Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR15. MAl 1982. 99MMið frumstæða í listinni heillur mig9 9 —spjalluð við Hauh Dór Sturluson leirherasmið d sýningu hans sen nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir listsýning á leirmunum Hauks Dórs Sturlusonar en hún hófst um siðustu helgi og mun standa til sunnudagsins tuttugasta og þríöja maí. Haukur hefur tekið þátt í fjölmörgum sam- sýningum, bæði hér heima og erlend- is, auk þess aö halda nokkrar einka- sýningar. Við litum inn á sýningu hans einn góðviðrisdaginn í vikunni og spjölluöum viö hana „ Jájá, af þessu lifi ég,” segir hann við fyrstu spumingu minni og verður um leið litið yfir munina sem prýða sýninguna. „Salan gengur alveg prýðilega og það er alveg óhætt að segja aö ég hafi þokkalegar tekjur upp úrþessu.” Haukur hóf störf á eigin verkstæði sem leirkerasmiður árið 1967 en nam leirkerasmiði á undan við Iistaskól- ana í Edinborg og Kaupmannahöfn um fjögurra ára skeiö. Áður hafði hann stundaö almennt myndlistar- nám viö Myndlistarskólann i Reykjavík. Á siöasta árí dvaldi hann i Banda- ríkjunum, „nánar til tekið í Columbiu í Maryland,” bætir hann við. „Þar vann ég að þessari sýningu sem nú gefst kostur á að skoða hér á Kjarvalsstöðum. Einnig hélt ég sýn- ingu þar vestra á verkunum, í litlu og skemmtilegu galleríi sem skólinn rekur. Hún tókst framar vonum. Bandaríkjamenn bera enda mikla virðingu f^TÍr leirkerasmiöinni sem listgrein og sækja slíkar sýningar með sama hugarfari og aðrar list- sýningar. Það er því mjög hvetjandi að vinna þama úti. Þar er leirkerasmíöin mjög lifandi sem listgrein og Banda- rikjamenn eiga afar frjótt og efnilegt fólk sem vinnur að framgangi henn- ar.” Er leirkerasmiðin kannski ekki viðurkennd sem listgrein hér á landi? „Miðað við það að vera viðurkennd sem ein grein myndlistar úti í heimi þá held ég að staða hennar hér heima sé mjög óljós. Hér vilja menn kalla hana handverk, eða eitthvaö í þá átt- ina, en mér sýnist sem þetta viðhorf séaðbreytast.” Einhver nefnir hana hagnýta list? „Þaö held ég að sé tóm vitleysa, alla vega miðaö viö þá merkingu sen lögðer í það orð. Um ieið og hlut- urinn er farinn að höfða til manns sem fallegur þá hlýtur hann jafn- framt að vera hagnýtur hvort eð er. Þetta á bæði við um málverk og leir- ker. Það er minn skilningur á list- inni.” Þegar horft er yfir sýningu Hauks í fordyri Kjarvalsstaða getur að líta margvísleg form sem hann hefur mótað með smekkvísi í leirinn. Allra handa leirker, vasar og skálar, stór- ar sem smáar, auk ýmiss konar skúlptúra. Þar eð hér er um sölusýn- ingu að ræða liggur beinast við að spyrja hvaða form séu vinsælust meðal kaupenda. „Eg held ég megi segja að enginn einn hlutur eða eitt form sé vinsælla öðru fremur. Áhugi fólks virðist ein- faldlega skiptast jafnt niöur á þessa hluti. Þessir svokölluöu hagnýtu hlutir eru lítt vinsælli en þeir sem eingöngu eru ætlaðir fyrir augað. Engir munir hér á sýningunni eru enda unnir i því augnamiði að þá eigi að nota, til að mynda sem ílát undir eitthvaö. Eg forma mina hluti eingöngu út frá fagur- ,,... um Mð og hluturinn er farinn að htifða tfl manns sem fallegur þi hlýtur hann Jafnframt að vera hagnýtur...", segir Haukur meðalannars / vlðtallnu. D V-myndir Bjamleifur. fræðilegu sjónarmiði, en hvort hægt er svo aö nota þá sem ílát þegar fram líða stundir er bara undir hælinn lagt hverjusinni.” Vikjum að