. En Sigfús haggast hvergi, heldur sinni norðlenzku ró og segir: „Þaö sem viö þurfum aö bæta er tímaáætlunin. Seinkanir voru of miklar í vetur og viö þurfum aö bæta Ferðamál Sæmundur Guðvinsson okkur verulega í þeim efnum. En viö erum prýöilega settir meö flugvéla- kost eins og er, meö tvær þotur og áætlun ekki mjög þröng. Hins vegar krefst háannatíminn mikillar ár- vekni, en þaö er engin ástæða til svartsýni. Oviöráöanlegar orsakir geta auövitað haft áhrif, til dæmis verkföll og nægir að nefna verkfall flugumferöarst jóra hér í fyrra. ” — Verður sætaframboö Flugleiöa í ár milli Bandaríkjanna og Evrópu aukiö verulega? „Sætaframboð eykst um 37-38% á þessu ári frá því í fyrra. Fyrst og fremst vegna þess að ferðum er fjölgaö. En þaö er foröazt aö auka grunnkostnaöinn um leiö. Aukningin er fyrst og fremst mánuöina marz, apríl og maí og síöan í september og október, en ekki miklu bætt viö yfir hásumariö. Meö þessu næst betri heildarnýting út úr þeirri starfsemi sem hér er. Þaö má búast viö aö eitt- hvaö fleiri feröist héöan til Evrópu en i fyrra, enda dollarinn nú mjög sterkur gjaldmiöill. Þá má geta þess, aö fargjöld til Bretlands hafa hækkaö meira en til meginlandsins. Ödýr fargjöld til London eru oft hærri núna heldur en til meginlands- ins. Annars er miklu meiri sveigjan- leiki i þessum bransa en var. Við nýt- um til hins bezta þaö sem við höfum og aölögum okkur að þeim breyting- umsemveröa.” — Með hvaöa hætti fer ykkar far- miöasala einkum framhér vestra? „Um 88% af okkar sölu er í gegnum feröaskrifstofur. Viö eyöum veruleg- um tíma, f jármunum og vinnu í aö upplýsa starfsfólk þeirra um áætlan- ir okkar, fargjöld og fleira. Þá er stööugt auglýst í feröamálatímarit- um og blöðum. Einnig eru upplýsing- ar sendar í pósti og yfirleitt reynt aö fylgjast vel með öllum tækifærum sem gefast til aö vekja athygli á félaginu. Ég minntist áöan á þann fjölda símtala sem við fáum. Flug- leiöir eru með skrifstofur í Chicago og Washington auk New York, en öll- um símtölum er beint hingaö og þaö er mikið verk að veita öllum þessum fjölda sem hringir upplýsingar og taka við pöntunum. — Hvaö vinna margir viö síma- vörzlu? „Þegar mest er þá þurfum viö aö hafa um 45 manns viö pöntunarsím- ana. Þetta er lausráöiö fólk aö mestu og margt í hlutastarfi. Fjöldinn get- ur því farið allt upp í 100 manns, en fastráöiö starfsfólk Flugleiða í Bandaríkjunum í fullu starfi er 56 eða 57 talsins. Viö önnumst afgreiðslu fyrir tvö önnur flugfélög á Kennedyflugvelli, Pakistan Intemational og Arvista sem er nýtt leiguflugfélag og flýgur einkum til Grikklands. Stundum höf- um viö fólk sem áður vann hjá Laker í hlutastarfi viö þessa afgreiðslu.” Aukinn áhugi á íslandi — En hvað um Island, Sigfús? Hafa Bandaríkjamenn áhuga á ferð- umþangað? , ^íöastliöin þrjú ár hafa Flugleiðir varið talsverðu fé til aö auglýsa Is- land og þá aö hluta í samvinnu viö Feröamálaráöið heima. Þetta hefur boriö góöan árangur og farþegum til Islands fjölgaö um 17-18% í fyrra og bókanir mun betri nú en undanfarin ár. Það er athyglisvert, að dýrasti pakkinn, 16 daga Islandsferö á 1.200 dollara og flugfargjald að auki, viröist njóta mestra vinsælda. Við höfum gefiö út bækling um Islands- ferðir i samvinnu viö Feröamálaráö og dreift honum í 120 þúsund eintök- um. Viss árangur hefur oröið af starfi norrænu ferðaskrifstofunnar hér í New York og þáttur Islands í rekstri skrifstofunnar til sóma. Þá er stefna Ferðamálaráðs orðin fastmótaöri og þetta stefnir því allt í rétta átt. Nú er svo komið aö 60-65% af far- þegum Flugleiða yfir Noröur- Atlantshaf milli Bandaríkjanna og Luxemborgar eru upprunnin hér vestra. Rekstraröryggi ykist ef þetta væri jafnara og ekki væru miklar sveiflur í þessu. Þarna spila margir þættir inn í, en þaö væri æskilegt ef hægt væri aö fjölga farþegum frá Evrópu. Mánuðina desember — febrúar hefur hlutur farþega héöan vaxið úr því aö vera minnihluti og uppí aö vera 65% af heildarfjölda.” — Þú ert bjartsýnn á framtíöina? „öll framþróun er því marki brennd aö hún veröur ekki til af engu. Þetta kostar allt mikla vinnu og mikið fé og þaö er mjög mikið eft- ir aö gera. Það er sorglegt til þess aö hugsa, að vinnudeilur eða annaö slíkt getur eyöilagt þetta á skömmum tíma. Einn iítiil starfshópur getur eyöilagt gífurlega mikið ef svo ber undir. Viö sáum hvaö gerðist áriö 1980, ” sagði Sigfús Eriingsson. -SG A SAMHJALPARSAMKOMA VEREXJR I FILADELflU, HATUNI2, SUNNUDAGSKVÖLD KL. 20.00 Fjölbreytt dagskrá að vanda. Fíladelfíukórinn syngur undir stjórn Árna Arinbjarnarsonar. Vinirnir í Hlaðgerðarkoti syngja og vitna. Og að síðustu verður kynnt nýja hljómplata SAMHJÁLPAR, sem Garðar, Anne og Ágústa syngja. Munu þau syngja lög af plötunni, og Magnús Kjartansson og hljómsveit leika undir. Stjórnandi samkomunnar r r verður Oli Agústsson tómhjálp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.