Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ & VISIR. MANUDAGUR 24. MAI1982. 31 Njarðvík: Sjálfstæðisflokk- urinn endurheimti meirihluta „Þetta má fyrst og fremst þakka duglegu og baráttuglööu fólki sem vann vel og skipulega fyrir kosning- amar, auk þess sem Sjálfstæöisflokk- urinn hefur nú verulegan meöbyr í þjóöfélaginu,” sagöi Áki Gránz, málarameistari og efsti maöur á lista D-listans í N jarövík. Þar endurheimti Sjálfstæöisflokkur- inn nú meirihluta sinn, fékk 497 at- kvæði og fjóra menn kjörna. A-listi fékk 210 atkvæði og tvo menn og B- listi 179 og einn mann. 96 atkvæöi féllu til G-listans og 88 til H-lista, framboöa óháðra, en hvorugur þeirra kom aö fulltrúa. A kjörskrá í Njarðvík voru 1259 og atkvæöi greiddu 1070, eöa rúm- lega85%. „Eg held aö þetta nýja framboö hafi fyrst og fremst sótt fylgi til okkar, svo raunverulegurbyr okkar var enn meiri en atkvæðamagnið sýnir. Er ekki ólík- legt aö sá hópur muni ganga til liðs við Sjálfstæöisflokkinn að þessu loknu,” sagöi Áki. I bæjarstjóm Njarðvíkur sitja næsta kjörtímabil: Ragnar H. Halldórsson (A), Eðvald Bóason (A), Olafurl. Hannesson (B), Aki Granz (D), Júlíus Rafnsson (D), Halldór Guömundsson (D)oglngólfurBárðarson(D). -JB Djúpivogur: Óhlutbundin kosning Á Djúpavogi var kosningin óhlut- bundin. Eftirtaldir aöilar vom kjörn- ir í hreppsnefnd. Oli Björgvinsson fékk 49 atkvæði, Ragnar Þorgilsson 42 atkvæöi, Már Karlsson 38 atkvæði, Karl Jónsson fékk einnig 38 atkvæöi og Reynir Gunn- arsson fékk 37 atkvæði. GSG Hrísey: Óhlutbundin kosning Kosningin í Hrísey var óhlutbundin. Flest atkvæöi til hreppsnefndar fékk Ámi Kristinsson, 53. Öm Kjartansson fékk 41 atkvæði, Björgvin Pálsson 36 atkvæöi, Siguröur Jóhannsson 34 at- kvæöi og Ásgeir Halldórsson fékk 33 atkvæöi. GSG Eyrarbakki: Áhugamenn með hreinan meirihluta Á Eyrarbakka vom þrír listar í kjöri. Urslit urðu þau aö Framsóknar- flokkurinn fékk 46 atkvæði og 1 mann kjörinn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 91 atkvæöi og 2 menn kjörna. I-listi áhugamanna um sveitarstjórnarmál fékk 148 atkvæöi og 4 menn k jöma. I hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps sitja því næsta kjörtímabil: Af I-lista, Magnús Karel Hannesson, Valdimar Sigurjónsson, Guðmundur Einarsson og Jón A. Sigurðsson. Af lista Sjálf- stæöisflokks vom kjörin, Höröur Stefánsson og Guörún Thorarensen. Tómas Rasmus náöi kjöri af lista Framsóknarflokk s. I síöusta kosningum kom einungis fram einn ónefndur listi og var hann þvísjálfkjörinn. GSG Skagaströnd: Óbreytt hlutföll Skipting hreppsnefndarfulltrúa á Skagaströnd er óbreytt. örlítil hreyfing varð þó á atkvæðum. Sjálf- stæöisflokkur og Alþýðubandalag unnu á en Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur töpuðu. Alþýðuflokkur fékk 49 atkvæði og einn fulltrúa, Framsóknar- flokkur fékk 62 atkvæði og einn full- trúa, Sjálfstæðisflokkur fékk 127 atkvæði og tvo fulltrúa og Álþýöu- bandalag fékk 88 atkvæði og einn full- trúa. I hreppsnefnd Höföahrepps vom kjömir: Elín Njálsdóttir (A), Magnús B. Jónsson (B), Adolf J. Berndsen (D), Gylfi Sigurðsson (D) og Guömundur H.Sigurösson (G). -KMU. Blönduós: Vinstri menn héldu velli Engin breyting varö á hlutföllum á Blönduósi. H-listi vinstri manna hélt þar meirihlutanum, fékk 304 atkvæöi og þrjá menn kjöma en D-listi sjálf- stæðismanna fékk 224 atkvæði og tvo menn. Atkvæðahlutfalliö