Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VISIR. MANUDAGUR 24. MAI1982. Akranes: FRAMSÓKN OG SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKUR BÆTTU VIÐ SIG MÖNNUM — Meirihlutinn með áfengisútsölu „Þetta er bezta útkoma sem við höfum fengið síðan 1942,” sagði Valdi- mar Indriöason, efsti maöur á lista Sjálfstæöisflokksins á Akranesi, en D- listinn fékk nú 1110 atkvæöi og fjóra menn kjörna en hafði þrjá. ,,Ég kann enga eina skýringu á þessu og þori engu að spá um breytingar á meiri- hlutasamstarfi, það mál þarf aö kanna mjög ítarlega,” bætti hann við. I bæjarstjórninni hafa Alþýðuflokk- ur, Sjálfstæöisflokkur og Alþýðu- bandalag myndaö meirihluta síðasta kjörtímabil og Framsóknarflokkur því verið einn í andstöðu. B-listinn kom mjög sterkur út úr kosningunum núna, fékk 857 atkvæði og þrjá menn kjörna, en hafði tvo áður. Jón Sveinsson, efsti maöur B-listans: „Við erum auðvitað ákaflega ánægö. Þessi sigur á sér margar skýringar. Við höfum haldiö uppi haröri gagnrýni á fráfarandi meirihluta og virðast fleiri hafa viljaö breytingar. Þá hefur það einnig skipt miklu að á lista okkar var gerð mikil breyting núna. Þeir þrír sem fara inn hafa ekki setið í bæjar- stjórn áður og eru þar aö auki allt Vitretex sandmátningin er hæfiiega gróf utanhússmálning. Ekki grófari en þaö að regn nær að skola ryk og önnur óhreinindi af veggjum. Og Vitretex sandmálning er óhemju sterk utanhússmálning og endingargóð, það sanna bæði veðrunarþolstilraunir og margra ára reynsla NÝ LITAKORT Á ÖLLUM SÖLUSTÖÐUM S/ippfé/agið íReykjavíkhf Máiningarverksmiöjan Dugguvogi Simi33433 HÆMEGA GROF Meirihlutí kjósenda á Akranesi er þvi meömmitur aö áfenglaútsala veröi opnuö / bænum. Fylgjandi voru 1.430en á mótí voru 1.240. unngt fólk. B-listinn var eini listinn sem bauð upp á einhverjar breyting- ar.” A Akranesi voru 3302 á kjörskrá, atkvæði greiddu 2762. Atkvæðin skipt- ust þannig. A-listi 397 B-listi 857, D-listi 1110 og G-listi 402. Bæjarstjórn Akra- ness verður þannig skipuð: Guðmund- ur Vésteinsson (A), Jón Sveinsson (B), Ingibjörg Pálmadóttir (B), Stein- unn Sigurðardóttir (B), Valdimar Ind- riðason (D), Guðjón Guðmundsson (D), Hörður Pálsson (D), Ragnheiður Olafsdóttir (D), Engilbert Guðmunds- son (G). Nú það var einnig gengiö til atkvæðagreiðslu um hvort opna ætti áfengisútsölu í bænum. Fylgjendur þess reyndust vera 1430, en á móti voru 1240. Allt útlit er því fyrir að styttra verði fyrir Akurnesinga að nálgast dropann í framtíðinni, en verið hefur. -JB Hafnarfjörður: Alþýðubandalag missti mann til Sjálf stæðisf lokks „Þetta stóð svo tæpt síðast með annan mann af okkar lista, að við viss- um að baráttan yrði hörð. En ég hefði þó frekar átt von á því að Alþýðu- flokkurinn tæki þetta fylgi frá okkur,” sagði Rannveig Traustadóttir sem skipaði efsta sæti G-listans í Hafnar- firði, en Alþýðubandalagið missti í kosningunum um helgina einn fulltrúa yfir til Sjálfstæðisflokks. Fulltrúatala annarra flokka stendur óbreytt en atkvæði skiptust sem hér segir: A-listi 1336 og tveir fulltrúar, B- listi 621 og einn fulltrúi, D-listi 2391 og fimm fulltrúar, G-iisti 796 og einn fulltrúi og H-listi félags óháðra borg- ara 1239 og tveir fulltrúar. „Mér finnst þó athyglisvert þegar þessar tölur eru skoöaðar að hægri sveiflan sem orðið hefur um allt land, er minni hér í Hafnarfiröi en annars staöar, svo ég held viö getum tiltölu- lega vel við unað,” sagði Rannveig ennfremur. Bæjarstjóm Hafnarfjarðar mun samanstanda af eftirtöldum fulltrúum: Guðmundur Arni Stefánsson (A), Hörður Zophaniasson (A), Markús Á. Einarsson (B), Arni Grétar Finnsson (D), Sólveig Agústs- dóttir (D), Einar Þ. Mathiesen (D), Ellert Borgar Þorvaldsson (D) Haraldur Sigurðsson (D), Rannveig Traustadóttir (G) Vilhjálmur G. Skúlason (H) og Andrea Þóröardóttir (H). Síðastliðin fjögur ár hafa Sjálfstæðisflokkur og óháðir myndað meirihluta i bæjarstjóm með sex full- trúa af ellefu. Á kjörskrá í Hafnarfirði voru 7680, en atk væði greiddu 6383. -JB Keflavík: Meirihlutinn jók fylgi sitt I Keflavík hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndað saman meirihluta síöastliöin 12 ár. Báðir þessir flokkar juku fylgi sitt í kosning- unum um helgina, Sjálfstæöisflokkur- inn þó mun meira. Bætti hann við sig einum manni á kostnað Alþýðuflokks- ins. „Þetta fór langt fram úr björtustu vonum manna svo við erum vægast sagt mjög ánægðir hér,” sagði Tómas Tómasson, sparisjóðsstjóri efsti maöur D-listans. Hér virðist talsvert af iausu fylgi sem aldrei er hægt að reikna út fyrirfram, en fólk hefur með þessu lýst ánægju með framkvæmdir og störf bæjarstjórnarinnar síðasta kjörtímabil. Persónulega finnst mér ekkert því til fyrirstöðu að sami meiri- hlutisitjiáfram.” „Eg er auðvitaö óánægður með að missa þriðja manninn, en það má kannski segja að það fylgi sem við fengum 1978 hafi veriö óeðlilega mikið. AUa vega staðfestir þetta aö það er meö öllu óraunhæft að miöa raunveru- legt fylgi flokkanna við úrsUt kosninga hverju sinni,” sagði Olafur Bjömsson útgerðarmaður og efsti maöur á Usta Alþýðuflokks. I Keflavík greiddi 3431 atkvæði, en á kjörskrá voru 4143. Atkvæði skiptust þannig: A-listi 918, B-Usti 805, D-listi 1345 og G-Usti 363. Næstu bæjarstjóm skipa eftirtaldir: Ölafur Björnsson (A), Guöfinnur Sigurvinsson (A), Hilmar Pétursson (B), Guöjón Stefánsson (B), TómasTómasson (D), Kristinn Guðmundsson (D), Helgi Hólm (D), Hjörtur Zakaríasson (D) og Jóhann Geir dal Gíslason (G). -JB Spennandi kosning á Sauðárkróki: Kratar töpuðu manm „Meirihlutinn sem var hefur misst styrk sinn. Sem stærsti flokkurinn teljum við framsóknarmenn ekki óeðli- legt að við leiðum næsta meirihluta,” sagði Magnús Sigurjónsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins á Sauðárkróki. Nokkrar breytingar urðu á hlut- föUum í bæjarstjórn Sauðárkróks sem valda því að mynda þarf nýjan meiri- hluta. Sjálfstæöisflokkur, Alþýðu- flokkur og fulltrúi Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna mynduðu meirihlutann á síðasta kjörtímabih en í kosningunum nú tapaði Alþýðu- flokkurinn fuUtrúa sínum. FuUtrúi Samtakanna er hins vegar inni í bæjar- stjóm sem fulltrúi K-Ustans. Framsóknarflokkurinn vann nú einn mann. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- bandalag héldu sínu. Fulltrúi Alþýöuflokksins féU á örfáum atkvæðum og K-listann vantaöi einnig aðeins örfá atkvæði í að ná sínum öðrum manni. Fjórði maður Framsóknar var rétt fyrir ofan þá tvo. Það var því mjög naumt á Króknum. Framsóknarflokkur fékk annars 406 atkvæði og fjóra menn, Sjálfstæðis- flokkur 369 atkvæði og þrjá menn, K- Usti 200 atkvæði og einn mann, Alþýöu- bandalag 153 atkvæði og einn mann og Alþýðuflokkur 100 atkvæði og engan mann. Bæjarstjóm skipa nú: Magnús Sigurjónsson (B), Sighvatur Torfason (B), Bjöm Magnús Björgvinsson (B), Pétur Pétursson (B), Þorbjöm Arnason (D), Aöalheiður Arnórsdóttir (D), Jón Ásbergsson (D), Stefán Guðmundsson (G) og Hörður Ingimarsson (K). Hvammstangi: Framsókn fékk flest atkvæði Listakosning var á Hvammstanga í fyrsta siirn í tuttugu ár. Þrír Ustar vom boðnir fram en enginn náði hreinum meirUiluta. B-Usti Framsóknarflokks fékk 136 atkvæði og tvo menn kjörna. G-listi Alþýðubandalags fékk 81 atkvæði og einn fulltrúa og L-listi frjálslyndra fékk 108 atkvæði og tvo menn. Hreppsnefnd Hvammstangahrepps verður því þannig skipuð: Brynjólfur Sveinbergsson (B), Gunnar V. Sigurðs- son (B), Matthías HaUdórsson (G), Kristján Björnsson (L) og Karl Sigur- geirsson(L). -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.