Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 37
DAGBLAÐIÐ & VISIR. MÁNUDAGUR 24. MAI1982. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Með „drottningum og kóngum" á Broadway Það hefur varla farið fram hjá neinum að nýlega var íslenzk stúlka, Gunnhildur Þórarinsdótt- ir, kosin ungfrú Hollywood í Broadway við Álfabakka í Breið- holti í Reykjavík. Við sama tilefni var valin sólar- stúlka tJrvals, en sú ferðaskrif- stofa stendur að þessari ágætu keppni ásamt Sam-útgáfunni og veitingahúsinu Hollywood. Þarna voru því samankomnir ferðaskrif- stofukóngar, útgáfukóngar, veit- ingakóngar ásamt hellingi af alls kyns drottningum. Og allir borð- uðu svo „Fillet a la queen”. Var svo einhver að tala um skort á heldra fólki á Islandi? Hvað um þaö, myndimar sem hér fylgja voru teknar á þessu annars ágæta kvöldi af Einari Ola- syni, ljósmyndara DV. -JB Remhikossar gongu 6 vfxl og allir kysstu alla. Hir óskar fyrrverandi Hollywooddrottnlngln, Valgerður, sólarstúlku Úrvals, Höllu Bryndísl, tillukku. „SKÁL -klúbburinn " Hvað er Skál-klúbburinn? Hvað í ósköpunum gera menn í svoleiðis fé- lagsskap? Þessar spurningar leituðu óneitanlega á okkur hér í sviðsljósinu, þegar við fyrir tilviljun komumst að því að til væri féiag með þessu nafni hér á landi. Fyrsta hugsunin er aug- ljós, hana þarf ekkert að útskýra nánar. En við nánari athugun kom í ljós að tilgangur samtakanna er alls ekki sá aö fá átyllu til að lyfta glasi i góðra vina hópi, heldur miklu merki- legri og meiri. Skál-klúbburinn er alþjóðleg samtök fólks sem starfar að eða tengist ferða- málum að einhverju leyti. Klúbburinn var stofnaður í París árið 1932, en hér á landi hefur hann starfað um tuttugu ár. Eru meölimir hér nú orðnir um 60, en alls er talið að félagar í heiminum nálgist að vera um 26 þúsund talsins. I lögum um félagsskapinn segir aö tilgangur hans skuli vera 1. Að stuðla „Þaö er hvorgl kdtmð eins rækl- lega og é SoyðisfírOi," sagöi Jónas Hallgrlmsson um gagnrýni þé ar fram hefur kom/ð é tolleftir- lit viö Smyríl. — Hvað ernú það? að traustri vináttu og góðum tengslum þess fólks sem starfar að ferðaiðnaði, og 2. Að beita sér í gegnum starfið fyrir auknum skilningi og vilvilja milli allra manna. En nafnið, hvaðan skyldi það vera komið. Reyndar er alþjóðlega heitið tekið úr sænsku og skrifað „Skál”. Stofnendurnir, sem komu frá París eins og fyrr er sagt, höfðu farið í boðs- ferð til Norðurlandanna. Þar tóku frændur okkar að sjálfsögöu á móti þeim með tilheyrandi rausn og síknt og heilagt glumdi í eyrum þeirra orðið „skál”. Þeim var síðan tjáð aö þessari kveöju fylgdu allar hinar beztu óskir um ókomna daga og fannst því kjörið að taka nafnið upp þegar klúbburinn varstofnaður. Starfsemin hér á landi er töluverð. Mánaðarlega hittast félagar til hádeg- isverðarfundar hér í Reykjavík og er þá fenginn ræðumaður tÚ að f jalla um ákveðið málefni tengt ferðaiðnaði og siðan eru umræður á eftir. Þar fyrir utan er farnar fræðslu- og kynningar- ferðir innanlands og utan, og reynt að stuðla að sem beztum samskiptum fé- laganna. Þarna mætast hörðustu keppinaut- ar, jafnt sem nánir samstarfsmenn og mottó númer eitt er að ræða ekki „bis- ness” á fundunum. Þegar við mættum til fundar í Þing- holti eitt hádegi ekki alls fyrir löngu voru tæplega þrjátíu félagsmenn og gestir þar til staðar. Ræöumaöur var Jónas Hallgrímsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði og talaði hann skörulega um málefni Smyrils og flutninga á ferðamönnum hingað til lands. A eftir urðu hressilegar umræður, enda skipt- ar skoðanir um ágæti þess að ferjan skuli losa á Seyöisfirði, og um gagn eöa ógagn af þeim erlendu ferðamönnum semmeðskipinukoma. -JB „Masklna þess opinbora malar hmgt, nama þagar skattar eru annars vegar, "sagðl Örfygur Hélfdénarson sam stóO upp é fundinum og hvatti SeyðfírOinga til aO bföa nú akki andalaust eftir hinu opinbera meö aö- gerOir til náttúruvemdar, hetdur drffa iþaim sjátfir. FyrirmiOri myndmá oinnig greina formann fálagsins Ólaf Steinar Valdimarsson, deildar- stjára i samgönguráðuneytinu og þær SigriOi Einarsdóttur og Lillian Simpson sem báOar eru i stjórn. .... DV-myndir Fnöþjáfur Blóm t barminn Með sveíttB „skelle" set dómnefndln og taldl atkvmðin i meðan gestir skemmtu sir. Úr hésætinu steig fram Sam-kóngurinn Þórarinn Jón Megnússon og bauð gesti vel- komne. Oleðln rítt að byrja, enda nóttin ung. Úrslltin kunn og þeim fagnað með kempavins- skálaf Gunnhildlog ÓlaflLaufdal Hollywoodkóngi. DV-myndir E.Ó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.