Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 36
Sókn samdi eftir sólarhringslangan sáttafund: Beinar kauphækkanir og aðrar kjarabætur „Eftir atvikum er ég sæmilega ánægö meö þessa samninga. Um er aö ræöa ýmsa uppskurði á fyrri samning- um en hvaö samningamir fela í sér veröur ekki gert opinbert fyrr en á félagsfundi á mánudagskvöld,” sagði Aðalheiður Bjarnfreösdóttir, formaöur Sóknar, í samtali viö DV í gærkvöldi. Samningar tókust milli Sóknar og viðsemjenda félagsins um nýjan kjarasamning laust fyrir hádegi í gær. Samningafundur haföi þá staöiö lát- laust í sólarhring en Aðalheiður sagði aö áöur hefði veriö fundað af og til í viku. Sókn haföi boöaö verkfaU næstkom- andi miövikudag, heföu samningar ekki tekizt. Því verkfaUi verður ekki aflýst fýrr en eftir félagsfund, ef samningarnir verða samþykktir. Spumingu um hvort féngizt hefðu fram bæði beinar kauphækkanir og aðrar kjarabætur svaraði Aöalheiður Bjarn- freðsdóttir játandi. Hún sagöi einnig að ekki væri um skammtímasamning að ræða. Sókn hefur verið ein á báti og félagið ekki fylgt neinum samböndum viö samningagerðina. Hvort þeir hafi einhver áhrif til aðkoma hreyfinguá samningamál ASI og VSI er því ekki vitað en Aðalheiður sagði að þess væri óskandi. -SG Kappræðufundur á Torginu Allmikill mannfjöidi fyigdist meö pylsuvagnskappræðum síðdegis í gær. Nú er rétt vika tii kjördags og lokahrina þeim sem efnt var til með fulltrúum þeirra flokka er bjóða kosningabaráttunnar að hefjast. fram til borgarstjórnar en fundurinn fór fram á Lækjartorgi (DV-mynd Gunnar V. Andrésson.) 1372 búnir að kjósa „Við óttumst að hér geti orðið örtröð síöustu dagana fyrir kosn- ingar því tii þessa hefur verið rólegt hér,” sagði starfsfólkið á Fríkirkjuvegi 11 en þar fer utan- kjörfundarkosning fram þessa dagana. I gær voru 1372 búnir að kjósa þar en við síðustu kosningar mættu þar um 3600 manns til að kjósa. Það eiga því yfir 2000 manns eftir að koma þar inn þessa síöustu viku fyrir kjördag til aö sú tala náist og er almennt búiztviðaðhúngeriþað. - Hægt.er að kjósa þar alla daga á milli 10 og 12, síðan frá 14—18 og svo frá kl. 20—22 á kvöldin. Athygli skal vakin á því að fimmtudaginn, sem er upp- stigningardagur, er hægt að kjósa á milli kl. 14 og 18 en ekki á öðrum tima dagsins. -klp- Hjúkrunarf ræðingar hættu störfum á miðnætti: Neyðarvakt á Borg- arspítalanum f dag —sáttaf undur boðaður fyrir hádegi Hjúkrunarfræðingar á rikisspitulun- um, Landakoti og á sjúkrahúsunum á Akranesi, Selfossi og Vestmanna- eyjum hættu störfum á miönætti er uppsagnarfrestur þeirra var útrunn- inn. Samningafundur hefur verið boðaður klukkan 11 i dag en í gær- kvöldi var ekki ljóst hvort ríkið myndi leggja fram tilboð á þeim fundi eða ekki. Borgarspítalinn annast neyðarþjón- ustu í dag og Landspítalinn á morgun og mánudag. Tekið verður við bráð- veiku fólki en öðru er ekki hægt að sinna. Landakotsspítali átti síðan að taka við neyðarvaktinniá þriöjudag en hjúkrunarfræðingar þar höfnuðu tilmælum um að annast sh'ka