Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VISIR. MANUDAGUR 24. MAl 1982. Sjálfstæðisf lokkurinn vann mann á Akureyri en... Valgerður Bjamadóttir, efsti maöurá lista Kvennaframboðsins á Akureyri, lengst til vinstri. SigfríÖur Þor- steinsdóttir, sem vari ööru sœti, situr á milli Guörúnar Hallgrímsdóttur og Láru Erlingsen. (DV-mynd GS). Kvennaframboðið er í oddaaðstöðu „Þaö er greinilegt að fulltrúar Kvennaframboösins eru í oddaað- stöðu,” sagði Gísli Jónsson, efsti maöur á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. „Við endurheimtum fylgið frá 1974 og meira en það og náðum því mark- miði aö hnekk ja vinstri meirihlutanum sem verið hefur hér í átta ár,” sagði Gísli. Kvennaframboðiö á Akureyri er sig- urvegari kosninganna þar, fékk tvo menn kjörna af ellefu í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkur vann einn mann og er nú meö fjóra. Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur töpuöu hvort sínum manni. Alþýðuflokkur fékk nú 643 atkvæði og einn kjörinn, fékk 1.326 atkvæði árið 1978, Framsóknarflokkur fékk 1.640 at- Gísli Jónsson kvæði (U537 árið 1978), Sjálfstæðis- flokkur fékk 2.261 atkvæði (1.735 árið 1978), Alþýðubandalag fékk 855 at- kvæði (943 árið 1978) og Kvennafram- boð fékk 1.136 atkvæði. Samtökin buðu fram árið 1978 og fengu þá 624 atkvæði og einn mann. Bæjarfulltrúar á Akureyri eru nú: Freyr Ofeigsson (A), Sigurður Oli Brynjólfsson (B), Sigurður Jóhannes- son (B), Ulfhildur Rögnvaldsdóttir (B), Gisli Jónsson (D), Gunnar Ragn- ars (D), Jón G. Sólnes (D),Siguröur J. Sigurösson (D), Helgi Guðmundsson (D), Valgerður Bjarnadóttir (V) og Sigfríöur Þorsteinsdóttir (V). Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag < Framsóknarflokkur og fulltrúi Sam- takanna stóðu aö meirihluta í bæjar- stjórn Akureyrar með samtais átta fulltrúa að baki en hafa nú saman að- eins fimm. Kvennaframboðiö er því í oddaaðstöðu, eins og Gísli Jónsson sagði hér að framan. -KMU. / Húsavík: ALÞYÐUFLOKKUR- INN VANN MANN Eina breytingin sem varð í bæjar- stjómarkosningunum á Húsavík var sú að Alþýðuflokkurinn vann 1 mann af Alþýðubandalaginu. „Eg myndi segja að við værum sigurvegarar kosning- anna fyrir hönd Alþýðuflokksins yfir allt landið,” sagði Gunnar Salómons- son sem skipar efsta sætið hjá Alþýðu- flokknum. „Það er stefna okkar sem hefur sigrað því hún er stórhuga. En það hefur hjálpað okkur að við höfum verið litlir, minnstir í minnihlutanum og höfum engan vondan málstað að verja.” Alþýðuflokkurinn fékk í þessum kosningum 240 atkvæði og 2 menn kjörna, Framsóknarflokkurinn fékk 432 atkvæði og 3 menn, Sjálfstæðis- flokkurinn fékk 274 og 2 menn og Alþýðubandalagiö fékk 342 atkvæði og tvo menn en hafði 3 menn áður. Af lista Alþýðuflokksins munu sitja í bæjarstjórn Gunnar B. Salómonsson húsasmiður og Herdís Guömundsdóttir húsmóðir, af lista Framsóknarflokks- ins eru Tryggvi Finnsson forstjóri, Aðalsteinn Jónasson húsasmiöur og Sigurður K. Sigurðsson deildarstjóri. Af lista Sjálfstæðisflokksins eruKatrin Eymundsdóttir bæjarfulltrúi og Hörð- ur Þórhallsson bæjarfulltrúi og af lista Alþýðubandalagsins eru Kristján Ás- geirsson útgerðarmaður og Jóhanna Aðalsteinsdóttir húsmóðir. -ÖEF Dalvík: Framsókn fékk