Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MANUDAGUR 24. MAI1982. Norskur stórmeistarí í nánd ■ ■ — Leif ur Ogaard hætti atvinnumennsku og árangurinn lét ekki á sér standa Norðmenn hafa aldrei átt stórmeistara í skák. Skákáhuga- menn þar í landi hafa mátt gera sér aö góöu aö fylgjast meö skáksnilling- um á bæjunum í kring. Svíarnir Stolz og Stahlberg voru frægastir skák- manna á Norðurlöndum hér áöur fyrr. Ulf Andersson er eini stórmeist- ari Svía nú en þeir binda miklar von- ir viö unga og upprennandi menn — þar er Lars Karlsson fremstur í flokki. Danir eiga Bent Larsen, Friö- rik og Guðmund þarf ekki aö minna á og nýlega tvöfaldaöist stórmeist- aratala Finna, er Rantanen gekk til liðs viö Westerinen. Þá eru Stór- meistarar Noröurlanda upptaldir — enginn Norðmaöur. Almennur skákáhugi er einnig mjög lítill í Noregi og reyndar annars staöar á Norðurlöndum einn- ig. Þar eru Islendingar nokkuö sér á báti. Skákmenn sem sækja okkur heim veröa ávallt jafnundrandi á hinum mikla fjölda áhorfenda sem fylgist með sýningartöflunum. Stundum gleyma þeir sér og nota oröið „áhorfandi” í eintölu, sem al- gengast mun vera í Skandinavíu og þar eru sýningartöfl sjaldséö. Og ef minnzt er á skipulagningu skák- móta: Ef boriö er saman viö Noröur- löndin mætti sæma Islendinga f jórföldum riddarakrossi í þeim efn- um. Frá því er þó ein undantekning og hún er í Noregi. Arnold Eikrem heitir sá maður, ákaflega vel liöinn og óþreytandi viö aö skipuleggja og halda alþjóöleg skákmót á norskri grund. Þar er samanburður viö Is- lendinga og aörar Noröurlandaþjóöir Norðmönnum hagstæöur. Meira aö segja afar hagstæður. Þeir eru ófáir titilhafamir sem Eikrem hefur „framleitt” á þessum mótum sínum. Reyndar er því svo fariö að þar eru Svíar í miklum meirihluta, sumum Norömönnum til mikillar hrellingar. Obreyttir Svíar eiga það til að læöast -yfir landamærin og snúa til baka al- þjóðlegir meistarar, þökk sé Eikrem. En nú er ávöxturinn af starfi Eikrems farinn aö koma í ljós heima fyrir. Á allra síöustu árum hefur skákin í Noregi tekiö stórt stökk fram á viö. Og nú er allt útlit fyrir að draumurinn um norskan stórmeistara fari aö rætast. Leif Ogaard náöi tvisvar í röö árangri stórmeistara, á Eikrem- mótum í Gausdal og skortir nú aðeins einn áfanga í viöbót. Næsta mót í Gausdal er fyrirhugað í ágúst og nú bíöa Norðmenn spenntir. Leif ögaard er Islendingum aö góðu kunnur. Hann hefur teflt tvisv- ar á Reykjavíkurskákmóti 1974 og 1978. Á mótinu 1974 varð hann alþjóð- legur meistari og eftir það sneri hann sér fyrir alvöru aö skáklistinni sem stundum er nefnt aö gerast at- vinnumaöur í skák. A næstu árum tefldi hann mikið en eitthvaö lét árangurinn á sér standa. Fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári fannst ögaard nóg komið og sneri baki við skákatvinnu- mennskunni og fékk sér fasta vinnu. Síöan hefur hann teflt á tveimur skákmótum og náð stórmeistara- árangri í bæöi skiptin. Þetta er eins og í ævintýri. Mótiö í Gausdal í apríl var vel skip- aö, af 28 þátttakendum voru 6 stór- meistarar og 15 alþjóðlegir meistar- ar. ögaard varö einn efstur meö 7 v. af 9, sama vinningshlutfall og hann fékk í Gausdal í fyrra, er hann náði fyrri áfanga aö stórmeistaratitlin- um. Bandarikjamaöurinn De- Firmian varð annar meö 61/2 v., en í 3.