Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR15. MAl 1982. 13 Bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar Bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar Þarf að efla hér ferðamannaiðnað - segir Vigfiis Þ. Guðmundsson, efsti maður á lista umbótasinna Spurningin „Hér hafa bara verið pólitískir listar fram aö þessu en í vetur ákvaö Alþýðu- bandalagiö að bjóöa ekki fram og þá kom upp sú hugmynd að bjóöa fram óháöan lista er studdur væri fólki úr öllum flokkum. Viö teljum aö setja eigi málefnalega samstöðu ofar pólitískum hagsmunum,” sagöi Vigfús Þ. Guðmundsson, efsti maöur á lista um- bótasinna. ,,Forgangsverkefniö er að rannsaka hvort hér sé nýtanlegur jarðhiti en þær rannsóknir sem farið hafa fram eru ekki nægjanlegar. Þetta er mikilvægt til aö fá heitt vatn til húshitunar og eins til sundlaugar sem við viljum að byggð verði i tengslum við skólann. Atvinnumálin eru stór málaflokkur. /ið viljum láta kanna itarlega hvort Finnur Bjamason bifreiðastjóri. stofna megi hér iðngaröa og koma upp fleiri atvinnufyrirtækjum. Það þarf að kanna hvort hér megi nýta hráefni, sem til fellur á staðnum, til dæmis frá siáturhúsunum, en það er nú allt keyrt til Reykjavíkur en ekki nýtt hér heima. Hvert atvinnufjTÍrtæki á svona smá- um stað vegur gríðarlega þungt. Það þyrfti að gera hér tilraun til að efla ferðamannaiðnað. Það mætti skipuleggja svæði undir sumarbú- staðabyggingar. Hér var engin að- staða fyrir ferðafólk fyrr en gert var myndarlegt átak í að koma upp tjald- stæöi í fyrra en við þurftum að standa i stimabraki við hreppsyfirvöld til að fá svæðið. I framhaldi af þessu viljum við koma hér upp gistiaðstööu. Þá má nefna að unniö hefur veriö aö því að gera höfn fyrir smábáta við Dyrhólaey. Við leggjum áherzlu á að hafnargerðinni verði lokið svo að héöan veröi hægt aö róa til fiskjar á sumrin,” sagði Vigfús Þ. Guömunds- son. ÓEF Frambodsllstar /Eski- legt ad idn- garda — segir Finnur Bjarnason, efsti maður ú lista sjálfstædismanna „Eg held að það sé ósköp svipuð stefna hjá öllum listum, það eru allir að reyna að lyfta upp byggðarlaginu,” sagði Finnur Bjamason sem skipar efsta sætið á lista sjálfstæðismanna í Vík. „Það sem hefur verið hér efst á baugi er hinn mikli húshitunarkostnað- ur. Það var boruð hér eina hola í leit að heitu en vatniö úr henni reyndist ekki nógu heitt. Það er mikill áhugi á að láta bora aðra holu í leit að heitara vatni. Það hefur einnig verið talað um að byggja hér sundlaug en það hefur ekki verið lagt út í það vegna þess að heita vatniðvantar. En það er ef til vill aðalmálið að það er ekki nægileg atvinna hér á staðnum og unga fólkiö flytur burt í atvinnuleit. Það hefur verið að myndast hér visir að nýjum iðngreinum á síðustu árum, sokkaverksmiðja, ofnaverksmiðja og framleiðsla á rafmagnstöflum og á svona litlum stað munar mikið um hvert starf. Það væri æskilegt að hreppurinn stæði að byggingu iðngarða í samvinnu við aðra hreppa þar sem iðnfyrirtæki gætu fengið innl Þetta er svo mikið láglaunasvæði að hér eiga fyrirtæki í erfiöleikum meö aö byggja. Eg held aö það sé úr svo mörgum möguleikum að velja í sambandi við iðnfyrirtæki að það yrði ekkert vandamál. En það er auövitaö ekki hægt að taka nein stór stökk í svona f ámennu byggðarlagi. Eg er óánægður með hvernig at- vinnumálanefnd Suðurlands hefur staöiö að áætlunum sinum um stað- setningu verksmiðja í fjórðungnum. I augum nefndarinnar virðist Suöurland ekki ná lengra en austur að Þjórsá en við virðumst ekki ætla að njóta neins góðs af starfi nefndarinnar,” sagði Finnur Bjarnason. ÓEF Vigfús Þ. Guðmundsson deOdarstjóri. DV-myndirGVA. interRent car rental Eftírtaktir þrir framboðslistar hafa komiö hér fram fyrir svaitars tjómarkotningamar 22. maí 1982: B—Bstí, borinn fram af framsóknarmönnum. 