Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 12
'HMMJaaiMSUM ——frjálst, oháð daghlað Útgáfufólag: Frjáls fjölmiðlun hf. ~ ““ , Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. { Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörflur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Krístjánsson og Ellert B. Schram. Aöstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sœmundur Guflvinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson. Ritstjórn: Siðumúla 12-14. Auglýsingar: Sfflumúla 8. Afgreiflsla, ásknftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Simi 27022. Sfmi ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Sfðgmúla 12. J»rentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. > Áskriftarverfl á mánuflf 110 kr. Verfl f leusasölu 8 kr. Hetgarblefl 10 kr. Sigur Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæöisflokkurinn er hinn óumdeildi sigurvegari sveiterstjórnarkosninganna.Þaö er ekki aðeins, aö hann vinni aftur meirihlutann í höfuðborginni; um land allt bætir flokkurinn við sig atkvæðum og sigur sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum er einstæður. Flokkur, sem nær fylgi 46% allra kjósenda í almennum kosningum er sannarlega ekki á flæðiskeri staddur. Foringjar annarra framboðslista og flokka hafa borið sig karlmannlega og hafa á reiðum höndum skýringar á því, að tap þeirra hafi ekki verið svo ýkjaalvarlegt. Þaðer rétt að því er Framsóknarflokkinn varðar, að hlutur hans stendur nokkum veginn í stað. Framsóknarmenn geta meira að segja hrósað góðri kosningu í nokkrum bæjar- félögum. En þegar á heildina er litið er það vart gleði- efni fyrir framsóknarmenn að standa í sömu sporunum, miðað við áfallið frá 1978. Alþýðubandalagið geldur auðsjáanlega kvennafram- boösins meira en aðrir flokkar, og kemur ekki á óvart. En ekki er það einhlít skýring á fylgistapinu víðast um landið. Hvort sem Alþýöubandalagið vill viðurkenna það opinberlega eða ekki, þá liggur það ljóst fyrir, að valda- setan í borgarstjóm og ríkisstjóm kemur þeim í koll, og þá ekki síst vegna allra stóm orðanna úr fyrri kosning- um, sem ekki hefur veriö staðið viö. Afhroð Alþýðuflokksins er þó sýnu alvarlegast. Alþýðuflokkurinn ætti að hagnast á því, að vera í stjórnarandstöðu, en reyndin verður önnur. Stærstu áföll- in eru í Reykjavík og á Akureyri, þar tapar flokkurinn nær helmings fylgi. Stærstu mistök Alþýðuflokksins em áreiðanlega þau, að lýsa yfir því fyrir kosningar, að flokkurinn stefni að áframhaldandi samstarfi við Alþýðu- bandalagið á þessum stöðum. Alþýðuflokkurinn keppir greinilega um töluvert fylgi, sem sveiflast á milli hans og Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki sigurstranglegt gagn- vart slíkum kjósendum, að ganga fyrirfram Alþýðu- bandalaginu á hönd. Með þeirri yfirlýsingu vísuðu kratamir nokkmm þúsundum kjósenda frá sér á einu bretti. Árangur kvennaframboðanna var mjög athyglisveröur og kapítuli út af fyrir sig. Þeirra viðhorfa mun lengi gæta, hvað sem líður líf dögum þessara samtaka í framtíðinni. Menn velta fyrir sér skýringum á góðu gengi Sjálf- stæðisflokksins. Aö því er Reykjavík varðar, hlýtur skýr- ingin einfaldlega að vera sú, að Reykvíkingar vildu ekki lengur meirihluta vinstri flokkanna. Það fór saman við góða frammistöðu Davíðs Oddssonar og meðframbjóð- enda hans í kosningabaráttunni. Þegar litið er á landið í heild kemur annað og fleira til. Sagt er að sigur Sjálfstæðisflokksins sé áfellisdómur yfir ríkisstjórninni. Ekki er alveg umyrðalaust hægt að skrifa undir þá kenn- ingu. Vitaskuld stendur ríkisstjómin höllum fæti. Það hefurhaftsín áhrif. Hinu má þó ekki gleyma, að í röðum sjálfstæðismanna og meðal fjölmargra kjósenda flokksins em enn margir, sem fylgja stjóminni. Engu að síður skiluðu þeir atkvæði sínu til Sjálfstæðisflokksins. Framhjá þessu má ekki líta. Það er skynsamlegra fyrir Sjálfstæðisflokkinn að gera sig ánægðan með þá staðreynd, að kjósendur telja sig eiga samleið með flokknum, og hann hefur endurheimt yfirburðastöðu sína í íslenskri pólitík. Eða er það ekki meira viröi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vita til þess að kjósendur eru að greiða honum sjálfum atkvæði, en ekki með eða móti einhverri ríkisstjórn? Hitt er annað, að þessi kosningaúrslit munu draga dilk á eftir sér í landsmálapólitíkinni, og að því leyti hafa mikil tíðindi gerst. ebs DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 