Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR15. MAl 1982. 15 Purrkurinn nýkominn fri Engiandi, þar sem tekin var upp fjögurra laga plata fyrir Tjallann. Sú plata veröur einnig á boöstólum hórlendis þegar liða tekuri sumar. hljóðrituð um líkt leyti og skífa Bara- flokksins, en upptökur fóru fram í Hljóðrita og stjórnaði söngvari flokks- ins, Eiður örn Eiðsson, upptökum hennar. Ú/farnirán Pjeturs Þess má svo geta að söngdúettinn Þú & ég verður á ferðinni í Lundúnum innan fárra daga ásamt Gunnari Þórðarsyni, þar sem upptökur munu fara fram á nýrri hljómplötu sem hugsuð er á Japansmarkað. Aödáend- ur dúettsins mega vænta þeirrar plötu í búðir hérlendis um mánaðamótin júní/júlí. Innihaldið mun sem fyrr bera einhvern keim af diskói þó vissu- lega verði fariö inn á nokkrar áður ótroðnar brautir. Hver man ekki eftir laginu „Stjáni saxófónn”, sem reið húsum tónlistar- hlustenda fyrir fáeinum árum? Þar voru á ferðinni piltungarnir í dára- sveitinni Pjetur og úlfamir. Þeir verða aftur á ferðinni í sumar með nýja tólf tommu plötu — frumsamda að sjálfsögðu. Hafa þeir sleppt Pjeturs nafninu og heita því einungis tJlfarnir um þessar mundir. Það ætti ekki aö koma að sök. Tónlist þeirra er eitthvaö í likingu við þann anda er svífur yfir léttri poppmúsík á siðkvöldum og ætti að láta vel í eyrum slikra unnenda. Það er fyrrum Spilverkarinn Valgeir Guðjónsson sem stýra mun upptökum á þessari plötu, en útgefandi er Spor. A vegum Steina hf. má einnig vænta samansafnsplötu erlendra sem inn- lendra rokkflytjenda. Sú plata verður hliðstæða plötunnar „Beint í mark”, sem mjög hefur notið vinsælda um nokkurra vikna skeið. Hún er væntan- leg siösumars. Þá skulum við huga að útgáfumálum hjá Geimsteini í Keflavík. Sú ágæta hljómsveit þeirra Suöumesjamanna, Box, mun á þjóöhátiöardaginn senda frá sér sína fyrstu breiöskífu, en þá verður ár liðið frá stofnun grúppunn- ar. öll lög plötunnar em frumsamin og bera þau keim af nýrómantísku stefn- unni, enda mun mikiö vera um synt- heziser-spil í leik þeirra drengja. Platan hefur ekki enn sem komiö er hlotið endanlegt na&i, en vinnsluheitið er „Skuggahliðin”. Hreint alveg ágætt nafn að því er virðist við fyrsta lestur þess. Það er Rúnar Júlíusson sem stjórnar upptökum plötunnar sem lauk fýrir umviku. Mágur Rúnars, Þórir Baldursson, er með í bígerö sólóplötu sem hugsanlega kemur út síösumars. Þar verður hann á ferðinni með frumsamið efni í fusion- stíl og er þar áreiðanlega um áhuga- verða nýbreytni í íslenzkri tónlist að ræða. Platan hefur ekki ennþá hlotiö skirn. Hemmi Gunn með só/óplötu Hermann Gunnarsson heitir maöur og talar nokkuö um íþróttir á öldum ljósvakans. En hann lætur sér þær víg- stöðvar ekki nægja, því að fyrirhuguð er tólf tommu sólóplata kappans sem áætlaö er að komi út um eða fyrir verzlunarmannahelgina. Þar verða á ferðinni lög eftir ýmsa af þekktari lagasmiðum okkar poppheims, en á plötuna hafa ekki ennþá verið valin endanleg lög, nema eitt. Það er ítalskt og valdi Hemmi það lag sjálfur. Sagði aö það yrði að tilheyra plötunni, því hann væri orðinn þekktur fyrir söng þess í ýmsum partium úti í bæ á undan- fömumárum! Hljómplötuútgáfan Grammið er ungt og frjótt fyrirtæki. Á vegum þess má bráðlega vænta plötu frá Jonee Jonee sem verið er að vinna að nú þessa dagana. Ekki er enn afráðiö hvað hún verður stór eða hvað nafn hún kemur til með að bera. Er þetta fyrsta hljómplata félaganna og kemur hún út í júní. I sama mánuði gefur Gramm út all- sérstæða breiðskífu. Þar fer kveð- skaparlist Sveinbjörns allsherjargoða