öðru. Hvaða möguleika gefur leirkerasmiöin sem listgrein? „Mikla möguleika, mjög mikla. Hún gefur raunar tækifæri til að móta allt sem nöfnum tjáir að nefna. Hvað mig snertir þá reyni ég að vinna að henni á mjög breiðum grunni, allt frá lágmyndum til leir- kera upp í skúlptúra. Eg hef kannski einbeitt mér um of að mótun sjálfra leirkeranna til þessa og hef því mikinn hug á að fara meira út i skúlptúraformun. Eg býst við því að þróunin verði sú á næstu árum.” Leirkerasmiöin verður sennilega talin meö elztu listgreinum mannkynssögunnar. Það er jafnvel að hellamálverkin hafi verið það eina sem á undan þeim kom i lista- sögunni. Fyrir liðlega sex þúsund árum er vitað um leirkerasmiði þar sem nú heitir Iran. Þar var þá þegar byr jað að renna leir. Má því kannski ætla að leirkera- smiði hafi lítiö breytzt i aldanna rás og sé jafnvel í eðli sínu íhaldssöm á fastar venjur? „Við getum sagt að það sé afar erfitt að vera frumlegur í henni. Og vissulega hefur leirkerasmíðin mjög lítiö breytzt sem slík frá því hún var fyrst uppgötvuð. Jafnvel verkfærin eru þau sömu og áður, en þar kemur á móti aö þekkingin á viðfangsefninu er allt önnur og meiri en hún var. Menn hafa gleggri þekkingu á því hvað þeir eru að gera en verkið sjálft er, eins og áður segir, mjög keimlíkt því semáður þekktist.” Hvað er það sem þarf til leirkera- smíði? „Fyrst og fremst ofn. Rennibekkur er svo sem ekkert skilyrði, þó hann komi vissulega í góðar þarfir. Svo eru það tiltölulega einföld og fátæk- leg verkfæri sem iöulega eru notuö til verksins. Þeir hlutir sem höföa mest til min eru prímitívir. Sú list er oftast nær unnin við mjög frumstæð skilyrði. Þá eru til dæmis leirkerin brennd í þurrkaðri mykju og allur frekari vinnslumáti er á þann veg. Hið frum- stæða i listinni heillar mig mest. Eg fæmestútúrþví.” Þaö þarf því í sjálfu sér ekki mikið f jármagn til að koma sér upp smíöa- stofu? „Það er vissulega hægt að komast af án mikils fjármagns, en þegar menn eru orðnir atvinnumenn í list- inni þá getur þetta farið aö kosta nokkuö. Það er nefnilega hægt aö nota endalaust peninga í kaup á bún- aði til leirkerasmíði. Spumingin er bara hvað menn vilja hverfa langt frá hinu frumstæða.” Á sýningu Hauks á Kjarvalsstöð- um er ekki einungis um leirmuni að ræða. Á veggjum hanga teikningar hans, unnar með blýanti og kolum — og mótívin eru höfuð. Haukur er spurður út í þá hlið listarinnar. „Teikningin hjálpar mér mjög mikiö við gerð leirmunana og öfugt. Það er aö minu mati líka nauðsyn- legt að geta hvílt sig á einu viðfangs- efni og haldiö inn í annað form. Oft fæ ég líka hugmyndir frá öðru hvoru viðfangsefninu sem síðar nýtast mér betur í hinu. Til að mynda getur það reynzt skemmtilegt að dunda við teikningu á pappir sem síðar er yfir- færð í leirinn. Þannig öðlast upphaf- lega hugmyndin nýja vídd sem gam- an er að spreyta sig á. Eg fæ sem sagt mikið út úr því að fást við hvort tveggja. Þessi tvö list- form styðja hvort annað í mínum verkum og þau njóta góðs af því. ” Þú ert nýkominn frá Bandarikjun- um. Hvað á að gera þegar þessari sýningu lýkur? „Þá held ég aftur til Bandaríkj- anna, til sama staðar og fyrr er nefndur. Þá liggur fyrir vinna að uppsetningu sýningar í Washington. Hún verður opnuð í haust. Hvað síðar verður gert, kemur svo bara í ljós. Það er alltaf nóg af viðfangsefnum allt í kringum mann.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.