Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 24. MAl 1982. 13 UMVODWEXTI Kristinn Snæland birtir i Dagblað- inu og Vísi 11. maí hugleiðingar um voðavexti. Fleiri en hann munu finna að vextir eru voðalega þungir og erfitt undir þeim að rísa. Hitt er vafasamara þegar hann segir að Kratar hafi fundið upp þessa voöa- vexti. Það þykist ég vita, að Kristinn Snæland, frómur maður og hrekk- laus, vilji skila aftur því sem hann fær lánað, jafngóöu og hann tók við því. Því mun hann varla vera hrifinn af þvi háttalagi sem bankamir höfðu lengi á landi hér. Þeir tóku við kýr- verði af sparifjáreigendum og létu sér sæma að skila þeim aöeins lambsverði þegar þeir höfðu varð- veitt féð um tíma. Það heföi ein- hverntíma þótt illa ávaxtað pund. Nú eru breyttir tímar og betri fyrir sparifjáreigendur og eign þeirra tryggð í bönkum. En þá verður ein- hver aö borga verðbæturnar. Bankamir lána all-mikiö af er- lendu fé. Ríkissjóður tekur t.d. er- lend lán fyrir stofniánadeildir o.s.frv. Þetta fé allt verður að greiða aftur í erlendri mynt með áföllnum vöxtum. Einhver verður að borga það sem peningamir kosta. Auðvitaö er hægt að lána fé meö þeim kjörum að halli verði á þeim viöskiptum. Þaö er hægt aö lána út erlent fé án gengistryggingar t.d. En alltaf kemur að skuldadögum og ein- hver verður að borga. Ef við viljum þá getum við hækkaö söluskattinn og jafnað meö rikis- framiagi halla af lánastarfseminni. Halldór Kristjánsson Aðrir skattstofnar en söluskattur kynnu líka að koma til greina. Þó er vafasamt að öllum þætti slík skerð- ing ráðstöfunarfjár miklu skárri en voðavextirnir. Hvar eru þá sæmileg úrræði í þessumefnum? Þar sem voðavextirnir eru bein af- leiðing veröbólgunnar er eina ráðiö sem dugar við þá að hnekkja verð- bólgunni. Hugsum okkur að við tækjum upp nýja hætti. Hættum aö hækka kaup og verölag allt í samræmi við það og þar með að láta gengið hrapa. Þá hyrfi að mestu eða öllu verðbótaþátt- urinn úr reikningum bankanna þar sem verðlagið stöövaðist. Þá væru voðavextirnir úr sögunni. Það þýðir minni framleiðslukostnað og ódýrari verslun fyrir alla og það létti miklu fargi af skuldugum mönnum. Það yrðu raunverulegar k jarabætur. Ætli það væri ekki ómaksins vert að hugleiöa þetta og athuga? Og í sambandi viö það niöurgreiöslu á húsnæði. Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. „Bankarnir tóku lengi vlð kýrverði af sparif jóreigendum, en skilnðn þeim aðeins lambsverði,” segir greinarböf- undur. veðurskilyrði er hér eiga sér stað að vetri til. Að ætla sér að vinna aftur og halda Malvinaseyjunum gegn eins stóru og grundvallarlega ríku ríki og Argentína er, hafandi á bak við sig heila heimsálfu, heilan heim Rómönsku Ameríku, sem lítur ó Breta sem nýlendudrottnara á Malvinaseyjum, Bretar eigandi yfir 8000 mílna haf að fara og eru því á Malvinaseyjum ekkert annað en að- skotadýr úr fjarlægum heimshluta en Argentinumenn aðeins yfir 250 milna sund aö fara, er ekkert annað en hemaðarlegt brjálæði, sem er dæmt til að mistakast. Enda eru mörg stórblöðin í Bretlandi, sem eiga fyrsta flokks sérfræðinga í her- málum í sinni þjónustu, búin að taka alvarlegan vara fyrir því hemaðar- lega glæfraævintýri, sem flotasend- ingin til Malvinaseyja er í dag. örlög brezka flotans í Suður-Atlantshafi geta orðið nákvæmlega þau sömu og Flotans ósigrandi árið 1588. Ailur hemaðarmáttur Breta er bundinn viö tvö skip, sem geta flutt flugvélar. Hvað ef argentínski flugherinn sekk- ur þessum tveim skipum? Það er svo margt í svona herför, sem ekki verð- ur séö fullkomlega fyrir. Sá hlekkur í brezka flotanum, sem herflugvélar þeirra er bundinn við, er svo veikur, að herförin öll er óréttlætanleg frá herfræðilegu sjónarmiði. Titanic átti ekki