þjónustu. Hins vegar verður tveimur deildum með samtals 60 rúmum haldiö opnum á þeim spítala og sjúklingar teknir inn •meðan pláss leyfir. Auk hjúkrunar- fræðinga hættu nemar líka störfum á miðnætti og hjúkrunarfræðingar á Borgarspítala leggja niður eftirvinnu. Sem fyrr segir verður neyðarvakt á Borgarspítala í dag en að undanförnu hafa allir sjúklingar, ;Semhægthefur verið flytja, verið fluttir af sjúkrahús- umþeimeruppsagnimarnátil. -SG BV fjjálst, úháð dagbJað LAUGARDAGUR15. MAÍ1982. Krafla: Bandarískir sérfræðingar bora á ská Framkvæmdir við Kröflu eru nú nýhafnar eftir vetrarhörkurnar. Verið er að bora holu númer 19. Hún er boruð á venjulegan hátt beint niður í jörðina í um 2000 metra dýpt. önnur hola verður síðan boruð í sumar. Aðferðir viö borun hennar eru hins vegar nýjar hér á landi. I stað þess að bora beint niður verður borað á ská inn í fjallið á spmngur sem jarðfræðingar telja að séu þar og kunni að gefa hita. Sigurður Benediktsson, verkfræð- ingur hjá Orkustofnun sagði að hingað kæmu sérfræðingar frá Bandaríkjun- um og Kanada til að annast boran þessarar holu. Tækni við að bora á ská er ný hér og engir Islendingar kunna á þau tæki sem nota þarf. Og í stað þess að eyða peningum þjóðarinnar í að kenna fyrst á tækin og borga síðan fyrir vinnuna verða erlendir kunnáttu- menn fengnir og þeir látnir fram- kvæma verkið í snarheitum. Ekki var ljóst í gær hvenær þeir kæmu. það verður ekki fyrr en að lokinni holu 19 og byrjunarborunum við holuna þeirra, holu 20. Tækin sem notuð eru við þessa nýju tækni era öll bandarísk. Hluti þeirra kemur frá Skotlandi og hafa þau áður verið notuð við boranir í sjónum við Skotland. -DS Mál leyst á Laugarvatni Kennarinn fær laun LOKI Ætli Ragnar Arnalds hafi fundið upp slagorðið „Kosn- ingar eru kjarabarátta" — á fundi með hjúkkum? ■ Bi ■ ■ I ■ ■ ■ ■ ■ ■ I Launadeild fjármálaráðuneytisins hefur nú fallizt á að greiða Guðmundi Olafssyni kennara á Laugarvatni laun sem hann getur sætt sig við. Eins og sagt var frá í blaðinu á dögunum hafði Guðmundur tekið að sér að kennslu í 2. bekk framhaldsdeildar héraðsskólans i stærðfræði. Kenndi hann nemendum, 5 að tölu, með 2. bekk menntaskólans. A dögunum leit út fyrir að Guðmundur fengi ekki sérstaklega greitt fyrir þessa kennslu hjá nemunum fimm og hafði hann því tilkynnt þeim að óvíst vtöí hvort þeir fengju einkunnir. Nú er hins vegar búið að leysa málið þannig að nemarnir fá einkunnir eins og aðrir. Guðmundur sagöi í samtali við blað- ið í gær að sætzt hefði verið á að hann fengi metna sem svarar einni klukku- stund á viku við þessa kennslu auk vinnu við próf og heimaverkefni. „Mikilvægasta atriðið finnst mér að viðurkennt hefur verið að ég var i raun kennari við héraðsskólann,” sagði hann. Þá kvaðst hann vera ákaflega undrandi á þeim ummælum sem skóla- stjóri héraðsskólans haföi látið falla í samtali við DV. Þau voru á þá ieið að Guðmundur héldi nemunum fimm sem gíslum í baráttu sinni. DS I I I I I I I I 1 I I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.