24. MAI1982. SKYNLAUSAR SKEPNUR Þessa dagana kemur upp í huga minn, oftar en vanalega, dæmisaga sem kennari minn í bamaskóla sagði okkur. Hann var ekki okkar kennari í E-bekknum en kenndi G-bekknum í Miðbæjarbarnaskólanum í Reykja- vík. Við kölluðum hann ,,Klobba” okkar á milli krakkamir og fannst hann frekar hranalegur þar sem hann stuggaði við okkur í frímfnút- unum, ef honum fannst ærsl okkar ganga úr hófi. Hann gekk með harð- an kúluhatt. Við stríddum honum og hæddum. Eitt sinn kenndi hann okk- ur í forföllum okkar kennara, Þuríö- ar Jóhannsdóttur, (dóttur Jóhanns dómkirkjuprests. Þuríður er nú látin í hárri elli í Danmörku en aska henn- ar var flutt upp i gamla kirkjugarð og jarðsett hjá föður hennar.) Okkur börnunum fannst þessir kennarar okkar orðnir rosknar manneskjur. Jæja, þama var „Klobbi” kominn og farinn að kenna okkur. Og mikil var breytingin. I stað þessa hranalega gæzlumanns í portinu var kominn bliður og elskulegur eldri kennarí sem við öll bárum mikla virðingu fyrir, sem auk hinnar vanalegu kennslu notaði hvert tækifæri til þess að auka skilning okkar á lífinu. Þennan stutta tíma sagði þessi sann- kristni maöur okkur fjöldann allan af dæmisögum, sem við munum fram á þennan dag, t.d. af reynsu sinni að sit ja við dánarbeö. En sagan, sem er aö sækja á mig þessa dagana er þannig: lóhann J. Ólafsson Veiðimenn lágu á greni og höfðu náð öllum yrðlingunum, en tófan var ennþá inni í greninu. Allir voru yrðlingamir hraustir og fjörmiklir nema einn. Veiðimennimir tóku eftir því að hann var eitthvað veikur og hljóðin, sem hann gaf frá sér, voru ámáttleg og sár. Það var alkunn aðferð þeirra sem liggja á grenjum undir slikum kringumstæðum að kvelja yrðling- rna og láta þá hljóða til þess að særa nóðurina fram úr greninu. Þeir kreistu nú og píndu alla heil- srigða yrðlinga og líflétu þá fyrir 'raman munna grenisins, en allt kom Eyrir ekki, tófan haggaðist hvergi. Mönnum þótti varla taka þvi aö kvelja veikburða yrðlinginn, héldu aö tófan hefði afskrifaö hann eins og þeir. Þó datt þeim í hug að það mætti reyna aö pína hann líka og þeir tóku við aö kreista hann og kvelja eins og hina. Veiki yrðlingurinn gaf frá sér ámáttlega sár og skerandi hljóö og það stóðst móðirin ekki og þaut fram úr greninu til hans beint í byssukjaft- inn og dauðann. Þessa dagana finnst mér eins og sumir nemendanna hafi dregið allt annan lærdóm af þessari sögu en kennarinn ætlaðist til. En er nokkur ástæða til þess að láta gamla dæmisögu koma óróa á hugann? Þetta voru víst skynlausar skepnur. Jóhann J. Ólafsson, framkvæmdastjóri. Sannleikurinn og lygin um Malvinaseyjar Sannleikanum fórnað Þaðfyrstasem er fórnaö í styrjöld er „sannleikurinn”. Þetta er stað- reynd, sem enginn gerir athugasemd við, sem eitthvaö er kominn til vits og ára. Þegar sannleikanum sleppir tekur við lygin, hún er tvenns konar, eins og segir svo vel á enskri tungu, lie by commission or lie by ommis- sion, eða þaö sem útleggst á íslenzka tungu, bein lygi og óbein. Obeinni er helzt beitt með þögninni. Það er af yfirlögðu ráði beitt þögn til þess að hindra að sannar upplýsingar komist á framfæri til þess að almenningur fái ekki tækifæri með fullkomnum upplýsingum til þess að mynda sér rétta skoðun á atburðum. Nákvæm- lega þessu fyrirbrigði mannlegs lífs hefur verið svo meistaralega lýst af einum landsþekktum guðsmanni, er hann sagði, „mikið eru Snæfellingar búnir að ljúga miklu með þögninni.” PéturGuðjónsson Veikur málstaður Það er staöfest veikleikamerki, þegar annar deiluaðili verður að grípa til þess ráðs að leiða hjá sér umræðu og upplýsingar um aðal- atriði deilumáls, eins og Bretar hafa gert í Malvinaseyjadeilumálinu. Bretar hafa ekki gert minnstu til- raun til þess að gefa sögulegt yfirlit um Malvinaseyjar frá því að byggð hófat þar og til dagsins í dag, en í áróðri sínum lagt allt kapp á að upp- lýsa, að stjórn hernaöareinræðis ríkti í Argentínu og að þeir væru að verja grundvallaratriðið „hemaðar- ofbeldi má ekki verða til ávinnings.” Ef stjórnarformið á ríkisstjórn- Argentínu væri hér atriði er hægt að benda Bretum á styrjaldartilefni svo tugum skiptir í aðeins 1/5 af þeirrí fjarlægð, sem þeir eru nú farnir að munda sverð sín á. Fjarlægðin til Malvinaseyjanna er sú sama og ef Islendingar ætluðu að stofna til stríösrekstrar vestur í Kyrrahafi t.d. við Hawaii-eyjar, en þar að auki við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.