meirihluta „Þetta kom mér mjög mikið á óvart eftir það sem á undan var gengiö hér í bænum,” sagði Kristján Olafsson, efsti maður á lista framsóknarmanna til bæjarstjómarkosninga á Dalvík, í samtali við DV. Þar uröu úrslit all- óvænt, því Framsóknarflokkur fékk hreinan meirihluta, 342 atkvæði og f jóra menn k jöma, en hafði þrjá áður. Úrslit urðu þau að Alþýðuflokkur fékk 96 atkvæöi og einn mann, Jón Baldvinsson, en hafði engan áður. Sjálfstæðisflokkur fékk 148 atkvæöi og einn mann, Helga Þorsteinsson, En Alþýðubandalagið kom inn kven- manni, Svanfríði Jónasdóttur og fékk 123 atkvæði. Báöir þessir flokkar hafa því tapað einum fulltrúa frá siðustu kosningum. Þeir sem í bæjarstjórn fara af lista Framsóknarflokks, utan Kristjáns, em Guðlaug Bjömsdóttir, Gunnar Hjartarson og Oskar Pálma- son. „Eg held aö þennan sigur megi fyrst og fremst þakka frábæru starfi fram- bjóðenda og stuðningsmanna undan- farinn mánuð, auk þess sem við höfö- um mjög sterkan málefnalegan grund- völl og lögðum fram ítarlega stefnu- skrá fy rir kosningarnar. Konumar tvær, sem nú setjast í bæjarstjórn á Dalvík, em þær fyrstu sem því starfi gegna þar. -JB Ólafsfjörður: VINSTRIMEIRIHLUT- INN HÉLT VELLI Vinstri meirihlutinn hélt velli á Olafsfirði en þar vom boðnir fram tveir listar, D—listi Sjálfstæðisflokks og H—listi, sameiginlegt framboö vinstri flokkanna. Sjálfstæðisflokkur vann þó allveru- lega á, fékk 293 atkvæöi og þrjá menn kjörna en haföi tvo áöur. H—listinn fékk 346 atkvæöi og f jóra menn í stað fimm áöur. Á kjörskrá á Olafsfirði vom 720 en atkvæði greiddu 639.1 bæj- arstjórn næsta kjörtímabil verða fyrir D—lista: Jakob Ágústsson, rafveitu- stjóri, Birna Friðgeirsdóttir, húsmóðir og Oskar Sigurbjörnsson skólastjóri, en fyrir H—lista Ármann Þórðarson, útibússtjóri, Bjöm Þór Olafsson íþróttakennari, Sigurður Jóhannsson, framkvæmdastjóri og Gunnar Jó- hannsson bóndi. „Við reiknuðum með ákveðnu fylgis- tapi og fimmti maðurinn stóö mjög tæpt i síðustu kosningum. Meiri hlutinn er áfram okkar svo þetta boðar engar breytingar,” sagði Ármann Þórðarson fyrsti maður á H—lista. „Við erum auðvitaö ánægðir með árangurinn og þakklátir fyrir traustið sem okkur er sýnt. Það er ljóst af þessu að fleiri en Sjálfstæðismenn hafa valiö D—listann. Þetta fer fram úr björtustu vonum, því þriðji maðurinn var mjög ömggur en það var markmið okkar að ná honum inn,” sagði efsti maður D—listans, JakobÁgústsson. -JB Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Kjósendur taka til á háaloftinu Nýr forustumaður á stjórnmála- sviðinu hefur kvatt sér hljóðs með eftirminnilegum hætti. Davíð Odds- son, sem tekur við borgarstjóraem- bætti í Reykjavík á næstu dögum, leiddi Sjálfstæðisflokkinn til sigurs i borgarstjóraarkosningunum í fyrra- dag, og mun af þeim sökum taka sæti í forustuliði flokksins, þar sem hann mun hasla sér völl til frambúðar eins og fyrri borgarstjórar Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Það eru auðvitað alltaf mikil tíðindi þegar ungur stjóramálamaður vinnur til slíkrar stöðu, en fleiri tíðindi er auð- vitað að hafa úr niðurstöðum sveitar- stjóraarkosninganna, sem marka nokkur þáttaskil í stjórnmálum landsins. Lokið er hinni linnulausu og hörðu aðför