1. Raynir Ragnarsson, 2. Guögeir Sigurðsson, 3. Koibrún Matthiasdóttir, 4. Sknon Gunnarsson, 5. MóMriÖur Eggertsdóttir, 6. SigurÖur Æ. Haröarson, 7. PáU Jónsson, 8. Svmnhvit M. Sv&insdóttír, 9. Siguröur K. HJéimarsson, 10. Kristmundur Gunnarsson. TU sýslunefndar: 1. Kari Ragnarsson, 2. Jón Sveinsson. D-Ustí, borinn fram af sjátfstreöismbnnum. 1. Fhtnur Bjamason, 2. Tómas Pálsson, 3. Steinunn Pátsdóttír, 4. Sigríöur Karisdóttír, r 5. Ómar Hal/dórsson, 6. Ástaug VUhjéimsdóttír, 7. EinarH. Óiafsson, 8. Páii Jónsson verkstj., 9. óiafur Bjömsson, 10. Einar Kjartansson. Tii sýsl unefndar: 1. Einar Kjartansson. 2. Jón Valmundsson. Z-Ustí, borinn fram af umbótasinnum. 1. Vigfús Þ. Guömundsson, 2. SigriÖur Megnúsdóttír, 3. HörÖur Brandsson, 4. Sigurjón Ámason, 5. Guöborgur Sigurösson, 6. Guömundur Guöleugsson, 7. ÞórirN. Kjartansson, 8. Jóhannos Kristjúnsson, 9. Ámi Oddsteinsson, 10. Guðný GuÖnadóttír. TU sýshtnefndar: 1. Þórir N. Kjartansson, 2. Jóhannes Kristjánsson. Bilaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr 14 - S. 21715, 23515 Reykjavik: Skeifan 9 - S 31915. 86915 Mesta urvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum erlendis Kosningasjóður Sjálfstæðisflokksins Kosningarnar sem eru framundan 22. maí nk. ráöa úrslitum um framgang og framtíd ótal mikilvœgra framkvœmda og framfaramála um land allt. I Keykjavík stefnir flokkurinn ad meirihluta á nýjan leik. Kosningabaráttan er umfangsmikil og dýr. Nú sem fgrr tregstir Sjálfstœdisflokkurinn á fórnarlund og flokkshollustu flokksmanna og annarra stuðningsmanna. Framlag þitt í kosningasjódinn audveldar okkur sameiginlega baráttu og tryggir sameiginlegan sigur. Framlög til kosningasjóös Sjálfslædisflokksins má senda skrifstofu flokksins Háaleitsbraut 1. P.O. fíox 1392 eða leggja inn á gíróreikning 17 10 18. X Spurt í Vík í Mýrdal: Hverju spáir þú um úrslit kosninganna og hverjir held- ur þú að myndi meirihluta? Slgríður Karlsdóttir húsmóðir: Það verða eflaust tvísýnar kosningar þvi það er óvanaleg staða núna þar sem þrír listar koma fram. En ætli ég spái ekki framsóknarmönnum 2, sjálf- stæðismönnum 2 og óháðum 1 manni. Jóhanna Kjerúlf húsmóðir: Eg spái óháða listanum 2 mönnum, framsóknarmönnum 2 og sjálfstæðis- mönnum 1. Eg hugsa að óháði listinn og vinstrimenn myndi meirihluta. Urslitin 1978 Við siðustu hreppsnefndarkosningar i Vik i Mýrdal (Hvammshreppil voru tveír iistar i kjöri og urðu úrsiit þessi: atkvæöi fulltrúar Sjálfstœðisflokkur (D) 104 2 Vinstri menn og óháöir (H) 163 3 Hreppsnefndína skipuðu: Bnar Kjartansson bóntS (D), Jón Vatmundsson brúarsmiður (D), tngknar Ingimarsson sóknarprestur (H), Jón Ingi Einarsson skólastjóri (H) og fínnbogi Gunnarsson bóndi (H). Guðgeir Guðmundsson rafgæzlu- maður: Það er erfitt að gizka á þar sem nú koma fram þrír listar í fyrsta sinn, en ætli Sjálfstæöisflokkur og Framsókn- arflokkur fái ekki 2 hver og óháðir fái 1. Eg gæti bezt trúaö að sjálfstæðis- og framsóknarmenn mynduöu meiri- hluta. Katrin Brynjólfsdóttir afgreiðslukona: Eg spekúlera nú ekki mikið i þessu, en ég vil ekki hafa listakosningu. Annars hef ég ekkert vit á þessu. Guðmundur Pétur Guðgeirsson verzl- unarstjóri: Eg spái aö Framsóknarflokkurinn fái 2, Sjálfstæðisflokkurinn 2 og óháöir 2, en ég þori ekki að segja til um hvemig meirihluti verður myndaöur. Þorbergur Einarsson verkamaður: Það er ekki gott að segja til um það. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn fái ekki 2 menn og ég vona að Framsóknarflokk- urinn fái 2 og þá fá óháðir 1.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.