er mjög svipaö og í kosningum 1978. Þó dró heldur í sundur með listunum. Hreppsnefndarfulltrúar veröa nú: Siguröur Eymundsson (D), Sigurlaug Friðriksdóttir (D), Hilmar Kristjáns- son (H), Sturla Þórðarson (H) og Sigmar Jónsson (H). -KMU. Garður: Nýrmeírihluti sjálfstæðismanna ogfrjálslyndra I Geröahreppi vom tveir listar í kjöri. H-listi Sjálfstæöismanna og frjálslyndra kjósenda utan flokka og I- listi óháöra borgara. Meirihlutinn var í höndum I-listans, en hann féll í kosn- ingum. Atkvæði féllu þannig að H-listi fékk 285 atkvæði og 3 menn kjöma. I-listinn fékk 263 atkvæði og 2 menn kjöma. Af lista sjálfstæðismanna og frjáls- lyndra náöu kjöri, FinnbogiBjömsson, Siguröur Ingvarsson og Ingimundur Þ. Guönason. Af lista óháöra vorukosnir. Eiríkur Sigurösson og Viggó Benediktsson. GSG Bfldudalur: Áframhaldandi meirihluti óháðra Tveir listar vom í boöi í Bíldudal. K- listi óháöra kjósenda fékk 114 atkvæði og 3 menn kjöma. D-listi Sjalfstæðis- flokks fékk 88 atkvæöi og 2 fulltrúa í hreppsnefnd. Oháðir kjósendur höföu fjóra menn í hreppsnefnd og listi lýöræöissinna einn mann. Sjálfstæðis- menn buöu ekki fram sérstaklega í síö- ustu kosningum. I hreppsnefnd vom kjörnir af lista óháöra, Magnús Björnsson, Jakob Kristinsson og Halldór Jónsson. Af lista Sjálfstæðismanna náðu kjörí Guömundur Sævar Guðjónsson og BjarneyGísladóttir. GSG Hveragerði: Sjálfstæðismenn með meirihluta Hreppsnefndarmönnum íHverageröi var fjölgað úr fimm í sjö. Urslit kosn- inganna urðu þau aö Framsóknar- flokkur fékk 184 atkvæöi og 2 menn kjöma. Sjálfstæöisflokkur fékk 339 atkvæði og 4 menn kjörna. Alþýðu- bandalagið fékk 108 atkvæöi og 1 full- trúa í hreppsnefnd. Eina breytingin nú var sú aö Sjálfstæöisflokkur bætti við sig tveimur mönnum og náöi hreinum meirihluta. I hreppsnefnd voru kjörin af D-lista, Hafsteinn Krístinsson, Alda Andrés- dóttir, Viktor Sigurbjörnsson og Bjami Kristinsson. Siguröur Jakobsson og Lovísa Guömundsdóttir voru kjörin af lista Framsóknarflokks og Auöur Guðbrandsdóttir af lista Alþýöubanda- lags. -GSG Þórshöfn: Framfarasinnar misstu meirihlutann A Þórshöfn vom að þessu sinni þrír listar í boöi. Urslit kosninganna urðu þau aö H-listi óháðra kjósenda fékk 94 atkvæði og 2 menn kjöma. I-listi sam- taka óháöra kjósenda fékk 48 atkvæði og 1 mann kjörinn. J-listi framfara- sinnaöra kjósenda fékk 105 atkvæði. H- listinn hafði tvo fulltrúa og framfara- sinnaráttuþrjá. I hreppsnefnd Þórshafnar vom því kjörnir, Jósep Leósson og Jónas S. Jóhannsson af H-lista, Jóhann A. Jónsson og Þorkell Guöfinnsson af lista framfarasinna og Kristján Karisson af I-lista. -GSG. Hvolsvöllur: H-listinn með meirihluta Aö þessu sinni vom í framboði tveir listar á Hvolsvelli en 1978 fór þar fram óhlutbundin kosning. Urslit kosninganna urðu þau aö H- listi áhugamanna um málefni Hvols- hrepps hlaut 213 atkvæði og 3 menn kjöma. I-listi sjálfstæöismanna og annarra frjálslyndra fékk 166 atkvæði og 2 menn kjörna. Af H-lista taka sæti í hreppsnefnd Hvolshrepps Böövar Bragason, Markús Runólfsson og Sveinn Sigurös- son. Af I-lista voru kjörin Aöalbjörn Kjartansson og Ingibjörg Þorgilsdóttir. -GSG. Stöðvarfjörður: Óhlutbundin kosning Kosningin á Stöðvarfirði var óhlut- bundin. I hreppsnefnd voru kjörin, Hafþór Guömundsson sem fékk 106 atkvæði, Bryndís Þóroddsdóttir f ékk 69 atkvæði, Ingibjörg Björgvinsdóttir 61 atkvæöi, Bjarm