-7. sæti komu Guðmundur Sigur- jónsson, Griinfeld, Mortensen, Schiissler, Stean og Wedberg. Ur- slitaskák Stean og ögaard var æsi- spennandi. Á endanum vann ögaard og 1. sætiö og stórmeistaraárangur í höfn. ögaard þótti tefla mjög yfirvegaö og vel á mótinu, enda hefur hann gefiö út þá yfiriýsingu aö nú tefli hann einungis ánægjunnar vegna. Skák hans viö Lars Karlsson er gott dæmi um þennan hugsunarhátt. Mjög vel tefld skák af hálfu ögaards ánægjan hreinlega skín út úr hverj- umleik. Hvítt: Leif ögaard. Svart: Lars Karlsson. Nimzoindversk vörn. I.d4 Rf6 2.c4 e6 3.Rc3 Bb4 4.e3 c5 5.Bd3 0-6 6.RÍ3 b6 7.04) Bb7 Algeng staða í þessu afbrigöi, sem venjulega kemur þó upp eftir aöra leikjaröð, þ.e. 4.-b6 5.Bb3 Bb7 6.Rf3 0-0 7.0-0 c5 o.s.frv. I bókum er leikja- röð Karlssons talin ónákvæm vegna 7.d5!? eins og Geller lék gegnSmys- lovl965. Skák Jón L Árnason 8.Ra4 cxd4 9.exd4 Be710-Hel d5?! Traustara og öruggara er 10.-d6 og svartur hefur frambærilega stöðu. I gamla daga var peöameirihluti á drottningarvæng talinn gulls ígildi. 11.c5 Re4 12.b4 Rd713.BÍ4 Hc814.Hcl f6?! Og nú er hugsanlega betra aö leika 14. -a6 og síöan 15.-b5. 15. Bb5! e516.c6! exf417.Db3! Þrír góðir leikir í röö. Ljóst er aö gegnumbrot svarts á miðborðinu veikti aöeins stöðu hans. 17.-Rb818.cxb7 Hxcl 19.Hxcl Dd6 Kannski var Karlsson ánægöur með stöðuna? Frelsingi hvíts á b7 er tryggilega skoröaöur og svartur gæti hafið gagnsókn með -g5-g4. En ögaard hefur séö lengra. 20. Rc5! bxc5 Ef svartur þiggur ekki riddarann og leikur t.d. 20.-Kh8, kemur 21.Ra6 og síðan 22.Hc8. 21. bxc5 De6 22.c6 Bd6 23.c7 Bxc7 24.Hxc7. Svartur komst ekki hjá því aö gefa manninn aftur. En nú hefur staðan opnast hvítum í hag. 24.-g5 25.h3 h5 26.Bd3! g4 27.hxg4 hxg428.Re5! Þetia var hugmyndin meö 26. leiknum. Ef 28.-fxe5, þá 29.Bxe4. 28.-Rg5 29.Rg6g3 Eftir 29.-Hd8 er 30. Rf4 einfaldast. Nú má hvítur að sjálfsögðu ekki taka hrókinn vegna 30.-Del+ og mátar. 30.Dxd5! Dxd5 31.Re7+107 32.Rxd5 Og þar með er gagnsókn svarts runnin út í sandinn. ögaard var í tímahraki. Annars heföi Karlsson gefizt upp. 32.-Ke6 33.Rxf4+ Kd6 34.Hc8 Hf7 35.Hxb8 Kc7 36.Hd8 gxf2+ 37.Kxf2 Kxb7 38.Hd6 Kc7 39.Ha6 Kd7 40.Ha5 Og svartur gafst upp. LARGERMANN OG JÁRNSMIÐI vantar til starfa nú þegar, skilyrði að lagermaður hafi þekkingu á járniðn. Uppl. í síma 53822. Tannlæknastofa Hef opnað tannlæknastofu að Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði. Viðtalstímar í síma 52740 frá kl. 9—5. HÖRÐUR V. SIGMARSS0N TANNLÆKNIR SAMMNNUTRYGGINGAR Ármúla 3 - Reykjavík - Sími 38500 Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmzt hafa í umferðaróhöppum: Fíat 127 Isuzu VW 1302 Escort Mazda 323 Citroen Mazda 929 Suzuki bifhjól árg. 1974 árg. 1981 árg. 1971 árg. 1974 árg. 1981 árg. 1974 árg. 1977 árg. 1973 og nokkrar fleiri. Bifreiðirnar verða til sýnis að Skemmu- vegi 26, Kópavogi, mánudaginn 24/5 ’82 kl. 12-16. Tilboðum skal skilað til Samvinnutrygg- inga fyrir kl. 16 þriðjudaginn 25/5 ’82. íslendingur var liðs- maður heimsmeistarans