að geta sokkið, Flotinn ósigr- andi átti að vera ósigrandi, Tundur- spillirinn Sheffield átti að geta varizt flugvélinni, sem sökkti honum, Brezki flotinn átti að geta veitt brezkum togumm vernd gegn áreitni íslenzku Landhelgisgæzlunnar. Blá- þráðurinn í dag getur verið ein almennileg lægö í veðurfræðilegu til- liti, eitt radartæki, ein tölva, eitt eða tvö skip fyrir Harrier eða þyrlur. Hvað skeður ef argentínski flugher- inn leggur til stórárásar á brezka flotann? I flugher Argentínu era á þriðja hundrað herflugvélar, þar af milli 60 og 80 af fullkomnustu gerö, vopnaðar Exocitskeytum eins og því, sem sökkti Sheffield. Sögulegt yfirlit Malvinaseyja 1510 Malvinaseyjar fundnar áf skipi úr leiðangri Magellans. Bretar halda þvi fram að skip Cook 1592, eöa 72 árum seinna, hafi fundið eyjamar. Eyjarnar heyra undir stjórn spænska landsstjórans i Buenos Aires. 1748 Bretar undirbúa leiðangur til Malvinaseyja en hætta við hann vegna mótmæla Spánar. 1764 Louis de Bougainville stofnar Post Louis í nafni franska kóhgsins. Ári seinna stofnar brezkur flotafor- ingi Post Egmont. 1767 Vegna mótmæla Spánar viðurkenna Frakkar eignarrétt Spánverja og afhenda nýlendu sína tilBuenosAires. 1774 England yfirgefur aðstööu sina á Malvinaseyjum og afhendir sinn hluta Malvinaseyja Spáni. Frá því ári til 1833 hefur Buenos Aires yfirráð Malvinaseyja, fram til 1820 sem héraðs i spænska konungsrík- inu, en eftir það sem hluta Argen- tínu. Á þessum tíma er allri stjórn- sýslu á Malvinaseyjum stjórnað frá Buenos Aires. 1832 Luis Vernet skipaður lands- stjóri Argentínu á Malvinaseyjum. 1833 Onslow skipherra á herskip- inu Clio setur Luis Vemet úrslita- kosti og fyrirskipar honum að gefast upp fyrir hinu brezka valdi. Lands- stjóri Argentínu á Maivinaseyjum neitar, Bretar taka Malvinaseyjar með hemaðarlegu ofbeldi. Hinir argentínsku íbúar eru gerðir brott- rækir frá eyjunum og embættismenn stjómarinnar i Buenos Aires hand- teknir. 1982 Argentína hertekur Malvinas- eyjamar. Þetta er stutt sögulegt yfirlit yfir stjórnmálasögu Malvinaseyja, og eru Argentínumenn ekki að gera neitt annað en þaö sem Bretar gerðu 1833. Argentina er nákvæmlega að feta 1 brezk fótspor á Malvinaseyj- um, frá 1833. IMútímasaga Malvinaseyja Það má svo bæta því við hér, að Bretland gerði á liönum öldum 4 til- raunir til þess aö hemema Argentínu 1670,1806,1807 og 1844. Það hefur komið mjög áberandi fram i deilumálinu um Malvinaseyj- ar hversu fréttaþjónustan í heimin- um er h'tils trausts verö. Hertaka Argentinu á Malvinaseyjum kom eins og þrama úr heiðskíru lofti yfir heiminn. En vegna hvers? Frétta- þjónustan í heiminum sagöi ekki frá því, að síðan 1965 hefur Argentina rekið baráttu á vegum Sameinuðu þjóöanna til þess. að endurheimta Malvinaseyjar. Arið 1965 var sam- þykkt meö yfirgnæfandi meirihluta atkvæöa á vegum Sameinuðu þjóö- anna, að eignarréttardeila væri á milli Bretlands og Árgentínu vegna Malvinaseyjanna. Þessi samþykkt er nr. 2065. Með þessu er eignarrétt- ur Breta á Malvinaseyjum dreginn í efa af yfirgnæfandi meirihluta heimsbyggðarinnar. Samningaum- leitanir hafa farið fram allan tím- ann, og árið 1966, 1967, 1969 og 1971 hvatti Allsherjarþing Sameinuöu þjóðanna Breta og Argentínumenn til að leysa málið með samningum. Eftir að hafa í 17 ár gert ítrekaðar tilraunir til þess að fá Breta til þess að skila eyjunum og eftir að vera búnir að mótmæla veru Breta á eyj- unum í 149 ár, allt án árangurs, ákvað ríkisstjóm Argentínu að taka ey jamar af Bretum með hervaldi. Þolinmæðin brostin Þolinmæðin einfaldlega brast, og Argentína lét til skarar skríða.