Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VISIR. MÁNUDAGUR 24. MAl 1982. 15 Menning Menning Menning Menning VáfaU’81—'82(162 X260) poppogtAkn Tryggvi Olafsson sýnir nú nýjar myndir í Listmunahúsinu viö Lækjargötu. Listamaöurinn er einn af S.U.M. kynslóðinni, fæddur 1940, en hefur verið búsettur í Kaup- mannahöfn síöastliöin 20 ár. Ljósmynd — milliliður Þótt Tryggvi Olafsson sé fígúra- tífur málari, „skapar” hann ekki beint eftir náttúrunni, heldur notar hann ljósmyndina sem milliliö. Þetta er í raun myndgerö poppsins sem leggur áherslu á aö einfalda mynd- efniö og afmá hiö persónulega. Við getum sagt að popplistamennirnir yrki í 3. persónu og gefi þannig sér- hverjum áhorfenda möguleika á aö tileinka sér myndefniö. Og enn- fremur iconografía Tryggva, Iíkt og fleiri poppara, hefur ávallt steika skírskotun til evrópskrar milli- stéttar. Flóknara myndmál I eldri myndum Tryggva leggur listamaöurínn gjarnan áherslu á ein- falda formgerö samfara einföldu myndefni. Formrænt séö er það sterk línuáhersla, afgerandi and- stæður ljóss og skugga (samkvæmt eðli ljósmyndarinnar) og fáir beittir litatónar sem notaðir eru til að tjá okkur einföld myndefni svo sem einn hlut eöa eina persónu, einskonar stereotýpur fyrir vestrænt samfélag. Sýningin í Listmunahúsinu sýnir að iistamaðurinn notar enn stQfræöi poppsins, en nú til að koma á fram- færi táknheimi sem virðist rista mun dýpra en hin hversdagslega iconografía poppsins, ennfremur sem hér er um aö ræða mun flóknara myndmál. Bílar, bátar, reiðhjól, konur, fiskar og þotur leika um hvert annaö, en hafa þó glataö sinni upprunalegu efniskennd og virka frekar sem ritmál/tákn sem áhorfandinn þarf aö tengja saman. Hér er því um aö ræða myndmál sem býður upp á ótal túlkunarmöguleika, bæði bók- menntalega sem félagslega og eflaust eru þessar myndir athyglis- veröar fyrir sálgreiningatúlkanir. Ólíkir hlutir En þó virðist hin meövitaöa umræöa listamannsins f jalla fyrst og fremst um okkar næsta umhverfi sem hann endurbyggir á myndflet- inum. Listamaðurinn, líkt og fleiri Myndlist Gunnar B/Kvaran popparar, blandar saman ólíkum timum og fjarlægum rýmum í myndum sínum og undirstrikar um leiö hina táknfræðilegu hliö mynd- málsins. Þó viö þekkjum hlutina í myndinni þá er ekki lengur um aö ræða neina sjónblekkingu. Litlar-stórar myndir Eins og fyrr segir er myndmáliö í þessum myndum. oft æði flókið og nýtur það sín miður í minni mynd- unum sem verða gjaman ofhlaönar og óskýrar til aflestrar. Aftur á móti nýtur málverkiö sín vel í stærri myndunum og liturinn fær sterkarí og dýprisögn. Liturinn í myndverki Tryggva er ekki háöur viökomandi hlutum, heldur flæðir hann yfir allan flötinn, stundum í blæbrigöum og virkar fyrst og fremst myndrænt og þá gjaman sem einskonar jafnvægis- meöal. Þá er það athyglisvert aö þó listamaðurinn vilji leggja áherslu á hiö ópersónulega þá má oft finna fyrír hönd listamannsins i minni myndunum þar sem liturinn nær ekki aö vera einn hreinn flötur. Viö þaö myndast einskonar misklíö milli frásagnarinnar í 3. persónu og litarins í 1. persónu! G.B.K. HVAÐ ER NU ÞETTA? FélaflSDPentsmlDlunnar w. Spítalastfg 10—-Sími 11640

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.