Beinteinssonar og viðfangsefnið er hvorki meira né minna en Eddu- kvæðin. Þessi plata átti raunar að koma út fyrir síöustu jól, en dráttur varð á því. Er hér án efa um eina forvitnilegustu hljómplötu sumarsins aöræða. Þá má vænta stórrar plötu með # / Þær stöllur Ema Gunnarsdóttir, Ema Þórarinsdóttir og Eva Albertsdóttir eru væntanlegar i sinni fyrstu breiðskífu, en hljóöritun hennar varað Ijúka fyrir fieinum dögum. verkum Áskels Mássonar slagverks- leikara. Á annarri hliöinni verður að finna konsert hans fy rir kla rinettu sem fluttur var fyrir nokkru. Hin hliöin mun geyma þrjú verk fyrir slagverk og flautu. Platan hefur ekki hlotið nafn og alls er óvist um útkomudag. „Notimeto think frá Purrkinum Loks mun Gramm gefa út fjögurra laga plötu Purrks Pilnikk, sem tekin var upp í Southem-stúdíóinu, því sama og platan „Ekki enn”, á ferð félaganna um England í vor. Plötu þessari verður dreift i Englandi og er hún með enskum textum. Heiti hennar er ,,No time to think”. Hennar má bíða hér- lendis til miðsumars. Hjá hljómplötuútgáfunni Eskvimó fengum við þær fréttir að einskis væri að vænta frá þeim yfir sumartímann. Allt væri óráðið um væntanlega plötu- útgáfu. Á næstu dögum kemur fyrsta platan út á þessu ári hjá SG-hljómplötum. Þetta er þriðja plata hljómsveitar- innar Upplyfting, sem nú er skipuö þeim Hauki Ingibergssyni, Kristjáni B. Snorrasyni, Sigurði V. Dagbjarts- syni og Þorleifi Jóhannssyni. Gunnar Þórðarson sá um tónstjórn á þessari plötu og er þar m.a. að finna nýtt lag eftir Gunnar. önnur lög eru flest eftir þá félaga í Upplyftingu. Þarna er einnig að finna 18 laga syrpu i hinum sama stíl og hvað vinsælastur var á plötum f yrir nokkrum mánuðum. Ernurnar og Eva frá Akureyri með sitt fyrsta „sóló " Þessa dagana eru þær stöllur frá Akureyri, Erna, Eva og Ema að ljúka við hljóðritun á sinni fyrstu „sóló- plötu”. SG-hljómplötur fengu Magnús Kjartansson til að taka að sér tón- stjóm þessarar plötu og fór hljóðritun fram bæði hér á landi og i Englandi. Tjáði Svavar Gests blaöinu að þetta væri einhver vandaðasta og dýrasta plata sem hann hefði gefið út í langan tíma. I kostnaö mætti alls ekki horfa þegar um væri að ræðajafn frábæra plötu- Hún tæki flestu öðm fram er gefið hefði verið út hér á landi. Þá er í undirbúningi plata þar sem tveir kunnir söngvarar syngja tólf lög saman, en ekki vildi Svavar segja nánar frá þeirri plötu að sinni. Einnig er ýmislegt bamaefni í athugun fyrir utan ýmislegt fleira semveriðer að undirbúa og ekki er hægt að skýra frá. Þá sagði Svavar að lokum að hann hefði rétt í þessu verið að undir- rita samning við Björgvin Halldórsson um gerð plötu, sem yrði einskonar framhald af HLH-flokknum en þó all- breytt. Hugmyndin væri Björgvins. Aö lokum er þaö fiölusnillingurinn Graham Smith, sem gefur út sína aðra breiðskífu í sumar. Heilinn á bak við gerð hennar verður Olafur Gaukur. — Af þessari þurru upptalningu sem hér hefur farið að framan er ljóst að í mörg hom verður að líta fyrir plötu- kaupendur á sumarmánuðunum og hitt jafnvel 1 jósara að sá vaxtarkippur sem færöist í íslenzka plötuútgáfu fyrir fáeinum árum fer síður en svo hjaðn- andi. -SER tók saman. Gunni Þóröar lætur ekki deigan síga frekar en iður. Hann i aðild að nokkrum skrfum sem út koma i HAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Dregið íkvöid Vinsamlegast gerið skil í happdrættinu í dag. Skrifstofa happdrættisins í Valhöll, Háaleitisbraut 1, slmi 82900, verður opin í dag til kl. 22. Sækjum — Sendum Sækjum — Sendum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.