Gíslason 60 atkvæöi og Björn Kristjánsson fékk 57 atkvæði. -GSG. Þorlákshöfn: Sjálfstæðisflokkur bætti við sigmanni Fjórir listar vom í kjöri i Öifus- hreppi. Urslit kosninganna urðu þau aö A-listi jafnaöarmanna og óháöra fékk 134 atkvæði og 1 mann kjörinn. Fram- sóknarflokkur fékk 158 atkvæði og 2 menn kjörna. Sjáifstæöisflokkur fékk 147 atkvæöi og 2 menn kjörna. H-listi óháöra kjósenda fékk 151 atkvæöi og’ 2 hreppsnefndarmenn. I hreppsnefnd Ölufshrepps vom því kjörin Einar Sigurðsson og Kristín Þórarinsdóttir af lista Sjálfstæöis- flokks, Þorleifur Björgvinsson og Þor- varður Vilhjálmsson frá Framsóknar- flokki, Olafur T. Olafsson og Engilbert Hannesson af H-lista óháöra og Ásberg Lárentínusson af lista jafnaöarmanna. Hreppsnefndarmönnum í ölfus- hreppi var fjölgað úr fimm í sjö við þessar kosningar. I kosningunum 1978 fengu sjálfstæöismenn 1 fulltrúa, H- listi óháðra fékk þá 2, K-listi óháöra og frjálslyndra haföi 1 mann og Þ-listi vinstri manna 1 mann. -GSG. Raufarhöfn: Framsóknvanná Urslit kosninganna á Raufarhöfn uröu þau aö Framsóknarflokkur fékk 76 atkvæði og 2 menn kjörna. Sjálf- stæðisflokkur fékk 56 atkvæði og 1 mann kjörinn. Alþýðubandalag fékk 47 atkvæði og 1 mann og I-listi óháðra kjósenda fékk 54 atkvæöi og 1 mann i hreppsnefnd. Framsóknarflokkurinn tók því einn mann af Alþýðubanda- laginu frá því í kosningunum 1978. I hreppsnefnd á Raufarhöfn náöu kjöri Þórarinn Stefánsson og Gunnar Hiimarsson af lista Framsóknar- flokks, Helgi Olafsson af lista Sjálf- stæðisflokks, Þorsteinn Hallsson frá Alþýðubandalagi og Kolbrún Stefáns- dóttir var kjörin af lista óháöra kjós- enda. Eina breytingin á Raufarhöfn frá því í kosningunum 1978 er sú aö Fram- sóknarflokkur vinnur einn mann af Alþýöubandalagi. -GSG. VíkíMýrdal: Sjálfstæðisflokkur taparmanni Aö þessu sinni voru þrír listar í kjöri í Vik í Mýrdal. B-listi Framsóknar- flokks fékk 108 atkvæöi og 2 menn kjörna, D-listi S jálfstæðisflokks f ékk 78 atkvæöi og 1 mann kjörinn og Z-listi umbótasinna fékk 81 atkvæöi og 2 hreppsnefndarmenn. Reynir Ragnarsson og Guðgeir Sigurösson voru kjömir af lista Fram- sóknarflokks. Af D-lista var kosinn Finnur Bjarnason og Vigfús Þ. Guðmundsson og Sigriöur Magnús- dóttir af lista umbótasinna. Hreppsnefndin í Vík var skipuö tveimur fulltrúum Sjálfstæðisflokks og þremur fulltrúum vinstri manna og óháöra. -GSG. Egilsstaðir: Sjálfstæðisflokkur vann mann Sjálfstæðismenn felldu Erling Garöar Jónasson, sem nú var í fram- boði á lista óháöra og alþýðuflokks- manna, úr hreppsnefnd Egilsstaöa- hrepps. Þaö eru helztu tíöindin úr kosningunumá Egilsstööum. Sjálfstæöisflokkurinn bætti viö sig einum manni, fékk nú 157 atkvæði, sem er meira en tvöföldun á fylgi frá þvi síðast, og fékk nú tvo menn í hrepps- nefnd. Framsóknarmenn stóöu í staö, fengu nú 219 atkvæði og þrjá menn kjörna. Alþýðubandalag fékk 171 atkvæði og tvo menn en I-listi óháöra og alþýöuflokksmanna fékk 66 atkvæði ogenganmann. I hreppsnefnd náöu kjöri: Sveinn Þórarinsson (B), Vigdís Sveinbjörns- dóttir (B), Þórhallur Eyjóifsson (B), RagnarO.Steinarsson (D), Helgi Hall- dórsson (D), Bjöm Ágústsson (G) og Þorsteinn Gunnarsson (G). -KMU. Póstsendum Póstsendum AC.MFESTINGA* stórkostleg SB&gSSr %%usl0PPAR VERÐLÆKKUN Vinnufatabúðin - Sími 15425 — Hverf isgötu 26 - Simi 28550 SIÐASTA ÚTSÖLUVIKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.