Þetta virtist koma mjög flatt upp á Breta, því að eftir allan þann tíma, er þeir vora búnir að halda Argentínumönn- um „uppi á snakki”,voru þeir famir að halda að slíkt gengi til eilífðar- nóns. Svo mikið er vist, að einn virt- asti stjórnmálamaöur Breta, Carrington lávarður, og tveir af æöstu embættismönnum brezka utanríkisráöuneytisins, viðurkenndu að hafa reiknað dæmiö rangt og sögöu af sér. Stóra atriðið En hér er á ferðinni grundvallar- atriði, sem á miklu víðar við en í deilumálinu um Malvinaseyjar. Svo er nefnilega mál með vexti, að al- þjóðaréttur sem slíkur er ekki í neinu samhengi við þá breyttu stefnu og breyttu viðhorf, er hafa verið að skapast í alþjóðamálum á seinni hluta 20. aldarinnar. Alþjóðaréttur- inn var skrifaður af hinum sterka og hann gefur alþjóðaréttarlega mögu- leika til viðhalds óbreyttri stöðu án tillits til forsendna og sögu. T.d. höfðu Bretar árið 1939 ekki brotið nein alþjóðalög, þótt þeir hefðu svipt nokkur hundrað milljónir manna á Indlandi þjóðfrelsi og drottnuöu þar sem nýlenduherrar. I þjóðréttarlegu tilliti er margt mjög á huldu í sambandi við atriði, er stefn- ur og almenningsálit taka mjög ákveðna afstöðu til. Haft hefur verið á orði, aö i engri fræðigrein væri seinagangurinn eins mikill og kom- inn eins úr takt við tímann og í alþjóðarétti. Hér verður að eiga sér stað skjót breyting ef við eigum ekki eftir aö sjá fleiri Malvinasmál á næstunni. Eins og stendur býöur alþjóðarétturinn og Alþjóðadóm- stóllinn í Haag ekki upp á lausn í svona deilumálum. Nútíð, framtíð Við skulum taka allar fréttir frá hinum alþjóðlegu fréttastofum, sem eru meira og minna undir brezkri stjóm, og frá BBC, meö ákveðnum fyrirvara. Við skulum einnig Vera minnug þess, að í þorskastríðunum voru það islenzku iandhelgisgæzlu- skipin sem vora alltaf að sigla á brezku herskipin, og jafnvel gengiö svo langt að láta myndir fylgja, er vora í mótsögn við textann, en treyst á að almenningur skildi ekki, hvað fram fór í raun og veru og að hinn öfugi texti nægöi til að blekkja fólk. Það era jafnframt tvö önnur Malvinaseyjamál i gangi, bæði á Norður-Irlandi og í Gíbraltar. Bret- um ber aö gjöra svo vel og ganga frá þessum sögusyndum sínum í sam- ræmi við hugmyndir 20. aldarinnar. Það er engin lausn til á þessum mál- um önnur en sú, að Bretar fari burt frá Malvinaseyjum fyrir fullt og allt, að Bretar fari burt frá Norður-Ir- landi svo að landið geti sameinazt og að þeir fari burtu frá Gíbraltar áður en ríkisstjórn Spánar ákveður að taka Gíbraltar með hervaldi, sem hún ræður yfir, og getur beitt hvenær semer. Bretar hafa blátt áfram ekkert leyfi til þess að halda hlutum hins vestræna heims í styrjaldarástandi og illdeilum vegna sögusynda sinna. Með því að viðhalda óbreyttri stefnu í þessum mólum eru þeir ekkert ann- að en traustir bandamenn heims- kommúnismans. Þeir opnuöu rússneska heimsveldinu fyrstu dyrn- ar á Islandi með illdeilum við Islend- inga 1952. Þeir gætu eins veriö að opna rússneska heimsveldinu fyrstu dyrnar á meginlandi Suður-Ameríku með illdeilum sínum og nýlendu- veldishugsanagangi á Malvinaseyj- um. Að fyrirskipa í dag hernaðarað- gerðir á Malvinaseyjum og þar með fórn hundraöa eða þúsunda manns- lífa til þess að viðhalda 19. aldar nýlendustöðu á seinni hluta 20. aldar- innar, er óðs manns æði. Það er ekki hægt að fórna fjölda mannslífa til verndar eignarhalds, sem menn era tilbúnir að afsala sér i friði. En það er nókvæmlega ástand- ið á Malvinaseyjunum í dag. Pétur Guðjónsson. Æt „Mörg stórblöö í Bretlandi, sem eiga ™ fyrsta flokks sérfræöinga í hermálum í sinni þjónustu, eru búin aö taka alvarlegan vara fyrir því hvernaðarlega glæfraævintýri, sem flotasiglingin til Malvinaseyja er,” segir Pétur Guðjónsson í grein sinni um deilurnar um Malvinas- eða Falídandseyjar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.