Alþýöubandalagsins, sem um tíma virtist vera búið að leggja undir sig bæði Framsókn og Alþýðuflokk hér í Reykjavík. Fram- sókn slapp ein með nokkurn veginn heilu skinni úr þeirri viðureign, en Alþýðuflokkurinn tapaði bæði hér í Reykjavík og á landsmælikvarða. Ástæðan til að Framsókn kom til- tölulega vel út úr kosningunum er fyrst og fremst sú, að enn er litið á flokkinn sem milliflokk, sem leitar samvinnu við aðra flokka eftir því sem aðstæður leyfa. Sú jafnvægislist getur verið erfið, og hefur verið það um sinn, einkum vegna þess að völd sin hefur Framsókn þráfaldlega sótt í skjól Alþýðubandalagsins á liðnum árum, bæði í rikisstjóra og borgar- stjóra Reykjavíkur. Þessi samvinnu- náttúra hefur gengið svo langt, að Framsókn bauð fram sameiginlega með Alþýðubandalaginu í Mosfells- sveit, svo dæmi sé nefnt. Fyrir milli- flokk að ganga svo skarplega í bland við andstæðan flokk býður hættum heim. Andstæðingar Framsóknar nefna flokkinn gjaraan vinstri flokk um þessar mundir, og þeim fjölgar stöðugt í f orustuliði flokksins, allt frá hugmyndasmiðum til ráðherra, sem kenna flokkinn við vinstri, og vilja með þeim hætti engan greinarmun gera á honum og Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi. Ekki verður með neinu móti séð hvar Framsókn ætlar að hasla sér völl á vinstri væng stjór.imála, svo þéttsetinn er bekkurinn þar. Þangað færi hann aðeins til að deyja. Sem milliflokkur er hann hins vegar nauösynlegur, og sem milliflokkur var hann kosinn að þessu sinni. Sú stóra sveifla fró vinstri, sem kosningaúrslitin sýna kemur auðvit- að Sjálfstæðisflokknum fyrst og fremst til góða. Hún nær einnig til Framsóknar að hluta, þar sem flokksmenn hafa ekki verið uppfullir með smitið úr Alþýðubandalaginu. Dæmi um þetta er árangur Fram- sóknar á Suðuraesjum, þar sem stefna Olafs Jóhannessonar hefur ráðið i Helguvíkurmáli og sigur stjóraarandstöðu, þar sem mál ál- versins hefur áhrif. Skýringin á sigri Sjálfstæðisflokksins almennt er auð- vitað sú staðfesta, sem hann hefur sýnt í viöhorfum til vestrænnar sam- vinnu, og á rætur að rekja til öfga- lausrar og þjóðlegar skynsemi- stefnu. Kjósendur hafa visað frá sér hug- myndum Alþýðubandalagsins, sem hafa verið allsráðandi um sinn, um stóraukin rikisafskipti og dýra sam- neyslu, sem komin er langt út fyrir skynsamleg mörk, og kemur fram í aukinni skattheimtu á flestum svið- um. Engu að síður eru nú tímar mannúðarstefnu og er það vel. Henni verður hms vegar að vera hagað þannig á hverjum tíma, að þjóðfélag- ið geti risið undir henni. Henni er ekki ætlað að skapa stöðugan ótta hjá þeim, sem fyrst og fremst þurfa að borga fyrir hana. Það er auðvitað ljóst aö Sjálfstæðisflokkurinn hefur fyrir löngu samþykkt og tekiö í sátt helstu undirstöðugreinar svonefndr- ar samhjálpar. En hann lifir ekki sínú pólitíska lífi fyrst og fremst til að framleiða lög og reglugerðir um samhjálp. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur tekið við stjórn Reykjavíkur. A- flokkarair liggja í sárum og Fram- sókn er að hluta laus frá vinstri villu. Þannig hafa kjósendur tekið til í hús- inu um sinn, og geta nú horft eilítið bjartari augum tU framtíðar en áð- ur. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.