Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR15. MAl 1982. 5 Menning Menning Menning Menning Bylting med gítar Alþ ýðuJeikhúsJð: BANANAR Höfundar: Rainer HachfetdRainer Liicker, Votker Ludwig, Bkgar Haymann. Þýöing: Jórunn Siguröardóttir, Böövar Guömundsson. Leikstfóm: Briat Hóðinsdóttir. Leikmyndog búningar: Gretar Reynisson. Lýsing: David Wafters. Fjórða sýning Alþýðuleikhússins fyrir börn og unglinga er í svipuðu horfi og hinar fyrri: einföld að efni til og dálítið gróf í gerðinni, en fjörmikil og hressileg allt um það, þessleg að hún geti auðveldlega notast sínum tilætluðu áhorfendum. Og hún er aðfengin eins og hinar fyrri, leikritið innflutt og þýtt. Þegar leikið er sér í lagi fyrir böm eða unglinga, ef til vill einnig með uppeldis- eða kennslu-sjónarmið i huga, er auðvitað mikilsvert aö efnið sé samiö til Qutnings eftir þörfum og hugsmunum sinna sérstöku áhorf- enda. Þannig séð væri æskilegt að Alþýðuleikhúsið ætti eigin leikskáldi á að skipa í stað þess að bygg ja þessa leiki að öUu leyti á aðfengnu efni. Og sé það rétt skUið að bamasýningar leikhússins hafi gengiö og gefist áhorfendum betur en mestöU önnur starfsemi þess, þá er það visbending um að á meðal sinna ungu áhorfenda eigi leikhúsiö markað vísan umfram eða álengdar við önnur leikhús i bæn- um. Þeim mun meiri ástæöa tU að leggja alúð og alla virkt við þennan áhorfendaiióp og reyna sem best að svara þörfum hans fyrir leiklist við sitt hæfi. Bananar segir frá Pancho Utla öreiga einhverstaðar í rómönsku Ameríku. Það er þar í löndum sem verið er að efna í nýjasta bálköst heimsbyltingar. Pancho dregst upp í blásnauöu þorpi með móður sinni og systkinum, framQeytir sér á því að selja banana á götum úti, reynir að bjargast til betra Ufs með þvi aö koma sér til borgarinnar. Það skrýtna er aö sjálfa þessa hugmynd, „að komast tU manns”, fær hann ekki af sjálfsdáðum heldur tekur hana eftir litiUí stelpu sem haim kynnist. Katrínu, dóttur evrópsks forstjóra alþjóðlegs fýrirtækis á staðnum. Rekur nú leikurinn raunir hans og ævintýri á leiðinni tU manns. En það er sama hvar Pancho ber niður: hvarvetna verður auðhringur- inn fyrir sem ræður lögum og lofum i landi hans. Ramon verkamaöur er rekinn úr vinnu fyrir að leggja hon- um lið. Presturinn í kirkjunni, löggan á götunni eru handbendi auöhringsins. Casimirio, vinur hans og félagi, er hnepptur í prísund og pyndaður grimmUega fyrir að hafa yfir hæpinn kveöskap um auöhring- inn Ula. Þegar Katrín litla slæstílag með þeim félögum er óðara talið að þeir hafi rænt henni og skorin upp herör um land og ríki þess vegna. Leijdist Ólafur Jónsson Það vUl bara til hvað illmennin eru vitlaus, fyrir utan að vera svona vond, en krakkarnir klókir og útsjónarsamir. Þó eiginlega fari aUt verr en Ula í landinu þá bjargast þau samt á besta veg. I lokin eru þeir Pancho, Ramon, Casimirio komnir í tæri við róttækan prest sem veit hvað til þeirra friðar heyrir: Það verður að gera byltingu. Katrín litla fær ekki að vera um kyrrt hjá þeim, en hún flytur á burt með sér sanna vitneskju um óþolandi ástand í landinu: Það verður að gera bylt- ingu. Og Casimirio ætlar aldeUis ekki að eta ofan í sig eitt orð af þvi sem hann hefur sungiö og kveðið heldur halda áfram meiri og mergjaðri söngvum. Það verður að gera bylt- ingu. Það er nú vísast að einhverjum einföldum frjálshyggjumanni, auðvaldssinna og bandaríkjavini finnist sem farið sé í leikriti þessu með ósæmUega einfaldan áróður. En það er allt í lagi: nóg af einhUða áróðri á hinn veginn í fréttum og umræðu um hiö öfgafengna ástand í rómönsku Ameríku. Vel má það vera að leikurinn geti notast til að vekja athygli áhorfenda á málavöxtum og málstað örbirgrar alþýðu í þessum heimshluta. Bananar er ahs ekki óhönduglega saman sett leikrit: sagan gengur fyrir sig í mörgum stuttum leikatrið- um, sem oft eru ákjósanlega knöpp í sniði, orðvör, en ætla leikendum að láta efnið tU hUtar uppi með verk- legu og sjónrænu móti. Oft og einatt lýkur einstökum atriðum með slikri myndranni ályktun af efninu. Að vísu hefur Alþýöuleikhúsið, við leiðsögn Bríetar Héðinsdóttur, engan veginn fullnægjandi vald á frásagnarefni leiksins, að hefja það upp yfir hinar einföldu hugmyndir sínar. Ekki frekar en vant er á sýningum þess í seinni tíð — að Kikóta að vísu undan- skildum. Leikhópurinn er alveg tiltakanlega misvígur, atriðin misjöfn, og tekur því varla að fara að gera manngreinarmun í því tilliti, þótt vel megi hafa einhverja skemmtun af mörgum þeirra og leiknum í heild. Hitt er samt verra að bæði leikritið og leiksýningin eru í aðal- atriöum sinum.einkum til þess fallin að einfalda Qókin vandamál og veru- leika — einfalda þau að hætti barna- sögunnar þar sem hið góða ævinlega ber svo auöveldlega sigur úr býtum, en vonska og ranglæti eru gerð hlægilegri en hvað þau eru hættuleg. Heim við það kemur aðalkenning leiksins, aö gítar sé hið hentugasta áhald til að bylta með því ranglátu þjóöskipulagi. Sem er nú kannski á ögn hæpnum rökum reist. Aftur ámóti fylgir leiknum einkar myndarleg leikskrá þar sem lesa má margan nytsaman fróðleik um ástandmála í rómönsku Ameríku. Kosningahátíð A -fístans að Hótel Sögu, Súlnasal, mánudaginn 17. maí kl. 20.30. Dagskrá: Lúðrasveit verkalýðsins Carl Billich Félagar úr Vísnavinum Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson Guðríður Bjami P. Sjöfn Sigurður Bryndís Ávörp: Guðríður Þorsteinsdóttir Bjarni P. Magnússon Sjöfn Sigurbj ömsdóttir Sigurður E. Guðmundsson KYNNIR: BRYNDÍS SCHRAM FJOLMENNIÐ A HATIÐINA A l.sti JMJM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.