Nýlega lauk í Long Island í Banda- ríkjunum svæöamóti, sem í sjálfu sér er ekki markvert. Þaö telst hins vegar til tiöinda, þegar sigurvegaramir vita ekki af sigrinum fyrr en nokkru síðar. Sveit undir forystu Johns Solodar, eins af núverandi heimsmeisturum í bridge, var jöfn annarri í efsta sæti en stuttu eftir leikinn uppgötvuöu Solodar og tveir félaga hans útreikningsvillu sem hækkaði þá um eitt vinningsstig og þar meö hreinan sigur. Hinir þrír sveitarfélagar Solodars höföu þá lagt af staö heimleiöis, án þess aö hafa hugmynd um sigurinn. Ekki ýkja merkilegt. Jú, því einn af þremenningunum var íslendingur, búsettur í Bandaríkjunum, Einar Guöjohnsen. Hér er spil frá svæðamótinu, sem Solodar spilaöi. Norður gefur/allir á hættu Vestur Norður * K10874 ^ AKD5 0 _ * G1073 Austur ♦G52 * ÁD3 ^ 742 °K972 £ 10863 * Á94 Sudur 652 A 96 ^ G109 0 ADG54 * KD8 Meö Solodar í suöur, gengu sagnir á þessaleiö: Noröur Austur Suöur Vestur 1S pass 2T pass 2H pass 2G pass 3L pass 3G pass pass pass Þetta virðast nokkuö þétt þrjú grönd — þrír laufslagir, f jórir hjartaslagir og tveir á tígul — níu slagir. Og vömin Einar Guðjohnsen getur ekki fengiö nema fjóra slagi, tvo á spaða, einn á tígul og einn á lauf. En ekki er allt sem sýnist. Vestur hitti á bezta útspilið, sem var hjarta. Solodar drap í blindum og spilaði laufi Tö Bridge Stefán Guðjohnsen á kónginn. Vestur gaf og nú spilaði Solodar tígulgosa. Vestur gaf aftur og það var allt sem Solodar þurfti. Nú kom laufadrottning og a-v voru vamarlausir. Á hinu borðinu var lokasamningur- inn einnig þrjú grönd og útspiliö var það sama. Sagnhafi spilaði einnig tígulgosa í þriöja slag, en nú drap vestur. Hann skipti siöan í spaöagosa. Ekki svo slæm vörn, ef austur á A-D-9 í spaöa, en gagnslaus eins og spiliö var. Haldi hann hins vegar áfram með hjarta, þá tapast spiliö vegna sam- gönguerfiðleika sagnhafa. Vestur gef- ur þá laufið tvisvar og spilar þriðja hjarta, þegar hann drepur á laufaás. Frá Bridgesambandi íslands Dregið hefur verið í 1. umferö Bikar- keppni BSI. Sú sveit sem talin er upp á undan á heimaleik. Jóhailní's Sigurösson Keflavík —Aðalsteinn Jörgensen, Hafnarf. Aðalsteinn Jónsson Eskifirði —Araar Hínriksson ísafirðl Asgeir Sigurbjörnss. Sigluf. — Þórður Sigurðsson Seif ossi Ester Jakobsdóttir R.vík — Þráinn Finnbogason, R.vík Hannes Gunnarsson R.vik —Krlstján Kristjánss. Reyðarf. Signrður B. Þorsteinss. R.vik —Ármann J. Lárusson Kópav. Viktor Björasson Akranesi — Jón Stef ánsson Akureyri RunóRur Pálsson Reykjavík — Ferðaskrif stofa Akureyrar Guðni Sigurbjörasson, R.vik —Steinberg Rikarðss. R.vik Sigmundur Stefánss. R.vik — Berabarður Guðmundsson R.vik Sveitir Karis Sigurhjartarsonar, Kristjáns Blöndal, Leif österby, Jóns Hjaltasonar, Sævars Þorbjömssonar og Þórarins Sigþórssonar sitja hjá í 1. umferö. Bridgesambandiö hefur valið lið til keppni á Evrópumót spilara yngri en 25 ára. Liðið skipa: Aðalsteinn Jörgen- sen, Runólfur Pálsson, Siguröur Vil- hjálmsson, Stefán Pálsson, Ægir Magnússon og Guðmundur Sv. Her- mannsson sem er jafnframt fyrirliöi. Mótiö verður haldiö á Italíu í lok júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.